Morgunblaðið - 08.10.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.10.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016 Vinnan Boff vinnur á Íslensku húðflúrstofunni og þar er nóg að gera. Hér er hann að störfum. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þessir stafir eru satíra á gamla hefð-bundna íslenska galdra, en þeir erulíka háðsádeila á nútímalífið, þessvegna eru þarna galdrastafir sem eiga að færa fólki fleiri vini á feisbúkk, betra gengi á Tinder, hraðari nettengingu og fleiri læk á In- stagram, svo fátt eitt sé nefnt. Og þar sem kyn- líf er fyrirferðarmikill hluti af nútímalífi var óhjákvæmilegt að hafa Greddustaf og Gönd- ulstaf,“ segir Boff Konkerz, breskur húðflúrari sem búsettur er á Íslandi og er höfundur nýút- kominnar bókar, Icelandic magic for modern li- ving, eða Íslenskir galdrastafir fyrir nútímalíf. „Flestir íslenskir galdrar eru frá fornum tíma og tengjast því að tapa ekki kindunum sín- um, villast ekki í óveðri og öðru slíku sem við höfum takmarkaða þörf fyrir á tuttugustu og fyrstu öldinni. Mér fannst að einhver ætti að hanna nútíma galdrastafi, svo ég gerði það, mér til gamans,“ segir Boff sem tók þá fornu galdra- stafi sem honum fannst flottastir og braut þá upp, blandaði saman og bætti við, svo úr urðu nýir stafir. Ruglukollur fann stafina fyrir vestan Boff starfar á Íslensku húðflúrstofunni og segir að þar sé flúraður íslenskur galdrastafur á húð einhvers á hverjum einasta degi. „Helmingur viðskiptavina okkar eru er- lendir ferðamenn og þeir sækja mikið í að láta flúra á sig íslenska galdrastafi og rúnir. Okkur langaði að bjóða upp á fleiri valmöguleika en gömlu stafinu svo við höfum líka sýnt þeim nú- tímastafina og nokkrir hafa fengið sér slíka,“ segir Boff og bætir við að tilkoma nýju bókar- innar sé nokkuð skondin. „Hingað kom hún Sigrún, einn af eig- endum bókaforlagsins Lesstofunnar, til að láta mig flúra á sig galdrastafinn Vegvísi og hún rak augun í nýju galdrastafina sem við vorum með á lausum blöðum. Hún spurði hvort ég væri ekki til í að búa til fleiri slíka stafi svo hægt væri að gefa út bók með þeim, og ég sagði að sjálfsögðu já. Og nú er bókin komin út.“ Boff segist ekki óttast að yfir hann hvolfist ógæfa, þar sem hann sé að brjóta upp gömul galdratákn. „Reyndar sagði eldri manneskja að ég ætti ekki að rugla með stafina, því enn væri til fólk sem trúir á mátt þeirra. En galdrar inni- halda mikinn húmor og þeir eru til að leika sér með. Þetta er fyrst og fremst grín, og í mínum huga má gera grín að öllu.“ Bókin er á ensku enda er hún ætluð ferða- mönnum, en galdrastafirnir heita íslenskum nöfnum. „Okkur fannst það skipta máli til að tengja þetta við Ísland. Í innganginum segir að Ruglukollur hafi fundið þessa stafi á Vest- fjörðum í trékistu undir gólffjölum í kirkju sem ekki er til, því hún er úti á hafi. Bókin er full af svona kerskni, líka í leiðbeiningunum sem fylgja stöfunum um hvernig skuli nota þá. Þarna má meðal annars finna staf til að losna við spillta stjórnmálamenn, við reyndum semsagt að gera þetta líka áhugavert fyrir Íslendinga,“ segir Boff og hlær. Bjó með flúraðasta manni heims Boff hefur verið búsetur á Íslandi unanfar- ið eitt ár, en hann hefur komið við á Íslensku húðflúrstofunni undanfarin fjögur ár til að vinna, eða frá því hann hætti starfi sínu á húð- flúrstofu í London. „Ég hef ferðast um heiminn undanfarin ár og komið við í ólíkustu löndum og unnið við húð- flúrun tímabundið á hverjum stað, meðal ann- ars í Reykjavík. Ég og íslenska kærastan mín, sem líka er flúrari, Habba Nero, eða Hrafnhild- ur Inga Guðjónsdóttir, við fórum saman á þessu ári til Frakklands, Írlands og Englands til að vinna við húðflúr og við munum fara í sömu er- indagjörðum til Bandaríkjanna í lok október. En á næsta ári vil ég ferðast minna,“ segir Boff og bætir við að þrjár ástæður séu að baki því að hann kjósi að búa á Íslandi. „Vinnustað- urinn minn, Ís- lenska húðflúrstofan, er afar faglegur en frjálslegur vinnustaður. Ég ræð mínum vinnu- tíma og kann af- skaplega vel við samstarfs- fólk mitt, þau eru fagleg en ofursvöl á sama tíma, sem er í raun mjög ís- lensk blanda. Ég kann líka ein- staklega vel við Reykjavík, sem í mínum huga er bær frekar en borg. Mér finnst kostur hvað miðbærinn er lítill og allt af- slappað, ég get gengið til og frá vinnu, en í London tók það mig einn og hálfan tíma að fara að heiman til vinnu. Ég vil ekki búa í stórborg. Hér í Reykjavík sé ég til hafs og fjalla, loftið og vatnið er hreint og það er stutt í allt. Svo er íslenska kærastan mín auðvitað líka ástæða þess að ég flutti hing- að. Núna störfum við bæði á Íslensku húðflúr- stofunni og það er frábært.“ Boff ólst upp í litlum bæ á Englandi þar sem var engin húðflúrstofa. „Þegar ég var ung- lingur var ekkert internet og því gat ég ekki skoðað húðflúr á netinu. Og enginn í minni fjöl- skyldu var með húðflúr, mamma vildi ekki leyfa pabba að fá sér slíkt þó hann hafi langað til þess. Þá sjaldan ég sá húðflúr þá var ég alveg heill- aður. Ef ég fór í sund eða á strönd og sá ein- hvern með húðflúr, sem var mjög sjaldgæft þá, sérstaklega ef einhver var nánast allur flúraður, þá stóð ég bókstaflega á öndinni, það var svo rosalega framandi. Ég var nánast með húðflúrs- þráhyggju, ég var uppreisnargjarn og ákveðinn í að þegar ég hefði aldur til þá fengi ég mér húð- flúr.“ Boff fór snemma að hanna sín eigin húð- flúr, og þannig var það með hans fyrsta húðflúr, sem hann fékk sér þegar hann var 18 ára. „Á árunum milli tvítugs og þrítugs fór öll mín orka í tónlist, því ég spilaði í hljómsveit. En meðfram því hélt ég áfram að teikna eigin húð- flúr. Upp úr þrítugu leystist hljómsveitin upp og þá sneri ég mér alfarið að húðflúrinu. Strax í byrjun lærði ég vélarfríu aðferðina, (handpok- ing technique), og hef haldið mig við hana síð- an,“ segir Boff sem deildi húsi með frægum húðflúrara, Lucky Diamond Rich, þegar hann bjó í London. „Allur líkami hans er algerlega þakinn húð- flúrum og hann er í heimsmetabók Gunnes, sem flúraðasti maður heims. Fyrsta húðflúrið sem ég gerði á annan mann, var á hann. Hann átti auðvitað ekki óflúraðan blett til, svo ég gerði það yfir annað húðflúr sem var fyrir.“ Boff segist stundum fara til Englands til að bæta á sig flúrum, en hann er að vinna að því sem kallað er „full body“. „Þetta er langtímaverkefni og sennilega klára ég á næstu tveimur árum. Ég vil ekki flúra mig eftir fimmtugt,“ segir Boff og hlær. Kærustupar Boff og Habba saman að flúra. Viltu auka vinsældir þínar í Tinderheimum? Á Íslensku húðflúrstofunni er flúraður íslenskur galdrastafur á húð einhvers á hverjum einasta degi. Húðflúrarinn Boff Konkerz vildi bæta við úrvalið og hannaði nýja galdrastafi sem hæfa nútímafólki sem m.a sækist eftir betra gengi í netheimum. Morgunblaðið/Ófeigur Kór eldri félaga Karlakórs Reykjavík- ur var stofnaður á vordögum 1965, en þá boðaði stjórn kórsins til fundar þar sem Sigurður Þórðarson, fyrsti stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur, hvatti mjög til þess að stofnað yrði félag eldri félaga, því nauðsynlegt væri að hnýta öll bönd kórfélaga saman. Var það gert og hefur kórinn farið í fjölmargar söngferðir, t.d. til Gautaborgar í Svíþjóð, um Suður- land, til Stykkishólms, Skagafjarðar, Búðardals, Hólmavíkur og Ísafjarðar. Í tilefni 50 ára afmælisins voru tón- leikar s.l. haust í Guðríðarkirkju. Til að enda afmælisárið heldur kórinn tónleika á morgun, sunnudag 9. okt., í Hveragerðiskirkju kl. 14 og Þorláks- kirkju kl. 17. Til gamans má geta þess að fjórir meðlimir kórsins koma til tónleikanna úr sveitunum á Suður- landinu, úr Biskupstungum, frá Laug- arvatni, úr Þingvallasveit og frá Sel- fossi. Eldri félagar í Karlakór Reykjavíkur með tvenna tónleika Syngja í Hveragerði og í Þorlákshöfn Morgunblaðið/Kristinn Söngur Friðrik stjórnar köppunum. Eyvindur Erlendsson ætlar að flytja ljóð Steins Steinars í Breiðholtskirkju á morgun sunnudag kl. 20. Eyvindur kann ljóð Steins spjaldanna á milli. Hann hefur samt lagt nótt við dag að undirbúa sig sem best. Það verður skemmtilegt og fróðlegt að vita hvaða tökum hann tekur þetta krefjandi við- fangsefni. Það fer vel á því að Eyvind- ur flytji hárbeittan texta Steins Stein- ars í Breiðholtskirkju því hann átti mörg handtök við byggingu þessa hógláta Guðshúss á sínum tíma. Á myndinni er Eyvindur með Erni bróður sínum, sem var yfirsmiður við bygg- ingu kirkjunnar. Nú koma þeir aftur saman á þennan stað og hafa snúið hlutverkum sínum við: Eyvindur í hlut- verki hins aldna grand maestros en Örn í hlutverki handlangarans. Gaman verður í Breiðholtskirkju á morgun sunnudag Bræður Örn og Eyvindur Erlendssynir á góðri stund í Tungnaréttum. Eyvindur kann ljóð Steins utanbókar Láttu flúra þennan galdrastaf á rassinn á þér. Notaðu mynd af húðflúrinu sem þína aðalmynd á Tinder. Fjarlægðu sjálfsvirðinguna með ryðguðu skóhorni. Gerðu minni kröfur. Til hamingju, nú ertu vin- sæll. (Þýtt úr ensku úr bókinni) Bókin Boff stoltur með bókina. Greddustafur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.