Morgunblaðið - 08.10.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.10.2016, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í dag eru 22 dagar þangað til Íslend- ingar ganga til alþingiskosninga. Óvissa hefur verið um þinglok og hefur hún sett mark sitt á störf Al- þingis. Síðast var þing rofið og boðað til kosninga árið 2009. Þann 13. mars það ár las Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra minnihlutastjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, forsetabréf um þingrof og að kosn- ingar skuli fara fram 25. apríl það ár. Reyndin varð sú Alþingi starfaði fram til 17. apríl, þ.e. í meira en mán- uð fram yfir útgáfu þingrofs- boðskapar. Þingstörfum var því frestað aðeins átta dögum fyrir kjör- dag. Heitt var í kolunum Talað er um eldfima stöðu á Al- þingi nú en hún er hátíð miðað við það sem gekk á í þingsölum vorið 2009. „Þung orð féllu og ásakanir um ósannindi, málþóf og tvöfeldni“ var lýsing Morgunblaðsins á þingstörf- unum síðasta daginn. Þegar skoðaðar eru ræður sem fluttar voru um frumvarp um frestun á fundum Alþingis, sem fram fóru 17. apríl, má sjá að heldur betur hefur verið heitt í kolunum. Athugasemdir ræðuritara eru feitletraðar. Hér kemur fyrst bútur úr ræðu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins: „Virðulegi forseti. Senn líður að lokum þessa þings og verður gengið til kosninga. Vafalaust hafa margir borið í brjósti miklar vonir um að sú minnihlutastjórn sem nú skilar inn- an skamms af sér völdum, skilar þeim til baka, skilar af sér umboðinu, mundi standa við stóru orðin, mundi nýta þennan skamma tíma sem hún hugðist starfa til að bæta ástandið enda var lagt upp með það í upphafi þessarar vegferðar að afar brýnt væri að ganga ekki til kosninga fyrr en undir vorið vegna þess að í milli- tíðinni átti að grípa til aðgerða sem brýnt væri að hrinda í framkvæmd. Margir trúðu því að gripið yrði til raunhæfra aðgerða til að takast á við vanda heimila og fyrirtækja. Þær vonir eru nú brostnar, væntingum um að á starfstímanum mundi ríkis- stjórnin laga ástandið hefur verið mætt með veikari krónu, auknu at- vinnuleysi og endurreisn bankanna hefur tafist.“ Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra svaraði Bjarna: „Herra forseti. Þetta er alveg ótrú- leg ræða hjá formanni Sjálfstæð- isflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn taldi í janúar að það væri ekki rétt að kjósa fyrr en í fyrsta lagi í haust vegna þess að það þyrfti svo um- fangsmiklar og viðamiklar björg- unaraðgerðir (Gripið fram í: Leið- togastjórn.) hvers konar ríkisstjórn sem hefði innt það af höndum. Svo illa mat Sjálfstæðisflokkurinn í jan- úar að búið væri að fara með íslenskt efnahagslíf og íslenskan þjóðar- búskap að það þyrfti upp undir ár til að reyna að greiða þannig úr málum að hægt væri að kjósa. (Gripið fram í.) Síðan gefst sú ríkisstjórn upp og ríkisstjórn er mynduð sem hefur inn- an við (Gripið fram í: Það var Sam- fylkingin sem gafst upp.)“ Næst svarar Bjarni Steingrími: „Virðulegi forseti. Meginatriði máls- ins er þetta: Ástandið í dag er verra en það var þegar ríkisstjórnin tók við. Það er alveg rétt hjá hæstv. fjár- málaráðherra, það hefði verið betra að nýta tímann til að bæta ástandið fram að kosningum. Það er nákvæm- lega það sem við sögðum í lok janúar þegar ríkisstjórnin sprakk: Nú þarf að grípa til aðgerða til að bæta ástandið. Niðurstaðan af þessum leiðangri minnihlutastjórnarinnar er sú að ástandið hefur versnað þannig að tímanum hefur verið illa varið og það er meginatriði málsins. Tím- anum í þinginu hefur m.a. verið varið (LB: Í málþóf.) í að setja ný met. [Háreysti í þingsal.] Virðulegi for- seti. Það hafa verið sett met hérna, hvert metið á fætur öðru. (Gripið fram í: Í málþófi.) Sá sem á Íslands- metið í málþófi (Gripið fram í.) situr hér sem hæstv. forsætisráðherra. Það met verður aldrei slegið. [Há- reysti í þingsal.] Virðulegi forseti. (Forseti hringir.) (Forseti (GuðbH): Forseti biður hv. þingmenn að gefa ræðumanni tækifæri til að flytja mál sitt.) Og Steingrímur svarar Bjarna: „Þetta er alveg kostulegt. Hver hafði þingrofsvald í lok janúarmánaðar sl.? Formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði af sér í stað þess að fara til forsetans og óska eftir kosn- ingum. Nú kemur arftaki hans og segir að þetta hafi verið mistök, það hefði átt að kjósa í janúar. Á þeim tíma sagði Sjálfstæðisflokkurinn: Það er þvílíkt verk að vinna að greiða hér úr neyðarástandinu í samfélag- inu eftir 18 ára valdatíma okkar að við þurfum helst ár til þess. Hvað er búið að gerast síðan 1. febrúar til og með nú? Sjálfstæðisflokkurinn hefur hér á þingi stutt líklega upp undir 30 frumvörp frá ríkisstjórninni (Gripið fram í: Segðu svo að …) sem lúta að því að búa um heimili og fyrirtæki í landinu. Með öðrum orðum, þing- menn Sjálfstæðisflokksins hafa talið öll þau mál svo góð að þeir hafa greitt þeim atkvæði. (Gripið fram í.) Að koma svo hér og [Háreysti í þing- sal.] segja að ekkert hafi verið gert. Það rekur sig (Gripið fram í: Hvað hefur stjórnarandstaðan gert …?) hvað á annars horn hjá aumingja Sjálfstæðisflokknum, það stendur ekki steinn yfir steini í þessum mála- tilbúnaði. Þetta er mesta ráðleysi sem ég hef nokkurn tímann séð hjá flokki viku fyrir kosningar svo mað- ur tali ekki um birtingarmyndir þingflokks Sjálfstæðisflokksins á Al- þingi síðustu daga þar sem geð- vonska virðist ráða för (Gripið fram í: Nú?) (Gripið fram í: Ha?) fyrst og fremst. [Háreysti í þingsal.] Flokk- urinn byltist hér í þvílíkum stell- ingum að ég (Gripið fram í.) [Hlátur í þingsal.] já, ég skal gera það. Ég á ekkert sérstaklega við hv. þm. Arn- björgu Sveinsdóttur en ég hef haft það á tilfinningunni að það hafi ekki legið neitt sérstaklega vel á hv. þing- mönnum Birni Bjarnasyni og Sturlu Böðvarssyni. [Hlátur í þingsal.] (Gripið fram í: Hvernig fær maður vinstri kreppuna?)“ Þingi lauk með hvelli vorið 2009  Þingstörfum lauk aðeins átta dögum fyrir kosningar  „Þung orð féllu og ásakanir um ósannindi, málþóf og tvöfeldni“ var lýsing á síðasta þingdeginum  Háreysti og bjöllusláttur í þingsalnum Morgunblaðið/Golli Þinglok 2009 Að venju var glatt á hjalla þegar forseti hafði slegið í bjölluna í síðasta sinn og þingmenn kvöddust með virktum. Margir gamalreyndir þingmenn hurfu af þingi. Ekki var að sjá að mikið átakaþing væri að baki. „Fremur fámennt hefur verið við umræður á þingfundum Al- þingis seinustu daga. Margir þingmenn hafa verið uppteknir við kosningabaráttuna, enda stutt í kjördag. Látlausar þreif- ingar áttu sér stað í allan gær- dag, þar sem reynt var að ná samkomulagi um lokaafgreiðslu þingmála og þinglokin.“ Svona skifaði Morgunblaðið 17. apríl 2009 og minnir þetta óneitanlega á stöðuna sem nú er uppi á Alþingi. Fram kom í fréttinni að þing- menn hefðu skipt með sér verk- um. Þeir þingmenn sem ekki leituðu eftir endurkjöri báru hit- ann og þingann af þingstörf- unum þessa daga. Fámennt í þingsalnum BARÁTTAN Á FULLU Morgunblaðið/Ómar Alþingi Margar sjóðheitar umræður fóru fram á þinginu 2009. Bjarni Bene- diktsson og Steigrímur J. Sigfússon tóku marga snerruna í þingsalnum. HelgiÓlafurMagnúsSigurður J. Helgi MárBergsveinn TIL LEIGU Skipholt 31 – 105 Reykjavík Skrifstofuhúsnæði 2. og 3. hæð hússins Stærð samtals 1.200 fm. Virðisaukaskattslaust. Ólafur Jóhannsson Rekstrarfræðingur Löggiltur leigumiðlari Löggiltur fasteignasali 534 1023 / 824 6703 olafur@jofur.is Allar nánari upplýsingar veitir: Til leigu tvær samliggjandi skrifstofuhæðir samtals um 1.200 fm. Um er að ræða 2. og 3. hæð hússins (efstu hæð). Lyfta í sameign. Gott útsýni og gluggar allan hringinn. Tveir rafmagnsstofnar eru inn í húsið og tveir ljósleiðarar, lagnaskápur fyrir netkerfi með lögnum í allar skrifstofur á hæðum og tengibox fyrir ljósleiðara. Aðgangsstýrt bílaplan með yfir 50 stæðum er við húsið. Getur hentað mjög vel fyrir t.d. tölvufyrirtæki eða almenna skrifstofustarfsemi. Uppl. um leiguverð gefur Ólafur í síma 824-6703. Laust strax. 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is Dómkirkjan efnir til slökkviliðsmessu sunnudaginn 9. október kl. 11. Tilefnið er 220 ára afmæli kirkjunnar, en skrúðhús hennar var fyrsta slökkvistöð Reykjavíkur og var þá nefnt Sacristie- og Spröjtehus. Þessu hlutverki gegndi skrúðhúsið frá 1827-1886. Af þessu tilefni er boðið til sér- stakrar guðsþjónustu. Fulltrúar slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna munu lesa texta við messuna. Karl Sigurbjörnsson predikar og þjónar fyrir altari. Gamlir slökkvibílar og búnaður verða til sýnis við kirkjuna. Eftir messu býður kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar til messukaffis í Safn- aðarheimilinu að Lækjargötu 14. Allir eru velkomnir í messu og kaffi. Slökkviliðsmessa í Dómkirkjunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.