Morgunblaðið - 08.10.2016, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 282. DAGUR ÁRSINS 2016
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 888 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Myndi ekki gerast í neinu …
2. Féllust í faðma í þinginu
3. „Ég er svolítið meyr í dag“
4. Reif í treyju dómarans …
Þekktir listamenn frá Norður-
heimskautssvæðinu kynna menningu
sína og listir í Kaldalóni Hörpu annað
kvöld kl. 20-22. Miðar eru seldir á
harpa.is og við innganginn. Milli kl. 18
og 22 sama dag fer fram sýning á
frumbyggjalist norðurslóða á 2. hæð
Hörpu og þar er aðgangur ókeypis.
Frumbyggjalist norð-
urslóða í Kaldalóni
Óperan Évgení
Onegin eftir Pjotr
Tsjajkovskíj verð-
ur kynnt í Hann-
esarholti í kvöld
kl. 18.00–19.30,
en óperan verður
frumsýnd í Eld-
borg Hörpu 22.
október. Nokkrir söngvarar uppfærsl-
unnar flytja valin tónlistaratriði, en á
píanóið leikur Bjarni Frímann Bjarna-
son, sem er aðstoðarhljómsveit-
arstjóri sýningarinnar.
Óperukynning í
Hannesarholti í kvöld
Falk útgáfa og tónleikahaldari
stendur ásamt DJ hópnum Plútó fyrir
teknótónum Perc á Palóma Bar. Perc
er hliðarsjálf breska tónlistarmanns-
ins Ali Wells sem hefur sl. áratug
unnið sér virðingu sem stórt nafn
sem plötusnúður í teknó-geiranum.
Klúbbakvöldið hefst í kvöld kl. 23.30,
en Perc mun þeyta
skífum í tvær
klukkustundir. Perc
til halds og trausts
verða Frank Ho-
nest/ Nicholas
O’Keefe, Tandri og
Nærvera.
Perc kemur fram á
Palóma Bar í kvöld
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 8-15 m/s og dálitlar skúrir og rigning austast. Hiti 8 til
15 stig, hlýjast fyrir norðan.
Á sunnudag Suðaustan 10-18 m/s og rigning, hvassast á annesjum, en úrkomulítið
NA-lands. Snýst í sunnan 8-13 með skúrum SV-til síðdegis. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast fyr-
ir norðan.
Á mánudag og þriðjudag Sunnan og suðvestan 5-10 m/s og skúrir. Hiti 5 til 10 stig.
Eftir sigurinn ótrúlega á Finnum eru
Tyrkir næstu andstæðingar Íslands í
undankeppni HM karla í knattspyrnu,
annað kvöld í Laugardal. Lið Tyrkja er
gjörbreytt frá því þegar Ísland vann
3:0-sigur á þeim fyrir tveimur árum.
Hannes Þór Halldórsson og Jón Daði
Böðvarsson ættu að geta spilað á ný
eftir meiðsli, en hver fyllir skarð Ar-
ons Einars Gunnarssonar? »1 og 2
Tyrkir vonandi næstu
fórnarlömb í Laugardal
Íslands- og bikarmeistarar
KR í körfuknattleik karla
byrjuðu með látum í Dom-
inos-deildinni í gærkvöldi og
unnu stórsigur á öflugu liði
Tindastóls 98:78. Þó eru
meistararnir án Jóns Arnórs
og Pavels, auk þess sem
bandaríski leikmaðurinn var
ekki með. Nýliðar Þórs á Ak-
ureyri lentu í framlengingu
gegn Stjörnunni en Garðbæ-
ingar höfðu betur. »2-3
Meistararnir byrja
með látum
,,Mér finnst gaman þegar strákarnir
koma til mín og leita ráða. Ég segi
þeim hiklaust hvað mér býr í brjósti
um það sem þeir þurfa að laga og
þeir skilja það. Þeir hlusta á mig og
ég er mjög ánægður með það,“ segir
Ármann Smári Björnsson, besti leik-
maður Íslandsmóts karla í knatt-
spyrnu 2016, sem
ætlar sér aftur
inn á völlinn
þrátt fyrir að
hafa orðið fyrir
alvarlegum
meiðslum
undir lok
móts-
ins. »4
Segi þeim hiklaust hvað
mér býr í brjósti
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Frásagnir af innrásinni á Normandí
hafa alltaf verið nálægar mér. D-
dagurinn markaði skil í gangi síðari
heimsstyrjaldar og sagan hefur sótt
á mig af skiljanlegum ástæðum. Mig
hafði alltaf langað til Normandí og
að komast á Omaha-ströndina. Loks-
ins gafst svo tækifærið og þessi leið-
angur verður eftirminnilegur,“ segir
Ólafur Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri í Garðabæ. Hann er fæddur 6.
júní 1944 – 060644 – það er daginn
sem herlið Breta og bandamanna
sigldu yfir Ermarsundið til innrásar
á norðurströnd Frakklands, það er
til hernaðaraðgerða sem urðu vendi-
punktur í gangi seinni heimsstyrj-
aldarinnar og réðu sjálfsagt úrslitum
um að Bretum og bandamönnum
tókst að brjóta Þjóðverja, Hitler og
nasismann á bak aftur.
Ertu fæddur á D-daginn?
Á dögunum var hópur Íslendinga í
leiðangri með Bændaferðum um
norðurhéruð Frakklands og kom þá
meðal annars við á svæðinu þar sem
innrásin sögulega var gerð. Ólafur
Jóhannsson segist sem barn oft hafa,
beint og óbeint, greint að fæðing-
ardagur hans hefði sérstöðu.
„Já, ertu fæddur á D-daginn?
Þetta var oft sagt við mig þegar ég
var strákur og eðlilega vakti það með
mér sögulegan áhuga. Á tíu ára af-
mælisdeginum, þegar áratugur var
frá innrásinni, var dagskrá í útvarp-
inu um þetta. Þar sagði þulurinn frá
hermönnunum sem fóru upp í fjör-
una með landgönguprömmum.
Hershöfðingjar áætluðu að þessir
menn myndu falla eftir 20 mínútur
og sú var líka oft raunin. Mótspyrna
Þjóðverja var afar hörð,“ segir Ólaf-
ur.
Samkvæmt heimildum voru alls
500 herskip, 3.000 landgöngu-
prammar og 2.500 aðstoðarskip í
þessum stærsta innrásarflota sög-
unnar. Talið er að alls 160 þúsund
hermenn hafi fallið í aðgerðum í
Normandí, ámóta úr annars vegar
liði Þjóðverja og hins vegar banda-
manna; það er Bandaríkjamanna,
Kanadamanna og Breta. Má í því
sambandi nefna að margir hermenn
sem verið höfðu í breska setuliðinu á
Íslandi voru sendir til Normandí og
áttu ekki afturkvæmt þaðan.
Eftirleikur þessara atburða varð
svo sá að innrásarherinn hafði
nokkrum mánuðum síðar náð Frakk-
landi öllu og síðar Þýskalandi undir
sig. Framhald sögunnar þekkja svo
allir og 10. maí árið eftir lauk stríð-
inu.
Sléttur sjór var táknrænn
„Þótt færa hafi þurft miklar fórnir
með innrásinni hefur aðgerðin sem
slík aldrei verið umdeild. Að mati
flestra var hún óumflýjanleg, enda
var hún lengi í undirbúningi og þaul-
skipulögð. Mér fannst líka á sinn
hátt táknrænt að þegar ég stóð á
ströndinni sem kennd er við Omaha
var þar spegilsléttur sjór sem aftur
minnti á að ekki hefur komið til
ófriðar eða hernaðarátaka í Vestur-
Evrópu í rúmlega sjötíu ár,“ segir
Ólafur.
Í því efni segir hann að mikilvægt
sé að halda sögunni til haga. Þjóð-
verjar hafi eftir megni gert upp sína
fortíð í sambandi við stríðið og í
Normandí séu minjar frá innrásinni
sýningargripir. Á nokkrum stöðum
megi til dæmis sjá gamla skriðdreka,
fallbyssur, landgöngupramma og
fleiri slík tæki. Þá sé áhrifaríkt að
koma í bandaríska kirkjugarðinn
sem þarna er – en þar eru jarðsettar
þúsundir hermanna sem féllu í átök-
unum fyrir 72 árum. Vel sé um garð-
inn gengið og að því marki sé virð-
ingu þeirra sem féllu fullur sómi
sýndur.
Fór á slóðir fæðingardagsins
Til Normandí
060644 Áhrifa-
ríkt ferðalag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hernaður Ólafur Jóhannsson við stríðssafn í Normandí með skriðdreka og ógnvekjandi byssukjaftinn í baksýn.
Krossar Þúsundir bandarískra her-
manna hvíla í þessum kirkjugarði.