Morgunblaðið - 29.09.2016, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 29.09.2016, Qupperneq 40
um litum og ólíkri lögun. Þar eru sögur sagðar og þær stílfærðar eftir smekk. Þar er m.a. ræktuð svokölluð Parísarkartafla sem er rauð salat- kartafla. Hún er þannig til komin að tollþjónn á Akureyri náði með erfið- ismunum poka af henni um 1960 úr frönsku skemmtiferðaskipi. Hann kom henni til frænda síns austur í Þingeyjarsýslu sem ræktaði hana lengi og frá honum barst hún fyrir 15 árum í garðinn hjá þeim félögum á Húsavík. Gaman að gefa góðan mat Þarna eru, auk Parísarkartöfl- unnar, ræktaðar allar íslensku teg- undirnar og kartafla sem kölluð er Bláa-Elísa sem er alveg kolsvört í gegn. Þá er ræktuð kartafla sem nefnist Rauða-Emma og er hún al- veg rauð í gegn. Þá má nefna Blá- landsdrottningu, Möndlukartöflu og kartöflu sem heitir Siglinde. Ein teg- undin heitir eftir konu í Austurríki, þ.e. Von Stefie, og kartaflan Klemma eða Cyklamme er líka ræktuð í beð- um þeirra félaga. Halldór segir að þeir hugsi ekki um magn, en reyndar sé magnið ágætlega mikið og búið er að fara með tvær kúffullar kerrur í jarðhús sem þeir hafa uppi í svoköll- uðu Sprænugili sem er sunnan og of- an við bæinn. Þeir selja aldrei kart- öflur, og það er hugsjón að gefa þennan góða mat sem kartöflurnar eru. Kartöflur koma sér vel Höskuldur Jónsson, fyrrverandi sjómaður, sem nú er kominn á ní- ræðisaldur og Halldór Valdimars- son, eru hvað stórtækastir í teg- undaræktuninni og úthluta nokkrum kunningjum sáningarbeðum. Þeir fé- lagar, ásamt Tryggva Finnssyni fyrrverandi forstjóra og Ingólfi Árnasyni, hafa nú útvíkkað rækt- unaráhugann og rækta bygg í 100 fermetra akri við kartöflugarðinn. Sá akur er sleginn með sigðum að fornum sið og kornið verkað eftir fornum aðferðum og notað í brauð- gerð og öl. Kornið hefur þrifist vel og það er á margan hátt gott að rækta á Húsavík því þar er jarðvegur góður. Hvað kartöflurnar varðar þá er það kostur að næturfrost eru ekki mjög algeng á Húsavík á haustnóttum og kartöflugrös standa þar oft, þó öll grös séu fallin í innsveitunum. Það var góð uppskera þetta haustið í heimilisgörðunum og allir hafa þeir félagar kartöflur til ársins. En svo á eftir að þreskja kornið, valsa það og vinna og þá kemur í ljós hvor aukabúgreinin, þ.e. kornið, gefur góða uppskeru. Allavega finnst þeim öllum gaman að fást við þessa rækt- un og þeir félagar færa björg í bú þar sem þeir eru, enda koma góðar kartöflur sér alltaf vel. Gott haust í heimilisgörðunum  Bláa-Elísa, Rauða-Emma, Siglinde, Von Stefie og Klemma teknar upp úr kartöflugörðunum Morgunblaðið/Atli Vigfússon Spjallað um kartöflur Kristján Pálsson og Rannveig Benediktsdóttir taka upp en Höskuldur Jónsson fylgist með. 40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 Kartöflujurtin er ævagömul nytjajurt ættuð frá Suður- Ameríku. Þegar hún var flutt til Evrópu um 1500 var henni ekki sérstaklega vel tekið. Litið var á hana í fyrstu sem eins konar tískufyrirbæri hjá tignarfólki. Löngu seinna vann kartaflan sér sess sem ódýr undirstöðufæða allra þjóð- félagsstétta. Upp úr 1800 varð kartaflan þekkt meðal almenn- ings á Norðurlöndum og síðan þá hefur hún verið ríkur þáttur í daglegu lífi fólks í Evrópu. Ævagömul nytjajurt KARTAFLAN Með fallegar kartöflur Halldór Valdimarsson með fallegar kartöflur í hendinni. er að gerast og kartöfluræktin gefur honum mikið. Hann nýtur þess að gefa ættingjum og vinum kartöflur í matinn og hann er bjartsýnn á að ungt fólk vilji rækta kartöflur þó svo að sumir segi að það séu aðallega eldri borgarar og eftirlaunafólk sem hafi gaman af því að rækta sér til matar. Rækta á annan tug tegunda Halldór Valdimarsson, fyrrver- andi skólastjóri á Húsavík, er einn af félögum Ingólfs í kartöfluræktinni , en það eru nokkrir Húsvíkingar sem stunda kartöflurækt sér til skemmt- unar í þessu túni sunnan við bæinn við svokallaða Aksturslág. Afi Hall- dórs átti þetta tún og hafði keypt það af Kaupfélagi Þingeyinga árið 1944. Öllum þykir vænt um túnið og þarna er gott að vera, segja þeir félagar. Að sögn Halldórs er mest lagt upp úr góðum félagsskap, sérvisku af ýmsu tagi í kartöflustússinu og skemmtilegheitum. Í haust voru ræktaðar 14 tegundir af kartöflum í beðunum hjá þeim félögum með ólík- Frá París til Íslands Ingólfur Árnason ræktar m.a. Parísarkartöflur. SVIÐSLJÓS Atli Vigfússon Laxamýri Það var sól í heiði á dögunum þegar kartöfluræktendur á Húsavík voru að taka upp úr görðunum sunnan við bæinn og ekki var að sjá annað en að allir hefðu mjög gaman af þessu haustverki. Allir vildu vera búnir að taka upp þegar færi að frysta á nótt- unni, en sem betur fer hefur verið ágætlega hlýtt í september þetta ár- ið. Ingólfur Árnason fyrrverandi verkstjóri hjá Vegagerðinni á Húsa- vík var einn þeirra sem voru önnum kafnir við að taka upp í góða veðrinu. Uppskeran var frábær og hann var fljótur að fylla fötuna af nærri hnefa- stórum kartöflum. Ingólfur er kom- inn aðeins á áttræðisaldurinn, en kann því vel að fást við eitthvað. Hann segist vilja taka þátt í því sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.