Morgunblaðið - 08.10.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.10.2016, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016 Veldu margverðlaunuð finnsk gæðadekk sem eru sérstaklega hönnuð fyrir krefjandi aðstæður norðlægra slóða ein öruggustu dekk sem völ er á ítrekað valin bestu dekkin í gæðakönnunum breitt úrval nagla-, vetrar- og heilsársdekkja eigum dekk fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla Skoðaðu dekkjaleitarvélina á MAX1.is MAX1 býður 20% afslátt af hágæða Nokian dekkjum og hluti söluágóða rennur til Krabbameinsfélagsins. SENDUM UM ALLT LAND Flutningur með Flytjanda 500 kr. hvert dekk Bíldshöfða 5a, Reykjavík Jafnaseli 6, Reykjavík Dalshrauni 5, Hafnarfirði (Knarrarvogi 2, Reykjavík Ath. ekki dekkjaþjónusta) Aðalnúmer: 515 7190 Opið: Virka daga kl. 8-17 Laugardaga: sjá MAX1.is Fáðu 20% afslátt af NOKIAN dekkjum og styrktu Bleiku slaufuna um leið VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Háskóli Íslands er mikilvægur hluti af samfélaginu og á að vera nálægt almenningi. Fólk leitar hér að svör- um og ráðgjöf um hin ýmsu mál og við fáum fjölda erinda frá almenn- ingi, sem við leggjum okkur fram um að svara. Þetta er mjög ánægjulegt. Sterk tengsl við almenning og at- vinnulíf eru þessari stofnun mikil- væg og við megum ekki vera í fíla- beinsturni,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Ís- lands. Það var 1. júlí á síðasta ári sem hann tók við embættinu en kosið er í það til fimm ára í senn. Starfið segir hann spennandi en mikilvæg- ast sé nú að tryggja skólanum aukn- ar fjárveitingar. Í samtölum við ráðamenn komi fram skilningur á slíku, en málið þoli ekki lengri bið og nú sé tími til kominn að stjórnvöld láti verkin tala. Ísland dregst aftur úr Mikilvægt er að fjárveitingar til háskólanna á Íslandi verði auknar verulega strax á næsta ári, enda er vísindastarf og þekkingarleit undir- staða hagsældar þjóða. Í dag er um 20 milljörðum króna varið til há- skólastarfs í landinu en opinber framlög á hvern háskólanema eru innan við helmingur þess sem gerist annars staðar á Norðurlöndum, seg- ir Jón Atli. Af fyrrgreindri fjárhæð fær Háskóli Íslands í dag um 12,9 milljarða króna frá ríkinu en til við- bótar aflar skólinn sértekna sem nema um 6 milljörðum króna, þar á meðal í gegnum alþjóðlega rann- sóknar- og samkeppnissjóði vegna krefjandi verkefna sem starfsfólk skólans sinnir í harðri samkeppni við bestu vísindamenn í heimi. Má í þessu samhengi nefna áskor- un til ráðamanna sem rektorar há- skólanna sjö á Íslandi birtu í Morgunblaðinu í vikunni þar sem lýst var þungum áhyggjum af mál- efnum háskóla landsins. Þannig sætu þeir eftir í aukningu framlaga til ým- issa mála sem ríkið ætlaði að setja fjármuni í. Þó sýndu úttektir OECD að íslenskir háskólar séu verulega undirfjármagnaðir. Óbreytt ástand sé því í raun enginn valkostur. „Sem betur fer beið orðspor há- skólastarfs á Íslandi ekki hnekki við hrunið þrátt fyrir mikinn niðurskurð í kjölfar þess,“ segir Jón Atli. „Veru- leikinn er hins vegar sá að háskólar erlendis, sem við erum í samkeppni við um starfsfólk, nemendur og rannsóknastyrki, hafa getað gefið í með hærri fjárveitingum á undan- förnum árum á meðan framlög til Háskóla Íslands standa í stað. Við höfum sofnað á verðinum hér á landi. Í nýlegri fjármálaáætlun ríkisstjórn- arinnar til næstu fimm ára er boðað að styrkja ýmsa innviði en háskól- arnir eru látnir sitja eftir. Að þetta gerist er dapurlegt því öflugt há- skólastarf, rannsóknir og vísindi, auka samkeppnishæfni þjóða og hag- sæld til framtíðar. Það er mikið í húfi. Við óbreytt ástand mun Ísland dragast aftur úr og missa aðdráttar- afl fyrir ungt fólk – einmitt það sem framtíð okkar byggist á.“ Fordæmalaus hallarekstur Í starfi HÍ segir rektor mikilvægt að efla almenna kennslu, þannig að kennarar geti sinnt nemendum sín- um betur. Í því sambandi sé mikil- vægt að fjölga kennurum og styrkja innviði skólastarfsins sem látið hafi undan í niðurskurði á næstliðnum ár- um. „Núna stefnir í 300 milljóna króna hallarekstur hjá HÍ á árinu, sem er fordæmalaust í rekstri skólans,“ seg- ir Jón Atli. „Samt sýnir reiknilíkan stjórnvalda, sem á að endurspegla raunkostnað við menntun háskóla- nema, að við erum enn 14% undir því sem var fyrir hrun. Það er kannski óraunhæft að fjárframlög til skólans verði aukin um helming þegar í stað til þess að ná Norðurlandameðtalinu. En það er nauðsynlegt að taka strax ákveðin skref í þá átt og aukning fjárveitinga um 1,5 milljarða króna á ári á allra næstu árum getur skipt sköpum.“ Faglegt starf stendur vel En þrátt fyrir að forsvarsmenn Háskóla Íslands kalli eftir auknum fjármunum stendur faglegt starf skólans býsna vel. Samkvæmt al- þjóðlegum matslista Times Higher Education World University Rank- ings var Háskóli Íslands í 222. sæti yfir 300 bestu háskóla heims árið 2015 og sá 13. besti á Norðurlöndum. „Þetta skiptir verulegu máli og stækkar í reynd íslenska mennta- kerfið. Skapar okkur sóknarfæri í al- þjóðlegu vísindasamstarfi og laðar að efnilega erlenda nemendur og vís- indamenn. Um leið opnar þetta nem- endum okkar leið inn í virta erlenda háskóla. Við getum ekki byggt á því einu að Íslendingar afli sér mennt- unar hér á landi. Að nemendur okkar fari til útlanda í nám er mikilvægt fyrir Ísland,“ segir Jón Atli. Hann bendir einnig á að sam- keppnin á matslistanum sé mjög hörð og að skólarnir sem séu á svip- uðum stað og HÍ á listanum bæti sig ár frá ári. Til að halda stöðu sinni þarf að bæta sig í matinu á hverju ári en til að það sé hægt þarf að bæta fjárhag skólans. Háskólafólk sé í umræðunni Vart líður sá dagur að vísinda- og fræðimenn við Háskóla Íslands séu ekki kallaðir til í fjölmiðlum vegna mála sem eru efst á baugi í þjóðfélag- inu á hverjum tíma. Jón Atli Bene- diktsson segir þetta innlegg mikil- vægt og það sé í raun samfélagsleg skylda háskólafólks. „Að háskólafólk taki virkan þátt í samfélagslegri umræðu er auðvitað undir hverjum og einum komið, en við hvetjum fólk til þess,“ segir Jón Atli. Talið berst í þessu efni að Magnúsi Tuma Guðmundssyni jarð- eðlisfræðingi sem fjölmiðlar kölluðu til þegar óróa varð vart í Kötlu fyrir nokkrum dögum. Raunar er það svo að jarðskorpan bærist vart án þess jarðvísindafólk Háskólans sé kallað til með útskýringar. „Vísindamenn eru auðvitað mis- vanir því að ræða um rannsóknir sín- ar eða hugðarefni við fjölmiðla, en Magnús Tumi gerir þetta ein- staklega vel. Svo þekkjum við líka að framganga í fjölmiðlum getur leitt af sér óvænta atburðarás,“ segir Jón Atli og kímir. Má þar vísa til þess að Guðni Th. Jóhannesson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, var, meðal annars eftir birtingu Pamana- skjalanna síðastliðið vor, ítrekað fenginn í sjónvarpsviðtöl til að út- skýra sögu og inntak forsetaembætt- isins. Á sama tíma var þjóðin að leita að nýjum þjóðhöfðingja og fram- haldið þekkja allir. Í nafni akademísks frelsis Innlegg háskólafólks í umræðuna getur verið umdeilt, eins og dæmin sýna. Fólk í fræðum og stjórnmálum lítur mál ólíkum augum og af því geta skapast málefnaleg átök. Nú síðast gagnrýndu nokkrir stjórn- málamenn staðreyndavakt sem nú fyrir alþingiskosningar er hluti af Vísindavef HÍ og þar sem settar eru fram tölulegar upplýsingar og gögn til að auðvelda almenningi að leggja rökstutt mat á pólitíska umræðu dagsins. Einstaka stjórnmálamenn hafa hins vegar talið að þetta geti orkað tvímælis. „Ég legg áherslu á að þarna tala sérfræðingar í eigin nafni og í krafti akademísks frelsis en ekki í nafni HÍ. Þetta gildir ekki aðeins um Vísindavefinn heldur um allar birtingar á vísindalegum vett- vangi. Það talar enginn beint í nafni skólans nema rektor og æðstu stofn- anir skólans.“ Háskólinn sé ekki fílabeinsturn  Sváfum á verðinum, segir rektor HÍ, sem vill stórauknar fjárveitingar til skólans  Mikið í húfi  Samstarf stækkar íslenska menntakerfið  Fræðimenn taki þátt í umræðu og séu í fjölmiðlum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Rektor Getum ekki byggt á því einu að Íslendingar afli sér menntunar hér á landi. Að nemendur fari til útlanda í nám er mikilvægt, segir Jón Atli. Jón Atli Benediktsson er fæddur árið 1960 og var prófessor í raf- magns- og tölvuverk- fræði við Verk- fræðideild Háskóla Íslands. Hann var að- stoðarrektor vísinda og kennslu ásamt prófessorsstarfinu á árunum 2009-2015 þegar hann tók við embætti rektors, starfi sem er umfangsmikið og annasamt. Það sést kannski best á því að við Háskóla Íslands, sem skip- að er í fimm fræðasvið, eru um 1.500 starfsmenn, 2.000 stundakennar og á 14. þúsund nemendur. Þar af eru um 1.150 erlendir stúdentar ýmist í skiptinámi eða í reglulegu námi. „Á hverjum mánudegi funda ég með forsetum fræðasviðanna og svo eru eftir atvikum fundir með deildarforsetum, kennurum, starfsfólki í stjórnsýslu, nemendum og öðrum. Með þessum samtölum og svo í gegn- um til dæmis tölvupóst og facebook er unnt að tengja fólk saman og miðla upplýsingum svo ég næ að fylgjast með mörgu,“ segir Jón Atli sem á næstu mánuðum ætlar að heimsækja hverja einustu deild háskólans og kynna sér starfsemina nánar þar. „Það er dugur í starfsfólkinu og ekki síður meðal nemenda. Vísinda- og rannsóknarstarfið blómstrar sem skilar samfélaginu miklu og skólanum tekjum. Í dag er stóra verkefnið að tryggja skólanum meiri fjárveitingar. Þar trúi ég að góð orð og skilningur stjórnmálamanna – sem hafa fjár- veitingavaldið – skili sér í verk,“ segir rektorinn. Blómstrandi starf og dugur í fólkinu REKTOR Í HÁSKÓLA MEÐ Á 14. ÞÚSUND NEMENDUR Aðalbygging Háskóli Íslands hefur forystuhlutverk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.