Morgunblaðið - 08.10.2016, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.10.2016, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016 ✝ Svala Björg-vinsdóttir var fædd að Úlfs- stöðum í Hálsasveit í Borgarfirði 26. júní 1930. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvols- velli, 27. september 2016. Foreldrar henn- ar voru Ragnhildur Jónsdóttir, f. 22. desember 1898, d. 12. september 1934, og Björg- vin Þórðarson, f. 31. mars 1908, d. 14. janúar 1945. Svala var elst þriggja systra. Systur hennar voru Guðrún Björgvinsdóttir (Didda), f. 10. september 1931, d. 29. nóvem- ber 1978, og Ragnhildur Björg- vinsdóttir (Lilla), f. 3. desember 1932, d. 27. maí 2007. Móðir Svölu dó frá systrunum barnungum þegar Svala var fjögurra ára, Didda þriggja og Lilla annað í fóstur, en Svala var áfram í nokkur ár hjá Guð- manni, afabróður sínum. Að- skilnaðurinn reyndist þeim systrum erfiður og talaði Svala um það sem sorgardaginn mikla. Árið 1943 fluttist Svala með Guðmanni, frænda sínum, og fjölskyldu að Jórvík í Flóa, Ár- nessýslu. Ábúendaskipti urðu í Jórvík árið 1949 og réð Svala sig þá til Sveins Böðvarssonar á Selfossi. Árið 1950 fór Svala sem kaupakona að Butru í Fljótshlíð. Á árunum 1952-1953 var hún vinnukona að Geldingalæk í Ár- nessýslu. Aftur fór Svala að Butru í Fljótshlíð árið 1954, fyrst sem vinnukona, en frá árinu 1956 var hún ráðskona hjá Böðvari Gíslasyni, f. 6. septem- ber 1921, ábúanda þar. Svala bjó upp frá því að Butru eða þar til hún missti heilsuna árið 2009 og fór á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilið Kirkjuhvol. Tengsl hennar við Butru voru áfram mjög sterk. Svala var ógift og barnlaus. Útförin fer fram frá Breiða- bólstaðarkirkju í Fljótshlíð, í dag, 8. október 2016, kl. 14. ára og Lilla á öðru ári. Helga Ei- ríksdóttir, vinnu- kona, tók þær syst- ur að sér fyrstu árin og bjuggu þær að Úlfsstöðum, en þegar Svala var sex ára flutti Helga með þær systur að Örnólfsdal til Guð- manns, afabróður þeirra. Þær bjuggu í einu herbergi, þar sem þær héldu til með allt sitt, sváfu og elduðu. Eldhússkápnum lýsti Svala á þann veg, að fremur stór trékassi var hafður á hliðinni, útbúin í hann hilla og hvít tjöld höfð fyrir. Minntist Svala þess að þær hafi átt eina kú, sem drapst og þá hafi verið keypt önnur. Svala sagðist ekki vita á hverju þær hefðu lifað, en fyrir- vinnan var engin. Þegar Svala var átta ára, Didda á sjöunda ári og Lilla á því sjötta fóru Didda Takk, elsku Svala, fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og með okkur, fyrir gjafirnar og nammið. Takk fyrir að koma oft inn að Butru og að við máttum koma í heimsókn til þín. Þú hjartans vina hnigin ert og hjálpar stirðnuð mund, því kærleiks vörmum kossi sért hér kysst á hinstu stund. Þú varst svo mild, svo göfug og góð, og gast oft dægur stytt, því langar okkur að lítið ljóð nú leggja á bólið þitt. Þú skildir okkur allra best og ungra kættir lund, þú samúð áttir manna mest að miðla hverja stund. Þú dæmdir barna brotin vægt með bestan kærleiks vott, þér, vina, treysta var svo hægt, þú vildir öllum gott. Á örmum þínum börnin barst, þá brosið lék um kinn, þú alltaf barn í anda varst, þó yrðir fullorðin. Þó grói leiði og gleymist tár þín geymist minning hlý. Æ, lifðu sæl um eilíf ár, Guðs náðar faðmi í. (Helga Pálsdóttir) Valur, Auður og Jens Eyvindur Ágústsbörn. Látin er móðursystir mín, hvunndagshetjan Svala. Síðustu árin urðum við hjónin og fjölskylda okkar þeirrar gæfu aðnjótandi, að eiga með henni margar góðar stundir. Við fest- um kaup á húsi á Hvolsvelli, sem við notum mikið í frístundum okkar. Það varð til þess að við gátum gefið Svölu meiri tíma og verið henni innan handar. Svala hlaut ekki langa skóla- göngu, en hún var vel lesin, ein- staklega minnug og fylgdist vel með. Hún var mjög samvisku- söm og nákvæm. Svala var hreinskiptin um menn og mál- efni, hafði ákveðnar skoðanir og góða kímnigáfu. Var gaman að ræða við hana um alls kyns mál- efni úr fortíð og nútíð eða leita í hennar viskubrunn. Svala naut þess alla tíð að vera í sveitinni og sinna þeim störfum, sem búskap fylgja. Hún ferðaðist ekki mikið út fyrir sveitina, til þess þurfti ærnar ástæður. Frá Butru er ægifagurt út- sýni og sést meðal annars vel til Vestmannaeyja á góðum degi. En til Eyja fór Svala aðeins einu sinni um ævina, þegar henni var boðið þangað í tilefni af sjötugs- afmælinu. Svala lét lítið fyrir sér fara á stórafmælum. Þegar líða fór að 85 ára afmælisdegi hennar spurðum við hana hvort hún vildi ekki gera sér dagamun af því tilefni. Hún taldi það nú al- gjöran óþarfa. Ráðin voru þá tekin af henni og henni haldin lítil kjötsúpuveisla utandyra hjá okkur á Hvolsvelli í fallegu veðri. Hún naut þess vel og hafði á orði að þetta væri í fyrsta sinn, sem haldið væri upp á afmæli hennar í hópi fjölskyldu og vina. Aldrei hafði hún fengið svona margar afmælisgjafir og þótti alveg nóg um. En hún var mjög þakklát og talaði oft um þennan dag. Sauðkindin var í miklu uppá- haldi hjá Svölu. Hún naut þess að taka þátt í sauðburðinum og finna lyktina af nýfæddum lömb- um. Þá var réttartíminn mikil hátíð hjá henni. Svala var mikill dýravinur og bar virðingu fyrir öllum skepnum. Að sama skapi báru dýrin virðingu fyrir henni. Böðvar býr enn að Butru, en ábúendur þar í dag eru Ágúst Jensson frá Teigi í Fljótshlíð og kona hans, Oddný Steina Vals- dóttir, ásamt þremur börnum. Ágúst og Oddný hafa alla tíð reynst Svölu einstaklega vel og börnin þeirra þrjú voru gullmol- ar Svölu. Þau voru henni sem barnabörn, sem hún naut að fylgjast með vaxa úr grasi. Svala naut þess að borða ís- lenskan mat, var ekki hrifin af breyttum mat eins og hún orðaði það. Það var gaman að bjóða henni í mat og var þá auðvitað alíslenskur matur hafður á borð- um, svo sem reykt hrossakjöt, lambakjöt með ýmsu móti, tað- reykt bjúgu og góður fiskur svo sem lax. Þá var þorramatur í al- gjöru uppáhaldi hjá henni. Á meðan heilsa Svölu leyfði hafði hún gaman af þessum sam- eiginlegu máltíðum okkar. Þeg- ar við sóttum hana á Kirkjuhvol kvaddi hún yfirleitt með þeim orðum að nú væri hún að fara út á lífið. Það reyndist Svölu mikil gæfa að ráða sig til Böðvars á Butru. Þar leið henni alla tíð vel. Við viljum þakka starfsfólki öllu á Kirkjuhvoli fyrir þá góðu umönnun og hlýju, sem Svala naut á meðan hún dvaldi þar. Blessuð sé minning einstakr- ar konu, sem skilur eftir sig tómarúm. Hennar er sárt sakn- að. Björg og Númi. Fráfall Svölu skilur eftir tóm á Butru, en hér á hún svo mörg gengin spor og unnin handtök. Svala var einstök í umgengni við dýr, natin og athugul og oft fyrst að sjá ef eitthvað fór aflaga. Svala var hreinlát, nýtin og fór vel með. Frásagnarmáti Svölu var ítarlegur og aðdragandi meginefnisins gat orðið nokkuð langur, enda var Svala með ein- dæmum nákvæm og minnug. Oft var umræðuefnið bernskuminn- ingar úr Borgarfirði. Fljótshlíð- in var Svölu kær, en Borgar- fjörðurinn átti alltaf sess í hjarta Svölu. Minningarnar voru marg- ar bjartar, en aðrar erfiðari. Svala ólst upp án móður frá fjög- urra ára aldri, en þegar Svala var átta ára voru systurnar að- skildar, það var Svölu þung- bært. Í Örnólfsdal var foli sem Svala reið berbakt og beislis- laust en lagði hendur fram á háls og makka og stýrði honum þann- ig. Minntist hún þess hests með mikilli hlýju. Þannig voru tengsl Svölu við dýr, nánari en hjá flestum enda var henni tamt að tala um dýrin sem vini sína. Þá var hún sem fimm ára að flytja heim heybandslest, ein síns liðs. Hrossin lentu í ófæru og reiðtygi slitnuðu. Þannig var hlutskiptið, vinna frá blautu barnsbeini. Svala lá aldrei á liði sínu en elja og seigla einkenndu vinnulagið. Dugnaður og staðfesta virtist Svölu í blóð borin en eflaust hafa örlögin, að alast upp án foreldra við kröpp kjör, einnig haft þar áhrif á. Hún var lágvaxin og hæglát í hreyfingum hin seinni ár. Aldrei kom þó annað til greina en að skila sínu, af þeirri samviskusemi sem henni var töm. Hún gaf sjálfri sér aldrei eftir, hlífði sér aldrei og vilja- styrkurinn sem þessi lágvaxna kona bjó yfir var einstakur. Hjálp frá öðrum átti hún ekki gott með að þiggja og fátt þótti henni verra en að láta hafa fyrir sér. Það átti því ekki við Svölu að vera bundin við hjólastól und- ir lokin. Góð og vönduð umönn- un sem Svala naut á Kirkjuhvoli gerði það hlutskipti léttbærara. Það var notalegt að koma til Svölu, hún var jafnan viðmóts- þýð og hæglát en gat þó haft af- gerandi skoðanir á mönnum og málefnum. Menn áttu ekkert endilega inni hjá henni Svölu enda konan fölskvalaus. Ein- lægni og heiðarleiki voru ein- kenni Svölu. Hún lifði sig inn í gleði barnanna og að manni fannst upplifði sorg dýranna eins og sína eigin. Hún hreifst með í gleði augnabliksins og hláturinn var einlægur. Svala tók ástfóstri við börnin á Butru og var þeim ávallt góð. Hún gat átt vont með svefn ef eitthvert barnanna var lasið. Ekki vildi hún heyra talað um krakkagrísi, blessuð börnin eða hjartaknús- arar fannst henni betur við hæfi. Hún átti alltaf gott í skúffunni á Butru og skápnum á Kirkju- hvoli. Aldrei var það skammar- strik framið á Butru að Svala tæki ekki málstað barnanna. Þakklæti og söknuður er efst í huga þegar við kveðjum þig, elsku Svala. Þú varst einstök manneskja og kenndir okkur margt. Ýmislegt um þrautseigju og þolinmæði og hvernig við metum það sem lífið færir okkur. Út fyrir landsteinana komst þú aldrei en reyndir á þinni ævi meira en margur heimshorna- flakkarinn. Hvíl í friði, hjartans vinkona. Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson á Butru. Fallinn er frá góður nágranni og vinur, Svala Björgvinsdóttir á Butru. Svala var í hartnær 60 ár fyrst vinnukona og síðar ráðs- kona hjá Böðvari Gíslasyni á Butru, næsta bæ við æskuheim- ili mitt í Fljótshlíð. Svala var einstaklega dugleg kona og áhugasöm um bæði búverkin og heimilisstörfin. Hún var mikill dýravinur og glögg á kindur og annan búfénað. Enda fór hún létt með að rekja ættartölu flestra kinda á Butru og það marga ættliði, bæði nöfn og númer. Svala sýndi ávallt mikla ráðdeild og nægjusemi og fór með alla hluti eins og hún ætti þá sjálf. Svala var góð vinkona móður minnar og mér er minn- isstætt hve mikill samgangur og vinátta var á milli bæjanna um áratuga skeið. Reglulega kom Svala í heimsókn til okkar í Teigi og oftast fótgangandi, stystu leið yfir djúpa keldu sumar sem vetur. Eftir því sem aldurinn færðist yfir ábúendur á Butru fækkaði búfénaði og Svala tók því nærri sér þegar hún þurfti að sjá á eft- ir öllum kúnum og eins þegar fénu fækkaði. Það var að vonum mikill happafengur á Butru árið 2003 þegar Böðvar bóndi sýndi þá miklu framsýni að leigja ungu pari, Ágústi Jenssyni og Odd- nýju Steinu Valsdóttur, jörðina, þó með áframhaldandi búsetu- rétti fyrir sig og Svölu í íbúðar- húsinu. Unga fólkið hefur af miklum dugnaði byggt nýtt fjár- hús, endurbyggt fjósið til nauta- eldis og byggt snoturt íbúðarhús við hlið þess sem fyrir er og auk þess brotið land og ræktað og nú er svo komið að stórbú er rekið á Butru. Allri þessari þróun hefur Svala fylgst með af brennandi áhuga og ekki spillti fyrir þegar börn fóru fæðast á Butru eftir yfir 70 ára hlé. Börnin þrjú á Butru hafa því fram til þessa verið svo heppin að eiga „þriðju ömmuna“ í Svölu. Þegar heils- unni hrakaði fékk Svala inni á dvalarheimilinu að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli en hélt þeim sið að koma aðra hverja helgi heim að Butru. Fyrst um sinn sá Böðvar um að sækja hana í sveitina en síðar tóku þau Oddný og Gústi það að sér. Ég vil að leiðarlokum þakka vináttu og tryggð og votta aðstandendum og vinum samúð. Guðbjörn Árnason. Svala Björgvinsdóttir Einhverju sinni varð mönn- um tíðrætt um náunga sem skrifaði svo leiðinlegar minn- ingargreinar að jafnvel þeir sem komnir voru með annan fótinn undir græna torfu veigr- uðu sér við því að drepast, af hreinræktuðum ótta við að maður þessi léti sig hafa það að stinga niður penna eftir hina hinstu skóflustungu. Og víst komust þeir nokkrir hjá því að mæta manninum með ljáinn, eða þeir þóttust allavega skilja tilvist sína með þeim hætti að um frestun væri að ræða. Þegar ég lít yfir spölinn sem ég hef farið síðustu ár þá er Arthur Morthens eða Túri, einsog við félagarnir kölluðum hann stundum, áberandi stoð á þeirri vegferð. En við gerðum það alltaf annað slagið að snæða saman í hádeginu. Hann er mér minnisstæð stoð fyrir þá staðreynd að hann hafði svo hlýja nánd og var stöðugt að fresta því að hverfa á braut fyrir fullt og allt. Hann veiktist um miðjan níunda áratug síð- ustu aldar og þurfti vegna erf- iðs sjúkdóms að ganga í gegn- um ótal raunir. Hann var stundum svo veikburða að maður efaðist stórlega um að hann lifði það af að klára for- réttinn. En Túri tórði og alltaf fengum við þennan glaðlega og yndislega hlátur; þetta óend- anlega hlýja viðmót og þessa dásamlegu kerskni. Hann var frumkvöðull og svo hreinn og heill í öllu sem hann sagði að hann heyrðist aldrei hallmæla nokkrum manni. Hann fór meira að segja afar fínt í sakir þegar menn töluðu illa um Framsóknarflokkinn. Hann var líklega einn mesti jafnaðar- maður sem ég hef kynnst, því hann sá ekki annað í stöðunni en jöfnuð til handa öllum. Og svo hjálpsamur, bóngóður og áhugasamur um vinnu vina sinna var hann, að hann lét sinn veikburða líkama þola margt ef það gat orðið til þess Arthur Morthens ✝ Arthur Mort-hens fæddist 27. janúar 1948. Hann lést 27. júlí 2016. Bálför Arthurs fór fram í Svend- borg í Danmörku 2. ágúst 2016 en útför hans var gerð frá Hallgrímskirkju 18. ágúst 2016. að létta öðrum líf- ið. Þær eru margar minningarnar sem upp í hugann koma, þó er ein öðrum sterkari. En þannig var því háttað í okkur ágæta hádegis- verðarklúbbi, að við fórum á mat- sölustað í Lækjar- götunni yfirleitt á hverjum föstudegi. Og það er akkúrat í tengslum við þennan stað sem minningin heldur mér með krumlu tilfinninganna. Því skömmu eftir andlát Túra, vor- um við mættir í hádegismat nokkrir af vinum hans, og fengum þá að vita að þessi öð- lingur hefði setið einn í föstu- dagshádegi við borðið okkar nokkrum dögum áður en hann dó. Nú er myndin af honum einum við langborðið svo sterk og svo sorgleg að ég verð að leyfa henni að lifa, því þetta er í raun og veru bara ein af þess- um fallegu minningum. Túri var á staðnum þótt hann mætti einn. Og í minningunni mun hann lifa þannig að hann verð- ur með okkur jafnvel þótt hann sé hættur að mæta. Með tár á hvarmi vin minn vil ég kveðja og vökva þannig minninganna fræ því honum tókst með gæsku mig að gleðja og gleymt ég aldrei þessum vini fæ. Með æðruleysi var hann hógvær hetja sem hélt á lofti speki almúgans, hann menn til góðra verka vildi hvetja og viskan bjó í öllum draumum hans. Er svífur hann að draumsins langa dróma hans dásamlega minning vakin er. Í mínum huga fagnar fjöldi blóma þeim fræjum sem hann skildi eftir hér. Blessuð sé minning Arthurs Morthens. Hann var einn af þeim mönnum sem hafa svo sterka nærveru og svo mikla persónutöfra að maður er ekki viss um að hann geti nokkurn tíma dáið. Og víst er það að hann óttaðist ekki dauðann. Hann lifði í æðruleysi og var svo sannur og yndislega ótta- laus að hann hræddist ekki einu sinni leiðinlegar minning- argreinar. Kristján Hreinsson, skáld. Davíð útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur útfararstjóri Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓHANNA FREYJA JÓNSDÓTTIR, fyrrverandi húsfreyja í Réttarholti, Skagafirði, lést á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 30. september. Útförin fer fram frá Flugumýrarkirkju 15. október klukkan 14. . Jón Gíslason, Auður Friðriksdóttir, Þrúður Aðalbjörg Gísladóttir, Eggert Sigurjónsson, Sigurður Gíslason, Sigrún Kjartansdóttir og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir og afi, FRIÐRIK KARLSSON, Bínó, verður jarðsunginn frá kapellunni í Hafnarfjarðarkirkjugarði mánudaginn 10. október klukkan 15. . Þór Bínó Friðriksson, Birgitta Sif Friðriksdóttir, Viktor Gabríel Friðriksson, Ingibjörg Þorvaldsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.