Morgunblaðið - 29.09.2016, Síða 56
56 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016
899 9787 696 0901
Löggiltur fasteignasali
Mikil
eftirspurn
Frítt verðmat
Einbýlishús við Stekkjarflöt í Garðabæ
staðsett á stórri hornlóð í góðri rækt
við lækinn, stór verönd og mikið útsýni.
Hafið samband við Reyni Erlingsson
fasteignasala, sími 414 6600,
reynir@nyttheimili.is.
Reynir Erlingsson
lögg. fasteigna-
fyrirtækja- og
skipasali
GSM 820 2145
Stekkjarflöt, Garðabæ
Hlíðasmári 10 • 201 Kópavogur • Sími 414 6600 • nyttheimili.is
Breytingar á lögum
almannatrygginga hafa
verið til umræðu og
frumvarp lagt fram á
Alþingi. Það er þekkt
að aldraðir sem þurfa
að setja allt sitt traust á
velferðarkerfið eru
margir mjög illa settir
og svo hefur verið um
árabil. Í frumvarpi fé-
lagsmálaráðherra,
Eyglóar Harðardóttur,
um breytingu á lögum almanna-
trygginga, eru tilgreind markmið,
m.a. að auka stuðning við þann hóp
aldraðra sem hefur mjög lágar eða
engar tekjur til framfæris nema líf-
eyri frá Tryggingastofnun (TR). Það
skýtur því skökku við að þeir sem eru
verst settir eiga ekki að fá krónu
hækkun! Niðurstöður sýna að aldr-
aða, sem hafa engan lífeyrissjóð,
vantar 34% upp á að greiðslur TR
dugi til lágmarksframfærslu. Ef mið-
að er við dæmigert neysluviðmið vel-
ferðarráðuneytisins vantar umtals-
vert meira! Hvers vegna hefur
ráðherra ekki þessi framfærslu-
viðmið til hliðsjónar þegar upphæðir
lífeyris TR eru ákveðnar nú við fyr-
irhugaðar breytingar almannatrygg-
inga? Þannig væri hægt að draga úr
skorti og fátækt aldraðra, sem mest-
megnis er tilkomin vegna stefnumót-
unar stjórnvalda! Markmið og leiðir
fara ekki saman!
Hvaða hópar eru verst settir?
Aldraðir sem þurfa að lifa á stríp-
uðum lífeyri TR og hafa lítinn eða
engan rétt til lífeyrissjóðsgreiðslna
standa verst að vígi. Það er ekki sjálf-
valið að eiga ekki lífeyrissjóðsréttindi
– fyrir því liggja ýmsar ástæður sem
m.a. má rekja til sjúkdóma, slysa, ör-
orku og fötlunar. Það eru ein-
staklingar sem aldrei hafa haft
möguleika til atvinnuþátttöku og aðr-
ir sem kippt hefur verið út af vinnu-
markaði í einni svipan. Það er mark-
mið og hlutverk velferðarkerfisins að
styðja fólk í slíkum aðstæðum! Í dag
hafa aldraðir á strípuðum lífeyri með
sérstaka félagslega uppbót kr.
212.776 á mánuði. Einstaklingur sem
býr einn getur sótt um heimilis-
uppbót og hefur þá um 207.000 kr.
eftir skatt. Sérstök
uppbót til framfærslu
var sett með reglugerð
2008 og lögfest 2009 og
ætluð þeim sem hafa
ekki greiðslu úr lífeyr-
issjóði og eru innan
ákveðinna tekjumarka.
Þessi sértæki lífeyr-
isflokkur skerðist
krónu á móti krónu ef
aðrar tekjur koma til.
Nú á að afnema þennan
stuðning. Þessi hópur
fær ekki krónu hækkun
samkvæmt frumvarpinu sem liggur
fyrir Alþingi! Félag eldri borgara í
Reykjavík og fleiri hafa kallað eftir
því að lífeyrir verði að lágmarki
300.000 kr. á mánuði.
Hluti aldraðra er í hættu á að
lenda í fátækt!
Konur fremur en karlar eiga lítinn
sparnað í lífeyrissjóði til efri ára. Það
eru bæði konur sem sinnt hafa fjöl-
skylduábyrgð og umönnun á heim-
ilum og einnig stór hópur kvenna
sem farið hefur út á vinnumarkað
með mikla reynslu og þekkingu á
umönnun og færni í mannlegri nánd
og samskiptum. Þekkt er að störf
ófaglærðra með börnum, sjúkum og
öldruðum, á stofnunum og heima-
þjónustu eru láglaunastörf. Árið
2004-2005 voru konur um og yfir 90%
þeirra sem gegndu slíkum störfum,
greint eftir kyni. Láglaunastörf fyrir
fulla vinnu (100%) duga ekki til lág-
marksframfærslu. Lágum launum á
vinnumarkaði fylgja lágar lífeyr-
issjóðsgreiðslur á efri árum. Þar á of-
an gefur velferðarkerfið hinum verst
settu lífeyri sem er langt undir lág-
marksframfærslu. Afleiðing þessa er
fátækt og skortur!
Til fjölda ára hafa aldraðir með
fullar og óskertar greiðslur TR verið
umtalsvert fleiri konur en karlar. Ár-
ið 2000 vantaði þessa hópa um 32% til
að tekjur dygðu fyrir lágmarks-
framfærslu. Árið 2005 hafði staðan
heldur batnað og þar mátti m.a.
greina að stefnumótun stjórnvalda
hafði stuðlað að bættum hag (sjá
Harpa Njáls, 2003, 2006). Sterkar
vísbendingar eru um að staða þess-
ara hópa hafði lítið og ekkert breyst
(Harpa Njáls, 2009, 2011, 2015).
Samkvæmt frumvarpi ráðherra er
ætlunin að breyta sérstakri uppbót
til framfærslu úr félagslegum stuðn-
ingi í áunnin réttindi og sameina
hana ellilífeyri og tekjutryggingu (ör-
yrkja) og sagt að hún nái þá til
breiðari hóps aldraðra en þeirra sem
eru á strípuðum lífeyri í dag. Upp-
hæðin til hækkunar er um 47.000 kr.
á mánuði og nær til allra lífeyrisþega
– ellilaun verða þá kr. 212.776 fyrir
einstakling sem býr með öðrum.
Þessi upphæð skerðist um 45% ef
aðrar tekjur koma til og 37,13% fer í
skatt. Það er spurning hvort þessi
ráðstöfun dugir til að forða öldruðum
frá skorti og fátækt?
Dugir lífeyrir Tryggingastofn-
unar til framfærslu?
Það eru nær tuttugu ár síðan und-
irrituð kallaði fyrst eftir því að
stjórnvöld létu gera framfærslu-
viðmið – sem byggðist á raun-
framfærslukostnaði á Íslandi. Slíkt
verkfæri myndi gagnast við raunhæf-
ar ákvarðanir lífeyris og launa og
draga úr fátækt. Velferðarráðuneytið
lét gera Neysluviðmið árið 2011, sem
er byggt á neyslukönnun Hagstofu
Íslands: Dæmigert viðmið sýnir með-
altalsneyslu heimila eftir fjöl-
skyldugerð. Það er hvorki talið lúxus-
né lágmarksneysla, samkvæmt ráðu-
neytinu. Þá hefur Umboðsmaður
skuldara UBS, (áður Ráðgjafarstofa
um fjármál heimilanna) útfært fram-
færsluviðmið sem byggjast einnig á
Neyslukönnun Hagstofunnar. Það er
ætlað um takmarkaðan tíma meðan
einstaklingur nýtur aðstoðar og vinn-
ur sig út úr skuldavanda. Í báðum
viðmiðum þarf að bæta við húsnæð-
iskostnaði. Hér eru þessi viðmið sett
fram með húnæðiskostnað (sbr.
Harpa Njáls, 26.4.2015) og fram-
reiknað skv. vísitölu neysluverðs til
2016. Dugar lífeyrir aldraðra – fyrir
framfærsluviðmiði UBS og dæmi-
gerðu neysluviðmiði velferðarráðu-
neytisins?
Tekjur einstaklings og útgjöld
Meðfylgjandi tafla sýnir að ráð-
stöfunartekjur einstaklings á stríp-
uðum lífeyri TR sem býr einn eru
207.141 kr. Niðurstöður sýna að sam-
kvæmt framfærsluviðmiði Umboðs-
manns skuldara (UBS), vantar aldr-
aða á þessum launum 34% upp á að
lífeyrir TR dugi til framfærslu, sem
telst lágmarksframfærsla. Til að eft-
irlaunaþegi geti veitt sér dæmigert
neysluviðmið velferðarráðuneytisins,
kr. 402.265, – sem hvorki er talið lúx-
us- né lágmarksneysla – þarf að
hækka lífeyri TR um nær helming til
að aldraðir geti notið þess sem „með-
al-Íslendingur“ getur veitt sér!
Ljóst er að þó lágmarkslífeyrir
hækki í kr. 300.000 (240.000 eftir
skatt) þá vantar 30,7% upp á að aldr-
aðir geti veitt sér lágmarks-
framfærslu UBS. Ljóst er að langur
vegur er frá því að aldraðir geti veitt
sér dæmigerða neyslu samkvæmt
Velferðarráðuneytinu sem hvorki er
talið lúxus- né lágmarksneysla!
Ríkisvaldið hefur tæki og tól
Ljóst er að það lifir enginn á stríp-
uðum lífeyri TR. Stjórnvöld hafa
verkfæri til að breyta þessari stöðu
aldraðra. Lægstu laun og lífeyr-
isgreiðslur þurfa að hækka og taka
mið af framfærslukostnaði í íslensku
samfélagi – annað er ábyrgðarleysi.
Stjórnvöld hafa verkfæri til tekju-
jöfnunar, m.a. að lækka skattpró-
sentu á lægstu laun og lífeyri – og
einnig að hækka persónuafslátt og
skattleysismörk. Vandinn er heima-
tilbúinn – skortur og fátækt er að
stærstum hluta afleiðing af stefnu-
mótun stjórnvalda. Því þarf að
breyta!
Eftir Hörpu Njáls
Harpa Njáls
Dugar lífeyrir til lágmarksframfærslu?
Höfundur er sérfræðingur
í velferðarrannsóknum og
félagslegri stefnumótun.
Tekjur einstaklings og útgjöld
Framfærsluþættir Framfærsluviðmið UBS Dæmigert viðmið VEL
Matur og hreinlætisvörur 45.466 kr. 35.331 kr.
Föt og skór 8.062 kr. 15.294 kr.
Lækniskostnaður og lyf 9.864 kr. 11.840 kr.
Tómstundir 12.852 kr. 33.336 kr.
Sími og internet tenging 11.092 kr. 10.662 kr.
Önnur þjónusta 4.535 kr. 8.547 kr.
Samgöngur 42.381 kr. 76.039 kr.
Annar ferðakostnaður – 9.687 kr.
Heimilisbúnaður – 4.695 kr.
Raftæki og viðhald – 5.147 kr.
Menntun og dagvistun – 1.517 kr.
Veitingar – 10.670 kr.
Samtals 134.232 kr. 222.765 kr.
Húsaleiga 153.000 kr. 153.000 kr.
Hiti, rafmagn og fráv.gj. 16.300 kr. 16.300 kr.
Hússjóður 10.200 kr. 10.200 kr.
Útgjöld 313.732 kr. 402.265 kr.
Ráðstöfunartekjur 207.147 kr. 207.147 kr.
Mismunur í krónum 10.585 kr. 195.118 kr.
Mismunur, hlutfall % 34% 48,50%
» Skortur og fátækt er
að stærstum hluta
afleiðing af stefnumótun
stjórnvalda.
Ég hlustaði á Sprengisand á
Bylgjunni einhvern sunnudags-
morguninn í september þar sem
talað var við Jóhannes Karl
Sveinsson hæstaréttarlögmann
og einn af samningamönnum
Steingríms og Jóhönnu við hræ-
gamma- og vogunarsjóðina. Þar
tók Jóhannes sérstaklega fram
að ef hann vildi gera eitthvað
öðruvísi í dag en á árunum eftir
hrun, þá hefði hann viljað að rík-
isvaldið hefði farið öðruvísi að
gagnvart SPRON og Dróma.
Takk fyrir það Jóhannes.
Þessu er ég búin að vera að
hamra á síðan 2010. Þarna var
fólki hent út á götu hundruðum
ef ekki þúsundum saman, senni-
lega til þess helst að Drómi og
starfsmenn hefðu sem mestar
prósentutekjur af viðskiptavin-
um sínum. Þarna fengu starfs-
menn Dróma að leika lausum
hala árum saman eftir hrun í
boði Norrænu Velferðarstjórn-
arinnar.
Ég þekki nokkur dæmi um
vinnubrögð Drómafólksins sem
einkenndust fyrst og fremst af
100% yfirþyrmandi óréttlæti. Ef
skýrsla Vigdísar Hauksdóttur
kemur að einhverju leyti inn á
þessi mál, þá styð ég hennar
vinnu heilshugar.
Það væri alveg upplagt ef
fréttastofa RUV kynnti sér Dró-
maglæpinn frá A-Ö, sérstaklega
eftir að þessar nýju upplýsingar
komu fram hjá Jóhannesi Karli.
Áfram Ísland!
Halldór Úlfarsson,
Mosfellsbæ.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Áfram Vigdís ! Takk
Jóhannes! Áfram Ísland!