Morgunblaðið - 08.10.2016, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.10.2016, Blaðsíða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016 » Tvær sýningar voru opnaðar í ListasafniReykjavíkur, Hafnarhúsi, í gærkvöldi, þ.e. Yoko Ono: Ein saga enn... og Erró: Stríð og frið- ur. Við það sama tækifæri veitti Ólöf Kristín Sig- urðardóttir safnstjóri Hildigunni Birgisdóttur viðurkenningu úr Listasjóði Guðmundu S. Krist- insdóttur, fyrir framlag hennar á sviði mynd- listar. Erró stofnaði sjóðinn til minningar um móðursystur sína, Guðmundu. Þetta var í 17. skipti sem styrkur er veittur úr sjóðnum en framlagið rennur til listakonu sem þykir skara fram úr. Markmiðið er að styrkja listakonur með því að veita framlag til viðurkenningar og efl- ingar listsköpun þeirra. Yoko Ono og Erró sýna verk sín í Hafnarhúsi Listamenn Yoko Ono og Sean, sonur hennar, í Listasafninu í gær. List Yoko Ono lagði sig fram með pensil og liti. Verðlaun Hildigunnur Birgisdóttir fékk viðurkenningu úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur fyrir framlag á sviði myndlistar. Morgunblaðið/Ófeigur RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK | 2016 Heimur Giuliu er lokaður ogeinangraður. Fjölskyldahennar tilheyrir vottumJehóva og í þeim heimi lifir hún og hrærist. Skólinn er önnur veröld, sem segja má að hún heim- sæki án þess að tilheyra. Giulia geng- ur í hús ásamt vinkonu sinni að boða fagnaðarerindið og hjálpar til í fyr- irtæki fjölskyldunnar. Í skólanum heldur hún aftur af sér og sýnir still- ingu þegar henni er strítt. Hún er af- burðanemandi og brillerar í stærð- fræði. Háskólanám ætti að blasa við, en fjölskyldan leggst gegn því. Það er hinn veraldlegi heimur og hann er forboðinn. Viðhorf votta Jehóva til kristni eru í mörgu óhefðbundin. Þeir halda hvorki jól, páska, né aðra hátíðisdaga og fagna ekki afmælum og segja það heiðna siði, sem samrýmist ekki kristni. Þeir hafna heilagri þrenn- ingu, neita að gegna herþjónustu og þiggja ekki blóðgjafir, svo eitthvað sé nefnt. Söfnuðurinn gerir miklar kröfur til þeirra sem í honum eru. Þeir sem misstíga sig í þeim efnum hætta að vera til. Ein af reglunum er að efna ekki til sambanda út fyrir söfnuðinn, við hina veraldlegu. Það getur þýtt útskúfun. Vottar Jehóva mega ekki einu sinni heilsa þeim sem hafa verið útskúfaðir, ef þeir hitta þá á götu. Í einni af biblíuheimsóknum sínum til nágrannakonu hittir Giulia smá- glæpamanninn Libero. Hann er ný- kominn úr fangelsi og er hjá móður sinni. Hann fyllist tortryggni þegar hann sér að hún er komin með vott Jehóva inn á gafl og hundskammar hana. Giulia fær hins vegar samúð með hinum unga manni og þegar móðir hans segir að hann vilji snúa baki við lífi glæpa ákveður hún að hjálpa honum. Faðir Giuliu fellst á að ráða hann til vinnu á verkstæði sínu. Í upphafi gengur allt vel. Libero er duglegur og vinnur vel. Hann fer líka að laðast að Giuliu og hún að honum. Á verkstæð- inu fer hins vegar að kastast í kekki. Vinnufélagar hans eru vottar og treysta ekki hinum veraldlega nýliða. Hann þolir hins vegar tortryggnina í sinn garð illa. Veraldarvana stúlkan – veraldlega hefði verið betri þýðing því að Giulia er allt annað en veraldarvön þótt klár sé – lýsir því vel hvernig þrengir að henni í hinum lokaða heimi votta Je- hóva. Þegar Giulia vekur máls á því að fara í háskóla bregðast foreldrar hennar öndverðir við og faðir hennar segir að með slíkum hugmyndum setji hún sjálfa sig í fyrsta sæti, ekki trúna. Samband sitt við Libero þorir hún hins vegar hvergi að nefna. Þau skjót- ast frá í vinnunni út í bílinn hans til að kyssast á laun. Í návist Giuliu verður húðflúraða hörkutólið Libero mjúkur og meyr. Hann skilur ekki hvað hún er hikandi, en virðir hennar óskir engu að síður. Laumuspilið gengur vitaskuld ekki til lengdar og þegar upp um sam- bandið kemst er Giulia kölluð fyrir öldungaráð safnaðarins. Þar upphefst magnaðasta atriði myndarinnar þeg- ar forustumaður safnaðarins byrjar að spyrja hana nærgöngulla spurn- inga um hversu langt þau hafi gengið í ástaratlotum sínum. Ágengni hans er svo klúr og virðingarleysið fyrir friðheldi einkalífsins svo algert að vekur klígju. Einn helsti styrkleiki myndarinnar er í því fólginn að vottum Jehóva er ekki lýst sem óargadýrum. Hann verður jafnvel eins og vin í spilltum og syndugum heimi í atriði þar sem sýnd er skírn og gleðin skín úr andlit- um viðstaddra. Forustumenn safnaðarins eru allt- af rólegir og yfirvegaðir. Undirniðri býr þó alltaf hótunin um að feilspor geti kostað útskúfun. Það er ekki auð- velt að stíga skref sem getur kostað alger slit við fjölskyldu og vini það sem eftir er. Faðir hennar er mildur og ljúfur. Hann skammast ekki og rífst, heldur reynir að tala um fyrir dóttur sinni. Að vissu leyti er hægt að skilja að hann vilji vernda dóttur sína fyrir heimi Liberos. Faðmlag hans er hins vegar kæfandi og þegar á reynir er hann svo handgenginn söfn- uðinum, að hann megnar ekki að standa með dóttur sinni. Veraldarvana stúlkan ber þess ekki merki að vera fyrsta mynd Marcos Danielis í fullri lengd. Honum tekst vel að sýna togstreituna milli hinna ólíku heima, sem eru hver ofan í öðr- um, þótt heimsálfur virðist á milli. Sara Serraiocco nær vel sálarvíli stúlkunnar, sem vill brjótast út úr prísund sinni, en veit að það getur kostað hana fjölskyldu hennar og það líf, sem hún þekkir. Michele Riondino er afbragðsgóður í hlutverki hins hvatvísa Liberos. Nafn hans er kannski full táknrænt. Um leið og nafnið heyrist er ljóst að hann mun verða örlagavaldur, frels- inginn í lífi Giuliu. Pippo Delbono finnur sig sérlega vel í hlutverki leiðtoga safnaðarins, sorgmæddur á svip með slapandi kinnar. Í áðurnefndu atriði þar sem Giulia er yfirheyrð sýnir hann að það þarf ekki alltaf yggla brún og hvæsa til að manni renni kalt vatn milli skins og hörunds. Það verða alltaf einhverjir, sem reyna að stjórna lífi annarra, hvort sem það er í nafni trúarbragða eða hugmyndafræði. Þegar upp er staðið fjallar Veraldarvana stúlkan um hið kæfandi faðmlag forræðishyggj- unnar. Forboðin ást Sara Serraiocco og Michele Riondino í hlutverkum sínum í kvikmyndinni Veraldarvönu stúlkunni. Hið kæfandi faðmlag Riff Veraldarvana stúlkan bbbmn Leikstjóri: Marco Danieli. Ítalska. Leik- arar: Sara Serraiocco, Michele Riond- ino, Eugenio Banella, Pippo Delbono, Marco Leonardi og Stefania Montorsi. Ítalía, Frakkland, 2016. 101 mín. Flokkur: Vitranir. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Bíó Paradís: Lau. 8. okt. kl. 15.45 Verðlaunaafhending Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF) fer fram í kvöld og verða veitt sex verðlaun í ár. Í flokknum Vitranir tefla ellefu nýir leikstjórar fram sinni fyrstu eða annarri mynd í fullri lengd og keppa um aðal- verðlaun RIFF, Gullna lundann. Í dómnefnd sitja Jonas Holmberg, listrænn stjórnandi kvikmyndahá- tíðarinnar í Gautaborg, Grímur Há- konarson leikstjóri og Yrsa Sigurð- ardóttir rithöfundur. Þá verða umhverfis- og mannréttinda- verðlaun RIFF veitt fyrir bestu myndina í flokknum Önnur framtíð og sitja Brian D. Johnson, formaður samtaka kvikmyndagagnrýnenda í Toronto, Lilja Snorradóttir fram- leiðandi og Þóra Tómasdóttir rit- stjóri í dómnefnd. Þrenn stutt- myndaverðlaun verða veitt, fyrir bestu íslensku stuttmyndina, bestu erlendu stuttmyndina og Gullna eggið kemur í hlut bestu mynd- arinnar á Talent Lab. Í dómnefnd sitja Þóranna Sigurðardóttir kvik- myndagerðarmaður, Kate Hide hjá Hanway Films í London og Ragnar Hansson leikstjóri. Þá verða áhorf- endaverðlaun RIFF og mbl.is veitt fyrir bestu myndina í flokki heim- ildarmynda og flokknum Fyrir opnu hafi. „Athygli vekur að í flokknum Vitranir í ár eru sex leikstjórar af ellefu kvenkyns. RIFF lagði í fyrra sérstaka áherslu á verk kvenna og um konur, og hlutföllin eru því sér- staklega ánægjuleg. Myndirnar í flokkunum hafa þegar hlotið ýmis verðlaun víða um heim. Sér- staklega má nefna Risann í leik- stjórn Johannes Nyholm og Garð í leikstjórn Sofia Exarchou en báðar myndirnar unnu nýverið til verð- launa á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian. Garður hlaut þar New Directors-verðlaunin, sem íslenska kvikmyndin Hross í oss hlaut árið 2013,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Risinn Stilla úr Risanum (The Giant) í leikstjórn Johannesar Nyholm. Verðlaunaafhend- ing RIFF í dag MIDDLE SCHOOL 2, 4, 6 MAGNIFICENT 7 9, 10:30 FRÖKEN PEREGRINE 2, 5, 8 BRIDGET JONES’S BABY 6, 8 EIÐURINN 10:35 STORKAR 2D ÍSL.TAL 2, 4 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.