Fréttablaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 27
fólk kynningarblað 9 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F Ö s T U d A G U r Mynd/gva Lífsstíll Heimurinn væri betri ef fleiri Hlustuðu á þungarokk Þráinn Árni Baldvinsson er gítarleikari einnar hrikalegustu þungarokksveitar landsins, Skálmaldar. Á sviðinu sveiflar hann síðu hári og segir dynjandi dauðarokk það besta til að róa taugarnar. Þar fyrir utan gengst hann lítið upp í harðhausaímynd rokksins. Hann hlustar á jólalög og verður meira að segja með jólahugvekju í kvöld í Hannesarholti. „Ég hlakka mikið til. Hugvekja er svo fallegt hugtak, fallegt orð. Þetta verður söngstund hvar allir sem vilja geta sungið með, ég ætla að segja sögur og jólaandinn mun svífa yfir,“ segir Þráinn. „Jólahug­ vekja“ vekur óneitanlega spurn­ inguna um hvort hann sé trúaður rokkari. „Ja, ég veit ekki hvernig best er að svara þessu. Ég trúi ekki á guð eins og hann er settur fram í kenn­ ingum kristinna manna, það meik­ ar bara ekki sens fyrir mér og ef hann er til þá þarf hann að útskýra ansi margt. Ég held að móðir nátt­ úra sé sterkasta aflið í heiminum. Auðvitað er þægilegt að ímynda sér líf eftir dauðann en á meðan við erum sannarlega hér er mikil­ vægt að einbeita sér að því og gera sitt besta til að láta sér og öðrum líða vel. Við eigum að vera dugleg að hjálpa hvert öðru og passa upp á hvert annað,“ segir Þráinn og þar með fauk harðhausarokkímyndin út um gluggann. Í ljós kemur að Þráinn er sveitamaður að norðan. Tónlistin náði þó tökum á honum strax í æsku svo leiðin lá ekki í Bændaskólann. „Það kom aldrei til tals að ég tæki við búinu enda sáu foreldrar mínir fljótt að hausinn á mér var í tónlistinni. Ég á mér samt þann draum að enda sem fjárbóndi hvort sem það getur nú talist gáfulegt,“ segir hann sposkur. „Ég ólst upp í Torfunesi í Þing­ eyjarsýslu þar sem foreldrar mínir voru með fjárbúskap í félagsbúi með afa og ömmu á Rangá. Ég á eina systur, Margréti sem er fjór­ um árum eldri en ég en það voru alltaf milljón börn heima í Torfu­ nesi, sérstaklega á sumrin. Á vet­ urna var maður hins vegar mikið einn. Allt of mikið einn kannski. Ég var stórskrýtið eintak, held ég,“ segir Þráinn. „Ætli mamma hafi ekki allt­ af verið mín helsta fyrirmynd, ég hékk utan í henni endalaust sem krakki en hún mataði mig á tón­ list. Mamma dó fyrir nokkrum árum. Hún var grunnskólakennari og vann alltaf utan heimilis. Pabbi býr enn í Torfunesi og við förum öll sumur í sveitina og reynum að vera sem mest og lengst þar enda er hvergi betra að vera og því betur er fjölskylda mín sammála mér.“ frá stuðmönnum í dauðarokkið „Ég hlustaði á allar plöturnar hennar mömmu og það sem var til heima; Hljóma, Beach Boys, Bítl­ ana, CSN&Y, Stuðmenn og fleiri. Frændur mínir voru mér mikl­ ar fyrirmyndir en þeir áttu hljóð­ færi sem var ansi stórt og merki­ legt í huga sveitastráksins. Ég var syngjandi og raulandi allan daginn sem barn en svo heyrði ég í Deep Purple, Iron Maiden, AC/DC, Kiss og Dio og þá varð ekki aftur snúið. Unglingsárin voru svo í dauða­ rokkinu í kringum 1990 sem var stórkostlegt tímabil,“ segir Þráinn en vill ekki kannast við stormasöm unglingsár. „Ég var frekar rólegur ungling­ ur, held ég, nema í skólanum. Af­ leitur námsmaður samt og oftast með vesen ef ég fékk ekki að vera í tónlist eða sagnfræðipælingum,“ segir hann. Hvað er það versta sem þú hefur gert af þér? „Úff … no comment!“ segir hann og hlær. „Ég les mikið tónlistar­ og sögubækur. Ég er ein­ faldlega sagnfræðinörd. Seinni heimsstyrjöldin og saga mannsins heillar mig alveg óstjórnlega.” allir frekir egóistar Hljómsveitin Skálmöld gaf út nýja hljómplötu í september, Vögguvís­ ur Yggdrasils, og í kjölfarið fylgdi fjögurra vikna tónleikaferðalag. Nú er hljómsveitin í pásu þar til næsta tónleikaferðalag tekur við í febrúar um Skandinavíu og eftir það taka við tónleikahátíðir og svo frekari ferðalög næsta haust. „Þetta gengur bara býsna vel og við höldum ótrauðir áfram um sinn,“ segir Þráinn. Samkomulagið sé gott meðal hljómsveitarmeðlima þótt allir hafi þeir sterkar skoðan­ ir. „Við semjum allir tónlistina og vinnum úr hugmyndunum saman. Snæbjörn semur textana enda hagur á orðin. Við tökumst Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is 0 9 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 9 C -D 8 9 C 1 B 9 C -D 7 6 0 1 B 9 C -D 6 2 4 1 B 9 C -D 4 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.