Morgunblaðið - 08.10.2016, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016
VÖNDUÐ JEPPADEKK
FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR
DICK CEPEK dekkin eru amerísk gæðavara
og þekkt fyrir frábæra endingu, auk þess að
vera afar hljóðlát. DICK CEPEK dekkin fást
í þremur mismunandi útfærslum í stærðum
frá 29 til 44 tommu, og passa því undir
flestar gerðir jeppa og jepplinga.
NOKIAN er einn virtasti framleiðandi í heimi
á vetrardekkjum. Arctic Trucks hefur átt
gott samstarf við Nokian sem skilað hefur
frábærum árangri, enda koma hér saman
tveir sérfræðingar í vetrarakstri.
AT315 35 tommu dekkið er afrakstur
þessa samstarfs og í byrjun næsta árs er
væntanlegt á markað nýtt 44 tommu dekk
sem sérstaklega er hannað til aksturs við
afar erfiðar aðstæður að vetri til.
ÖLL ALMENN
DEKKJAÞJÓNUSTA
TÍMABÓKANIR
Í SÍMA 540 4900
EXPLORE WITHOUT LIMITS
®
ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF.
KLETTHÁLSI 3
110 REYKJAVÍK
SÍMI: 540 4900
NETFANG: info@arctictrucks.is
www.arctictrucks.comflóttafólk. „Þau hrópuðu hótanir
eins „við drepum ykkur“. Þau voru
drukkin. Við vorum svo hrædd,“
segir Sadia Azizi, hælisleitandi frá
Afganistan.
AFP
Flúðu stríð Sýrlenskar konur, Lana
og Farida, í Clausnitz í Saxlandi.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Juan Manuel Santos, forseti Kól-
umbíu, hlýtur friðarverðlaun Nóbels
í ár fyrir tilraunir sínar til að binda
enda á meira en 50 ára átök í land-
inu. Hann varð fyrir valinu þótt
friðarsamningi hans við skæruliða-
samtökin FARC hefði verið hafnað
mjög naumlega í þjóðaratkvæða-
greiðslu á sunnudaginn var.
Santos hafði verið talinn líklegur
til að hreppa friðarverðlaunin ásamt
leiðtoga FARC, Rodrigo Lonono,
þar til friðarsamningnum var hafnað
og margir töldu að niðurstaða
þjóðaratkvæðisins yrði til þess að
þeir ættu ekki möguleika á verð-
laununum. Ákvörðun nóbels-
verðlaunanefndarinnar kom því
flestum á óvart og nokkrir frétta-
skýrendur undruðust að skæruliða-
leiðtoginn skyldi ekki fá verðlaunin
ásamt forsetanum.
Kaci Kullmann Five, formaður
nefndarinnar, sagði að Santos hefði
verið valinn vegna staðfestu hans í
baráttunni fyrir friði í Kólumbíu.
Kullmann hvatti allar fylkingarnar í
stríðinu í Kólumbíu til að framlengja
vopnahléssamning sem fellur úr
gildi í lok mánaðarins. „Það er raun-
veruleg hætta á því að friðarumleit-
anirnar stöðvist og borgarastríðið
blossi upp að nýju,“ sagði hún.
Mjög nálægt friði
Santos sagði að Kólumbíumenn
væru „mjög, mjög nálægt“ því að
tryggja varanlegan frið í landinu og
friðarverðlaunin væru „mikil hvatn-
ing“ í þeirri baráttu. Hann kvaðst
tileinka verðlaunin fórnarlömbum
stríðsins. Að minnsta kosti 260.000
manns hafa látið lífið, auk þess sem
45.000 er saknað, og nær sjö millj-
ónir manna hafa þurft að flýja heim-
kynni sín vegna stríðsins frá því að
það hófst fyrir rúmlega 50 árum.
Santos er 65 ára, fæddist í Bógóta,
og er af auðugri fjölskyldu sem hef-
ur verið áhrifamikil í stjórnmálum
og fjölmiðlum landsins. Hann nam
hagfræði við London School of
Economics og starfaði sem blaða-
maður áður en hann haslaði sér völl í
stjórnmálunum. Hann var varnar-
málaráðherra á árunum 2006 til 2009
og stjórnaði þá mikilli sókn kólumb-
íska hersins gegn skæruliðum
FARC. Eftir að hann varð forseti ár-
ið 2010 söðlaði hann um og hóf
friðarviðræður sem stóðu í nær fjög-
ur ár.
Santos
hlýtur
Nóbelinn
Hvatt til friðar
í Kólumbíu
AFP
Heiðraður Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, verður sæmdur friðarverðlaunum Nóbels í Ósló 10. desember.
John Kerry,
utanríkis-
ráðherra Banda-
ríkjanna, sagði í
gær að hefja
þyrfti alþjóðlega
rannsókn á því
hvort Rússar og
sýrlensk stjórn-
völd hefðu gerst
sek um stríðs-
glæpi með árás-
um á óbreytta borgara í Sýrlandi.
Hann sagði árásirnar gerðar af
ásettu ráði til að valda skelfingu
meðal íbúa á svæðum sem eru á
valdi uppreisnarmanna.
STRÍÐIÐ Í SÝRLANDI
Vill rannsókn á
stríðsglæpum
John Kerry utan-
ríkisráðherra