Morgunblaðið - 08.10.2016, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.10.2016, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016 Jónas Pálmar Björnsson kjötiðnaðarmeistari hjá Sláturfélagi Suð-urlands á 30 ára afmæli í dag. Hann er fæddur og uppalinn áHvolsvelli og sér um frystihúsið á staðnum þar sem 9 manns vinna. „Sláturtíðin er að nálgast hámarkið núna, það verður sex daga vinnu- vika næstu vikurnar og lítill tími fyrir annað en að sinna fjölskyldunni og vinnunni.“ Jónas tók þátt í fyrstu seríunni af The Biggest Loser sem var sýnd á Skjá einum 2013-2014. Hann vann heimakeppnina svokölluðu en keppn- in skiptist í tvennt: aðalkeppnina þar sem þrír kepptu til úrslita og svo heimakeppnina þar sem þeir sem höfðu dottið út kepptu sín á milli heima hjá sér um hver léttist mest. „The Biggest Loser er umdeild,“ segir Jónas aðspurður. „Hún er ekki fyrir hvern sem er, það sem er fljótt að fara er fljótt að koma aftur. Það hafa mörg kílóin komið til baka hjá mér. Samt hef ég mjög gaman af hreyfingu og fer mikið í líkamsrækt, mér finnst það mjög skemmtilegt. Það er áhugamálið ásamt matargerð, en ég hef alltaf haft gaman af því að leika mér í eldhúsinu. Þessi áhugamál vega upp á móti hvort öðru. Ég verð að vinna í dag en um kvöldið býð ég nánustu fjölskyldu í mat í tilefni dagsins,“ segir Jónas, spurður hvað eigi að gera í tilefni dagsins. Eiginkona Jónasar er Helga Kristín Sigurbjörnsdóttir, einnig 30 ára og vinnur á leikskólanum Ösk á Hvolsvelli. Dætur þeirra eru Sunneva Karen 7 ára og Telma Ýr 5 ára. Fjölskyldan Á góðri stund í Borgarnesi síðastliðið sumar. Áhugamálin vega upp á móti hvort öðru Jónas Pálmar Björnsson er þrítugur í dag A tli Atlason fæddist í Reykjavík 8.10. 1966: „Búsetusaga mín er hringferli. Ég ólst upp í Árbæjarhverfi til 1979. Þá fluttum við á æskuheimili móður minnar að Garðastræti 47. Við hjónin hófum okkar búskap á Seltjarnarnesi 1994, færðum okkur um set á Nesinu 1999, en fluttum síðan í Árbæjarhverfið 2004.“ Atli var í Árbæjarskóla og Haga- skóla, lauk þar grunnskólaprófi, lauk stúdentsprófi frá VÍ 1986 og Cand. oecon. prófi frá HÍ 1992. Þá stundaði hann meistaranám í við- skiptafræði við HÍ á árunum 2011- 2013. Eftir útskrift frá HÍ var Atli for- stöðumaður fjármála- og rekstrar- sviðs Fiskistofu 1992-99, var síðan starfsmannastjóri hjá Búnaðar- banka Íslands hf., síðan fram- kvæmdastjóri starfsmannasviðs Landsbanka Íslands hf. frá vori 2003 fram á haust 2010 en hefur verið deildarstjóri kjaradeildar hjá Reykjavíkurborg frá hausti 2012 auk þess að vera formaður samn- inganefndar borgarinnar. Atli stundaði knattspyrnu með íþróttafélaginu Fylki upp yngri flokka félagsins, var virkur í félags- lífi Verslunarskólans sem og í HÍ, sat m.a. í stjórn Félags viðskipta- fræðinema og var varaformaður Vöku ásamt því að sitja í stjórn Félagsstofnunar stúdenta. Hann Atli Atlason, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg – 50 ára Í 1.760 metra hæð Fjölskyldan á ferðalagi við Gardavatn í síðastliðið sumar: Atli, Eva Margit, Atli, Elín og Elvar. Íslensk-færeysk fjöskylda Á Ólafsvöku Eva Margit og Atli í færeyskum þjóðbúningum með Elvari. Gullbrúðkaup Kristín Bertha Harðar- dóttir, þingfreyja, og Trausti Víglundsson, framreiðslumeistari, eiga 50 ára brúðkaups- afmæli í dag og öll börn þeirra skírnar- afmæli. Kristín og Trausti eiga þrjú börn, átta barnabörn og eitt á leiðinni og eitt lang- ömmu- og langafabarn. Þau munu fagna tíma- mótunum með fjöl- skyldunni. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is MIKILVÆGUR STUÐNINGUR Bjóðum mikið úrval af alls kyns stuðningshlífum. Vandaðar vörur á góðu verði. BAKBELTI HNÉSPELKUR ÚLNLIÐSHLÍF Bakbelti við langvarandi bak- verkjum, óstöðugleika í mjóbaki, skriði, brjósklosi ofl. Hnéspelka við krossbandasköðum, liðþófameiðslum og eftir aðgerðir á liðþófa, liðagigt o.fl. Úlnliðshlíf sem vinnur á móti bjúg- myndun. Notað t.d. við tognun í úlnlið, sinaskeiðabólgu eða gigtarverkjum. Nú í samn ingi við Sjúkratry ggingar Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.