Morgunblaðið - 08.10.2016, Blaðsíða 14
Áætluð staðsetning BioDome Reykjavík
Árbæjarsafn
Höfðabakkabrú
í Elliðaárdal
Elliðaá
Hólahverfi Breiðholti
BioDome Reykjavík
Bergþóra Jónsdóttir
bj@mbl.is
Borgarráð Reykjavíkurborgar sam-
þykkti á fimmtudag að veita vilyrði
fyrir byggingu gróðurhvelfinga í
jaðri Elliðaárdals norðan við
Stekkjarbakka. Það er gert með fyr-
irvara um samþykki deiliskipulags.
Mannvirkið er um það bil 1.500 fer-
metra bygging sem mun falla vel inn í
þann þróunarreit sem fyrirhugaður
er í Elliðaárdalnum að sögn Hjördís-
ar Sigurðardóttur, framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins Spors í sandinn
ehf., sem er framkvæmdaraðili verk-
efnisins Biodome Reykjavík. Þetta
verður nýtt kennileiti á miðju höfuð-
borgarsvæðinu í góðri tengingu við
stærstu útivistarsvæði borgarinnar.
Þetta svæði er upphaf hitaveitunnar í
borginni, virkjunarmannvirki eru til
staðar í dalnum og segir Hjördís því
mörg tækifæri felast í staðsetning-
unni. Samspil þess og tenging við
náttúruna gefi möguleika á skemmti-
legum útfærslum. Auk þess muni
starfsemin hjálpa til sem leið í nú-
tímalegri fasteignaþróun. Deiliskipu-
lagsferli taki nú við og draumurinn er
að hvelfingarnar muni rísa innan
tveggja ára að sögn Hjördísar.
Fólk upplifir annan heim
„Hugsunin okkar er að fólk geti
komið til okkar og upplifað stemmn-
ingu sumarsins allt árið um kring.
Þetta verður fjölvirkur staður þar
sem fram fer ræktun og sala á græn-
meti og skyldri vöru, afþreying og
upplifun sem nærir bæði sál og lík-
ama og með ýmsum hætti hægt að
skynja náttúruna. Sem dæmi að
stunda jóga undir tónlist sem plöntur
framleiða, hvernig megi hlaða síma
undir rótum plantna og ýmislegt
áhugavert og frumlegt,“ segir Hjör-
dís. Hugsunin sé ekki einungis að
hafa þarna markaðstorg og ræktun
heldur einnig að hafa ráðstefnusali og
fundarrými af öllum stærðum í boði
fyrir ýmis fyrirtæki og einstaklinga.
Hann mun því henta bæði sem af-
þreying og verslun fyrir gesti og
gangandi en einnig sem vinnurými og
aðstaða fyrir atvinnumarkaðinn.
Markmiðið með staðnum sé að það
skapist samfélag bæði þeirra sem
standa að honum og þeirra sem
sækja hann að sögn Hjördísar. „Við
munum vera með sölutorg fyrir ís-
lenska framleiðslu og munum leggja
áherslu á lífræna ferska vöru og
ræktun því við teljum mikla þörf á því
að styðja við slíkt hér á landi,“ segir
Hjördís.
Glermannvirki rís í Elliðaárdalnum
Nýtt kennileiti á miðju höfuðborgarsvæðinu Verður fjölvirkur staður
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016
H
a
u
ku
r
0
1
.1
6
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Pizzastaður sem nýtur mjög mikillar velgengni og býður upp á
fjölgun staða undir sama nafni. Kontakt telur að eigandi geti hugsað
sér að gera það í samvinnu við meðfjárfesta.
• Vinsælt hótel á einstökum stað í nálægð við höfuðborgarsvæðið.
Velta eins og um hótel í höfuðborginni sé að ræða.
• Kraum, einstök verslun með íslenska hönnun, fatnað og gjafavöru.
• Bakarí með nokkra útsölustaði á höfuðborgarsvæðinu. Gefur ýmsa
möguleika til þróunar.
• Vefverslun sem hefur starfað um nokkurra ára skeið. Mánaðarleg
velta 4 til 5 mkr., hagkvæm lagerstærð og góð framlegð. Öll vara
send með Íslandspósti.
• Stöndug heildsöluverslun með sérhæfðar vörur fyrir
byggingariðnaðinn í mjög góðu og stóru eigin húsnæði á besta stað
í borginni. Velta 300 mkr. og afkoma góð.
• Öflugt og vel tækjum búið fyrirtæki sem sér um ræstingu
atvinnuhúsnæðis.
• Bílaleiga með á annað hundrað bíla og fína aðstöðu. Sala mikil í
gegn um eigin vefsíðu. Góð EBITDA.
• Matvöruverslun á Austurlandi. Löng og góð rekstrarsaga.
• Skemmtigarður fyrir barnaafmæli og veislur. Góð skemmtileg og
fjölbreytt tæki fyrir krakka á öllum aldri. Löng rekstrarsaga.
• Gott hótel miðsvæðis á Suðurlandi sem býður upp á mikla möguleika
fyrir áhugasaman, nýjan eiganda.
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Þórarinn Arnar Sævarsson
fasteignaráðgjafi,
thorarinn@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
brynhildur@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson
hæstaréttarlögmaður,
sigurdur@kontakt.is
ÚR BÆJARLÍFINU
Gunnlaugur Auðunn Árnason
Stykkishólmur
Hesteigendafélag Stykkishólms
er að byggja 600 fermetra reið-
skemmu úr límtré við hesthúsa-
hverfið. Það styttist í að draumur
hestamanna um að eignast bætta
aðstöðu verði að veruleika. Með
byggingunni batnar öll aðstaða fé-
lagsmanna mikið. Hægt verður að
stunda reglulega þjálfun hesta yfir
vetrartímann og stórefla barna- og
unglingastarf. Stykkishólmsbær
styrkir bygginguna um 12 milljónir
og hestaeigendur fjármagna mis-
muninn. Þar reynir mjög á fé-
lagsmennina sjálfa við húsbygg-
inguna, en þeir eru 50 talsins.
Nadine Walter, formaður félagsins,
er stolt af sínum félögum og segir
að sjálfboðaliðar mæti vel til starfa,
sem eflir samstöðuna. Það er mikil
tilhlökkun að geta komist í nýja og
góða aðstöðu. Tvær samskonar
reiðskemmur er verið að reisa á
Snæfellsnesi, að Lýsuhóli og í Ólafs-
vík.
Þjóðvegurinn um Skógar-
ströndina versnar með hverju ári
sem líður og hefur ekki verið verri
en í sumar. Ástand hans er vaxandi
slysagildra eins og fram hefur komið
í fjölmiðlum. Umferð hefur aukist
vegna fjölgunar ferðamanna. Veg-
urinn gegnir mikilvægu hlutverki að
tengja saman Snæfellsnesið við
Vestfirði og Norðurland. Vegurinn
styttir vegalengdina um 90 kíló-
metra í Búðardal og 60 km í Stað-
arskála. Bifreiðar sem aka Skógar-
ströndina eru oftast auðþekkjan-
legar þegar í Hólminn er komið. Sú
þjónusta sem ökumenn þeirra nota
fyrst er þvottaplan Olís og dekkja-
verkstæðið. Eigandi verkstæðisins
segir að ástand vegarins skapi hon-
um vaxandi tekjur og að hann þurfi
að gefa út afkomuviðvörun ef farið
verður í endurbætur á veginum.
Það er góður gangur í ferða-
þjónustunni. Ferðamönnum hefur
fjölgað mikið það sem af er árinu.
Mest er fjölgun erlendra ferða-
manna á allskyns bílaleigubílum.
Gistirýmum hefur fjölgað í bænum,
en ekki nóg til að anna eftirspurn.
Áhrif ferðamannanna koma víða
fram í bæjarfélaginu. Í sumar störf-
uðu sjö veitingastaðir og verða flest-
ir þeirra opnir í vetur. Aðsókn að
söfnum, sundlauginni og tjaldstæði
hefur verið góð. Í sumar komu til
Stykkishólms 14 skemmtiferðaskip
og hefur ferðum þeirra fjölgað á síð-
ustu árum. Nú telst það ekki lengur
til tíðinda þó sjáist farþegaskip við
hafnarkantinn.
Rán ehf. í eigu Kristjáns Bernts-
sonar og Eydísar Jónsdóttur hefur
fengið leyfi til að reisa 8 smáhýsi við
tjaldstæðið í Hólminum. Um er að
ræða 35 fermetra hús með 2 her-
bergjum og er undirbúningur að
byggingu hafinn. Húsin verða til út-
leigu fyrir ferðamenn.
Tilraunaveiðar á hörpuskel eru
hafnar þriðja árið í röð. Verið er að
rannsaka betur ákveðin svæði og
meta hvaða áhrif veiðarnar hafa á
viðkvæman hörpudisksstofninn.
Veiðum var sjálfhætt árið 2003 er
skelstofninn hrundi vegna sýkingar.
Heimilt er að veiða um 800 tonn á
tímabilinu. Veiðar hafa gengið vel,
falleg skel sem hentar vel til vinnslu.
Einn bátur stundar í fyrstu veið-
arnar og er aflinn um 8-9 tonn á dag.
Skelin er unnin hjá Agustson ehf.
Miklar byggingarframkvæmdir
eru í bænum og meiri en hefur verið
um langt árabil. Mikið er að gera hjá
iðnaðarmönnum og vantar fólk til
starfa. Það er verið að byggja íbúð-
arhús, leiguíbúðir og endurbyggja
og viðhalda gömlum húsum. Til að
fylgja eftir aukinni eftirspurn hefur
bæjarstjórn opnað fyrir byggingar í
nýju hverfi þar sem áður var bærinn
Vík.
Hafin er stækkun við grunnskól-
ann. Um er að ræða 500 fermetra
menningarbyggingu sem mun hýsa
starfsemi Amtsbókasafnsins, skóla-
safns og ýmsa menningarviðburði.
Skipavík ehf. tók að sér verkefnið í
alútboði og skilar verkefninu eftir
tæpt ár.
Í Stykkishólmi virðast vera
bjartir tímar framundan. Það sem
styrkir þá sýn er að íbúum hefur
fjölgað um 3,7% frá áramótum og
eru nú 1.147.
Ný reiðskemma í Hólminum
Morgunblaðið/Ómar
Stykkishólmur Mikið líf er við höfnina alla daga og skipaumferð hefur aukist verulega undanfarin ár.
SAMFOK, umboðsmaður barna og
Heimili og skóli hafa látið gera
myndbönd um skólaráð og nem-
endafélög í grunnskólum. Miklar
breytingar urðu í lýðræðisátt á að-
komu nem-
enda og for-
eldra að
skólastarfinu
með nýjum
grunn-
skólalögum ár-
ið 2008 og er
myndböndunum ætlað að skerpa á
helstu atriðum, segir í tilkynn-
ingu.
Þau eru hugsuð fyrir aðila
skólasamfélagsins og alla aðra
sem koma að starfi og rekstri
grunnskólanna. Um er að ræða
hreyfimyndir sem fræða áhorfand-
ann um helsta hlutverk og ábyrgð
þeirra sem sitja í skólaráði og
stjórnum nemendafélaga. Fræðsl-
an er sett fram á aðgengilegan og
einfaldan máta með léttu ívafi.
Stefnt er að því að gera sams kon-
ar myndband fyrir foreldrafélög í
grunnskólum á næsta ári.
Myndböndin eru unnin í sam-
vinnu við hreyfimyndagerðina
FREYJU, með stuðningi Reykja-
víkurborgar.
Myndbönd fyrir
skólasamfélagið