Morgunblaðið - 08.10.2016, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.10.2016, Blaðsíða 43
hefur setið í stjórn knattspyrnu- deildar Fylkis frá 2010, situr í stjórn Félagsstofnunar stúdenta og var varaformaður stjórnar hjá Líf- eyrissjóði bankamanna 2008-2012. Hann hefur setið í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins frá 2009 og er nú formaður stjórnar sjóðsins. „Ég reyni að komast í laxveiði á hverju sumri en sl. sumar fórum við hjónin m.a. í Elliðaár og Grímsá. Annars eru helstu áhuga- mál tengd fjölskyldunni og sam- veru með henni. Við reynum að ferðast saman eins og við getum og í sumar fór fjölskyldan í skemmti- lega ferð til Englands, Ítalíu og Þýskalands þar sem við skoðuðum m.a. Stonehenge, vorum við Garda- vatnið í nokkra daga og heimsótt- um Feneyjar. Þá eyðum við vanalega nokkrum hluta sumarleyfis okkar í Þórshöfn í Færeyjum en konan mín er það- an. Það er hægt að ganga að því nokkurn vegin sem vísu að við séum í Færeyjum í kringum Ólafs- vökuna sem er haldin 28. og 29. júlí ár hvert. Eftirminnilegust er samt Ólafsvakan 2002 en það ár giftum við okkur daginn fyrir Ólafsvöku og tókum á móti fjölda vina og ætt- ingja frá Íslandi sem mættu í brúð- kaupið og á Ólafsvökuna og gerðu þá daga mjög eftirminnilega.“ Fjölskylda Eiginkona Atla er Elín Svarrer Wang, f. 16. 11. 1970, tannlæknir. Foreldrar hennar eru Zakarias Wang, f. 23.8. 1940, stjórnmála- fræðingur, rithöfundur og bókaút- gefandi í Þórshöfn í Færeyjum, og Margit Svarrer, f. 25.4. 1939, tann- læknir í Þórshöfn í Færeyjum. Börn Atla og Elínar eru 1) Elvar Wang Atlason, f. 18.11. 1998, nemi í MR; 2) Eva Margit Wang Atladótt- ir, f. 18.6. 2001, nemi í Árbæjar- skóla, og 3) Atli Wang Atlason, f. 10.9. 2011, nemi í leikskólanum Heiðarborg. Bræður Atla: Einar Atlason, f. 5.6. 1958, d. 28.6. 2015, blikk- smíðameistari í Reykjavík; Hall- grímur Atlason, f. 20.8. 1959, blikk- smíðameistari í Hafnarfirði, og Guðjón Atlason, f. 1.8. 1964, sér- fræðingur í flugvallaöryggismálum í Þýskalandi. Foreldrar Atla eru Atli Pálsson, f. 18.8. 1933, fyrrv. bifreiðastjóri og verslunarmaður, og Margrét S. Einarsdóttir, f. 22.5. 1939, fyrrv. forstöðumaður og sjúkraliði. Þau búa í Garðabæ. ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016 Hendrik Ottósson fæddist íReykjavík 8.10. 1897. For-eldrar hans voru Ottó N. Þorláksson, fyrsti forseti ASÍ og fyrsti formaður Alþýðuflokksins, og k.h., Caroline Emelía Rosa Siemsen húsfreyja. Kona Hendriks var Johanne Henny, sem lengi rak saumastofu í Reykjavík, dóttir Leo Lippmanns, kaupmanns í Berlín, af þýskum gyð- ingaættum. Hún var landflótta en þau gengu í hjónaband 1938. Hendrik ólst upp í litlu timburhúsi sem stendur á suðvesturhorni Vest- urgötu og Ægisgötu. Hann skrifaði vinsælar drengjabækur um stráka- pör og aðrar æskuminningar sínar frá þessum slóðum en ein þeirra heitir Gvendur Jóns og við hinir. Hendrik lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum, stundaði nám í málvísindum við Hafnarháskóla og las síðan lögfræði við HÍ 1920-25. Hann stofnaði málaskóla 1927 með Brynjólfi Bjarnasyni og starfrækti skólann í 16 ár, og var síðan frétta- maður við Ríkisútvarpið frá 1946. Hendrik var einn fyrsti boðberi marxisma hér á landi, stofnaði jafn- aðarmannafélag með föður sínum, fór með Brynjólfi Bjarnasyni til Sov- étríkjanna 1920, þar sem þeir sátu þing Komintern, fyrstir Íslendinga, var einn helsti stuðningsmaður Ólafs Friðrikssonar í „Hvíta stríðinu“ í nóvember 1921 og stofnaði Félag ungra kommúnista 1922, var fyrsti formaður þess og SUK. Hendrik var fjölgáfaður, vel máli farinn og ritfær. Bækur hans eru mikill skemmtilestur og hafsjór af fróðleik en meðal þeirra má nefna Frá Hlíðarhúsum til Bjarmalands; Vegamót og vopnagnýr, og Hvíta stríðið, auk bókanna um Gvend Jóns. Í Vegamótum og vopnagný kemur m.a. fram að Hendrik var einn helsti njósnari Breta og Banda- ríkjamanna hér á landi á stríðs- árunum. Hendrik var ljúfmenni og vinsæll. Um hann sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að hann hefði verið „maður falslaus og opinskár“. Hendrik lést 9.9. 1966. Merkir Íslendingar Hendrik J. Ottósson Laugardagur 85 ára Guðrún Ingimarsdóttir Guðrún R. Sigurðardóttir Ingigerður Dóra Þorkelsdóttir 80 ára Júlíus Magnússon Steinþór Ingvarsson 75 ára Ásta Magnúsdóttir Egill H. Tyrfingsson Fylkir Þórisson Guðmundur M. Guðmundsson Jóna Sigurbjörnsdóttir Ólafur Gíslason 70 ára Anna S. Árnadóttir Anna Þorbjörg Stefánsdóttir Ingunn Dagmar Þorleifsdóttir Jóna J. Kjerulf Leifur M. Jónsson Nikolai Titov Ragnheiður Sumarliðadóttir Sigríður Pálsdóttir 60 ára Erlendur Magnússon Gunnlaugur Emilsson Helga Aðalheiður Haraldsdóttir Helga Björk Bjarnadóttir Hildur Einarsdóttir Óli Þór Heiðarsson Sigurbjörn Hafsteinsson Stefán Guðlaugsson Sæunn Klemenzdóttir Sævar Fjölnir Egilsson Sævar Pálsson Tadeusz Slowinski 50 ára Atli Atlason Bjarney Vala Steingrímsdóttir Bragi Guðmundur Bragason Brynhildur K. Klemensdóttir Guðmundur Marinó Guðmundsson Hildur Agnarsdóttir Inga Jóna Kristinsdóttir Kristín Bjarnadóttir 40 ára Anna Dögg Jörgensdóttir Freyja Björk Kristinsdóttir Inga Dögg Ólafsdóttir Martin Stuart Kelly Rafal Piotr Pijanowski Valur Magnússon Yelena Sesselja Helgadóttir Yershova Þorsteinn Brynjar Björnsson 30 ára Andri Hallgrímsson Anna Guðrún Ragnarsdóttir Anna Ósk Sigurgeirsdóttir Árni Þór Theodórsson Dagný Theódórsdóttir Gunnar Theódór Hannesson Hákon Unnar Seljan Jóhannsson Hjálmar Melstað Jónsson Jónas Pálmar Björnsson Róbert Óskar Friðriksson Sverrir Karl Ellertsson Thelma Hrund Kristjánsdóttir Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack Þorsteinn Grétar Snorrason Þórir Hannesson Sunnudagur 90 ára Haraldur Sigurðsson 85 ára Sigurður Th. Ingvarsson Valgerður Á. Sigurðardóttir 75 ára Efinita Gaviola Malana Guðrún M. Guðjónsdóttir Hafsteinn Oddsson Hulda Sóley Petersen Ingibjörg Guðmundsdóttir Kristín Þórarinsdóttir Þórir Adolf Kristjánsson 70 ára Aðalsteinn Tryggvason Gísli Snorrason Hrafn Baldvins Hauksson Hrafnhildur Björnsdóttir Kristín Ingibjörg Jóhannsdóttir Lárus Rúnar Loftsson Marit Anny Einarsson Ólafur Víðir Björnsson Steingrímur Gröndal Þorbjörg Bernhard 60 ára Ásdís Jóhannsdóttir Elsa Jenny Halldórsdóttir Guðlaug Auðunsdóttir Hafsteinn Ingólfsson Halla Harðardóttir Hrafnhildur H. Þórisdóttir Jóna Margrét Baldursdóttir Leah Ann Mauzey Magnea Tryggvadóttir Ragnar Jóhannesson Ragnheiður Björg Björnsdóttir Sólveig Bjarnar Guðmundsdóttir Þórarinn Sigurbjörnsson Þórunn Helga Guðbjörnsdóttir 50 ára Agla Ástbjörnsdóttir Anna Sigrún Sigurðardóttir Auður Svanhvít Sigurðardóttir Bogi Guðmundur Árnason Einar Guttormsson Elzbieta Helena Mytkowska Georg Þór Pálsson Guðný Steina Pétursdóttir Hólmfríður Egilson Jón Briem Kristján Ben Eggertsson Salóme Halldórsdóttir Sigurður A. Kristmundsson 40 ára Áslaug Þ. Guðjónsdóttir Luther Inga Dóra Örlygsdóttir Jóhanna Guðrún Guðbjörnsdóttir Kári Gunnarsson Ragnheiður Kristín Pálsdóttir Sesselía Birgisdóttir Svanhildur Dóra Björgvinsdóttir Unnur Björk Áskelsdóttir Viðar Kristjánsson Þórey Selma Sverrisdóttir 30 ára Brynjar Þór Vigfússon Frímann Haukur Ómarsson Gylfi Aron Gylfason Ioana-Cristina Vaporidis Katrín Gunnarsdóttir Katrín Gunnarsdóttir Mantas Dausinas Margrét Fríða Sigurjónsdóttir Sigurjóna Hr. Sigurð- ardóttir Til hamingju með daginn Vertu viðbúinn vetrinum fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 22. október PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 17. október. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ Meðal efnis. Vetrarfatnaður • Skórfatnaður fyrir veturinn Bílinn tekin í gegn fyrir veturinn Flensuvarnir. • Ferðalög erlendis Íþróttaiðkun og útivist • Vetrarferðir innanlands • Bækur, spil og fl. • Snyrtivörur Námskeið og tómstundir • Leikhús, tónleikar og ýmisleg afþreying.• Skíðasvæðin hérlendis. Mataruppskriftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.