Morgunblaðið - 29.09.2016, Page 34

Morgunblaðið - 29.09.2016, Page 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 Rafmagnshjól.is • Fiskislóð 45 • Sími 534 6600 Hollensk rafmagnshjól vönduð og margverðlaunuð majubud.is Á sex dögum í marsmánuði árið 1997 bjargaði þyrlan TF-LÍF 39 mönnum úr sjávarháska. 10 mönnum var bjargað af Þor- steini GK, sem rak vélarvana upp í Krýsuvíkurberg. Þá bjargaði þyrlan 19 mönnum af flutningaskipinu Víkartindi þegar það strandaði aust- ur af Þjórsárósi en einn mann tók út af varðskipinu Ægi þegar það reyndi að bjarga skipinu. Loks bjargaði áhöfn þyrlunnar 10 mönnum af flutningaskipinu Dísarfelli eftir að skipið fórst 100 sjómílur suðaustur af Hornafirði, mitt á milli Íslands og Færeyja. Tveir skipverjar á Dísar- felli fórust. Benóný Ásgrímsson var flugstjóri við björgun skipverjanna af Víkartindi og Dísarfelli. Skipverjarnir á Dísarfelli voru um tvo klukkutíma í sjónum eftir að skipinu hvolfdi í vonskuveðri aðfara- nótt 9. mars 1997. Þótti björgun þeirra frækilegt afrek enda voru að- stæður mjög erfiðar, 8-10 metra ölduhæð og mikið brak í sjónum og hann löðrandi í olíu. „Við vorum allan tímann sann- færðir um að okkur yrði bjargað. Það er ekki hægt að lýsa því þegar þyrlan birtist. Það var eins og al- mættið kæmi þarna og rétti okkur hjálparhönd,“ sagði Valdimar Sig- þórsson, háseti á Dísarfelli, í viðtali við Morgunblaðið. Í áhöfn þyrlunnar voru Benóný flugstjóri, Hermann Sigurðsson flugmaður, Auðunn F. Kristinsson, stýrimaður og sigmaður, Hilmar Ægir Þórarinsson, flugvirki og spil- maður, og Óskar Einarsson læknir. Kafli úr bókinni Útkall TF-Líf eft- ir Óttar Sveinsson birtist í Morgun- blaðinu á sínum tíma og þar má glögglega sjá hve aðstæður við björgun voru erfiðar: „Nú varð Hilmar spilmaður að hugsa um marga hluti á sömu sek- úndunni: Um leið og ég væri búinn að slaka Auðuni niður í sjóinn varð ég að halda bugt á vírnum með ann- arri hendi til að hafa upp á að hlaupa ef snöggur rykkur kæmi á vírinn þegar sigmaðurinn færi niður í öldu- dal. Að öðrum kosti myndi hann kippast jafnskjótt upp úr sjónum. Ég mátti heldur ekki slaka of mikið þannig að vírinn flæktist í þyrlunni. Það var mjög erfitt að láta þetta allt koma heim og saman. Ég gætti þess að tala stöðugt við Benóný á meðan ég hafði auga með Auðuni og öld- unum.“ Benóný segir að það hafi skipt sköpum að TF-LÍF var komin til sögunnar á þessum tíma. TF-SIF hefði ekki ráðið við þetta verkefni. sisi@mbl.is Frækileg björgun á reginhafi Ljósmynd/Landhelgisgæslan Sjávarháski Þessi sjón blasti við áhöfn TF-LÍF þegar hún kom að Dísar- fellinu. Skipverjarnir héldust í hendur og þeir voru hífðir upp einn af öðrum.  TF-LÍF bjarg- aði 39 mönnum á sex dögum 1997 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Það sem er svo gefandi og hvetj- andi er allt þakklætið sem maður hefur fengið,“ segir Benóný Ás- grímsson. Í tilefni af þessum orðum er gam- an að rifja upp frétt sem birtist í Morgunblaðinu 28. júlí 2013. „Í hvert sinn sem Viktoría Líf Þorleifsdóttir sér þyrluna TF-LIF sveima um loftið kallar hún á móður sína: „Mamma, þetta er þyrlan mín!“ Þetta eru orð að sönnu hjá Viktoríu Líf því hún er skírð í höfuðið á þyrl- unni sem bjargaði lífi hennar fyrir tíu árum er hún var flutt frá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur. Í gær voru 10 ár liðin frá því að þyrlan fór í útkall til Vestmannaeyja og sótti þangað nýfætt barn sem varð fyrir miklum súrefnisskorti í fæðingu. Stúlkan náði undraverðum bata eftir meðferð á vökudeild barnaspítalans. „Ef þyrlan hefði ekki verið kölluð út fyrir 10 árum sæti dóttir okkar ekki hérna hjá okkur í dag,“ segir Þorleifur Kjartan Jóhannsson, faðir Viktoríu Lífar. Foreldrar hennar fóru með hana í óvænta heimsókn til Landhelg- isgæslunnar í gær þar sem Viktoría Líf heilsaði upp á björgunarmenn og virti fyrir sér þyrluna á afmælisdag- inn sinn.“ Þá voru enn starfandi fjórir starfsmenn Landhelgisgæslunnar sem voru í umræddu flugi. Þrír þeirra eru með Viktoríu Líf á mynd- inni, þeir Magnús Örn Einarsson stýrimaður, Benóný Ásgrímsson flugstjóri og Tómas Vilhjálmsson flugvirki. Björn Brekkan Björnsson flugmaður var fjarverandi þegar myndin var tekin. Þá var Hlynur Þorsteinsson læknir einnig í áhöfn- inni en hann hafði látið af störfum. Benóný Ásgrímsson segir að- spurður að hann sé mjög ósáttur með það hvernig staðan er í þyrlu- málum Íslendinga í dag og styður heils hugar kröfurnar um að ís- lenska ríkið kaupi nýjar björg- unarþyrlur. „Þegar Varnarliðið fer árið 2006 ákveða íslensk stjórnvöld að þau ætli að sinna íslenskum sjó- mönnum með sama öryggi og var þegar varnarliðið var til staðar á Keflavíkurflugvelli. Þá er ákveðið að við förum í samvinnu við Norðmenn en þeir höfðu ákveðið að endurnýja allan sinn þyrluflota. Við áttum að fylgja þeim í endurnýjun okkar þyrluflota. Áætlunin var sú að við ættum að vera komnir með nýjar og fullkomnar þyrlur árið 2012. Árið 2006 var ákveðið að leigja þrjár þyrl- ur til að brúa þetta bil, sem var ósköp eðlilegt. Þarna var komin markmiðssetning og áætlun. Síðan verður efnahagshrunið 2008 og þá verða miklir erfiðleikar á mörgum sviðum. Við þurftum að losa okkur við eina leiguþyrluna en við héldum áfram samvinnunni við Norðmenn. Síðan er ákveðið að hætta þessari samvinnu við Norðmenn og við erum enn í sömu sporum, árið 2016, ekk- ert markmið um að endurnýja þyrlu- flotann. Það þætti ekki góður at- vinnurekandi sem væri að leigja svona dýr tæki og hefði engin áform um að eignast þau sjálfur.“ Benóný segir að nú þegar sé ríkið búið að borga í leigu fyrir þyrlur upphæð sem hefði dugað til að kaupa eina og hálfa björgunarþyrslu af fullkomnustu gerð. „Nú eru mjög hagstæðar aðstæður í kjölfar olíu- kreppunnar til að kaupa þyrlur og ríkissjóður stendur vel að vígi en það er ekkert að gerast, því miður. Það er eins og einhver doði sé ríkjandi hjá stjórnvöldum. Þetta þykir mér sárt að horfa uppá.“ „Þakklætið gefandi og hvetjandi“  Benóný Ásgrímsson er mjög ósáttur með það hvernig staðan er í þyrlumálum Íslendinga í dag Morgunblaðið/Árni Sæberg Lífgjafar Viktoría Líf hitti þá Magnús Örn, Benóný og Tómas á 10 ára afmælinu sínu. Í baksýn má sjá nöfnu hennar. Kristján Jónsson, fyrrverandi skip- herra hjá Land- helgisgæslunni, hefur þekkt Ben- óný í meira en hálfa öld. Krist- ján var stýri- maður á gamla Ægi þegar Ben- óný kom um borð sem viðvaningur í ágúst 1966. Kristján var síðan skipherra á þyrlunum um 10 ára skeið frá 1994 á móti Sigurði Steinari Ketilssyni. Á þessum árum flaug hann mikið með Benóný. „Hann var afar nettur flugmaður eins og við kölluðum og sérstaklega góður í því að hitta á rétta staðinn ef þurfti að láta menn síga,“ segir Kristján. Algengt var að læknar væru látnir síga um borð í skip þeg- ar þurfti að sækja sjúklinga. Þrír stýrimenn af varðskipunum fóru að læra flug að áeggjan Péturs Sigurðssonar forstjóra, en auk Ben- ónýs voru það Bogi Agnarsson og Hermann Sigurðsson. „Maður fann það að þessir strákar nutu þess að hafa verið á sjó. Þeir voru mjög næmir á umhverfið. Ef þyrlurnar þurftu að fljúga með ströndinni höfðu þeir algerlega á hreinu hvernig vindar blésu af landi og kringum fjöll.“ Kristján segir að Benóný hafi alltaf sett sig vel inni í hlutina. „Hann var ekki mikið að taka þátt í kjaftatörnum í kaffitímunum. Hann fór frekar að lesa sér til. En upp úr stendur hvað Benni var góður fé- lagi.“ Kristján lét af störfum hjá Gæsl- unni árið 2009 eftir áratuga þjón- ustu. Tekið var á móti honum með viðhöfn þegar Ægir kom að bryggju og var þremur fallbyssu- skotum skotið honum til heiðurs. sisi@mbl.is Hitti alltaf á rétta staðinn Kristján Jónsson  Kristján vann með Benóný í áratugi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.