Morgunblaðið - 29.09.2016, Síða 44
44 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016
Síminn okkar er 515 4500 og netfangið
nyhofn@nyhofnfasteignir.is
Lárus Ómarsson | löggiltur fasteignasali
Nýhöfn faste ignasa la ı Borgar túni 25 ı 105 Reyk jav ík ı S ími 515 4500 ı www.nýhöfn. i s
Einstakt viðskiptatækifæri
Erum með í sölu 390 fermetra hús sem hægt er að breyta í gistihús með 4-5 íbúðum.
Húsið hefur mikið verið endurnýjað en í því eru samtals 14 herbergi og skemmtilegur 60
fermetra sólpallur á annarri hæð með flottu útsýni. Leigutekjur af húsinu geta verið mjög
góðar enda er staðsetningin einstök en húsið er í nokkra mínútna göngufjarlægð
frá gömlu höfninni og örstutt í gamla miðbæinn.
Allar upplýsingar og myndir eru á fasteignavef mbl.is
en þar getur þú fengið söluyfirlit sent samstundis.
Vesturgata 41
101 Reykjavík
Shimon Peres, fyrrverandi forseti
og forsætisráðherra Ísraels lést í
fyrrinótt, 93 ára að aldri. Peres, sem
hlaut friðarverðlaun Nóbels 1994,
fékk alvarlegt heilablóðfall fyrir
hálfum mánuði og var þá fluttur á
sjúkrahús þar sem hann lést.
„Hans eina áhugamál var að þjóna
ísraelsku þjóðinni,“ sagði Chemi,
sonur Peres, á blaðamannafundi í
Tel Aviv í gærmorgun. Peres verður
borinn til grafar í Jerúsalem á morg-
un. Búist er við að fjöldi þjóð-
arleiðtoga verði viðstaddur útförina.
Peres fæddist í Póllandi árið 1923
en 11 ára gamall flutti hann ásamt
foreldrum sínum til Palestínu sem
þá var undir stjórn Bretlands. Hann
tók virkan þátt í baráttu gyðinga
fyrir eigin ríki og varð varnar-
málaráðherra aðeins 29 ára að aldri.
Hann beitti sér fyrir því á sjötta ára-
tug síðustu aldar að Ísraelsmenn
kæmu sér upp kjarnorkuvopnum.
Ísrael er nú talið eina kjarnorku-
veldið í Miðausturlöndum þótt þar-
lend stjórnvöld hafi aldrei viður-
kennt það opinberlega.
Peres hlaut friðarverðlaun Nóbels
árið 1994 ásamt þeim Yitzhak Rabín,
forsætisráðherra Ísrael, og Yasser
Arafat, leiðtoga Palestínu, fyrir hlut-
verk sitt í Óslóarsamningunum svo-
kölluðu en markmið þeirra var að
greiða fyrir stofnun sjálfstæðs Pal-
estínuríkis en Peres var þá utan-
ríkisráðherra Ísraels.
Peres kom í opinbera heimsókn til
Íslands 20. ágúst 1993, daginn eftir
að gengið var frá samkomulags-
drögum Ísraela og Palestínumanna í
Ósló um sjálfstjórn þeirra síðar-
nefndu. Kynnti Peres samkomulagið
Davíð Oddssyni, þáverandi forsætis-
ráðherra, en það var ekki gert opin-
bert fyrr en síðar.
Margir þjóðarleiðtogar minntust
Peres í gær. Barack Obama, Banda-
ríkjaforseti, sagði að Peres hefði
aldrei gefið möguleikann á friði upp
á bátinn. Mahud Abbas, forseti Pal-
estínumanna, sagði að Peres hefði
verið hugrakkur félagi í friðar-
umleitunum.
En talsmaður Hamas-samtak-
anna, sem ráða Gasasvæðinu, sagði
að Palestínumenn væru glaðir yfir
því að þessi glæpamaður væri allur.
Dauði hans markaði tímamót í sögu
ísraelska hernámsins.
AFP
Fyrrverandi forseta minnst Shimon Peres var minnst á sérstökum ríkis-
stjórnarfundi í Ísrael í gær. Peres lést í gærmorgun á sjúkrahúsi í Jerúsalem.
Shimon Peres, fyrrum
forseti Ísraels, látinn
Guðm. Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Flugskeytið sem grandaði farþega-
þotu Malaysian Airlines, MH17, yfir
Úkraínu í júlí árið 2014, var flutt frá
Rússlandi og því var skotið frá yf-
irráðasvæði aðskilnaðarsinna í
Úkraínu.
Þetta eru niðurstöður tveggja ára
rannsóknar alþjóðlegrar nefndar
saksóknara og sérfræðinga frá Hol-
landi, Ástralíu, Belgíu og Malasíu á
því hvað gerðist þegar flugvélin var
skotin niður yfir Donetsk í Úkraínu
þann 17. júlí 2014 með þeim afleið-
ingum að 298 manns létu lífið.
Í niðurstöðum nefndarinnar er
fullyrt að flugskeytið, sem var af
gerðinni BUK, hafi verið flutt frá
Rússlandi til Donetsk þar sem því
var skotið frá akri á yfirráðasvæði
aðskilnaðarsinna. Eftir árásina hafi
skotpallurinn, sem notaður var, ver-
ið fluttur aftur til Rússlands.
Rannsóknarnefndin sakar Rússa
þó ekki með beinum hætti um að
hafa útvegað aðskilnaðarsinnum
flugskeytið. Rússnesk stjórnvöld
hafa ítrekað neitað aðild að málinu,
síðast í gær og sökuðu nefndina um
hlutdrægni. Fulltrúar uppreisnar-
manna í Úkraínu sendu einnig frá
sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir
sögðust ekki hafa ráðið yfir vopnum
af þessu tagi þegar vélinni var
grandað. Stjórnvöld í Úkraínu
sögðu hins vegar, að niðurstöður
rannsóknarnefndarinnar sönnuðu
beina aðild rússneskra stjórnvalda
að málinu.
Börn og ungmenni í vélinni
Flugvélin var á leið frá Amster-
dam til Kuala Lumpur þegar hún
var skotin niður og voru flestir
þeirra 298 sem fórust börn og ung-
menni á leið í sumarfrí. 193 hinna
látnu voru frá Hollendingar.
Í samtali við AFP fréttastofuna
segir Evert van Zijtveld, formaður
stofnunar sem styður við ættingja
fórnarlambanna, að fjölskyldur
þeirra vilji sjá þá sem beri ábyrgð á
ódæðinu dregna fyrir dómstóla og
þeim refsað. Sjálfur missti van Zijt-
veld 18 ára son og 19 ára dóttur þeg-
ar flugvélinni var grandað.
Hvítur Volvo
Fram kom á blaðamannafundi
rannsóknarnefndarinnar, að rann-
sóknin hefði leitt í ljós að 100 manns
að minnsta kosti hefðu tekið beinan
þátt í því að flytja flugskeytið og
skotpallinn milli staða og skjóta
flugvélina niður.
Með því að nota ljósmyndir,
myndskeið og símhleranir gat rann-
sóknarnefndin rakið feril flugskeyt-
isins frá Rússlandi til Úkraínu.
Flugskeytið og pallurinn voru flutt í
hvítum Volvo flutningabíl og hópur
vopnaðra, einkennisklæddra manna
í fleiri bílum hefði fylgt flutninga-
bílnum. Af símtali milli tveggja
manna, sem töluðu rússnesku, mátti
skilja að flugskeytið hefði verið flutt
yfir landamæri Rússlands og Úkra-
ínu síðdegis miðvikudaginn 16. júlí.
Flugskeytið var flutt á akur ná-
lægt Pervomaiskyi í Úkraínu, sem á
þessum tíma var á yfirráðasvæði
uppreisnarmanna. Sjónarvottar
sögðu rannsakendum að þeir hefðu
séð reykský stíga upp af akrinum
þegar flugskeytinu var skotið á loft.
Um nóttina var skotpallurinn aft-
ur fluttur yfir landamærin til Rúss-
lands á Volvo-flutningabílnum.
Flugskeytið
frá Rússlandi
Flugskeyti sem grandaði farþegaþotu yfir
Úkraínu skotið frá svæði uppreisnarmanna
AFP
Rannsóknarnefnd Skýrt frá niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar á blaðamannafundi í Nieuwegen í gær.