Fréttablaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 58
minn fararstjóra. Hann ákvað hvar væri stoppað. Á þessum stöðum myndaði ég stundum hans sjónarhorn og lék mér að því að skoða það sem hann hafði skoðað, þannig að mitt konseptverk kallast á við hans verk. En svo tók ég líka mínar útgáfur, mínar upplifanir, af þessum stöðum. Það er lykilatriði í mínu verki að ég er ekki að mynda landslag sem hann hafði teiknað, heldur er ég að gera mynd af mínum samtíma. Þannig að ég mynda stað- ina því ég er að fjalla um hvernig við nálgumst þessa staði í dag og þá ekki síst ferðamennirnir. Það varð hluti af konseptinu og því tók ég lát- laust upp puttalinga í allt sumar og þeir þvældust með mér, vegna þess að puttalingar eru forvitnir og hafa nægan tíma. Þeir fóru oft með mér á flakkið og svo tók ég portrettmyndir af þeim á stöðunum.“ Einar Falur setti sig í samband við Johannes Larsen safnið Kerteminde á Fjóni og hitti þar á ungan sýning- arstjóra þess, Christian Kortegaard Madsen að nafni. „Ég hitti hann svo hér í þessu óhemju fallega safni og þau hérna í safninu hafa fylgt þessu verkefni allt þetta ár og buðu mér fljótlega að halda hér stóra sýningu sem verður opnuð í dag. Sýningar- stjórinn slær saman myndum sem hann hefur valið úr mínu verkefni ásamt völdum myndum eftir Larsen og bætir að auki við verkum eftir nokkra aðra listamenn sem hafa núningsflöt við íslenska og danska myndlist. Það eru verk eftir Ólaf Elíasson og Sven Havsteen-Mikkel- sen og John Olsen þannig að það koma nokkrir fleiri listamenn inn í sýninguna.“ Næsta sumar verður svo önnur útgáfa af sýningunni þegar hún verður sumarsýning Hafnar- borgar og þá kemur út bók samhliða þeirri sýningu. Menningarsaga í myndum Á árunum 2007 til 2009 vann Einar Falur að stóru verkefni sem hét Sögustaðir – Í fótspor W.G. Coll- ingwood, en þar notaði hann vatns- litamyndir sem enski málarinn mál- aði af sögustöðum á Íslandi sumarið 1897. Afrakstur verkefnisins sýndi Einar Falur fyrst á Lista hátíð í Reykjavík 2010 og hann segir að hann hafi á sínum tíma notað Coll- ingwood sem leiðsögumann fyrir sína myndlist. „Ég hef sem betur fer líka verið að vinna verkefni þar sem ég er ekki háður einhverjum fararstjóra og ég get gert það líka sem mér finnst mjög gott. En á móti kemur að sam- starfsverkefni sem þetta, því lista- menn eru alltaf að vinna verkefni saman, er auðvitað sérstakt þar sem ég er í samstarfi við látinn lista- mann. En um leið gefur það mér mikið frelsi til þess að túlka hvað listamaðurinn er að gera og hvað hann er að hugsa. Ég hef átt í mjög nánu samstarfi við Larsen, eins furðulega og það hljómar, í gegnum mínar hugleiðingar síðustu þrjú árin og þá fyrst og fremst um hans sögu. Hvernig hann nálgast íslenska sögu og menningararfleifð, auk þess hvernig hann hreinlega vinnur að sínu verki, og það er grunnur sem ég byggi ofan á og bæti svo við en von- andi hef ég náð að skapa margradda verk sem er á dýptina. Þetta eru ekki landslagsljósmynd- ir, því ég lít ekki á mig sem lands- lagsljósmyndara, heldur er ég að glíma við menningarsögu í mínum myndum. Fyrir mér snýst þetta um menningarsögu og upplifun okkar á landinu fremur en landið sjálft. Þess vegna er mjög mikilvægt fyrir mér í mínum verkum að þar er aldrei sýnt það sem má kalla hreint landslag, heldur eru alltaf ummerki um mennina. Ég er alltaf að horfa á ummerki um mennina í náttúrunni og hvernig við umgöngumst, notum og jafnvel misnotum landið okkar.“ Johannes Larsen, Toppen af Grettisbæli, 11. júlí 1930.Einar Falur Ingólfsson, Grettisbæli 01.09. 2016. Einar Falur Ingólfsson, Úr Eilífsdal að Esju, 21.08. 2016. Þetta eru ekki landslagsljós- myndir, Því ég lít ekki á mig sem landslagsljósmyndara, heldur er ég að glíma við menningarsögu. Klósettdagar hjá Ísleifi Jónssyni Súper tilboð – hagstæð innkaup – lægra gengi Öllu skilað til neytenda tilboðs Hannað af Philippe Starck Duravit hefur um áraraðir starfað með hönnuðum sem hlotið hafa fjölda viðurkenninga. DURAVIT salernum fylgir hæglokandi seta Rimless tækni - hljóðlát skolun Seta losuð með einu handtaki - auðveldar þrif Með allt á hreinu frá 1921 Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is Fylgir frítt með Starck 3 kr. 48.900 Lotus just·1 pakki af 5 laga salernispappír fylgir 9 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F Ö s T U d A G U r38 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 9 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 9 C -A C 2 C 1 B 9 C -A A F 0 1 B 9 C -A 9 B 4 1 B 9 C -A 8 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.