Fréttablaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 12
Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar.  Steinunn Guðbjartsdóttir, fyrrverandi formaður slitastjórnar [skilanefndar] Glitnis, vísaði fyrirspurn Fréttablaðsins um málið frá sér sem og spurningum um hver niðurstaða þessarar athugunar nefndarinnar var. Fréttablaðið/GVa Aðdragandi og fall íslensku bankanna 2008 Benedikt Sveinsson 500 milljónir Benedikt er faðir Bjarna Benediktssonar, þá­ verandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins og núverandi formanns flokksins og fjármála­ ráðherra. Benedikt er bróðir Einars Sveinsson­ ar, fyrrverandi stjórnar­ formanns Glitnis. Bandaríski fjár- festingarbankinn lehman brothers birtir uppgjör sem sýnir mikið tap. Fimm dögum síðar fer bankinn í greiðslustöðvun og síðan í gjaldþrot. Fjár- málakerfi heimsins nötra. Sameiningarvið- ræður í fullum gangi á milli Glitnis og Byrs annars vegar og Landsbankans og Straums hins vegar. bandaríski seðla- bankinn lánar trygg- ingarisanum AIG 85 milljarða bandaríkja- dollara til að koma í veg fyrir gjaldþrot. Eftir stranga funda- helgi í Seðlabank- anum liggur fyrir að ríkið mun eignast 75% í Glitni. Í fram- haldinu lækkar láns- hæfismat ríkisins. lækkun lánshæfis- mats ríkisins hefur þær afleiðingar að skuldabréf gefin út af Landsbanka og Kaupþingi gjaldfalla sem eykur á lausa- fjárvanda þeirra sem var ærinn fyrir. Síðasti viðskiptadag- ur með Sjóð 9 þar til þremur vikum síðar. Geir H. Haarde flytur ávarp til þjóðarinnar um stöðu bankakerf- isins. Neyðarlög sett með tryggingu inn- lendra innistæða og auknum heimildum Fjármálaeftirlitsins. Fjármálaeftirlitið tekur yfir rekstur landsbankans. Breska stjórnin beitir hryðjuverkalögum á Íslendinga. Fjármálaeftirlitið tekur yfir rekstur Kaupþings. Tilraun til að ná samningum um gjaldeyrisskipti á milli Seðlabanka Ís- lands og Seðlabanka bandaríkjanna fer út um þúfur. Benedikt Sveinsson 100 milljónir Sigurður Sigurgeirsson 502 milljónir króna. Sigurður er bygginga­ verktaki – seldi fyrirtæki sitt JB Byggingarfélag með miklum hagnaði fyrir hrun. Kristinn ehf. 345,7 millj- ónir króna Eigandi Guðbjörg Matthíasdóttir, athafnakona og stór hluthafi í Glitni fyrir hrun. 10. September 16. September 17. September 26. September 29. September 30. September 1. oKtóber 2. oKtóber 3. oKtóber 6.oKtóber 7. oKtóber 8. oKtóber 9. oKtóber Fram ehf. 729 milljónir króna Eigandi Fram ehf. er Guðbjörg Matthíasdóttir. Guðbjörg Matthíasdóttir 75 milljónir króna Einar Örn Jónsson 186 milljónir króna Einar Örn, athafna­ maður oft kenndur við Nóatún. Nýjustu viðskipti hans – kaup Emmessíss ásamt hópi fjárfesta vakti athygli nýlega. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir 150 milljónir króna Guðbjörg Edda, athafnakona og fyrr­ verandi forstjóri Act­ avis. Hún á 1,2% hlut í sjóði sem á 14,5% hlut í 365 miðlum hf. Úttektir úr Sjóði 9 sem slitastjórn Glitnis vildi kanna hvort til- efni væri til að rifta. Skilanefnd Glitnis hafði sérstaklega til skoðunar úttektir nokkurra félaga og einstaklinga á háum fjárhæðum úr peningamarkaðssjóði Glitnis, Sjóði 9, með það að augnamiði að rifta viðskiptunum. Ástæðan var tímasetningar viðskiptanna stuttu fyrir þjóðnýtingu Glitnis 29. sept- ember og dagana fyrir hrun bankans 7. október árið 2008. Þetta kemur fram í gögnum skila- nefndarinnar sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Skjalið sem um ræðir er ekki dagsett, en bakgrunnsupp- lýsingar benda til að það hafi verið unnið í mars árið 2010. Umrætt skjal var tekið saman til að meta hvað af innlausnum þessara daga væri hæft til riftunar. Stærstu viðskiptin sem voru til skoðunar hjá skilanefndinni voru úttektir félaga í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, athafnakonu og stærsta eiganda Ísfélagsins í Vest- mannaeyjum, eða eignarhaldsfélaga hennar Kristins og Fram, og námu rúmum milljarði króna. Einnig per- sónuleg úttekt Guðbjargar að upp- hæð 75 milljónir króna til viðbótar, en eins og þekkt er var Guðbjörg stór hluthafi í Glitni á sínum tíma. Er það sérstaklega nefnt í skjali skilanefndarinnar að „einnig urðu talsverð blaðaskrif um sölu hennar á hlutabréfum í Glitni rétt fyrir fall bankans“, og er þar vísað til þess að Guðbjörg seldi bréf sín þremur dögum fyrir þjóðnýtingu bankans – viðskipti sem voru síðar umdeild. Viðskipti athafnamannsins Bene- dikts Sveinssonar þremur dögum fyrir þjóðnýtingu bankans eru á listanum. Þá voru 500 milljónir króna teknar út og í skýringum við færsluna segir „Úttekt úr safni – millif[ært]. til Flórída“. Önnur úttekt er á listanum frá 1. október að fjár- hæð 100 milljónir króna með skýr- ingunni „sj 9 selt og í usd“. Benedikt er bróðir Einars Sveinssonar, fyrrv. stjórnarformanns Glitnis hf. Efni skjalsins tengdist einnig ákvarðanatöku innan skilanefndar- innar um hvaða aðferðum ætti að beita við val á þeim viðskiptum sem mögulega ætti að rifta. Þar komu nokkrar aðferðir til greina, og segir: „Val eftir nöfnum ákveðinna aðila kemur einnig til greina. Þá kemur einnig til greina að velja þá út sem eru í þjónustu ákveðins þjónustu- fulltrúa,“ en um hvern ræðir er ekki tiltekið. Þessu fylgir fyrrnefndur listi undir fyrirsögninni: Aðilar sem skoðaðir hafa verið m.t.t. innlausna rétt fyrir fall Glitnis hf. í byrjun október 2008. Ásamt viðskiptum Guðbjargar og hennar félaga og Benedikts er nefnd stór úttekt systkinanna Helgu Guð- rúnar Johnson og Ólafs Ó. Johnson í nafni félags síns Johnson ehf. Einnig úttekt byggingaverktakans Sigurðar Sigurgeirssonar, í hans nafni, sem nemur 502 milljónum króna, en DV reiknaði út, og hafði greiddan auð- legðarskatt sem viðmið, stuttu eftir að skjal slitanefndarinnar var skrif- að að hann væri auðugasti maður Íslands á þeim tímapunkti. Alls nema þær úttektir úr Sjóði 9 sem listaðar voru upp af skila- nefndinni, og hugsanlega var talið réttlætanlegt að rifta, 3,1 milljarði króna samanteknar. Sjóður 9 var mjög umtalaður eftir hrun fyrir margra hluta sakir. Tap sjóðfélaga var verulegt, en þegar Sjóður 9 var gerður upp í lok október 2008 höfðu þeir tapað fimmtungi eignar sinnar í sjóðnum stuttu áður en bankinn var þjóðnýttur. Stjórnarseta Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, í peningamarkaðssjóðum Glitnis, og Sjóðs 9 þar á meðal, varð til þess að hann vék af þingi í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Illugi sagði síðar í pistli að stjórnarseta hans hefði skaðað hann pólitískt. Steinunn Guðbjartsdóttir, fyrrver- andi formaður slitastjórnar [skila- nefndar] Glitnis, vísaði fyrirspurn Fréttablaðsins um málið frá sér, og spurningum um hver niðurstaða þessarar athugunar skilanefndar- innar var og hvort einhverjum viðskiptum var rift. Eins hvort ein- hverjum málum var vísað áfram til Fjármálaeftirlitsins eða annarra rannsóknaraðila. svavar@frettabladid.is 3,1 milljarði króna nema út- tektir úr Sjóði 9 sem talið var réttlætanlegt að rifta. 9 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F Ö s T U d A G U r12 F r é T T i r ∙ F r é T T A b L A ð i ð 0 9 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 9 C -C E B C 1 B 9 C -C D 8 0 1 B 9 C -C C 4 4 1 B 9 C -C B 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.