Morgunblaðið - 29.09.2016, Page 79

Morgunblaðið - 29.09.2016, Page 79
MENNING 79 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is „Það má eiginlega segja að við höfum stofnað hér ungmenna- deild,“ segir Björk Jakobsdóttir um fyrstu frumsýningu vetrarins hjá Gaflaraleikhúsinu en nýr og öflugur leikvetur er nú hafinn þar á bæ. Verkið, sem er nýtt íslenskt leikverk um unglinga, heitir Stef- án rís og er eftir Arnór Björnsson og Óla Gunnar Gunnarsson en sjálf er Björk leikstjóri. „Það er mikið til af fjölskyldusýningum fyrir yngri börn og mikið auðvitað til af fullorðinssýningum líka en það hefur hins vegar minna verið til af sýningum fyrir unglinga. Við leggjum mikið upp úr því að þetta sé bæði skrifað og leikið af ungu fólki. Svo erum við komin með svo marga unga einstaklinga núna sem eru þegar komnir með mikla reynslu af leikhúsi. Þessir krakkar hafa verið að leika í Óvitum, Mary Poppins og Billy Elliot og sú reynsla er dýrmæt.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gaflaraleikhúsið setur upp sýn- ingu fyrir þennan aldurshóp en árið 2014 sýndu Gaflarar leikritið Unglinginn. „Sú sýning gekk svo vel hjá okkur að við ákváðum að halda áfram og sýningin Stefán rís er að hluta byggð á bókinni Leitin að tilgangi unglingsins sem þeir Arnór og Óli skrifuðu ásamt Bryn- dísi Björgvinsdóttur. „Þetta verð- ur söngur og dans og númeri stærra en síðasta sýning.“ Vertu þú sjálfur Aðspurð segir Björk söguna vera ástarsögu. „Verkið fjallar um Stefán, sem er að byrja í 10. bekk og lendir í því að verða ástfanginn í fyrsta skipti sem er vissulega stórkostleg tilfinning en því fylgja afskaplega erfiðir hlutir eins og að missa málið, byrja að stama, vita ekki hvað maður heitir og breyt- ast í fávita í hvert sinn sem maður hittir ástina. Þannig að Stefán hættir að vera þessi ljúfi, litli drengur sem mamma hans og kennarinn elska og fer að taka upp á ýmsu misviturlegu í til- raunum sínum til að ná í dömuna. Hliðarsagan er síðan það sem ger- ir þetta verk svo ferskt, að mínu mati – höfundarnir tveir eru nefni- lega rétt aðeins eldri en Stefán, 17 og 18 ára, og ég er nokkuð viss um að Stefán væri talsvert betur settur ef hann hefði höfunda sem vissu aðeins betur út á hvað svona mál ganga,“ segir Björk og hlær. „Þeir taka endalaust af kolröng- um ákvörðunum fyrir söguhetjuna þangað til hún síðan á endanum rís upp gegn yfirboðurunum. Höf- undarnir geta svo gert ýmislegt; látið bresta á með söngatriði, spól- að fram og aftur í tíma og svo eru þeir heldur ekki alltaf sammála um það hvernig söguhetjan á að tækla ástamálin. Þeir fara líka í gegnum það í verkinu hvernig maður skrifar handrit að leikriti – hetjan lendir í hrakningum, svo lendir hún á botninum og svo rís hún upp á eftir, þannig að til- gangur höfundarins er í raun að gera söguhetjuna óhamingjusama, svo hún geti orðið hamingjusöm aftur í lokin,“ útskýrir Björk kím- in. „Höfundarnir standa síðan á vissan máta líka fyrir þann fé- lagsþrýsting sem allir finna fyrir á þessum árum ævinnar og gerir það að verkum að við reynum að lifa lífi okkar eins og við höldum að aðrir vilji að lifum því. Þá miss- um við allt samband við okkur sjálf, þannig að skilaboð leikritsins eru í raun einföld: Vertu þú sjálf- ur og hættu að rembast við að vera eitthvað annað.“ Nýtt verk um Skugga Svein Í undirbúningi hjá leikhúsinu er einnig nýtt verk eftir Karl Ágúst Úlfsson sem heitir Í skugga Sveins en þar mun Karl umbreyta hinu klassíska verki Skugga Sveini í leikrit með söngvum fyrir alla fjölskylduna. Meðal fleiri verka sem eru í vinnslu má nefna Nýja Ísland, nýtt verk sem frum- sýnt verður í Gaflaraleikhúsinu eftir áramót. Sýningunni má líkja við rannsóknarverkefni þar sem leitað verður svara við spurn- ingum á borð við það hvort allt stefni aftur í hjólför ársins 2008, hvort Íslendingar séu almennt hálfvitar og af hverju við erum svona góð í boltaíþróttum og sundi. „Gunnar Helgason er front- urinn í því verki og fær með sér nokkra frábæra penna. Svo verður háðsádeilugleraugunum brugðið upp og vonir standa til þess að þetta verði hárbeitt, pólitískt og drepfyndið verk.“ Gaflaraleikhúsið tekur vel á móti góðum gestum í vetur en leikfélag Menntaskólans í Reykja- vík, Frúardagur, verður þar með sýningu í nóvember og leikhóp- urinn Silfurtunglið með Jón Gunn- ar Þórðarson ætlar að frumsýna krefjandi og spennandi verk eftir spænska leikskáldið Gabríel García Lorca í janúar. Samfélagsleg skylda að sinna framtíðaráhorfendum Í mars frumsýnir leikfélag Flensborgarskóla þar síðan nýtt verk. „Við lítum á það sem sam- félagslega skyldu okkar að leggja okkar af mörkum við að rækta leiklistina meðal ungmenna og gefa þeim vettvang – og auðvitað ekki síst í Hafnarfirði, þar sem við erum staðsett,“ segir Björk en Gaflararnir sjá einmitt um leiklist- arkennslu í skólum Hafnarfjarðar. „Við fundum það líka vel þegar við sýndum Unglinginn hversu mikil eftirspurn er eftir leikritum fyrir unglinga. Allt í einu kom þarna leikverk sem þeir skildu, þetta var þeirra húmor og þeirra veruleiki. Krakkar á þessum aldri fara oft á leikrit sem eru valin fyrir þau og þá alltof oft í einhvers konar upp- eldistilgangi og krökkunum meira og minna hundleiðist, þó þetta séu frábærar sýningar sem fullorðna fólkið kann að njóta. Unglingar eru ekki kurteisir áhorfendur, þeir detta miskunnarlaust í símana sína ef þeim leiðist – en þeir láta líka vel í sér heyra ef þeir kunna að meta það sem þeir sjá. Það er leikur einn að missa framtíðar- áhorfendur okkar með einni leið- inlegri sýningu, svo mér finnst það vera okkar ábyrgð að gera meira af samfélagslegum spegil- verkum fyrir þennan áhorfenda- hóp, verkum sem þau tengja við og hafa gaman af,“ segir Björk að lokum. Morgunblaðið/Eggert Hæfileikakrakkar Björk Jakobsdóttir leikstýrir unglingasýningunni Stefán rís hjá Gaflaraleikhúsinu. „Mikil eftirspurn eftir leikritum fyrir unglinga“  Gaflaraleikhúsið undirbýr unglingaverkið Stefán rís  Karl Ágúst Úlfsson skrifar söngleik um Skugga Svein Franski myndlistarmaðurinn Pierre Huyghe er handhafi Nasher- verðlaunanna í ár. Huyghe hefur útvíkkað form listarinnar á síðast- liðnum árum með því að skapa skúlptúra með aðstoð býflugna, kóngulóa, skeifukrabba og gervi- snjóstorma, svo dæmi séu nefnd. Verðlaunin eru veitt í flokki höggmyndalistar af Nasher- höggmyndalistarmiðstöðinni í Dall- as. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á áhrifamiklum högg- myndlistarmönnum nútímans. Verðlaunin eru nú veitt í annað sinn og er verðlaunaféð alls 100.000 dollarar, eða sem nemur rúmum 11,4 millljónum króna. Huyghe undir- býr nú nýja sýn- ingu í Palais de Tokyo í París og er óhætt að full- yrða að þar muni hann taka frum- leikann í nýjar hæðir þar sem hann vinnur með krabbameins- frumur frá Curie-stofnuninni. Huyghe hefur haldið sýningar um allan heim, þar á meðal á Íslandi. Árið 2007 var sýning hans hluti af menningar- veislunni Pourquoi Pas? Franskt vor á Íslandi. Pierre Huyghe hlýtur Nasher-verðlaunin Pierre Huyghe AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 30/9 kl. 20:00 92. sýn Fös 14/10 kl. 20:00 100. s. Fös 28/10 kl. 20:00 108. s. Lau 1/10 kl. 20:00 93. sýn Lau 15/10 kl. 20:00 101. s. Lau 29/10 kl. 20:00 109. s. Sun 2/10 kl. 20:00 94. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 102. s. Sun 30/10 kl. 20:00 110. s. Fim 6/10 kl. 20:00 95. sýn Fim 20/10 kl. 20:00 103. s. Fim 3/11 kl. 20:00 111. s. Fös 7/10 kl. 20:00 96. sýn Fös 21/10 kl. 20:00 104. s. Fös 4/11 kl. 20:00 112. s. Lau 8/10 kl. 20:00 97. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 105. s. Lau 5/11 kl. 20:00 113. s. Sun 9/10 kl. 20:00 98. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 106. s. Fös 11/11 kl. 20:00 114. s. Fim 13/10 kl. 20:00 99. s. Fim 27/10 kl. 20:00 107. s. Lau 12/11 kl. 20:00 115. s. Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 1/10 kl. 13:00 3. sýn Lau 8/10 kl. 13:00 5. sýn Lau 15/10 kl. 13:00 Auka. Sun 2/10 kl. 13:00 4. sýn Sun 9/10 kl. 13:00 6. sýn Sun 16/10 kl. 13:00 7. sýn Nýr Fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra snæd Magnasonar Sending (Nýja sviðið) Fös 30/9 kl. 20:00 9. sýn Sun 9/10 kl. 20:00 11.sýn Fim 20/10 kl. 20:00 13. sýn Lau 1/10 kl. 20:00 10.sýn Fim 13/10 kl. 20:00 12. sýn Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson Njála (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 Mið 26/10 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 19/10 kl. 20:00 Sun 6/11 kl. 20:00 Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa fyrirlestur. Hannes og Smári (Litla sviðið) Fös 7/10 kl. 20:00 Frums. Lau 15/10 kl. 20:00 4. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 7. sýn Lau 8/10 kl. 20:00 2. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 5. sýn Fim 3/11 kl. 20:00 aukas. Fös 14/10 kl. 20:00 3. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 6. sýn Samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar NJÁLA – ★★★★ „Unaðslegt leikhús“ S.J. Fbl leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Sun 2/10 kl. 19:30 10.sýn Sun 16/10 kl. 19:30 14.sýn Mið 26/10 kl. 19:30 18.sýn Fim 6/10 kl. 19:30 11.sýn Mið 19/10 kl. 19:30 15.sýn Sun 30/10 kl. 19:30 17.sýn Fös 7/10 kl. 19:30 12.sýn Fim 20/10 kl. 19:30 16.sýn Lau 15/10 kl. 19:30 13.sýn Lau 22/10 kl. 19:30 19.sýn Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur! Maður sem heitir Ove (Kassinn) Fim 29/9 kl. 19:30 6.sýn Fim 13/10 kl. 19:30 11.sýn Sun 23/10 kl. 19:30 16.sýn Lau 1/10 kl. 19:30 7.sýn Fös 14/10 kl. 19:30 12.sýn Fös 28/10 kl. 19:30 17.sýn Fös 7/10 kl. 19:30 8.sýn Sun 16/10 kl. 19:30 13.sýn Sun 30/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 8/10 kl. 19:30 9.sýn Fim 20/10 kl. 19:30 14.sýn Lau 5/11 kl. 19:30 19.sýn Sun 9/10 kl. 19:30 10.sýn Lau 22/10 kl. 19:30 15.sýn Sun 6/11 kl. 19:30 20.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Horft frá brúnni (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 19:30 Aðalæfing Sun 9/10 kl. 19:30 4.sýn Fös 28/10 kl. 19:30 8.sýn Fös 30/9 kl. 19:30 Frums Fim 13/10 kl. 19:30 5.sýn Sun 6/11 kl. 19:30 9.sýn Lau 1/10 kl. 19:30 2.sýn Fös 14/10 kl. 19:30 6.sýn Fim 10/11 kl. 19:30 10.sýn Lau 8/10 kl. 19:30 3.sýn Sun 23/10 kl. 19:30 7.sýn Eitt magnaðasta leikverk 20. aldarinnar Íslenski fíllinn (Brúðuloftið) Lau 1/10 kl. 13:00 Lau 8/10 kl. 13:00 Lau 15/10 kl. 13:00 Lau 1/10 kl. 15:00 Lau 8/10 kl. 15:00 Lau 15/10 kl. 15:00 Sun 2/10 kl. 13:00 Sun 9/10 kl. 13:00 Sun 2/10 kl. 15:00 Sun 9/10 kl. 15:00 Ævintýraför með forvitnum fílsunga - kemur þú með? Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 Mið 19/10 kl. 20:00 Fös 7/10 kl. 20:00 Fös 14/10 kl. 20:00 Fös 21/10 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Sun 2/10 kl. 21:00 Aðeins þessi eina sýning á árinu - hópurinn snýr aftur á nýju ári Lofthræddi örnin Örvar (Kúlan) Lau 8/10 kl. 15:00 Sun 16/10 kl. 15:00 Lau 15/10 kl. 15:00 Lau 22/10 kl. 15:00 Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki. Stertabenda (Kúlan) Lau 1/10 kl. 17:00 aukasýn Sun 2/10 kl. 19:30 aukasýn Meinfyndin og hárbeitt atlaga að íslenskri þjóðarsál

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.