Morgunblaðið - 29.09.2016, Page 68

Morgunblaðið - 29.09.2016, Page 68
68 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 ✝ Björg ÁgústaAndrésdóttir fæddist í Stóru-Breiðuvíkur- hjáleigu 26. mars 1926. Hún andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 19. september 2016. Foreldrar hennar voru Andr- és Sigfússon, bóndi á Stóru-Breiðuvík- urhjáleigu, Suður-Múlasýslu, f. 10. ágúst 1893, d. 9. febrúar 1981, og Jóhanna Valgerður Kristjánsdóttir, húsfreyja, f. 5. mars 1901, d. 15. nóvember 1975. Systkini Bjargar voru Ólöf, f. 1920, d. 1959, Sigríður Elísabet, f. 1924, d. 2003, og Sigfús Hallgrímur, f. 1932. Björg giftist 24. nóvember 1945 Lauritz Edward Karlssyni, sjómanni, verslunar- og skrif- stofumanni frá Eskifirði, f. 12. október 1916, d. 18. febrúar 2001. Fyrstu þrjú árin bjuggu þau á jörðinni Svínaskála í f. 1979, og eiga þau tvö börn. c) Björg Ágústa, f. 1982, gift Frið- riki Vigfússyni, f. 1976, og eiga þau þrjú börn. 3) Karl Sigfús, f. 1959, kvæntur Guðbjörgu Gunnarsdóttur, f. 1959, og eiga þau eitt barn en fyrir átti Guð- björg eina dóttur. a) Sunna Ólafsdóttir Wallevik, f. 1982, gift Kristjáni Friðriki Alexand- erssyni, f. 1982, og eiga þau þrjú börn. b) Lauritz Freyr, f. 1994. Björg Ágústa hlaut sína grunnmenntun í þeim sveita- skólum sem þá voru og fór síð- an sem ung kona til Reykjavík- ur og lærði að sníða og sauma föt. Hún vann alla tíð, á meðan sjón leyfði, að ýmsum hann- yrðum. Hún vann öll þau úti- störf sem konum buðust á þeim tíma auk þess að sinna heimili. Fann einnig sköpunargáfu sinni útrás í skrautgarðyrkju og í seinni tíð við málun myndverka. Hafði mikinn áhuga á skógrækt og kom upp skógræktarreit í landi Stóru-Breiðuvíkurhjáleigu ásamt ættingjum. Var ein af stofnendum Félags eldri borg- ara á Eskifirði og sat í stjórn þess félags fyrstu árin. Útför Bjargar Ágústu fer fram frá Eskifjarðarkirkju í dag, 29. september 2016, kl. 14. Reyðarfirði, fluttu sig því næst inn á Eskifjörð þar sem þau byggðu sér síð- an einbýlishúsið Lyngholt þar sem þau bjuggu alla sína ævi eftir það. Börn Bjargar og Lauritzar eru þrjú: 1) Jóhanna Val- gerður, f. 1946, giftist Helga Björnssyni, f. 1945, d. 2006. Börn þeirra eru: a) Lára Björg, f. 1968. b) Björn Þór, f. 1974, kvæntur Hjördísi Ósk Sig- tryggsdóttur, f. 1978, og eiga þau þrjú börn. c) Sigurlaug Huld, f. 1987, gift Óla Grétari Skarphéðinssyni, f. 1978, og eiga þau tvö börn. 2) Björg- ólfur, f. 1950, kvæntur Sigríði G. Hermannsdóttur, f. 1953. Börn þeirra eru: a) Lena Sif, f. 1977, gift Kristni Una Unasyni, f. 1972, og eiga þau þrjú börn. b) Hermann Torfi, f. 1981, sam- býliskona Ingibjörg Skúladóttir, Sumarið var Björgu, elsku- legri móðursystur minni, erfitt. Hún glímdi við alvarleg veikindi og þegar haustaði hrakaði henni mjög. Þessi orkumikla kona átti erfitt með að sætta sig við að geta ekki gengið að verkum sín- um eins og áður. Hún var dug- leg, sívinnandi og heimili hennar bar vitni um nostursemi og smekkvísi. Verkin léku í höndum hennar og var sama hvort hún matreiddi, saumaði íslenska þjóðbúninga eða hellulagði utan- húss, hlúði að gróðrinum í garð- inum eða málaði málverk. Að leiðarlokum hrannast upp minningar. Ég man hvað hún tók vel á móti okkur systkinun- um þegar við komum sem börn með Esjunni eða Heklunni til Eskifjarðar eftir ferðalag frá Vestmannaeyjum með Ólöfu móður okkar. Þær systur voru samrýndar og báru sterkar til- finningar til foreldra sinna og umhverfisins í Stóru-Breiðuvík þar sem þær fæddust og ólust upp. Ég minnist þeirra á hlaðinu í Breiðuvík þar sem þær voru að yfirdekkja sófa með efni sem þær höfðu litað fagurrautt. Þær unnu saman sem einn maður og hlátur þeirra hljómaði í blíðunni. Sólin skein á nýslegin túnin, hvítu kýrnar sem amma var svo stolt af röltu út götuna, Fúsi móðurbróðir minn reri á sétt- unni að vitja um síldarnetin og afi sló með orfi og ljá í gilinu við Kerlingarána. Björg bjó alla tíð á Eskifirði og skapaði hún Lár- usi, eiginmanni sínum, og börn- unum þremur fagurt heimili. Hún var foreldrum sínum stoð og stytta og ófá eru handtök hennar á heimilinu í Breiðuvík. Fyrir fáeinum árum réðst Björg í það að gróðursetja trjáplöntur í móanum fyrir ofan bæinn. Þær dafna vel og bera dugnaði henn- ar og áhuga á að fegra og prýða í kringum sig fagurt vitni. Þessi fáu orð segja fátt um frænku mína sem nú er kvödd en minningarnar lifa. Börnum hennar sem önnuðust hana af al- úð votta ég samúð mína. Gunnhildur Hrólfsdóttir. Okkur langar til að minnast Bjargar, móðursystur okkar, nokkrum orðum. Í æsku minn- umst við heimilis hennar á Eski- firði sem fasts viðkomustaðar á leið í og úr sveitinni eða þegar skroppið var á Eskifjörð. Þar var alltaf tekið á móti okkur af mikilli alúð og gestrisnin mikil. Seinna breyttust samskiptin og urðu nánari. Við gistum þá gjarnan hjá henni og Lárusi og þau hjá okkur þegar leið þeirra lá á suðvesturhornið. Það voru notalegar stundir og mikið spjallað um gamla tíma og reynt að átta sig á ættfræðinni, en nú eru fáir eftir sem hægt er að fletta upp í þegar forvitnin vakn- ar um gamla tíma. Björg var forkur duglegur og var ávallt með verkefni á prjónunum heimafyrir. Hún gekk líka í öll verk hvort sem það var að smíða, flísaleggja eða mála, enda var hún ekki bara dugleg heldur líka ótrúlega útsjónarsöm og sérlega laghent. Einu sinni eftir að hún var komin á níræðisaldur þótti okkur hún vera sein til svars að svara símanum en það var þá vegna þess að hún var uppi á borðstofuborði að mála stofuloftið. Björgu langaði alltaf að búa í sveit og því var hugur hennar mjög bundinn við æsku- heimilið í Stóru-Breiðuvík. Þau voru mörg handtökin hennar þar við heimilið auk þess sem hún gróðursetti talsvert af trjám. Það gladdi hana mjög að sjá þar árangur erfiðis síns. Það var gaman að ferðast með Björgu. Hún var ævinlega upptekin af öllu sem betur mætti fara. Þann- ig gat hún hannað vegi upp á nýtt á leið sinni um landið og fannst það aumt að ekki skyldi fyrir löngu vera búið að kippa þessu og hinu í liðinn. Það er sárt að kveðja frænku okkar eft- ir öll þessi ár, þó ekki hafi það komið á óvart eftir erfitt ár hjá henni. Við vottum Hönnu, Björgólfi, Kalla og öðrum að- standendum samúð okkar. Andri, Ingólfur og Bryndís. Björg Ágústa Andrésdóttir Kæri Maggi, í vor sló ég á þráðinn þar sem mig grun- aði að komið hefði bakslag í þitt bataferli og fékk þá að vita að algjörlega ný staða væri komin upp. Okkur var það báðum ljóst að þú varst kominn í þann storm sem þú áttir ekki afturkvæmt úr. Það var eins og þú tækir þessu sem hverju öðru verkefni og nýttir hverja stund til að ganga frá þínum málum. Það var aldrei neina sjálfsvorkunn að finna. Það var aðdáunarvert að fylgjast með þér í framhald- inu, alltaf með allar staðreyndir á hreinu. Við erum aldagamlir vinir og höfum átt margar ánægjustund- irnar saman og oftar en ekki í Magnús Ólafsson ✝ Magnús Ólafs-son fæddist 12. mars árið 1950. Hann lést 11. sept- ember 2016. Minningarathöfn um Magnús fór fram 19. september 2016. félagsskap vina okkar, Klíkunnar. Við ferðuðumst mikið saman á sumrin með börnin okkar og ekki gleymir maður Esterel-klúbbnum, sem setti mark sitt á þjóðvegi Íslands um árabil. Sjálfur varst þú bifhjóla- og sportbílaaðdá- andi auk þess að vera flugvéla- smiður. Hvernig var það, þorðir þú nokkurn tíma að fljúga flug- vélinni? Mér er einnig minnisstætt op- ið hús ykkar hjóna á Tjarnar- götunni á þjóðhátíðardaginn 17 júní ár hvert í fjöldamörg ár. Á seinni árum söðluðuð þið hjónin um og selduð ykkar ævi- starf sem þið höfðuð byggt upp af mikilli natni og dugnaði, „Fíf- una“. Við hjónin og reyndar Klíkan öll nutum gestrisni ykkar að Skrauthólum í Þýskalandi og voru það ógleymanlegar stundir. Þú og Þórey áttuð síðan óvænta samferð í ykkar aftur- bata eins og hún tjáir sig best um. Já, Maggi minn, við áttum margar stundir saman í Hreyf- ingu í gegnum Ljósið, þar sem við nutum mestmegnis frábærr- ar handleiðslu Hauks. Þó þú hefðir á orði að ég þjálfaði bara talvöðvana. En í vor ákvað ég nú samt að það væri kominn tími á okkur og nú skyldum við fara til einka- þjálfara og stíga út fyrir þæg- indarammann. Ég segi nú ekki að þú hafir stokkið upp til handa og fóta til að byrja með en að kvöldi dags var allt klappað og klárt og við tilbúin í slaginn eftir helgi. Þá hafðir þú óvænt samband og tjáðir mér að þú værir veikur maður og gætir því miður ekki mætt. Þetta gerðist allt svo ótrúlega hratt en framhaldið þekkjum við. Elsku Þórunn og börnin Siggi, Lóa, Katrín og Vala, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð og skynjum þann missi sem þið hafið orðið fyrir. Hér fór drengur góður langt fyrir aldur fram. Jens og Þórey. Kær vinur okkar, Magnús Ólafsson viðskiptafræðingur, er látinn, langt um aldur fram, eft- ir baráttu við illvígan sjúkdóm. Við höfum notið vináttu hans í nær hálfa öld. Á þessum tíma hefur ótal- margt borið á góma og hefur þungamiðjan verið „Klíkan“, sem í upphafi var hópur átta stráka og síðan eiginkvenna þeirra og barna. Nú eru tveir okkar fallnir frá, Páll Hersteins- son og nú Magnús Ólafsson. Magnús var einstaklega iðju- samur og öflugur maður, sem gerði við járn og timbur og mál- aði að lokum allt saman. Við fór- um nokkrir á mótorhjólum í sumarferðir bæði um Suðurland og vestur á firði. Í þessum ferð- um var Magnús hrókur alls fagnaðar og úrræðagóður. Hugurinn reikar til fleiri sam- verustunda, svo sem reiðhjóla- ferða í Þýskalandi og leikhús- ferða undanfarna vetur. Alltaf var Magnús jákvæður og ljúfur samferðamaður. Magnús rak um árabil, ásamt eiginkonu sinni Þórunni og börnum, Verslunina Fífu, sem seldi barnavagna, kerrur og hvaðeina sem barnafjölskyldum kemur vel. Þar var hann á heimavelli því mæður og feður mættu gjarnan í Fífuna ef skrúfa losnaði eða dekk varð vindlaust á vagni, þá var því kippt í lag án tafar. Við dáðumst að snilli hans þegar kom að sölumönnum og samningum um verð. Í eitt skiptið kom sölumað- ur frá útlöndum og var búinn að hossast hálfan daginn í rútum og flugvélum og var kominn seinni part dags á BSÍ. Þar náði Magnús í manninn á sendibíl sem var fullur af rusli og var fyrst farið með manninn á rusla- haugana þar sem ruslið var los- að. Að því loknu var sest niður á þröngum lager og rætt um verð. Blessaður maðurinn var svo feginn að sjá fram á að komast sem fyrst á gistiheimilið að allt verð var lækkað og samningar undirritaðir. Magnús hafði ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum, en það var alltaf stutt í glettnina og hann átti auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á tilver- unni. Hann var tryggur vinur sem við munum sakna sárt. Þórunni, börnum, mökum og barnabörnum færum við einlæg- ar samúðarkveðjur, þeirra er sorgin mest. Inga Sólnes og Jón Sigurjónsson. Mágur minn Ólaf- ur Ólafsson, Óli, var nýbúinn að halda veglega upp á 90 ára afmæli sitt að viðstöddum fjölda vina og ætt- ingja. Með Ólafi er fallinn frá óvenju góður og gegn borgari sem allir eiga eftir að sakna sem þekktu hann. Ólafur var fæddur og uppalinn í Reykjavík og sleit barnskónum við Laugaveg og Hlíðarenda en bjó lengst af ævi sinnar við Leifsgötu 19 ásamt eiginkonu sinni Valgerði Hannes- dóttur og börnum þeirra þrem. Hann lauk námi frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1946. Veggfóðr- un, dúka, flísa og teppalagnir urðu hans ævistarf. Ólafur var óvenjulega duglegur og hæfi- leikaríkur í iðngrein sinni og töldu flestir hann hafa eitt besta verklag, hraða og vandvirkni sem völ var á í sérgrein hans. Einnig var hann einstaklega bóngóður, vinmargur, mannglöggur, heið- arlegur og samviskusamur með eindæmum og leysti vandamál allra eftir sinni bestu getu. Hann valdist snemma til fjölmargra trúnaðarstarfa og var m.a. í Stjórn Stangaveiðifélags Reykja- víkur og Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur og formaður í Fé- lagi veggfóðrarameistara í mörg ár og var síðar kjörinn heiðurs- félagi í þeim öllum þrem. Aðal- áhugamál Ólafs voru veiðar með stöng bæði á sjó og einnig í ám sem hann hafði mikið yndi af að sækja. Hann var frábær veiði- maður og stundaði íþrótt sína af mikilli elju og dugnaði en einnig Ólafur Ólafsson ✝ Ólafur Ólafssonveggfóðrara- meistari lést að Droplaugarstöðum 10. júlí 201. Hann var jarðsunginn frá Fossvogskapellu 15. júlí 2016, í kyrrþey að hans eigin ósk. af forsjálni og hafði unun af að leiðbeina og kenna öðrum bæði sér ungum sem eldri. Óhætt er að segja að Ólafur hafi verið vinur vina sinna en vinátta hans við nánustu vini stóð í tugi ára og aldrei féll skuggi á hana. Óvanalega sterk vináttubönd voru milli hans og Halldórs Þórð- arsonar og Friðleifs Stefánsson- ar en tryggð þeirra og vinátta vakti aðdáun allra sem þekktu þá. Ólafur og Valgerður giftust árið 1955 og áttu þau fallegt heimili þar sem ríkti mikil sam- heldni og gestrisni. Börn þeirra hjóna eru þrjú þau Hannes, Björg og Valgerður. Þau eignuð- ust sjö barnabörn. Valgerður lést árið 2004 en Ólafur bjó ásamt dóttur sinni Valgerði áfram á Leifsgötu nánast fram í andlátið. Hann hafði áður eignast fyrir hjónaband hans og Valgerðar dótturina Rannveigu Trausta- dóttur sem á eina dóttur og þrjú barnabörn. Tengdaforeldrar Ólafs áttu sumarbústað í Fossvogi með fal- legum trjágarði en eftir andlát þeirra lét Ólafur aldrei sitt eft- irliggja að annast þau störf sem þurfti að gera í þessum sameig- inlega fjölskyldugarði systkina Valgerðar eiginkonu Ólafs. Þar áttum við í fjölskyldunni ógleym- anlegar samverustundir á sumri hverju en það var ekki síst Ólafi að þakka. Ég og fjölskylda mín þökkum Ólafi fyrir ómetanlega samfylgd, hjálp og tryggð og kveðjum hann með söknuði um leið og við vott- um börnum hans, barnabörnum, systur hans og ættingjum inni- lega samúð okkar. Blessuð sé minning hans. Helga Hannesdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Hítardal, lést á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð þriðjudaginn 27. september. Jarðarförin auglýst síðar. . Finnbogi Leifsson, Sigríður Leifsdóttir og fjölskyldur. Ástkær faðir minn, afi okkar og langafi, JÓN GUÐMUNDSSON, rafvirkjameistari, Herjólfsgötu 36, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 26. september. . Guðmundur Geir Jónsson, Ragnheiður Hermannsd., Jóhannes Geir Guðmundsson, Jón Eggert Guðmundsson, Pamela Perez, Björgvin Guðmundsson og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR HALLDÓRSSON skipstjóri, Ljósulind 10, Kópavogi, lést 26. september síðastliðinn. Útförin fer fram í Lindakirkju mánudaginn 3. október klukkan 15. . Björg Hafsteinsdóttir, Hafsteinn, Svava Friðþjófsdóttir, Halldór Ragnar, Anna Sigríður Magnúsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ANNA JÓNSDÓTTIR, Vogatungu 45, Kópavogi, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 27. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. . Gunnsteinn Sigurðsson, Dýrleif Egilsdóttir, Þorgerður Ester Sigurðardóttir, Einar Ólafsson, Jón Grétar Sigurðsson, Sveinbjörg Eggertsd., Anna Sigríður Sigurðardóttir, Guðni Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.