Morgunblaðið - 29.09.2016, Qupperneq 74
74 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016
Við erum á bólakafi í skóla-heimsóknum, byrjuðum áþeim fyrir tveim dögum og
ætlum að fara í alla skóla á land-
inu, 170 talsins,“ segir Ólafur
Loftsson, formaður Félags grunn-
skólakennara (FG), en hann á 50
ára afmæli í dag. Grunnskólakenn-
arar felldu kjarasamninga í byrjun
september og er ætlunin að ræða
við félagsmennina til að heyra
sjónarmið þeirra. „Þetta er ærið
verkefni en við erum 12 manns sem
tökum þátt í því.
Það eru engin veisluhöld fyr-
irhuguð í tilefni af tímamótunum
en ef veðurspáin verður góð þá
stefni ég á að fara upp að Apavatni
þar sem við fjölskyldan erum með
lítinn kofa og taka upp gulrætur
og kartöflur. Það yrði loka-
upptökuferðin. Við erum með risastóran kartöflugarð og fullt af gróð-
urreitum með salati, gulrótum, jarðarberjum, káli o.fl. Einnig eru
margar tegundir af sólberjum, rifsberjum og nokkrar tegundir epla-
trjáa sem hafa þó ekkert gefið af sér ennþá.
Ég gantaðist með að nota afmælisdaginn til að byrja á að koma mér
aftur í hlaupaform, en ég gerði mikið af því að hlaupa og hef hlaupið
maraþon. Var í feiknagóðu formi 2014 og nú stefni ég á að koma mér
aftur í gott hlaupaform með því að hlaupa 4-6 kílometra í dag og sjá
hvort ég komi mér ekki í gang aftur.“
Ólafur er í samhæfingarhópi á vegum Sameinuðu þjóðanna, en sá
hópur er fyrstur á svæðið þegar hamfarir verða, helst innan sólar-
hrings, og sér m.a. um að skipuleggja björgunarstarfið.
„Við erum um 300 manns í þessum hópi alls staðar að úr heiminum.
Eins og ég segi: maður er alltaf tilbúinn, ég er með minn poka úti í bíl,
en sem betur fer er ekki mikið um útköll. Það er svæðisbundið hverjir
fá útkall en eftir því sem hamfarirnar eru meiri þá víkkar svæðið út. Ég
var á Filippseyjum þegar fellibylur varð þar fyrir nokkrum árum og svo
fór ég til Haiti þegar stóru jarðskjálftarnir urðu þar. Maður gerir nýjan
samning við Sameinuðu þjóðirnar á hverju ári og þá þarf að fylgja með
læknisvottorð og það eru strangar reglur um hvað þarf að uppfylla til
að geta sinnt þessu starfi varðandi þjálfun og kunnáttu.“
Eiginkona Ólafs er Dagný Hermannsdóttir kennari og dætur þeirra
eru Birta lyfjafræðingur, Guðrún tölvunarfræðingur hjá Landsbank-
anum og Ásta nemi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Formaður FG Ólafur Loftsson.
Ávallt tilbúinn fyrir
björgunarstörfin
Ólafur Loftsson er fimmtugur í dag
S
igmundur Guðbjarnason
fæddist á Akranesi 29.9.
1931. Hann lauk stúd-
entsprófi frá MA 1952.
Dipl. Chem. í efnafræði
frá Technische Hochschule í Münc-
hen 1957 og Dr. rer. nat-prófi frá
sama skóla 1959.
Sigmundur var yfirverkfræðingur
og framleiðslustjóri hjá Sements-
verksmiðju ríkisins 1959-60, rann-
sóknamaður og kennari í lífefnafræði
og lyflæknisfræði við Wayne State
University School of Medicine í
Detroit, Michigan í Bandaríkjunum
1961-62, aðstoðarprófessor og pró-
fessor við sama skóla 1962-70, pró-
fessor í lífefnafræði og lyflæknis-
fræði við Indiana University Medical
Center í Indianapolis 1970-71, pró-
fessor í efnafræði við HÍ 1970-2001
og rektor Háskóla Íslands 1985-1991.
Sigmundur var forstöðumaður
Efnafræðistofu Raunvísindastofn-
unar Háskólans 1971-83, deildar-
forseti verkfræði- og raunvísinda-
deildar 1977-79, sat í stjórn
Sementsverksmiðju ríkisins 1971-81,
stjórnarformaður þar 1973-77, for-
maður nefndar er fjallaði um vinnslu
lyfja og lífefna úr innlendu hráefni,
skýrsla 1973-74, sat í Rannsóknaráði
ríkisins 1974-82, var formaður fram-
kvæmdanefndar 1974-79, formaður
starfshópa er gerðu langtímaáætl-
anir um rannsóknir og þróun-
arstarfsemi í þágu atvinnuveganna,
fyrir árin 1976-81 og 1982-87, for-
maður matsnefndar rannsóknasjóðs
Rannsóknaráðs ríkisins 1985-87 og
1992-94, formaður Rannsóknarráðs
Íslands 1994-97, formaður stjórnar
Náttúruverndar ríkisins 1995-99, sat
í framkvæmdanefnd Vísindastofn-
unar Evrópu, European Science Fo-
undation 1996-99, í nefnd á vegum
NATO-International Scientific Exc-
hange Programmes sem úthlutar
styrkjum til rannsóknarstarfa, 1995-
98, framkvæmdastjóri fyrir Lipid-
forum, sem er norrænn vettvangur
fyrir vísindi og tækni, frá 2001-2008,
formaður Sammenntar, Samstarfs-
nefndar atvinnulífs og skóla, 1992-98,
formaður Hollvinasamtaka HÍ 1995-
97 og Mannverndar 1998-99 og for-
seti Rótarýklúbbs Reykjavíkur 1999-
2000.
Sigmundur hefur að auki starfað í
fjölda nefnda á vegum HÍ og
menntamálaráðuneytisins er fjalla
um eflingu vísinda, fjarkennslu, há-
skóla á Akureyri, starfað í stjórn
Vísindasjóðs, Vísindaráði Krabba-
meinsfélagsins o.m.fl.
Sigmundur er frumkvöðull að
stofnun SagaMedica – Heilsujurta
ehf. árið 2000, sem stundar rann-
sóknir á íslenskum lækningajurtum
og þróar náttúruefni eða fæðubót-
arefni úr völdum lækningajurtum
fyrir innlendan og erlendan markað.
Sigmundur var gistiprófessor við
Eidgenössische Technische Hoch-
schule í Zürich 1979-1980, Universi-
tat Heidelberg 1980-1981, University
of Minnesota, Hormel Institute 1981;
Food and Drug Administration
(FDA), Washington DC, Disting-
uished Visiting Scientist 1983 og við
University of Oxford 1998.
Sigmundur sat í ritstjórn eftirfar-
andi vísindatímarita: Journal of
Molecular and Cellular Cardiology,
1970-1980; Journal of Cardiovascular
Pharmacology, 1977-1990, og Journ-
al of Applied Cardiology, 1985-1991.
Hann er höfundur fjölmargra fræði-
legra ritverka og hefur flutt yfir 100
vísindafyrirlestra í sérgreinum sín-
um á ráðstefnum í öllum heimsálfum.
Sigmundur fékk Heiðursverðlaun
úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmunds-
Sigmundur Guðbjarnason, fyrrv. rektor Háskóla Íslands – 85 ára
Fjölskyldufagnaður haldinn í sumar Talið frá vinstri: Margrét, Logi, Viktor, Alex, Eric, Snorri, Sigmundur, Sara,
Jessica, Íris og Anna Linda. Ægir var ekki fjarri góðu gamni þótt hann vanti á myndina því hann tók myndina.
Vísindin efla alla dáð
Reykjavík Baldur Orri Þorsteinsson fæddist á miðnætti 29. júlí 2015. Hann vó
2.798 g og var 50 cm að lengd. Foreldrar hans eru Kristín Auður Halldórsdóttir
og Þorsteinn Sigurður Guðjónsson.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Ekki taka óþarfa
áhættu, fáðu
fagmenn í verkið
Sérþjálfaðir starfsmenn
og búnaður fyrir
erfiðustu aðstæður
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
Trjáfellingar