Morgunblaðið - 08.10.2016, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.10.2016, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016 ✝ Matthías Zóp-hanías Krist- inn Kristinsson fæddist á Ísafirði 24. júní 1946. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans 16. sept- ember 2016. Foreldar Matt- híasar voru hjónin Anna Sigríður Kristjánsdóttir, f. 11. september 1925 í Stapadal í Arnarfirði, d. 12. júní 2015, og Kristinn Jón Leví Jónsson, f. 29. september 1916 á Ísa- firði, d. 26. nóvember 2005. Anna og Kristinn bjuggu öll sín hjúskaparár að Sundstræti 31A á Ísafirði. Matthías var næstelstur af fimm systkinum. Eftirlifandi systkini eru Ragnhildur Guðný Kristinsdóttir Flyger, f. 8. des- Örn Helgason. Dóttir þeirra er Dagmey Björk Kristjáns- dóttir, f. 1996. 2) Guðný Matt- híasdóttir, f. 24. mars 1973, sambýlismaður hennar er Jak- ob Pálsson. Börn þeirra eru Páll Kristinn Jakobsson, f. 1998, Ólafur Sölvi Jakobsson, f. 2001, og Steinunn Rún Jak- obsdóttir, f. 2003. 3) Steinunn Matthíasdóttir, f. 2. febrúar 1976, eiginmaður hennar er Karl Ingi Karlsson. Börn þeirra eru Sunna Björk Karls- dóttir, f. 1996, Matthías Karl Karlsson, f. 1999, og Dagbjört María Karlsdóttir, f. 2008. 4) Gunnar Júl Matthíasson, f. 7. desember 1977. Matthías útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands 1972 og starfaði lengst af sem kennari og skólastjóri. Matthías var mikill hagyrðingur og gaf út tvær ljóðabækur. Skákin var hans stærsta áhugamál og tók hann þátt í ýmsum skákmótum á sínum yngri árum og setti m.a. upp fjölda skákþrauta fyrir Skákblaðið. Útför Matthías fór fram í kyrrþey að hans ósk. ember 1944, Sig- ríður Júlíana Kristinsdóttir, f. 10. júní 1948, Bjarney Krist- insdóttir Vatne, f. 2. febrúar 1951, og Guðmundur Kristján Krist- insson, f. 11. nóv- ember 1960. Matthías kvænt- ist Björk Gunn- arsdóttur 30. september 1972, f. 30. september 1952 í Bol- ungarvík. Foreldrar hennar eru hjónin Gunnar Júl Eg- ilsson, f. 4. mars 1933 í Bol- ungarvík, og María Ólafs- dóttir, f. 16. janúar 1932 í Bolungarvík. Börn Matthíasar og Bjarkar eru: 1) Dagrún Matthíasdóttir, f. 18. september 1971, eig- inmaður hennar er Kristján Það er hægt að nefna til ýmsa góða titla sem pabbi minn átti með sönnu en einn titillinn tel ég þó öðrum fremri og það er afi. Betri afa var ekki hægt að hugsa sér fyrir börnin sín og fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Það eru margar minningar sem rifj- ast upp þegar hugsað er um afa Matta, skondnar, skemmtilegar og fallegar minningar sem fá að lifa með okkur afkomendunum og ömmunni á Seljabrautinni. Pabbi var mikill húmoristi, gott ljóðskáld og hafði góða frá- sagnarhæfileika. Þess fengum við afkomendurnir að njóta og þær voru ófáar sögurnar sem voru sagðar þegar við systkinin vorum að alast upp og þær héldu áfram að spretta af vörum hans eftir að barnabörn- in komu í heiminn. En pabbi var líka þver og gaf ekki allt svo auðveldlega eftir en hann var réttsýnn og lét rök fylgja máli. Það kom stöku sinnum fyrir að manni tækist að koma með mótrök við settum reglum og á þau var hlustað og jafnvel gefið eftir. Ég held að honum hafi ekki þótt verra ef mótrökin voru brosleg. Þegar barnabörn- in komu til sögunnar tók afinn nýja hlutverkinu alvarlega og fengu afabörnin að snúa honum um hvern sinn fingur. Ein- hverju afabarninu tókst að grenja út kjól sem þar á eftir var kallaður grátkjóllinn, eitt barnabarnið heillaðist svo af stafnum hans afa að stafurinn var sagaður í rétta hæð fyrir barnið og svona mætti lengi telja. Pabbi var stoltur afi og þegar hann setti ljóðabókina sína Grýlukvæði í endurútgáfu var höfundur skráður „Afi Matti“, annað höfundarnafn þurfti ekki til. Pabbi var mikill skákmaður og verður mér alltaf hugsað til hans þegar tafl er annars vegar. Oft sat hann með segulskákborðið upp í rúmi áður en farið var að sofa eða las úr Skákblaðinu. Þeg- ar heilsunni fór að hraka tefldi hann mikið í tölvunni, alveg þar til veikindin urðu það slæm að sjúkrahúsdvölin tók við. Þeir sem þekktu pabba vita að hann fékk heldur betur að reyna á sig í veikindum en sterkari mann held ég samt að erfitt sé að finna. Hann var mikill keppnismaður og ég tel víst að það hafi hjálpað honum að takast á við mörg af sínum erfiðu verkefnum í veik- indunum, í honum bjó mikið bar- áttuþrek. En það skipti pabba ekki minna máli að hafa trausta og sterka eiginkonu sér við hlið. Mamma var honum alveg ómetanleg og ég veit að hann dáðist að þeim styrk sem hún sýndi í þeim áföllum sem þau gengu í gegnum. Það er erfitt að sætta sig við það tómarúm sem fráfall pabba skilur eftir sig en það er huggun að hann fékk þann frið sem hann var farinn að óska sér eftir erfið og langvinn veikindi. Það var mér dýrmætt að fá tækifæri til að ræða við pabba um lífið og dauðann, en fyrir hvoru tveggja bar hann virðingu. Eftir samtöl mín við pabba er ég sannfærð um að ekki sé ástæða til að óttast dauðann en lifa skal lífinu meðan maður hefur það. Pabbi var kennari og hann kenndi mér um lífið fram á seinasta dag. Ég vil enda þessi skrif á þakk- læti fyrir allt það sem pabbi minn hefur gefið mér og mínum, þakklæti fyrir endalausa um- hyggju fyrir fjölskyldunni. Guð blessi þig í litríka draumalandinu, elsku pabbi minn. Steinunn Matthíasdóttir. Hann Matthías Zóphanías Kristinn Kristinsson, eða afi Matti eins og við kölluðum hann alltaf, var mjög blíður, skemmti- legur og yfir allt algjörlega elskuleg manneskja sem mér þykir ótrúlega vænt um. Ég skrifa þessa setningu í nútíð því að jafnvel þótt hann sé búinn að kveðja okkur og okkar heim þyk- ir mér enn jafn vænt um hann núna og þegar hann var á lífi. Jafnvel þótt hann sé farinn mun hann alltaf vera hjá okkur sem þekktum hann, bæði í minning- unni sem og í anda. Ég man mjög vel eftir því þegar hann bjó á Tálknafirði þar sem hann vann sem skóla- stjóri, það gæti jafnvel verið að það sé ein af mínum fyrstu minningum þegar við fórum í heimsóknir til afa og ömmu þar sem þau bjuggu í skólastjóra- íbúðinni við hliðina á sundlaug- inni. Þar man ég vel eftir einu at- viki þegar ég var nokkurra ára gamall. En ég fór að hjólreið- astandi sem var fyrir framan húsið þeirra, settist fremst á hann og sagði að þetta væri lest og fékk síðan alla til þess að koma um borð og fór með þau í ýmis ævintýri í lestinni minni. Þetta lýsir kannski fjörugu ímyndunarafli lítils drengs en þar tel ég afa Matta hafa verið mikinn áhrifavald þar sem hann var svo fimur í að búa til æsispennandi og stórskemmti- leg ævintýri um okkur krakk- ana. Svo sagði hann frá þeim á svo frábæran hátt að maður sá sögurnar fyrir sér eins og mað- ur væri staddur í ævintýrunum sem hann sagði okkur. Afi elskaði tónlist eftir Elvis Presley. Það hafði eflaust áhrif á minn tónlistarsmekk og enn í dag finnst mér gaman að hlusta á lög eftir kónginn og fleiri lög frá sama tímabili. Einnig elskaði hann myndirnar með Olsen- genginu og tók þær flestallar upp á VHS-spólur og sendi okk- ur systkinunum ásamt ýmsu barnaefni. Ég man ljóslifandi eftir því þegar afi hringdi alltaf til okkar um jólin og þóttist vera jóla- sveinninn. Þegar ég var yngri ímyndaði ég mér alltaf röddina hans í hvert sinn sem ég hugsaði um jólasveininn og ég skildi ekki af hverju jólasveinarnir sem komu á jólaböllin okkar voru með svona skrækar raddir því jólasveinninn sem ég var vanur að tala við var frekar dimmradd- aður. Stærsta áhugamálið hans afa var skák. Hann var alltaf í essinu sínu þegar hann var að tefla enda var hann skákmeistari, átti heil- an skáp af skákbókum og spilaði skáktölvuleiki. Það var erfitt að sjá afa fara í gegnum öll þau veikindi sem hann þurfti að berjast við síð- astliðið ár. Oft óttaðist maður að hann kæmist ekki í gegnum erfiðustu tímana en hann kom okkur og læknunum margoft ánægjulega á óvart og náði ótrúlegum sigrum, það var ekki skrítið að þeir væru farnir að kalla hann kraftaverkamann- inn. Það tók mig tíma að meðtaka það að afi væri raunverulega lát- inn. En afi mun lifa áfram með okkur í gegnum allar þær góðu minningar sem við eigum af hon- um. Páll Kristinn Jakobsson. Afi Matti kenndi okkur barna- börnunum margt sem við mun- um koma til með að nota mikið í okkar lífi. Það sem kemur efst í huga þegar hugsað er til þeirra óteljandi lífsreglna sem hann kenndi okkur er að allir geta ræktað ímyndunaraflið vel. Minnist ég þess þegar afi var spurður hvað hann gerði þegar honum leiddist. Ekki var hann lengi að hugsa sig um og svaraði: „Mér leiðist aldrei, það er vegna þess að ég hef svo gott ímyndunarafl. Ég læt þá hugann reika og enda í einhverjum skemmtilegum ævintýrum.“ Þessi orð gleymast aldrei og munum við barnabörnin varð- veita þessi heilræði. Við eigum afa okkar margt að þakka. Hann var afar gjafmildur en fyrst og fremst gaf hann okkur mikla ást og umhyggju. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) F.h. barnabarnanna, Dagmey Björk Kristjánsdóttir. Nú er hann stóri bróðir farinn til mömmu, pabba og undan- genginna ættingja. Elsku Matti bróðir, þú kvadd- ir þennan heim föstudaginn 16. september eftir löng og erfið veikindi. Þín stoð og stytta í gegnum allt var Björk, kona þín, sem með mikilli ósérhlífni sinnti þér allt til enda. Nú sitjum við hér saman og yljum okkur við minningar um þig og liðna tíð en gerum okkur jafnframt grein fyrir því að aldr- ei mun verða mögulegt að koma orðum að öllu því sem forðum var. Við lékum mikið í fjörunni, sem þá var hinum megin við göt- una, því þá var ekki búið að fylla upp og byggja við sjóinn. Sullað var í sjónum og lífríkið skoðað, siglt í árabát um sundin og jafn- vel stofnað til ferjusiglinga. Þú strengdir dósasíma á milli húsa svo hægt væri að spjalla saman við nágrannakrakkana eftir úti- vistartíma. Fljótlega var það þó taflmennskan sem átti hug þinn allan og tefldir þú oft við sjálfan þig til að öðlast færni. Systkinin voru líka óspart notuð sem and- stæðingar og þegar sú næst- yngsta nennti ekki lengur var litla bróður, sem var innan við árs gamall, stillt upp við taflið sem mótherja. Þolinmæðin við stubbinn var mikil og þótt hann færði eitthvað rangt var það bara leiðrétt og leiðbeint um mann- ganginn á þann hátt að enn í dag er það fast í minni. Ekki er því að undra að þú varðst Vestfjarða- meistari í skák og talinn meðal efnilegustu manna í þeim leik. Þú áttir það til að vera stríð- inn með afbrigðum og margar sögur eru til af því, bæði skráðar af þér sjálfum og frásagnir ann- arra. Þú plataðir litlu systur í berjamó til að tína lambaspörð í stað krækiberja, sagðist hafa dottið í gegnum skráargatið þeg- ar upp komst um þig við að skríða inn um glugga í læstu her- bergi sem pabbi hafði verið að mála og margt fleira. Aðrir áttu einnig stríðni til og þegar þú keyptir trabbann sögðu gárungarnir á vörubílastöðinni hinum megin götu þér að hann myndi bráðna í sólinni af því hann væri úr plasti svo að þú sóttir teppi og breiddir yfir hann – kannski hefur það líka verið grínistinn í þér að stríða köllun- um. Þú hafðir sérstakt lag á að fá aðra til að hlusta og taka eftir og því ekki að undra að þú gerðist kennari og síðar skólastjóri. Not- aðir ýmis ráð svo sem töfra- brögð, spilagaldra og jafnvel slembilukkuna eins og að henda körfubolta aftur fyrir þig með annarri hendi og staf í hinni og hittir auðvitað í körfuna og fékkst þannig óskipta athygli nemenda. Þú varst alltaf að hugsa um aðra, hvort sem það voru menn eða dýr. Komst meðal annars með olíublautan og vængbrotinn svartfugl sem síðan var heima í tæpt ár í umsjá mömmu og sá taldi sig hluta af fjölskyldunni og vildi ekkert fara. Þú hringdir í mömmu á hverj- um degi fyrir svefninn og stund- um oftar, bara til að spjalla og spá og það veitti henni mikla gleði og öryggi að heyra frá þér, ekki síst þegar hennar brottfar- artími nálgaðist. Við kveðjum þig, bróðir, með miklum söknuði og kveðjunni hennar mömmu: „Guð og góðir vættir fylgi þér“ og sendum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur til Bjarkar, barna, tengdabarna og barnabarna. Ragnhildur, Sigríður, Bjarney og Guðmundur. Matthías Kristinsson Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19  210 Garðabær sími 842 0204  www.harpautfor.is Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MARÍAS HJÁLMAR BJÖRNSSON frá Felli í Árneshreppi, til heimilis að Eyrarflöt 6, Akranesi, lést á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, 2. október síðastliðinn. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 14. október klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, . Ragnar Elías Maríasson, Theodóra Gústafsdóttir, Guðmunda Maríasdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Vignir Smári Maríasson, María Páley Gestsdóttir, Einar Indriði Maríasson, Guðlaugur Ingi Maríass., Drífa Gústafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og afi, VIKTOR ÆGISSON húsgagnasmíðameistari, Hverafold 20, Reykjavík, lést sunnudaginn 2. október. Úförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 13. október klukkan 13. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins eða Krabbameinsfélagið. . Guðrún Baldursdóttir, Ægir Viktorsson, Sigríður Kjartansdóttir, Kristín Viktorsdóttir, Viktoría Unnur Viktorsdóttir, Ingimar Óskar Másson, Ægir Vigfússon og barnabörn. Föðurbróðir okkar, ÞORSTEINN KJARTANSSON, Brekkustíg 9, Reykjavík, sem lést föstudaginn 30. september, verður jarðsunginn frá Hjallakirkju í Kópavogi klukkan 13 miðvikudaginn 12. október. . Ingibjörg Guðmundsdóttir, Oddný Sif Guðmundsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Sandholti 19, Ólafsvík, andaðist á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík, miðvikudaginn 5. október. Hún verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 15. október klukkan 14. . Inga Jóhannesdóttir, Ágúst Sigurðsson, Bergsveinn Jóhannesson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Kristmann V. Jóhannesson, Svanborg Tryggvadóttir, ömmu- og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.