Fréttablaðið - 09.12.2016, Síða 32

Fréttablaðið - 09.12.2016, Síða 32
Það er vel hægt að bjóða gestum upp á míníborgara með hreindýrakjöti. Borgari með fíkjum og döðlumauki Best er að gera borgarann frá grunni úr gæðanautahakki. Þessi borgari hefur svolítið veislulegt yfirbragð og framkallar jólastemningu. Uppskriftin miðast við fjóra. 600 g nautahakk 2 msk. smjör til að steikja upp úr Salt og nýmalaður pipar döðlumauk 1 ½ dl vatn 1 msk. púðursykur 3 msk. sítrónusafi 6 steinlausar döðlur, smátt skornar 3 ferskar fíkjur, skornar í báta ¼ haus smátt skorið rauðkál 16 stk. rósakál, skorið í sneiðar 1 msk. smjör Salt og nýmalaður pipar 4 hamborgarabrauð Fyrst er döðlumaukið útbúið. Sjóðið upp vatnið með sykrinum, sítrónusafa og síðan er döðlunum bætt saman við. Látið vökvann malla niður um helming. Bætið þá fíkjunum saman við og sjóðið áfram án loks í nokkr- ar mínútur. Mótið fjóra hamborgara úr nauta- hakkinu. Bragðbætið með salti og pipar. Steikið borgarana á heitri pönnu á báðum hliðum. Leggið þá á disk á meðan kálið er steikt. Steikið rauðkál og rósakál í smjöri þar til það verður mjúkt eða í um það bil 3 mínútur. Bragðbætið með salti og pipar. Leggið steikta grænmetið á hamborg- arabrauð, borgarann þar ofan á og loks döðlu- og fíkjumaukið. míníBorgarar með reyktu hreindýrakjöti Míníborgarar eru ótrúlega flott- ir á veisluborðið. Með hreindýra- kjöti verða þeir sérstaklega sparileg- ir. Hægt er að búa til hamborgara úr hreindýrahakki en hér er notað reykt hreindýrakjöt í brauðin. Uppskriftin nægir fyrir 20 stykki. 300 g hreindýrafilé 1 dl reykflísar 2 msk. smjör til steikingar Salt og pipar lítil hamborgarabrauð 250 g hveiti ½ pk. þurrger ½ msk. sykur ½ tsk. salt 1 ¼ dl mjólk ½ dl vatn 25 g smjör 2 msk. svört sesamfræ ¼ haus fínt skorið rauðkál 2 msk. smjör Salt og pipar 1 pakki hreinn rjómaostur ¼ búnt minta Hitið ofninn í 125°C. Blandið þurrefn- um í hrærivélarskál og hrærið smá- vegis. Bætið mjólk og vatni saman við og hnoðið deigið í um það bil 10 mín- útur. Þá er smjörið út í og hært áfram í 5 mínútur. Látið deigið hefast í 40-60 mínútur. Skiptið deiginu í 20 parta og búið til bollur. Leggið bollurnar á ofnplötu með bökunarpappír og ýtið létt ofan á hverja bollu með lófanum. Penslið brauðin með vatni og dreifið sesam fræjum yfir þau. Bakið brauð- in í miðjum ofni í um það bil 5 mínútur eða þar til þau fá gullinn lit. Setjið reykflísar í stóra járnpönnu. Setjið rist ofan á og klæðið hana með álpappír þar yfir. Leggið kjötsneiðarn- ar á álpappírinn, setjið lok á pottinn og stillið á hæsta hita. Eftir nokkrar mínútur reykfyllist potturinn og kjötið á að standa í reyknum í 5 mínútur. Þá er hitinn tekinn af plötunni og pottur- inn settur til hliðar. Kryddið kjötið með salti og pipar og brúnið það á báðum hliðum í smjöri á pönnu. Setjið kjötið í eldfast mót og bakið í ofni í 15-20 mínútur. Kjöt- ið þarf að bíða í að minnsta kosti 5 mínútur áður en það er skorið niður í sneiðar. Meðalsteikt kjöt á að vera 55-60°C en mikið steikt sýnir það 75°C. Skerið rauðkál mjög smátt og steik- ið það á pönnu í smjöri. Bragðbætið með salti og pipar. Kljúfið brauðið og smyrjið bæði botn og topp með rjómaosti. Þá er þunn sneið af kjöti lögð á brauðið ásamt káli og mintu. Leggið síðan lokið yfir. aðventuBorgarar á tv0 vegu Hamborgarar eru til á mismunandi vegu og alltaf hægt að breyta. Það er fljótlegt að útbúa borgara og það getur verið þægilegt í desemberstressi. Lúxushamborgarar eru líka flottir á veisluborði. Hér eru nokkrir slíkir borgarar. 9 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F Ö s T U d A G U r6 F ó l k ∙ k y n n i n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F s s T í l l 0 9 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 9 C -C 4 D C 1 B 9 C -C 3 A 0 1 B 9 C -C 2 6 4 1 B 9 C -C 1 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.