Fréttablaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 28
Síða hárinu sveiflað á tónleikum. „Það er auðvitað þægilegt fyrir félagsfælna að fela sig bak við hárið,“ segir Þráinn. Mynd/Halldór IngI Vínylsafnarinn Þráinn. „Þessir tveir eru úr hljómsveitinni Korpiklaani en á síðasta tónleikaferðalagi gengum við fleiri kíló- metra á dag til að finna plötubúðir.“ auðvitað á og það eru ekkert allir alltaf sammála en við erum að vinna að sama markinu og ef allir eru samtaka þá er þetta minna mál. Við erum allir frekir og sjálflægir egóistar með sterk­ ar skoðanir og þessi blanda virk­ ar vel. Enginn amlóðaháttur hjá Skálmöld! Við krakka sem lang­ ar að stofna hljómsveit segi ég: Gerið það núna, strax! Ekki bíða! Látið ykkur dreyma um hvernig tónlistin á að hljóma og byrjið að æfa ykkur. Þegar þið eruð búin að æfa ykkur þá æfið þið ykkur að­ eins meira og þegar þið eruð búin að því þá æfið pínulítið meira. Það er mikilvægt að hlusta á ráðlegg­ ingar annarra en þetta snýst samt alltaf um hve mikla vinnu þið legg­ ið í þetta.“ Slakar á við dauðarokk Hvernig tilfinning er að horfa framan í öskrandi áhorfendur af sviðinu? „Líklega besta tilfinning í heimi. Öll feimni, allt stress og allt vesen hverfur þegar ég stíg upp á svið og sé áheyrendur. Að spila með Skálmöld og upplifa viðbrögð­ in sem við fáum er einstakt,“ segir Þráinn og þakkar vinsældir hljóm­ sveitarinnar hjá breiðum hópi fólks á öllum aldri því, að þeir séu ein­ lægir í sinni tónlistarsköpun. „Við erum heiðarlegir og elsk­ um að gera það sem við gerum. Fólk tengir við það,“ segir hann og blæs á að rokkheimurinn sé lokað­ ur harðhausaheimur sem ástæða sé fyrir lattelepjandi meðaljón að óttast. „Það eru bara rólegheitamenn í þungarokkinu, maður fær svo mikla útrás við að spila og hlusta á harða tónlist. Fleiri ættu að hlusta á þungarokk, þá væri heimurinn betri,“ fullyrðir Þráinn og segir ekkert betra til að róa taugarnar en dynjandi dauðarokk. „Ég þarf oftast kraftmikla tón­ list til að mér líði vel og dauða­ rokkið fær mig til að slaka á. Svo á ég stundir þar sem ég nýt þess að hlusta á rólegheitamúsík eins og Mike Oldfield og klassíkina. Það var svo gaman að spila með sinfóníuhljómsveitinni í Hörpu og ég vona að við gerum þetta saman aftur. Tónlist er bara tónlist,“ segir Þráinn og þegar hann er spurður hvað hann sé að hlusta á í dag eru það jólalögin! En reyndar líka rokk. „Ég er að hlusta á Para­ dise Lost, Vallenfyre, nýju Metall­ ica­plötuna og nýju Hammer­ fall­plötuna. Já og Motörhead, maður á alltaf að hlusta á Motör­ head, alla daga, alltaf. Það er betra fyrir fólk.“ Felur Feimnina bak við hárið Þráinn er síðhærður eins og títt er um þungarokkara og spurður út í hárið á sér segir hann það ekki ein­ ungis þjóna þeim tilgangi að sveifla því á tónleikum. Lubbinn komi sér vel til að skýla sér á bak við, sér­ staklega þegar spennufall taki við eftir tónleika. „Það er auðvitað þægilegt fyrir félagsfælna að fela sig bak við hárið. Við höfum frá upphafi vanið okkur á að fara fram í sal eftir gigg og heilsað upp á fólk. Ég átti mjög erfitt með að stíga þetta skref á sínum tíma. Mér þykir gott að vera einn eftir tónleika og eftir gigg á ég til að detta niður í blús sem tekur smá stund að stíga upp úr en þetta er ekkert stórmál í dag. En ég neita því ekki að stundum kemur sér vel að fela sig bak við lubbann. Ég byrjaði að safna 14 ára gamall og nei, ég ætla ekki að klippa mig stutt,“ segir Þráinn og skellir upp úr þegar hann er spurður hvernig hann hirði um hárið á sér; fléttar hann það jafnvel eða bindur í tagl? „Ég fæ þessa spurningu óþægilega oft en ég geri ekkert sérstakt við hárið. Um daginn var ég reyndar spurður hvort ég ætti ekki að vera á hárvörusamningi. Mér líst vel á það, hendið inn tilboðum!“ ruglaður pabbi Þráinn býr með Berglindi Rún­ arsdóttur og saman eiga þau tvær stelpur, Elísabetu tíu ára og Bryn­ hildi, sem verður fjögurra ára í janúar. Dæturnar fá tónlistarlegt uppeldi en Þráinn rekur sinn eigin tónlistarskóla og segir krökkum mikilvægt að hafa aðgang að tón­ list og hljóðfærum. Sjálfur glamr­ ar hann á öll hljóðfæri og fær hljóm úr þeim öllum, nema trompet. Tón­ list sé einfaldlega næring fyrir sálina. Eldri dóttirin hefur mætt á nokkra Skálmaldartónleika en ann­ ars segist Þráinn ekki ýta Skálmöld að dætrunum. „Þær hlusta mikið á tónlist en eiga eftir að uppgötva þungarokkið, það kemur allt saman,“ segir hann. Spurður hvernig pabbi hann sé seg­ ist hann „óttalegur ruglukollur“. „En ég geri mitt besta,“ bætir hann við. Hann leggi mikið upp úr sam­ veru við dætur sínar og fjölskyld­ an sé dugleg við að slaka á heima. „Mér finnst mjög mikilvægt að fara með yngri stelpuna í leikskól­ ann og sækja hana, við tölum mikið saman á leiðinni og syngjum. Þetta eru gríðarlega mikilvægar stund­ ir sem ég náði líka með eldri stelp­ unni á sínum tíma, hún röltir líka stundum með okkur áleiðis í skól­ ann sinn. Við verjum miklum tíma saman, förum í sund, spilum á spil og hlustum á tónlist. Við erum líka góð í að slaka á heima, við erum ekkert á sífelldu brölti.“ Súrmeti hvunndagS Einhvern veginn kemur ekki á óvart að Þráinn er hrifinn af gömlum og gildum íslenskum mat. Þorramatur er meira að segja á borðum hvunndags á heimilinu þó Þráinn sé líka hrifinn af vel krydduðum indverskum réttum. Matargleðinni deilir hann með föður sínum og stefna þeir á að gefa út bók. „Hún mun hugsanlega kallast „Borðað með feðgum“. Fólk þarf að læra að meta súrmetið og reykta matinn og ég held að þessi bók gæti slegið í gegn. Á kápunni verður mynd af innmat!“ Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. ÚtgefandI: 365 MIðlar | ÁbyrgðarMaður: Svanur Valgeirsson uMSjónarMenn efnIS: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 SöluMenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 „Þær hlusta mikið á tónlist en eiga eftir að uppgötva þungarokkið, það kemur allt saman,“ segir Þráinn um dætur sínar, þær elísabetu, sem er hér með honum á mynd, og brynhildi. Skatan er komin á Sjávarbarinn! Erum byrjuð að framreiða ilmandi skötu með öllu tilheyrandi. Alla daga fram að jólum. Afsláttur fyrir hópa. Pantanir í síma 517 3131 og 696 5900. Sjávarbarinn – Grandagarði 9 – sjavarbarinn.is Skötuveisla 3.600 kr. fyrir tvo til og með 16.des. Klipptu flipann út og taktu með þér. 2 FYRIR 1 9 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F Ö s T U d A G U r2 F ó l k ∙ k y n n i n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F s s T í l l 0 9 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 9 C -D D 8 C 1 B 9 C -D C 5 0 1 B 9 C -D B 1 4 1 B 9 C -D 9 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.