Morgunblaðið - 29.09.2016, Page 64

Morgunblaðið - 29.09.2016, Page 64
64 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-16 Í tilefni 1 árs afmælis KAIU bjóðum við 25% afslátt til 8. október LISTHÚSINU MENNING í vetur Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmda- stjóri Bíó Paradísar, segir aðsóknina í kvikmyndahúsið vera hreint frá- bæra. „Í fyrra jókst aðsóknin um 48% milli ára og það sem af er þessu ári stefnir aftur í verulega aukn- ingu.“ Meðal þess sem hefur trekkt að gesti eru sérsýningarnar. Nefnir Hrönn að á föstudögum og laug- ardögum er iðulega boðið upp á sannkallaðar partý-myndir og hafa kvikmyndaunnendur meira að segja mætt í búningum á sýningar á Rocky Horror Picture Show og Addams Family, eða með heftara á Office Space. „Við erum nýbúin að halda svartan september þar sem sýndar voru átta „költ“ myndir og var að- sóknin gífurlega góð. Að meðaltali voru 100 manns á hverri sýningu og uppselt á sýningar á borð við Salò og The Shining. Hver hefði getað trúað að væri hægt að sýna átta költ- myndir í röð í Reykjavík og að svona stór hópur myndi mæta?“ Strax í dag hefst alþjóðlega kvik- myndahátíðin RIFF og stendur yfir til 9. október. Í ellefu daga er boðið upp á mikla kvikmyndaveislu og keppa myndir frá öllum heims- hornum um verðlaun í mörgum flokkum. Þá er skóladagskrá Bíó Paradísar farin af stað en þar tekur Oddný Sen á móti nemendum úr leik-, grunn- og framhaldsskólum og fræðir um und- ur kvikmyndaheimsins. „Tilgang- urinn er að kynna unga fólkið fyrir lykilmyndum kvikmyndasögunnar og kenna því að lesa myndmál kvik- myndanna. Þessar sýningar eru ókeypis en áhugasamir þurfa að taka frá sæti,“ útskýrir Hrönn. Á kennsluskránni í haust eru m.a. To Kill a Mockingbird, Fríða og Dýrið og perlur úr smiðju Hitchcock og Cohen-bræðra. „Í fyrsta skipti bjóðum við upp á tíma í kvikmynda- fræðum fyrir yngri börnin þar sem farið er í saumana á því hvað kvik- mynd er, og kíkt er á frægar senur sem útskýra þróun kvikmyndanna.“ Meðal kvikmynda sem sýndar verða í haust, og enginn ætti að missa af, nefnir Hrönn myndina Captain Fantastic með Íslandsvin- inum Viggo Mortensen í aðal- hlutverki. „Myndin fékk verðlaun í Cannes fyrir bestu leikstjórn og hef- ur fengið glæsilega dóma. Húmorinn í myndinni þykir svartur en hún fjallar um mann sem elur upp sex börn úti í náttúrunni þar til ut- anaðkomandi þættir setja strik í reikninginn,“ segir Hrönn en sýn- ingar á myndinni hefjast 14. október. „Þá frumsýnum við The Embrace of the Serpent 21. október. Þessi svarthvíta mynd frá Síle hefur unnið til fjölda verðlauna og var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Sögusviðið er frumskógur Suður-Ameríku og segir myndin frá leit töfralæknis að heilagri plöntu. Þetta er listræn ævintýramynd og algjör bíó-upplifun.“ Þeir sem vilja hafa taugarnar þandar í bíósalnum ættu að taka stefnuna á sýningar á kvikmyndinni Child Eater. Erlingur Óttar Thor- oddsen bæði skrifar handritið og leikstýrir myndinni. „Hann er fyrsti og eini hryllingskvikmyndaleikstjóri Íslands, nýbúinn að ljúka námi í Bandaríkjunum þar sem kvikmynd- in var framleidd,“ segir Hrönn en sýningar hefjast 28. október í að- draganda hrekkjavöku. Hlustað á fólkið B-myndin fræga The Room verð- ur sýnd 21 og 22. október og mun Greg Sestero, einn af aðalleikurum myndarinnar, koma til landsins til að standa fyrir svörum. „Þessi mynd er alveg einstök. Við héldum nokkrar sýningar á henni síðasta vetur og varð allt vitlaust. Fólk mætti með plastskeiðar og fótbolta á sýning- arnar og var svo uppnumið að við héldum margar aukasýningar þar sem sumir mættu aftur og aftur,“ segir Hrönn. „Sestero mun segja frá reynslu sinni af samstarfiu með Tommy Wiseau og lesa úr upp- runalega handriti myndarinnar. Hann lumar örugglega á ýmsum skemmtilegum smáatriðum sem unnendur The Room hafa gaman af að heyra um.“ Eitt af sérkennum Bíó Paradísar er að þar er vandlega hlustað á óskir viðskiptavinanna og á Facebook-síðu kvikmyndahússins má senda inn til- lögur að áhugaverðum myndum til að taka til sýninga. Hrönn segir þó ekki hægt að verða við öllum beiðn- um og geti verið bæði verið erfitt og dýrt að fá leyfi til að sýna sumar myndirnar. „Við erum alltaf að leita að góðum ábendingum fyrir sérsýn- ingar. Hvert einasta leyfi til að sýna þessar gömlu Hollywoodmyndir er mjög dýrt og skiptir því miklu máli að kvikmyndaunnendur leggi sig fram við að mæta á sýningarnar svo þær standi undir sér fjárhagslega.“ Flakkað um listasöfn Margt fleira verður um að vera í kvikmyndahúsinu. Á Iceland Air- waves breytist Bíó Paradís í off- venue tónleikastað og reglulega yfir veturinn verða sýndar upptökur á listviðburðum á borð við ballett og óperu. „Meðal hápunktanna eru uppfærsla Breska þjóðleikhússins á The Deep Blue Sea með Helen Mir- ren í aðalhlutverki, uppfærsla San Francisco ballettsins á Rómeó og Júlíu þar sem Helgi Tómasson er danshöfundurinn, og um jólin verður Hnotubrjóturinn að vanda auk tón- leika fiðlusnillingsins André Rieu,“ útlistar Hrönn. „Nýtt hjá okkur í vetur eru sýningar frá þekktustu listasöfnum heims þar sem perlur listaverkasögunnar eru skoðaðar í þaula. Verður byrjað á Breska lista- safninu þar sem kafað verður ofan í verk Leonardo da Vinci.“ Á sunnudögum í vetur verða sýndar sígildar úrvalsmyndir fyrir alla fjölskylduna. „Þetta eru nostalgíumyndir og skapast klassísk 3-bíó stemning á þessum sýningum,“ segir Hrönn. „Þarna bjóðum við upp á kvikmyndir sem eru í miklu uppáhaldi og henta öllum aldurshópum. Þar sem von er á mörgum ungum gestum á sýningarnar verður hlé í miðri sýningu en annars hreyk- ir Bíó Paradís sér af því að sýna myndir hlélaust.“ Kvikmyndaveisla í allan vetur  Verðlaunamyndir borð við Captain Fantastic og Embrace of the Serpent sýndar í október  Von á einum af að- alleikurum The Room og íslensk hryllingsmynd um skelfilegt skrímsli verður frumsýnd í aðdraganda hrekkjavöku Morgunblaðið/Ófeigur Konfekt Dramatískt augnablik í verðlaunamyndinni Embrace of the Ser- pent frá Síle. Myndin þykir bjóða upp á magnaða bíóupplifun. Skilningur Hrönn segir Bíó Paradís leggja ríka áherslu á að kenna unga fólkinu um undur kvikmyndanna. Oddný Sen heldur utan um metnaðarfulla fræðsludagskrá. Klassískt barnavænt 3-bíó

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.