Morgunblaðið - 29.09.2016, Síða 44

Morgunblaðið - 29.09.2016, Síða 44
44 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 Síminn okkar er 515 4500 og netfangið nyhofn@nyhofnfasteignir.is Lárus Ómarsson | löggiltur fasteignasali Nýhöfn faste ignasa la ı Borgar túni 25 ı 105 Reyk jav ík ı S ími 515 4500 ı www.nýhöfn. i s Einstakt viðskiptatækifæri Erum með í sölu 390 fermetra hús sem hægt er að breyta í gistihús með 4-5 íbúðum. Húsið hefur mikið verið endurnýjað en í því eru samtals 14 herbergi og skemmtilegur 60 fermetra sólpallur á annarri hæð með flottu útsýni. Leigutekjur af húsinu geta verið mjög góðar enda er staðsetningin einstök en húsið er í nokkra mínútna göngufjarlægð frá gömlu höfninni og örstutt í gamla miðbæinn. Allar upplýsingar og myndir eru á fasteignavef mbl.is en þar getur þú fengið söluyfirlit sent samstundis. Vesturgata 41 101 Reykjavík Shimon Peres, fyrrverandi forseti og forsætisráðherra Ísraels lést í fyrrinótt, 93 ára að aldri. Peres, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels 1994, fékk alvarlegt heilablóðfall fyrir hálfum mánuði og var þá fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést. „Hans eina áhugamál var að þjóna ísraelsku þjóðinni,“ sagði Chemi, sonur Peres, á blaðamannafundi í Tel Aviv í gærmorgun. Peres verður borinn til grafar í Jerúsalem á morg- un. Búist er við að fjöldi þjóð- arleiðtoga verði viðstaddur útförina. Peres fæddist í Póllandi árið 1923 en 11 ára gamall flutti hann ásamt foreldrum sínum til Palestínu sem þá var undir stjórn Bretlands. Hann tók virkan þátt í baráttu gyðinga fyrir eigin ríki og varð varnar- málaráðherra aðeins 29 ára að aldri. Hann beitti sér fyrir því á sjötta ára- tug síðustu aldar að Ísraelsmenn kæmu sér upp kjarnorkuvopnum. Ísrael er nú talið eina kjarnorku- veldið í Miðausturlöndum þótt þar- lend stjórnvöld hafi aldrei viður- kennt það opinberlega. Peres hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1994 ásamt þeim Yitzhak Rabín, forsætisráðherra Ísrael, og Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu, fyrir hlut- verk sitt í Óslóarsamningunum svo- kölluðu en markmið þeirra var að greiða fyrir stofnun sjálfstæðs Pal- estínuríkis en Peres var þá utan- ríkisráðherra Ísraels. Peres kom í opinbera heimsókn til Íslands 20. ágúst 1993, daginn eftir að gengið var frá samkomulags- drögum Ísraela og Palestínumanna í Ósló um sjálfstjórn þeirra síðar- nefndu. Kynnti Peres samkomulagið Davíð Oddssyni, þáverandi forsætis- ráðherra, en það var ekki gert opin- bert fyrr en síðar. Margir þjóðarleiðtogar minntust Peres í gær. Barack Obama, Banda- ríkjaforseti, sagði að Peres hefði aldrei gefið möguleikann á friði upp á bátinn. Mahud Abbas, forseti Pal- estínumanna, sagði að Peres hefði verið hugrakkur félagi í friðar- umleitunum. En talsmaður Hamas-samtak- anna, sem ráða Gasasvæðinu, sagði að Palestínumenn væru glaðir yfir því að þessi glæpamaður væri allur. Dauði hans markaði tímamót í sögu ísraelska hernámsins. AFP Fyrrverandi forseta minnst Shimon Peres var minnst á sérstökum ríkis- stjórnarfundi í Ísrael í gær. Peres lést í gærmorgun á sjúkrahúsi í Jerúsalem. Shimon Peres, fyrrum forseti Ísraels, látinn Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Flugskeytið sem grandaði farþega- þotu Malaysian Airlines, MH17, yfir Úkraínu í júlí árið 2014, var flutt frá Rússlandi og því var skotið frá yf- irráðasvæði aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Þetta eru niðurstöður tveggja ára rannsóknar alþjóðlegrar nefndar saksóknara og sérfræðinga frá Hol- landi, Ástralíu, Belgíu og Malasíu á því hvað gerðist þegar flugvélin var skotin niður yfir Donetsk í Úkraínu þann 17. júlí 2014 með þeim afleið- ingum að 298 manns létu lífið. Í niðurstöðum nefndarinnar er fullyrt að flugskeytið, sem var af gerðinni BUK, hafi verið flutt frá Rússlandi til Donetsk þar sem því var skotið frá akri á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Eftir árásina hafi skotpallurinn, sem notaður var, ver- ið fluttur aftur til Rússlands. Rannsóknarnefndin sakar Rússa þó ekki með beinum hætti um að hafa útvegað aðskilnaðarsinnum flugskeytið. Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað neitað aðild að málinu, síðast í gær og sökuðu nefndina um hlutdrægni. Fulltrúar uppreisnar- manna í Úkraínu sendu einnig frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðust ekki hafa ráðið yfir vopnum af þessu tagi þegar vélinni var grandað. Stjórnvöld í Úkraínu sögðu hins vegar, að niðurstöður rannsóknarnefndarinnar sönnuðu beina aðild rússneskra stjórnvalda að málinu. Börn og ungmenni í vélinni Flugvélin var á leið frá Amster- dam til Kuala Lumpur þegar hún var skotin niður og voru flestir þeirra 298 sem fórust börn og ung- menni á leið í sumarfrí. 193 hinna látnu voru frá Hollendingar. Í samtali við AFP fréttastofuna segir Evert van Zijtveld, formaður stofnunar sem styður við ættingja fórnarlambanna, að fjölskyldur þeirra vilji sjá þá sem beri ábyrgð á ódæðinu dregna fyrir dómstóla og þeim refsað. Sjálfur missti van Zijt- veld 18 ára son og 19 ára dóttur þeg- ar flugvélinni var grandað. Hvítur Volvo Fram kom á blaðamannafundi rannsóknarnefndarinnar, að rann- sóknin hefði leitt í ljós að 100 manns að minnsta kosti hefðu tekið beinan þátt í því að flytja flugskeytið og skotpallinn milli staða og skjóta flugvélina niður. Með því að nota ljósmyndir, myndskeið og símhleranir gat rann- sóknarnefndin rakið feril flugskeyt- isins frá Rússlandi til Úkraínu. Flugskeytið og pallurinn voru flutt í hvítum Volvo flutningabíl og hópur vopnaðra, einkennisklæddra manna í fleiri bílum hefði fylgt flutninga- bílnum. Af símtali milli tveggja manna, sem töluðu rússnesku, mátti skilja að flugskeytið hefði verið flutt yfir landamæri Rússlands og Úkra- ínu síðdegis miðvikudaginn 16. júlí. Flugskeytið var flutt á akur ná- lægt Pervomaiskyi í Úkraínu, sem á þessum tíma var á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. Sjónarvottar sögðu rannsakendum að þeir hefðu séð reykský stíga upp af akrinum þegar flugskeytinu var skotið á loft. Um nóttina var skotpallurinn aft- ur fluttur yfir landamærin til Rúss- lands á Volvo-flutningabílnum. Flugskeytið frá Rússlandi  Flugskeyti sem grandaði farþegaþotu yfir Úkraínu skotið frá svæði uppreisnarmanna AFP Rannsóknarnefnd Skýrt frá niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar á blaðamannafundi í Nieuwegen í gær.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.