Morgunblaðið - 08.10.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.10.2016, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016 Rigningin er góð Það er ekkert að veðrinu, það er bara misjafnlega gott. Aðaltriðið er að klæða sig eftir aðstæðum hverju sinni og þá skiptir tískan engu máli. Eggert Myndin af handtaki Ronald Reagan Banda- ríkjaforseta og Mikhail Gorbachev, aðalritara sovéska komm- únistaflokksins, á tröpp- um Höfða er greypt í huga margra Íslend- inga, þótt heil 30 ár séu nú liðin frá sögulegum fundi þeirra í Reykja- vík. Til fundarins var boðað með aðeins 11 daga fyrirvara, sem þó dugði starfs- fólki borgarinnar og stjórnsýslunnar til að undirbúa og halda stórveldafund með glæsibrag! Skyndilega beindist kastljós alþjóðafjölmiðla að eyjunni í norðri og hingað flykktust blaðamenn í tuga- eða hundruðatali. Íslensk stjórnvöld sinntu gestgjafa- hlutverkinu af stakri prýði og þjóðin fylgdist stolt með diplómatískum dansi frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta Íslands við valdamestu menn veraldar. Markmið gestanna voru há- leit, því stefna skyldi að markvissri fækkun kjarnavopna í útbólgnum vopnabúrum stórveldanna og leggja grunn að þíðu í samskiptum ríkjanna eftir hart kuldakast í köldu stríði. Samtal leiðtoganna kveikti von í brjósti heimsbyggðarinar, en þegar dyrnar á Höfða lukust upp að fundi loknum urðu margir fyrir vonbrigðum. Hvorki samningar né yfirlýsingar voru und- irritaðar og Reagan og Gorbachev virtust daprir yfir niðurstöð- unni. Fljótlega kom þó í ljós að í Höfða sáðu þeir fræjum, sem urðu til þess að kalda stríðinu lauk um fimmtán árum síðar. Þannig hafði Höfðafundurinn áhrif á veraldarsög- una og í dag minnumst við þessara at- burða í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Þar býðst gestum að hlýða á umræð- ur og ávörp frú Vigdísar Finn- bogadóttur og Ban Ki-moon, aðal- framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, á meðan húsrúm leyfir. Snemma á áttunda áratugnum versnuðu samskipti austurs og vest- urs til muna. Sovéski herinn var enn í Afganistan, engar afvopnunarvið- ræður áttu sér stað og mikil spenna myndaðist eftir að flugher Sovétríkj- anna grandaði kóreskri farþegaþotu, sem hann sakaði um njósnir. Sam- skiptin bötnuðu mikið þegar Gorbac- hev komst til valda árið 1985 og strax sama ár hittust leiðtogar stórveldanna til viðræðna í Genf. Fundurinn var sannarlega ágætisbyrjun, en hitt var ljóst að meira þurfti til og með leið- togafundinum í Höfða var ætlunin að blása lífi í afvopnunarviðræður á ný. Ýmsum kom á óvart að fundinum væri fundinn staður á Íslandi. Síðar kom í ljós að valið stóð á milli Reykja- víkur og Lundúna, en að tillögu Gor- bachev hefði Reykjavík orðið ofan á. Ástæðan var ekki síst sú, að Ísland er landfræðilega miðja vegu á milli Bandaríkjanna og Rússlands – mitt á milli Moskvu og Washington – og var því ásættanlegur kostur á þessum spennutímum. Skoðanir um ágæti Höfðafundarins voru í upphafi mjög skiptar. Richard Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagði til dæmis að enginn leiðtoga- fundur frá Yalta-fundinum hefði ógnað vestrænum hagsmunum eins mikið og þessir tveir dagar í Reykjavík. Aðrir, þeirra á meðal George Shultz, þáver- andi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sögðu fundinn þann merkasta sem leiðtogar stórveldanna hefðu átt! Sjálfur telur Gorbachev fundinn hafa verið vendipunkt í samskiptum aust- urs og vesturs. Í dag er fullyrt að hann hafi stuðlað að endalokum kalda stríðsins. Hann hafði sannarlega áhrif á afvopn- unarviðræður og átti sinn þátt í því að INF-samningurinn um meðaldrægar eldflaugar var gerður, samkomulag náðist um START II og bann við til- raunum með kjarnavopn. Þá fékk hreyfingin um útrýmingu kjarnavopna byr undir báða vængi. Það er ekki að ósekju að þetta er rifjað upp á þrjátíu ára afmælinu, nú þegar talsverð spenna er aftur komin í samskipti Rússlands og Vesturlanda. Raunar má spyrja sig að því, hvort leiðtogafundurinn í Höfða og arfleifð hans geti nýst til að vinna úr þeim ágreiningi sem nú blasir við. Hvort við getum dregið lærdóm af Höfðafund- inum sem gagnast við að leysa alþjóð- legar deilur í dag? Að minnsta kosti sýndi hann okkur mikilvægi þess að þjóðarleiðtogar ræði ágreiningsefnin og leiti diplómatískra lausna. Loki ekki á samskipti sín á milli heldur reyni að skapa traust og draga úr spennu. Það kann að vera erfitt, en sannir leiðtogar stækka við slíkt en minnka ekki. Með vissri einföldun má segja að með Höfðafundinum hafi Ísland slitið barnsskónum í alþjóðlegu tilliti. Það var ekki átakslaust enda þurfti að leysa mörg vandamál á stuttum tíma, bæði tæknileg og praktísk. Það var til dæmis ekki auðvelt að finna húsnæði fyrir alla gesti og útvega nauðsynlegan tækjabúnað. Mikill fjöldi erlendra blaða- og fréttamanna kom til lands- ins, en þar sem fundurinn var lokaður nýttu þeir tímann til að fylgjast með ferðum Raisu Gorbachev og fjalla um land og þjóð; fegurðardrottninguna Hólmfríði Karlsdóttur, kraftakarlinn Jón Pál Sigmarsson og reglulegar sundferðir Steingríms Hermannsson- ar forsætisráðherra, sem bauð frétta- mönnum með sér í heita pottinn! Leiðtogafundurinn í Höfða kom Ís- landi á kortið. Við urðum betur með- vituð um hlutverk okkar og skyldur í alþjóðasamfélaginu og þótt við höfum vissulega vakið alþjóðlega athygli síð- an – bæði fyrir góða hluti og neikvæða – þá var fundurinn alveg einstakur. Mitt á milli Moskvu og Washington Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur » ...í Höfða sáðu þeir fræjum, sem urðu til þess að kalda stríðinu lauk um fimmtán árum síðar. Lilja Alfreðsdóttir Höfundur er utanríkisráðherra. Í upphafi aprílmán- aðar tók Íslandspóstur upp breytt fyr- irkomulag varðandi póstdreifingu í dreif- býli og 34 minni byggðakjörnum, sem felst í því að útburð- ardögum hefur verið fækkað úr fimm á viku, í annan hvern virkan dag. Sem sagt tvo daga og þrjá daga vikulega á víxl. Nú er saga póstburðar á Íslandi mæld í árhundruðum. Sagan er sam- ofin búsetu- og atvinnuþróun þjóð- arinnar. Góð póstþjónusta hefur á hverjum tíma þótt bæði sjálfsögð og nauðsynleg. Margs konar breytingar hafa verið gerðar á þjónustunni gegnum tíðina í takt við breytingar á samfélaginu. Of langt mál er að telja það upp hér. Raunar var síðasta breyting á póstþjón- ustu sú að fjölgað var dreifingardögum úr þremur í fimm daga árið 2002. Íbúar dreif- býlis nota póstinn jöfn- um höndum sem blað- bera og flutningsaðila á aðföngum til heimilis og fyrirtækjareksturs. Notkun á póstverslun hvers konar eykst jafnt og þétt og góð þjón- usta Íslandspósts á pakkadreifingu gerir íbúum dreif- býlis kleift að fá innlenda pakka- sendingu heim daginn eftir pöntun. Það er þungamiðja í póstþjónustu í dreifbýli að eiga möguleika á jafn- skilvirku og -traustu flutningskerfi og Íslandspóstur hefur boðið. Það er næsta óraunverulegt að tíðni póst- ferða sé núna annan hvern virkan dag í dreifbýli. Sem sagt lakari þjón- usta en verið hefur í áratugi. Að ekki sé talað um þegar frídagar lenda á póstdögum en þá verður póstur allt að sex daga gamall þegar hann loks berst viðtakanda þó að á einhverjum svæðum sé reynt að dreifa næsta virkan dag, lendi póstdagur á frídegi. Íslandspóstur hefur burð- arhlutverk í póstdreifingu í landinu. Fyrirtækið er í samkeppni og það er staðreynd að bréfasendingar hafa og munu að öllu óbreyttu halda áfram að dragast saman. Bætt aðgengi og aukin notkun rafrænna samskipta breytir myndinni líka verulega. Ný fyrirtæki í póstdreifingu hafa haslað sér völl í fjölmennasta þéttbýli lands- ins. Raunar er það svo að dreifing- ardagar Íslandspósts í mörgum hverfum þéttbýlisins eru sambæri- legir og nú er raunin í dreifbýli. En íbúar þar verða mun minna varir við það sökum daglegrar dreifingar á dagblöðum og annarrar dreifingar. Til viðbótar er yfirleitt ekki langt á pósthús í þéttbýli, sé von á sendingu. Sú þjónustuskerðing sem orðin er í dreifbýli er ekki ásættanleg. Leita verður leiða til að bregðast við. Innanríkisráðuneytið hefur lagt fram til kynningar drög að nýrri heildarlöggjöf um póstþjónustu. Þar er horft til þess valkosts að virkja krafta samkeppni en tryggja jafn- framt lágmarksþjónustu. Póstdreif- ing á samleið með öðrum rekstri. Yf- irvöld póstmála eiga að móta sem fyrst útboðsleið vegna póstdreif- ingar, þá sérstaklega gagnvart svæð- um þar sem Íslandspóstur hefur dregið úr þjónustu sinni og fullyrt er að ríkið þurfi að styrkja eftir að einkaréttur á póstþjónustu verður afnuminn. Það er allt eins líklegt að póstþjónusta geti aukið hagkvæmni margs konar rekstrar sem í dag er jafnvel á vegum sveitarfélaga eða annarra aðila sem þjónusta dreifðar byggðir. Mörg fyrirtæki eru nú þeg- ar í vöruflutningum og -dreifingu um landið. Á þessi rekstur ekki samleið með þeim? Markmiðið verði að fjölga aftur dreifingardögum. Slíkt þarf að útfæra fyrir einstök svæði þar sem aðstæður eru mismunandi. Horft verði til þess að Íslandspóstur sinni áfram daglegri flokkun og flutn- ingum á milli landshluta þar sem ný- ir aðilar kunna að taka að sér póst- dreifingu. Póstdreifing er á tímamótum. Mikilvægt er að bregðast við og gera úrbætur sem eru í takt við breytta tíma og þarfir okkar sem búum í dreifðum byggðum landsins. Hægt er að bregðast við þeirri afturför sem nú er orðin raunin. Tækifærin til að gera betur eru til staðar og að- kallandi að virkja þau. Póstur á tímamótum Eftir Harald Benediktsson » Póstdreifing er á tímamótum. Mik- ilvægt er að bregðast við og gera úrbætur sem eru í takt við breytta tíma. Höfundur er alþingismaður NV- kjördæmis og skipar 1. sæti lista Sjálfstæðisflokksins. Haraldur Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.