Morgunblaðið - 29.09.2016, Side 80

Morgunblaðið - 29.09.2016, Side 80
80 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR SKODA • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Öll verkefni með Stefani eru draumaverkefni,“ segir Stefán Hall- ur Stefánsson leikari um nafna sinn Stefan Metz sem leikstýrir leikritinu Horft frá brúnni eftir Arthur Miller í þýðingu Sigurðar Pálssonar sem frumsýnt verður á Stóra sviði Þjóð- leikhússins annað kvöld kl. 19.30. Líkt og í fyrri uppfærslun Metz hannar Sean Mackaoui leikmynd og búninga, en að þessu sinni sækir hann sér innblástur í rökkurmyndir (e. film noir) eftirstríðsáranna. Horft frá brúnni, sem frumflutt var í New York árið 1955, fjallar um hafnarverkamanninn Eddie Car- bone og Beatrice eiginkonu hans sem gengið hafa Katrínu, systur- dóttur Beatrice, í foreldrastað. Fjöl- skyldan skýtur skjólshúsi yfir Ro- dolfo og Marco, tvo unga menn frá Sikiley sem eru ólöglegir innflytj- endur. Fljótlega verður Katrín ást- fangin af Rodolfo, sem endurgeldur tilfinningar hennar. Eddie hefur ávallt lagt sig fram um að vernda fósturdóttur sína og tekur þá af- drifaríku ákvörðun að skilja elskend- urna ungu að. Með hlutverk Eddie fer Hilmir Snær Guðnason, Beatrice leikur Harpa Arnardóttir, Katrínu túlkar Lára Jóhanna Jónsdóttir, Ro- dolfo leikur Snorri Engilbertsson og Marco túlkar Stefán Hallur Stef- ánsson. Auk þeirra leika í sýning- unni Arnar Jónsson, Baltasar Breki Samper, Hallgrímur Ólafsson og Baldur Trausti Hreinsson. Erfitt að breyta eðlinu „Ég á mér miklu fremur drauma- fólk að vinna með heldur en drauma- verk,“ segir Harpa Arnardóttir og bætir við: „Og hér erum við í draumagrúppu.“ Undir þetta tekur Stefán Hallur: „Í seinni tíð skipta verkin kannski minna máli, en meira máli skiptir samtalið sem á sér stað milli leikstjóra, leikhóps og verks- ins.“ Í samtali við Hörpu og Stefán Hall benda þau á að Metz og Mackaoui hafi valið að setja verkið upp í um- gjörð ritunartímans þar sem fólk af ítölskum uppruna býr og starfar í hafnarhverfum New York um miðja síðustu öld. Hvert finnst ykkur vera megininntak leikritsins? „Verkið fókúserar á tilraun mann- eskju til að takast á við óreiðuna innra með sér. Þannig kallast það sterklega á við grísku harmleikina,“ segir Harpa og bendir á að Alfieri, sem Arnar Jónsson túlkar, sé í hlut- verki gríska kórsins sem vari við at- burðum. „Tilfinningalíf manneskj- unnar, sálin og átökin breytast ekkert milli kynslóða og því talar þetta leikrit jafn sterkt til okkar í dag og fyrir rúmum sextíu árum þegar það var skrifað – með sama hætti og grísku harmleikirnir tala enn til okkar þótt liðin séu 2.500 ár síðan þeir voru samdir,“ segir Harpa og bendir á að þegar innra lífið taki yfir geti fólk upplifað það sem nátt- úruundur eða jafnvel náttúru- hamfarir. „Mannlegt eðli er mjög sterkt mótíf í þessu verki og eðli okkar breytist mjög lítið – þannig séð. Við erum alltaf að reyna að skilja það og í samhengi við lögin sem ríkja í sam- félagi okkar, bæði skráðu lögin og óskráðu,“ segir Stefán Hallur og heldur áfram: „Ólöglegu innflytj- endur verksins eru ólöglegir af því að lögin segja að þeir séu það. En þeir eru hluti af fjölskyldunni og tengjast öðrum persónum verksins blóðböndum. Leikritið býður upp á áhugaverða stúdíu í samspili laga samfélagsins og eðli manneskjunnar sem engin lög ná til. Vissulega mætti segja að einhvers konar siðferðislög nái til eðlis manneskjunnar, en á meðan við getum breytt lögum sam- félagsins er mun erfiðara að breyta eðlinu,“ segir Stefán Hallur og bend- ir á að líkt og í grísku harmleikj- unum skynji áhorfendur að Horft frá brúnni fljótt í hvað stefni. Allar tilfinningar réttmætar „Allar tilfinningar eru réttmætar en þegar þeim er ýtt ofan í kjallara og settur smekklás fyrir geta þær grasserað með þeim afleiðingum að allt springur í loft upp,“ segir Harpa þegar hún er spurð um viðbrögð Beatrice við ást eiginmanns hennar, Eddie, á annarri konu. „Getan til að tjá skynjun sína, tilfinningar og veruleika skapar heilbrigða ein- staklinga og þar með heilbrigt sam- félag,“ segir Harpa og tekur fram að þótt Eddie geri ljóta hluti sé engu að síður auðvelt að hafa samúð með honum sem tragískri hetju. „Í gegnum verkið skiljum við Eddie – en það þýðir ekki endilega að við samþykkjum hegðun hans. Við getum speglað okkur í vanda hans og vali, því öll höfum við, líkt og hann, staðið frammi fyrir því erfiða vali hvort við hyggjumst fylgja hjartanu eða huganum. Hann lendir í ógöng- um vegna þess hvernig hann velur að fylgja niðurbældum tilfinningum sínum eftir,“ segir Stefán Hallur og bendir á að Eddie fylgi vissulega skráðum lögum samfélagsins en brjóti hin óskráðu, sem sé dauða- synd í heimi verksins. Erum öll í sama liði „Ég kann vel við Beatrice,“ segir Harpa þegar hún er spurð um hlut- verk sitt. „Beatrice er sterk kona sem elskar manninn sinn og fóstur- dótturina. Hún reynir að spila úr þeim spilum sem hún fær á hendi,“ segir Harpa og bendir á að lykillinn að góðum leik sé að þykja vænt um fólk og hafa samkenndina að leiðar- ljósi. „Ég held að allir geti sett sig í spor Eddie, því við höfum öll svikið bæði okkur sjálf og aðrar manneskjur á einn eða annan hátt,“ segir Stefán Hallur. Spurður nánar um Marco segir Stefán Hallur að hann lifi svart/hvítu lífi. „Rétt er rétt og rangt er rangt, sem þýðir að það eru engin grá svæði í tilveru Marcos. Sem kall- ast mjög vel á við útlitsstílinn sem við erum að vinna með í sýningunni,“ segir Stefán Hallur, en eins og fyrr var getið sækja útlitshönnuðir sýn- ingarinnar innblástur sinn í rökk- urmyndirnar. „Við erum að vinna með nærmyndir á sviðinu án þess að nota myndavél,“ segir Stefán Hallur og bendir á að fyrir vikið sé sýningin mjög tæknilega krefjandi, enda sé hringsviðið mikið notað og flakkað hratt milli herbergja í leikmyndinni, auk þess sem samvinna leikara við tæknimenn leikhússins sé mjög mik- il í því að koma leikmunum inn og út af sviðinu án þess að það heyrist. „Allir þurfa að vera á tánum,“ segir Stefán Hallur. Í samtali við Ara Matthíasson þjóðleikhússtjóra fyrr í haust sagði hann alla leikara hússins sækjast eftir því að vinna með Stefan Metz. Hvers vegna er hann svona vinsæll? „Hann er fyrst og fremst yndisleg manneskja og listamaður,“ segir Stefán Hallur, sem unnið hefur tvær aðrar sýningar með Metz, þ.e. Eld- raunina og Fjalla-Eyvind og Höllu. „Stefan lítur svo á allir starfsmenn leikhússins sem að sýningunni koma séu í sama liði. Þótt vissulega séu mjög sterk leikstjórnareinkenni á sýningum hans eru allir með í rann- sóknarvinnunni og fá rödd í samtal- inu,“ segir Stefán Hallur. „Hann er kröfuharður og heiðar- legur, en samtímis mildur og af- skaplega gjafmildur og hlýr. Hann er mjög næmur fyrir starfi leikarans án þess að verða meðvirkur, því hann þorir alveg að segja það sem þarf að segja,“ segir Harpa. „Það er augljóst að honum þykir vænt um fólk sem leikstjóri á sama tíma og honum þykir mjög vænt um verkefni sín. Það er því alltaf mjög gaman í vinnunni undir hans stjórn,“ segir Stefán Hallur og bætir við: „Stefan býr yfir kröfuharðri mýkt. Þetta er lýðræðislegt einræði.“ Að lokum er ekki hægt að sleppa Hörpu og Stefáni Halli án þess að spyrja hvort þau séu farin að hlakka til frumsýningarinnar. „Við fáum áhorfendur í sal á rennsli kvöldsins [þriðjudag] í fyrsta sinn, sem verður mjög spennandi, því það kemur svo mikil orka með áhorfendum. Við erum því komin með fiðrildi í magann,“ segir Harpa. Skal fylgja hug eða hjarta?  Þjóðleikhúsið frumsýnir Horft frá brúnni eftir Arthur Miller í leikstjórn Stefans Metz annað kvöld Ljósmynd/Hörður Sveinsson Myrkur Hilmir Snær Guðnason, Harpa Arnardóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir og Snorri Engilbertsson í hlutverkum sínum í Horft frá brúnni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.