Morgunblaðið - 29.09.2016, Side 69
MINNINGAR 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016
✝ AðalheiðurFriðbertsdóttir
fæddist á Suður-
eyri við Súganda-
fjörð 28. júní 1927.
Hún andaðist á
hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni 22.
september 2016.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jóna
Magnúsdóttir, hús-
freyja og verka-
kona, og Friðbert G. Guðmunds-
son, sjómaður og verkamaður,
sem bæði eru látin. Systkini Að-
Kristján Albert Kristjánsson,
verslunarmaður, og Sigríður Hí-
ramína Jóhannesdóttir, hús-
freyja, sem bæði eru látin. Börn
Aðalheiðar og Óskars eru: 1) Er-
lingur, f. 1948, maki Rósa Hrönn
Hrafnsdóttir. Börn þeirra eru
Þorsteinn Óskar, Hrafnhildur
Bára og Stefán Heiðar. 2) Sig-
ríður, f. 1950, fyrrverandi maki
Hjörleifur M. Jónsson. Dóttir
þeirra er Inga Heiða. 3) Kristján
Albert, f. 1955, maki Þórdís
Zoëga. Börn þeirra eru Sigríður
Heiða, Hrafnhildur, Halldóra og
Óskar Geir. 4. Aðalheiður Ósk,
f. 1961, maki Benedikt Jónsson.
Börn þeirra eru Páll, Stefanía,
Gréta og Bjarki. Afkomendur
Aðalheiðar eru alls 29.
Útför Aðalheiðar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 29. sept-
ember 2016, klukkan 13.
alheiðar eru Magn-
ús Einar, d. 1926,
Þorsteinn Erlingur,
d. 1948, Marteinn,
d. 1950, Sigríður, d.
2007, Hulda, Reyn-
hildur, Ingibjörg, d.
2012, Lilja, Hauk-
ur, d. 1969, og Elv-
ar Jón.
Aðalheiður gift-
ist 4. desember
1948 Óskari Krist-
jánssyni, útgerðarmanni frá
Súgandafirði, d. 29. október
2005. Foreldrar hans voru
Elsku besta mamma.
Alltaf varstu sterka og duglega
konan sem hefur verið svo stór
hluti af mínu lífi. Því er svo óraun-
verulegt að ég skrifi um þig minn-
ingarorð, allar mínar minningar
um þig eru bara fallegar, og orð
mega sín lítils. Þú ert jákvæðasta
kona sem ég þekki, kvartaðir aldr-
ei þrátt fyrir sjúkdóminn sem
hrjáði þig svo lengi og tókst á við
af fádæma æðruleysi. Minning-
arnar úr barnæskunni hrannast
upp, margar tengjast óteljandi
berjaferðum sem við höfum fram-
haldið mörg undanfarin ár vestur
í Súgandafjörð. Þú beiðst alltaf
spennt eftir fréttum af berja-
sprettu og sælusvipurinn leyndi
sér ekki þegar þú fékkst ný að-
albláber úr firðinum þínum og
rjóma með. Að sjálfsögðu skipuðu
hannyrðir stóran sess í samræð-
um okkar, um þær gátum við
mæðgur rætt endalaust og þú
vildir alltaf fá að vita hvað ég væri
með á prjónunum. Ég gleymi
aldrei þeim ótalmörgu skiptum
þegar ég sat í eldhúskróknum
með þér á Túngötunni að sauma
út eða prjóna, börnin mín eru líka
svo heppin að hafa upplifað það.
Þau biðu alltaf spennt að komast
til ömmu og halda áfram með jóla-
og páskamyndirnar í eldhúsinu á
Ægisíðunni.
Þú varst eitthvað efins fyrir
þrjátíu og sex árum þegar ég kom
með Benna á Túngötuna, þú varst
kannski ekki viss hvort þessi að-
komudrengur að sunnan væri sá
rétti fyrir stelpuna þína. Sá efi
hvarf fljótt við nánari kynni og þið
urðuð miklir vinir.
Þær eru eftirminnilegar
heimsóknir ykkar pabba til okkar
Benna og barnanna til Parísar og
Genfar, hjólastóll var þér engin
fyrirstaða og við þvældumst með
ykkur um allt, þótt þér þættu
fjöllin í Sviss ekki alveg eins falleg
og þau í firðinum þínum fagra.
Mér er alltaf minnisstæður þinn
dreymandi svipur, og með bros á
vör, þegar þú sagðir svo oft: „Það
er alltaf logn fyrir vestan.“ Það
fannst mér svo falleg og sterk
skírskotun til heimahaganna sem
voru þér svo einlæglega kærir.
Þú varst alltaf svo áhugasöm að
fylgjast með barnabörnunum í
öllu sem þau tóku sér fyrir hend-
ur, minnið þitt var ótrúlegt,
mundir alla afmælisdaga afkom-
endanna, allt þar til yfir lauk. Þeg-
ar við Benni kvöddum þig 6. sept-
ember eftir yndislegt sumar og
berjaferð vestur í Súgandafjörð
var eins og þú værir búin að
ákveða að leggja af stað í ferðina
hinstu, faðmlag þitt var svo allt
öðruvísi og sterkara en í öll hin
skiptin. Ég á eftir að sakna þín
óendanlega mikið þótt ég viti að
pabbi hefur tekið á móti þér með
opinn faðminn og sitt fallega ljúfa
bros og kannski með pípuna sína.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég þig, elsku mamma:
Ég veit, að það besta, sem í mér er,
í arfleifð ég tók frá þér.
Ég veit, að þú gafst mér þá glöðu lund,
sem getur brosað um vorfagra stund,
og strengina mína, sem stundum
titra,
er stráin af náttköldum daggperlum
glitra,
stemmdi þín móðurmund.
Ég veit það af reynslunni, móðir mín,
hve mjúk hún er höndin þín.
Þín umhyggja er fögur sem himinninn
hár,
ég hef ekki skoðað þau grátsöltu tár,
sem þú hefur kysst burt af kinnunum
mínum
og klappað í burtu með höndunum þín-
um
í fjöldamörg umliðin ár.
(Jóhann Sigurjónsson)
Þín elskandi dóttir,
Aðalheiður (Alla).
Þau voru spurul augun hennar
Heiðu en úr andlitsdráttunum
mátti vel greina ákveðni og hlýju
er ég leit hana fyrst á hlaði heimilis
hennar og eiginmannsins, Óskars
Kristjánssonar, að Túngötu 6 á
Suðureyri fyrir hartnær 36 árum.
Af eðlilegum ástæðum taldi hún
kannski þá að tilhugalíf dóttur
hennar með aðkomumanni úr
Reykjavík og hann sjálfur væri
óráðin gáta. Brátt las hún hana
rétt og samfylgdina síðan með
henni sem hinni bestu tengdamóð-
ur get ég aldrei þakkað nógsam-
lega fyrir.
Stefanía Aðalheiður Friðberts-
dóttir, Heiða, bjó alltaf að hinni
fyrstu gerð alþýðukonunnar, þær
rætur og heimabyggðarinnar slitn-
uðu aldrei og í allri hennar breytni
endurspegluðust rótgróin réttlæt-
iskennd, auðmýkt, umhyggja og
virðing fyrir umhverfi sínu. Þetta
umhverfi var fyrst og fremst bund-
ið við fjölskylduna hennar, fólkið
og náttúruna við hinn fegursta
vestfirska fjörð, en einnig við hið
víða samhengi hlutanna. Þá beitti
hún eðlislægu og takmarkalausu
æðruleysi þótt bundin væri við
hjólastól síðustu áratugina en bjó
alltaf við óbilaðan styrk til hugar
og handa. Sá styrkur var skýrast-
ur í ástfóstri við börnin hennar og
afkomendur þeirra en einnig í ann-
áluðum, margvíslegum og undur-
fallegum hannyrðum.
Heiða gaf óspart úr gnægtar-
brunni mannkosta sinna og fyrir
mér var hvert samneyti við hana
dýrmætur lærdómur og veganesti.
Hún var brosmild og gamansöm,
ákveðin í þögn sinni og orðum, en
einlægt leiðbeinandi með réttsýni
sinni og mannauðgi, og lýsandi fyr-
irmynd hins trausta vakandi hirðis
sem ávallt gaf án skilyrða. Eins og
blómin að hausti hefur lífsblómið
hennar Heiðu fölnað og misst
blómann síðustu daga og hefur nú
líkt og gróðurinn lagst í dvala og
kvatt þessa jarðvist. Þar með hefst
nýtt upphaf fyrir henni, blómið
hennar vaknar til annars lífs, nýrr-
ar vitundar sem bíður okkar allra,
og endurfunda við hann Óskar
sinn sem hún hefur beðið eftir í
ellefu ár. Þegar ég kvaddi hana
um tveimur vikum fyrir andlátið
fannst mér skína í fallegu bliki
augnanna tilhlökkun til þeirra
endurfunda.Um leið og ég ylja
mér við hlýjar minningar kveð ég
tengdamóður mína með dýpsta
þakklæti og virðingu fyrir allt sem
hún var mér og bið góðan Guð um
blessun hans við minningu henn-
ar.
Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér,
þú logar enn,
í gegnum bárur, brim og voðasker,
nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fögru dyr
og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr.
(Matthías Jochumsson)
Benedikt Jónsson
Elsku besta amma mín.
Núna sit ég með tárin í aug-
unum, strax byrjuð að gráta eftir
að hafa aðeins skrifað fyrirsögn-
ina. Í stað þess að skrifa þessi fá-
tæklegu orð vildi ég miklu frekar
að ég sæti hjá þér í Sóltúni seint
síðdegis, eins og alla daga þegar
ég er heima á Íslandi. Þegar ég
fékk símtalið frá mömmu um að
þú værir veik og útlitið ekki gott
gat ég ekki hugsað um annað en
að drífa mig heim frá London til
að vera hjá þér, ef það skyldi
verða í síðasta sinn. Ég tók með
mér hekludótið og fyllti ferða-
töskuna af garni því ég ætlaði að
sitja hjá þér og hekla og bíða eftir
að þér myndi batna. Ég vissi að
þér þætti gaman að sjá mig hekla,
því þú kenndir okkur barnabörn-
unum handavinnu af mikilli natni
og þolinmæði. Það eru mér dýr-
mætar og ógleymanlegar stundir
þegar við vorum lítil í heimsókn
hjá ykkar afa á Ægisíðunni að
sauma út jóla-, páska- og alls kon-
ar skraut saman, mikið var gaman
hjá okkur, þú kenndir okkur svo
margt, sem við búum enn að, með
brosi, gamansemi og takmarka-
lausri hlýju. Þessa tvo síðustu
daga sem við sátum hjá þér í Sól-
túni gat ég lítið heklað, við vorum
of upptekin við að fylgjast með
hvernig þér liði, hvort þú sæir
okkur eða heyrðir í okkur. Ég er
alveg viss um að þú vissir af okkur
hjá þér, þú áttir erfitt með að
koma upp orðum en þú horfðir á
okkur og kreistir höndina á mér
svo þéttingsfast, því miður í síð-
asta sinn. Ég vildi óska þess að
þurfa ekki að kveðja þig, en þú
varst svo friðsæl þegar þú kvaddir
okkur og tilbúin að fara til afa, ég
veit það verða miklir fagnaðar-
fundir og hann mun taka vel á
móti þér, þið bæði hafið beðið svo
lengi. Einn daginn munum við svo
öll vera saman aftur.
Með endalausu þakklæti og
söknuði, þín
Stefanía (Stebba).
Aðalheiður
Friðbertsdóttir
Þorvaldur Ólafs-
son menntaskóla-
kennari hefur
kvatt, svo miklu
fyrr en skyldi.
Leiðir okkar Þorvaldar lágu
saman í meira en hálfa öld. Það
var haustið 1964 að vegir okkar
mættust, en þá kom Þorvaldur til
Oslóar til að hefja nám í eðlis-
fræði, en sjálfur hafði ég komið
þangað til náms árið áður. Þor-
valdur var afburða námsmaður í
menntaskóla og uppskar fyrir
vikið einn af svokölluðum stórum
styrkjum menntamálaráðuneyt-
isins. Þetta voru ríflegir náms-
styrkir til fimm ára sem féllu í
skaut þeim sem hæstar höfðu
einkunnir á stúdentsprófi ár
Þorvaldur Ólafsson
✝ ÞorvaldurÓlafsson fædd-
ist 11. ágúst 1944.
Hann lést 11. sept-
ember 2016.
Útför hans var
gerð 19. september
2016.
hvert. Með okkur
Þorvaldi tókust þeg-
ar góð kynni sem
brátt þróuðust í
órofa vináttu sem
entist allar götur
síðan. Samfélag ís-
lenskra námsmanna
í Osló á þessum ár-
um var óneitanlega
nokkuð sérstakt.
Nær allir íslenskir
námsmenn í borg-
inni bjuggu á stúdentabænum á
Sogni í skjóli Guðrúnar Brun-
borg. Íslenskir stúdentar í Osló
brölluðu margt á þessum árum
og tókum við Þorvaldur auðvitað
fullan þátt í því. En við áttum líka
áhugamál sem við ræktuðum sér-
staklega. Við vorum duglegir að
sækja leikhús og fórum líka oft á
fundi hjá stúdentafélagi Osló-
arháskóla. Vorið 1968 réðumst
við svo í það stórvirki að taka
okkur far með „hurtigruten“ frá
Bergen til Kirkenes og aftur til
baka. Var sú ferð mikið ævintýri
sem við rifjuðum oft upp síðar.
Þorvaldi sóttist eðlisfræði-
námið með ágætum. Það vakti
því nokkra undrun okkar með-
stúdenta hans þegar hann tók sér
hlé frá því til að leggja stund á
heimspeki og rökfræði. Í raun-
inni átti þetta ekki að koma nein-
um á óvart því að þessi ákvörðun
samrýmdist vel öllu eðli hans og
upplagi. Þorvaldur var aldrei
neinn einvíddarmaður og alla tíð
hafði eðlisfræðingurinn og raun-
vísindamaðurinn Þorvaldur mik-
inn áhuga á húmanískum grein-
um, ekki síst sagnfræði, og las
mikið um þau efni, ekki síst á síð-
ari árum.
Þegar á námsárunum var Þor-
valdur ráðinn í að leggja kennslu
fyrir sig. Heimkominn frá námi
árið 1972 réðst hann sem kennari
í eðlisfræði að Menntaskólanum
við Tjörnina – síðar Menntaskól-
inn við Sund. Sá skóli var þá í
uppbyggingu undir stjórn Björns
Bjarnasonar rektors. Þarna urð-
um við Þorvaldur kollegar. Það
voru ákveðin forréttindi á sínum
tíma að eiga þess kost að taka
þátt í að byggja upp nýjan skóla
þótt ytri aðstæður væru ófull-
komnar í gamla Miðbæjarskólan-
um við Tjörnina. Þorvaldur varð
hluti af þeim hópi sem þarna
gekk til verka af atorku og eld-
móði og þar var ekki tjaldað til
einnar nætur því hann helgaði
skólanum starfskrafta sína í hart-
nær fjóra áratugi. Hann var
sannkallaður máttarstólpi eðlis-
fræðikennslunnar við skólann,
þótt hann ætti þar góða sam-
verkamenn. Þorvaldur lagði alla
tíð mikla alúð við kennslu sína.
Kennsla hans var skýr, skipuleg
og vekjandi og öll gögn þannig
búin í hendur nemendum að öðr-
um mátti vera til eftirbreytni.
Á ekkert heimili utan minnar
nánustu fjölskyldu hef ég oftar
komið um dagana en á heimili
þeirra Þorvaldar og Brynju Jó-
hannsdóttur. Þar mætti ég ætíð
gestrisni og alúðlegu viðmóti og
stundin leið hratt við spjall um
allt milli himins og jarðar og þá
ekki síst landsins gagn og nauð-
synjar. Heimsóknirnar síðasta
árið eru mér sérstaklega dýr-
mætar því að sú reisn og æðru-
leysi sem Þorvaldur sýndi í glím-
unni við sjúkdóm sinn mun búa
með mér héðan í frá. Það er því
margs að minnast og margt að
þakka að leiðarlokum.
Sigurður Ragnarsson.
Sjötíu og þriggja
ára samferð okkar
Sigríðar, elskulegr-
ar æskuvinkonu
minnar, er lokið. Hún andaðist 30.
ágúst s.l. eftir snarpa viðureign
við alvarleg veikindi. Sigga kom
fyrst á heimili fósturforeldra
minna í ágústlok 1943, þegar
vænst var fæðingar, Margrétar,
næst elstu systur hennar. Þessi
fallega litla stúlka var okkur öllum
kærkomin og við urðum strax
góðar vinkonur. Henni fannst
gaman í sveitinni og féll vel inn í
hóp barnanna á næstu bæjum,
sem áttu leik- og gleðistundir
saman alla daga.
Áhyggjulaus liðu bernskuárin
og vinkonan kom svo oft, sem hún
vildi til okkar. Nýstúdent kenndi
hún tvo vetur við barnaskóla
sveitarinnar og bjó þá hjá fóstur-
foreldrum mínum. Hún var þeim
mjög kær og þeirra samband allt
náið og hlýtt. Við Sigga urðum
samferða í fjögur eftirminnileg og
dásamleg ár í MA, og við lásum
saman undir stúdentspróf í þrjár
vikur á Laugalandi vorið 1956.
Þar var góður tími, því að hús-
ráðendur gættu þess, að ekkert
truflaði okkur og viðurgjörning-
urinn var mikill og góður. Sigga
átti þarna góðan tíma, þrátt fyrir
þreytandi lestur dagana langa, en
þrem mánuðum síðar eignaðist
hún Ingu Sólveigu sína. Sigríður
giftist bekkjarbróður okkar Frið-
jóni Guðröðarsyni, sem þá var í
lögfræðinámi, eftirminnilegum og
með stríðnisglampa í augum. Þau
hófu búskap og eignuðust þrjú
börn, til viðbótar.
Öll börnin hafa reynst móður
sinni ákaflega vel, verið henni
Sigríður
Guðmundsdóttir
✝ Sigríður Guð-mundsdóttir
fæddist 4. júní
1937. Hún lést 30.
ágúst 2016.
Útför Sigríðar
fór fram 9. sept-
ember 2016.
gleðigjafar og styrk-
ar stoðir. Vinarsam-
band okkar Siggu
var sterkt, báðar bú-
settar á suðvestur-
horninu, eftir MA
árin. Faxaflóinn var
á milli okkar og því
var síminn óspart
notaður, þegar ekki
var hægt að hittast.
Síðar fluttu þau
Friðjón með börnin
til Hornafjarðar, en leiðir þeirra
skildu eftir fjögurra ára búsetu
þar.
Við hjónin heimsóttum Friðjón
þangað og gleymast seint orð
hans þá: „Mér finnst Sigríður fal-
legasta konan norðan Alpafjalla.“
Skömmu síðar var Sigríður flutt
til Reykjavíkur með börnin. Hún
hélt áfram sínu lífsstarfi og
kenndi í Fossvogsskóla fram að
starfslokum. Einnig vann hún
sem þula við ríkisútvarpið um
tíma og var rómuð fyrir fallega
rödd og framburð. Í ýmsu öðru
tók hún virkan þátt og alls staðar
var eftir því hlustað, sem hún
hafði fram að færa. Hún vandaði
málfar sitt og var glæsileg í fram-
komu. 17. júní s.l. hélt hún sína
síðustu ræðu, fyrir hönd 60 ára
stúdenta frá MA. Það gerði hún,
þó sárþjáð væri, frábærlega. Við
bekkjarsystkinin vorum og erum
óendanlega stolt af bekkjarsystur
okkar. Og nú er hún horfin mér,
mín elskulega vinkona. Ég sakna
hennar dag hvern, en minni mig á
að
lífið er ódauðlegt
eins og kærleikurinn,
dauðinn aðeins takmörkun þeirrar sjón-
ar,
sem nær ekki að horfa út yfir sjóndeild-
arhringinn.
(W.R.V.)
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til barna hennar, allrar
fjölskyldunnar og allra, sem þótti
vænt um hana.
Þóra Björk Kristinsdóttir.
Elsku mamma
mín og amma okkar
er farin á annað til-
verustig, langt frá
okkur en samt eins nálægt og hægt
er, það er í hjörtum okkar og huga.
Það sem þú hefur áorkað og
gengið í gegnum er sárt, það var
svo sárt að horfa upp á þig svona
veika og týnda í þessum sjúkdómi
sem nefndur hefur verið Alzheim-
er … hann rændi þig öllum minn-
ingum, ljósi og því sem þú varst.
Þú varst hjá okkur en samt ekki
því þú hvarfst okkur hægt og síg-
andi, undir það seinasta var bara
tómarúm. Það tók svo mikið á þig
og á okkur aðstandendur að orð fá
því ekki lýst. Mamma og amma var
yndisleg og góðhjörtuð, dugleg,
ljúf, hjálpsöm, brosmild og hlý.
Ég man þá tíð þegar ég var í
barnaskóla og íslenskan vafðist
eitthvað fyrir mér hvort sem það
var n, nn eða ÍI, ÝY, stigbreyting
eða hvað hin ýmsu orð þýddu, allt-
af var mamma-amma með þetta á
hreinu enda var ég ekki mjög há í
loftinu þegar ég notaðist við gam-
aldags orðalag eða háfleyg orð.
Mamma-amma var snillingur hvað
þetta varðar. Einnig meistari í
krossgátum. Fyrir henni voru allir
jafnvígir, þó þessi hefði meira en
hinn eða væri háttsettari skipti það
Hulda Filippusdóttir
✝ Hulda Filippus-dóttir fæddist
8. febrúar 1942.
Hún lést 15. sept-
ember 2016.
Jarðarför Huldu
fór fram 26. sept-
ember 2016.
hana engu máli held-
ur persónan, það var
innri maðurinn sem
skipti máli. Meiri
dýravin hef ég sjald-
an hitt en mamma-
amma elskaði kisur
af öllu sínu hjarta og
held ég að ég geti
sagt það að við dæt-
urnar hefðum þetta
frá mömmu, það var
ekkert heimili án
dýra og sér í lagi áttu kisur heið-
urinn þar.
Söknuðurinn er mikill og sár,
það verður skrítið að fara til
Reykjavíkur og heimsækja þig
ekki og heyra þig hlæja að skondn-
um bröndurum eða skemmtilegum
uppákomum. En það sem fær okk-
ur til að sættast á þessi örlög er að
þú sem mamma-amma okkar varst
farin þó þú værir samt hjá okkur,
en þú ert laus við það bága líf sem
þú lifðir undir það síðasta, engir
verkir eða grátur eða vansæld
lengur, þú ert komin á yndislegan
stað og við vitum að þú tekur á
móti okkur þegar okkar tími er
komin. Við vitum að pabbi hefur
tekið vel á móti þér sem og allar
kisurnar og ættingjar, ert í góðum
höndum og allt tekur enda og það á
við allt. Það er erfitt að sleppa af
þér hendinni en það er mín trú að
það sé þér fyrir bestu. Guð og al-
mættið blessi þig og alla sem í
kringum þig eru. Okkar endur-
fundir koma.
Þín dóttir,
Aðalbjörg (Alla) og
barnabörn, Anton,
Ísól og Jónatan.