Morgunblaðið - 08.10.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.10.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Laxveiðinni er víðast hvar lokið og tölur komnar í hús eftir býsna sér- kennilegt veiðisumar, þar sem lax gekk afar snemma, mikið var af stórlaxi – og meira af laxi yfir 100 cm en í manna minnum, en smálaxa- göngur voru víðast hvar lélegar. Eins og hafði verið spáð eftir kulda- hretið í maí í fyrra, þegar sérfræð- ingar sögðust sjá að seiðagöngur hefðu farið illa. Enn er veitt í nokkr- um hafbeitarám, Rangánum og Af- fallinu, og má kalla kropp; vikan gaf til að mynda 213 laxa í Ytri-Rangá og 24 veiddust í Eystri. Rangárnar eru í fyrsta og þriðja sæti listans yfir gjöfulustu árnar í sumar – veiðin í Ytri er talsvert yfir meðaltali síðustu tíu ára sem er 6.860 laxar en í Eystri nokkuð undir meðaltali sem er um 4.500 laxar. Á milli Rangánna á listanum situr Miðfjarðará þar sem var frábær veiði í sumar, í kjölfar metveiðinnar í fyrra þegar fleiri fiskar voru færð- ir til bókar en nokkru sinni áður í á með náttúrulegan laxastofn. 4.338 laxar veiddust í Miðfirðinum á stangirnar tíu en meðalveiði síðasta áratugar í ánum fjórum á vatna- svæðinu er um 3.000 laxar. Veiðin í Blöndu, 2.386, var einnig nokkuð yf- ir meðaltali síðasta áratugar sem er um 2.200 laxar á sumri. Sumarveiðin í Þverá-Kjarrá var 1.902 laxar, en meðalveiði er tæp- lega 2.300 laxar á stangirnar 14; í Langá var 1.433 landað en meðal- veiðin er um 1.940 laxar. Fyrir norðan var veiðin í Aðaldal nokkuð yfir meðaltalinu, sem er um 1.070 laxar; í Víðidalsá veiddust 1.137, sem er rétt rúmlega meðalveiði og í nágrannaánni, Vatnsdasá, var 853 landað en meðalveiðin þar er tæp- lega 990. Eftir hina framúrskarandi byrjun á veiðisumrinu dró víðast hvar úr tökunni, enda kom í ljós að smálaxagöngurnar voru ekki lið- margar. Endar heildarveiði sumars- ins á landinu sjálfsagt einhvers staðar fyrir neðan meðaltalið. Óhemju gott í Laxá í Dölum En talandi um meðalveiði síðasta áratugar, þá er hún um 1.160 laxar í Laxá í Dölum. Í sumar var veiðin hins vegar með allra besta móti þar þegar 1.711 laxar voru færðir til bókar. Í nágrannaánni Haukadalsá veiddist einnig mjög vel, 1.056 laxar á stangirnar fimm, en meðalveiði síðustu tíu ára í ánni er 755 laxar. Haraldur Eiríksson, sölustjóri Hreggnasa, sem fer með sölu leyfa í Laxá, segir veiðina í þessum tveim- ur ám hafa verið undantekningu hvað vesturhluta landsins varðar. „Faxaflóasvæðið kom verst út af öllum svæðum landsins, allt frá Ell- iðaám og upp í Borgarfjörð var veiðin sýni verst,“ segir Haraldur. „Vonbrigðin hjá okkur í Hreggnasa voru Grímsá og Laxá í Kjós. Mér fannst samt vera meira af laxi í Kjósinni nú en 2012 og 2014 en skil- yrðin þar í þurrkinum voru þau verstu þau 23 sumur sem ég hef verið við ána. En það sem kom mér mest á óvart var þessi rosalega veiði í þess- um tveimur Dalaám, Haukadalsá og Laxá í Dölum. Þar var enginn skort- ur á smálaxi. Ég veit ekki hver ástæðan getur verið, hvort þessar ár fari betur með seiðin en aðrar, það er erfitt að segja. Eða hvort endurkoma laxa, sem ganga út að vori en snúa aftur, geti verið meiri enn annars staðar. Við tókum tals- vert af hreistursýnum í Laxá þegar leið á sumarið, áður en við slepptum löxunum, og það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr því. En þetta var óhemju gott sumar í Laxá. Þetta minnti á gamla tíma, ég gæti trúað því að sex til sjö hundruð stór- laxar hafi verið færðir til bókar. Það var svo mikið af stórum fiski í ánum í sumar.“ Djúp niðursveifla var í Laxá í Dölum á árunum 2011 til 2014 en síðustu tvö sumur hafa göngurnar heldur betur glæðst. „Það er engin maðkveiði lengur og strangir kvót- ar, það er einhver endurveiði, en það var einfaldlega gríðarlegt magn af laxi í ánni í sumar. Þessir laxar veiddust á 498 stangardögum,“ sem er mjög góð veiði á stöng. Oddatalan gott veiðiár „En þetta var eitt furðulegasta veiðisumar sem ég hef upplifað,“ segir Haraldur. Um miðjan júní var hann við veiðar í einn dag ásamt fé- lögum í Blöndu, og þegar þeir höfðu landað 38 löxum fóru þeir að tala um að svona gæti þetta ekki gengið langt inn í sumarið, laxinn hefði ein- faldlega gengið óvenju snemma, eins og kom í ljós þegar veiði hófst í hverri ánni á fætur annarri. Þeim þótti ekkert góðs viti að fá laxinn svona „rosalega snemma. Og þá var fiskurinn víða orðinn leginn! Manni krossbrá við að sjá margar mynd- irnar. Já, þetta var stórfurðulegt veiðisumar. Og eins og maður óttaðist klikk- uðu smálaxagöngurnar.“ Haraldur er hugsi yfir því hvern- ig tíðarfarið hefur haft áhrif á laxa- göngur undanfarin ár. „Annað hvert ár hefur verið kalt vor og við erum komin í þá stöðu að frá 2012 er oddatalan gott veiðiár en slétta tal- an vont ár. Við fáum frábær ár og léleg ár til skiptis, því við erum alltaf að fá tvo árganga í veiðina í einu. Nú í vor fóru þannig tveir árgangar til hafs. Þetta eru orðnar óþægilega miklar öfgar; það væri gott að hafa þetta í meðalveiði til að forðast of miklar væntingar eða vonbrigði.“ Fantaveiði og svaka fiskar Haustið er tími sjóbirtingsins og að sögn Gunnars J. Óskarssonar, formanns Stangaveiðifélags Kefla- víkur, sem er með nokkur rómuð veiðisvæði á helsta svæði stóra birt- ingsins í Skaftafellssýslum, hefur veiðin verið sérlega góð í haust. „Birtingsveiðin hefur verið flott á öllum svæðunum okkar, alls staðar mjög góð,“ segir hann og telur upp Grenlæk, Jónskvísl, Fossála og Geirlandsá. Uppselt var á öll svæðin og sjálfur hefur hann farið tvær ferðir í Geirlandið ásamt félögum og gengið vel: „Fyrst fengum við 35 og svo 42. Það var fantaveiði og svaka fiskar inn á milli, upp í 15 punda fleka! Og ég veit að á öðrum svæð- um, eins og í Edvatni, hefur líka verið flott veiði.“ Gunnar hefur fylgst með birt- ingnum um langt árabil og segir at- hyglisvert að þau sumur þegar lax- veiði er slök er birtingsveiðin venjulega með besta móti. „Og birt- ingurinn er ofboðslega feitur og fal- legur í ár, og margir stórir. Þá er mikið af stórum geldfiski.“ Morgunblaðið/Einar Falur Vænn Breskur veiðimaður með 80 cm lax í háfnum við Hrafnatóftir í Ytri- Rangá, aflahæstu á landsins. Veiðileyfasalar hafa áhyggjur af breska mark- aðinum, því krónan hefur styrkst um allt að 25 prósent gagnvart pundi. „Þetta var stórfurðu- legt veiðisumar“  Faxaflóasvæðið var verst  Mjög góð sjóbirtingsveiði Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Loka- tölur 2015 Loka- tölur 2014 Ytri-Rangá & Hólsá (20) 8.803 3.063 Miðfjarðará (10)* 6.028 1.694 Eystri-Rangá (18) 2.749 2.529 Blanda (14)* 4.829 1.931 Þverá - Kjarrá (14)* 2.364 1.195 Laxá í Dölum (6)* 1.578 216 Langá (12) * 2.616 595 Haffjarðará (6)* 1.660 821 Norðurá (15)* 2.886 924 Laxá í Aðaldal (18)* 1.201 849 Víðidalsá (8)* 1.626 692 Haukadalsá (5)* 670 184 Vatnsdalsá (6)* 1.297 765 Selá í Vopnafirði (6) 1.172 1.004 Hítará (6)* 1.238 480 Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is Staðan 5. október 2016 *Lokatölur 1.902* 8.935 4.338 3.219 2.386* 1.711 1.433 1.305* 1.297 1.207 1.137 1.056 853 844 779 Pantaðu sæti á netinu: www.dale.is eða hringdu í síma 555 7080 VILTU MEIRA SJÁLFSTRAUST LÍÐA BETUR HELGARNÁMSKEIÐ FYRIR UNGT FÓLK //DALE CARNEGIE FYRIR UNGT FÓLK // INNIFALIÐ: Handbók, Gullna reglubókin, bækurnar Vinsældir og áhrif og Lífsgleði njóttu eftir Dale Carnegie. Bæklingarnir Eldmóður, Mundu nöfn og Árangursrík tjáning. Útskriftarskírteini frá Dale Carnegie & Associates. Námskeiðið færir þér sterkari sjálfsmynd, hugrekki og meira sjálfstraust. Þú lærir að fylgja eigin sannfæringu, standa á þínu og setja þér skýr markmið sem skila betri árangri í námi og starfi. Jákvætt viðhorf og öruggari tjáning bætir samskipti þín við fjölskyldu og vini. // Námskeiðið verður haldið í Reykjavík dagana 21., 22. og 23. október frá kl. 9:00 til 17:00 og er ætlað ungu fólki á aldrinum 16 til 20 ára. • Nærð betri stjórn á eigin lífi • Verður jákvæðari • Átt auðveldara með að segja þína skoðun • Hefur meiri metnað í námi og vinnu • Færð skýrari framtíðarsýn • Átt auðveldara með að opna samræður og kynnast fólki • Minnkar sjálfsgagnrýni og stress • Líður betur þegar þú tjáir þig fyrir framan hóp af fólki // ÞINN ÁVINNINGUR AF NÁMSKEIÐINU: // Verð 99.000 kr. Dæmi um skóla sem meta Dale Carnegie námskeið til eininga í framhaldsskóla: Borgarholtsskóli, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Flensborgarskólinn, Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Sund, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Menntaskólinn í Kópavogi, Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn við Hamrahlíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.