Morgunblaðið - 02.11.2016, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.11.2016, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 2. N Ó V E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  257. tölublað  104. árgangur  ÓVENJUMIKIÐ UM FORVITNI- LEGAR KONUR ENGIN TÆPI- TUNGA, KINN- ROÐI EÐA SKÖMM ÁSGEIR ÁFRAM MEÐ NIMES Í FRAKKLANDI OMGYES.COM 12 ÍÞRÓTTIRAIRWAVES HAFIN 18, 30 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ákvörðun kjararáðs frá því á kjördag að hækka verulega laun alþingis- manna, ráðherra og forseta Íslands hefur vakið hörð viðbrögð. Forystu- menn Alþýðusambands Íslands, Sam- taka atvinnulífsins, BSRB og BHM gagnrýna ákvarðanir ráðsins og það hafa einnig verkalýðsfélög um allt land og fleiri samtök gert. Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands skora á nýkjörið Alþingi að hafna ákvörðunum kjararáðs. ASÍ krefst þess að Alþingi komi strax saman til þess. Atvinnurekendasamtökin vilja að málið verði lagt í sáttaferli. Öll samtökin vilja einnig að það sama gildi um fyrri ákvörðun kjararáðs um hækkun launa embættismanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra segir það ekki að undra að menn hafi skoðanir á þessum hækkunum. Hann rifjar upp að hann hafi lagt til miklar breytingar á hlutverki kjarar- áðs. „En það situr alltaf eftir spurn- ingin um það hvernig eigi að ákvarða laun kjörinna fulltrúa og annarra sem heyra undir kjararáð og hvaða viðmið á að leggja til grundvallar.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að verði ekki gripið í taumana og sameiginlegri launastefnu fylgt muni sú ólga sem af því hlýst verða í boði Alþingis. Mótmæla launahækkun  Samtök verkalýðs og atvinnurekenda telja ákvörðun kjararáðs ógna stöðugleika  ASÍ krefst þess að Alþingi komi strax saman til að draga hækkanirnar til baka MHækkanir »4 Launabreytingar » Laun þingmanna hafa hækk- að um 119% á áratug og ráð- herra um 102% en launa- vísitalan um 95%. » ASÍ segir að laun æðstu embættismanna hafi hækkað um 75% á 3 árum en almenn laun um 29%. Stjórnmálaforingjar telja að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, gefi það út í dag eða allra næstu daga, hvaða flokksformaður fær í fyrstu umboð til stjórnarmyndunar. Þrír formenn sækjast eftir að fá umboðið. Óformlegar þreifingar voru milli formannanna í gær, eins og undan- farna daga, en ekki er vitað til að neinn þeirra hafi komist verulega áleiðis með að tryggja stuðning nógu margra flokka og þingmanna til að geta myndað meirihlutastjórn. Sam- kvæmt upplýsingum blaðsins hringdi forsetinn í Katrínu Jakobsdóttur, for- mann VG, og Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, í gær. Ekki náð- ist í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, í gærkvöldi til að fá staðfest að forseti hefði einnig haft samband við hann. „Ég vil ekk- ert láta hafa eftir mér um trúnaðar- samtöl, hvorki við hann né aðra,“ sagði Benedikt spurður út í hvað þeim fór á milli. Nokkurrar óþreyju er farið að gæta hjá þingmönnum Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks í garð forseta. Telja þingmenn þessara flokka, sem rætt var við, að forset- anum beri að afhenda Bjarna Bene- diktssyni umboð til stjórnar- myndunar. »6 Búist við útspili forseta Morgunblaðið/Ómar Bessastaðir Bústaður forsetans er jafnan í sviðsljósinu eftir kosningar.  Ræddi við for- menn í síma í gær  Arnar Már Arngrímsson hlaut verðlaun Norðurlandaráðs í flokki barna- og unglingabókmennta fyrir bókina „Sölvasaga unglings“ en af- hending verðlaunanna fór fram í tónleikahúsi danska ríkisútvarpsins í gærkvöldi. Bókin fjallar um nútímaungling og viðfangsefni sem hann þarf að glíma við. Í rökstuðningi dóm- nefndar segir: „Höfundi tekst í þessari fyrstu bók sinni að búa til persónu sem er áhugaverð, fyndin, óþolandi, leitandi og heillandi. Tungutak sögunnar er lífleg blanda af unglingamáli og ritmáli eldri kynslóðarinnar og þar takast á menningarheimar.“ Jakob Wege- lius, sem hlaut verðlaunin í fyrra af- henti Arnari Má verðlaunin auk pen- ingaverðlauna sem nema um sex milljónum króna. »8 Arnar Már hlaut verðlaun Norðurlandaráðs fyrir sína fyrstu bók, Sölvasögu unglings Magnus Fröderberg/Norden.org Verðlaun Arnar Már tók við verðlaunum í flokki barna- og unglingabókmennta í gær.  Margir kúabændur vildu selja greiðslumark á tilboðsmarkaði fyr- ir greiðslumark í mjólk sem lokað var í gær. 69 gild tilboð bárust um sölu á alls tæplega 6 milljónum lítra. Ljóst er af því að margir kúa- bændur eru á þeim buxunum að hætta framleiðslu. Einnig var töluverð eftirspurn eftir mjólkurkvóta. 45 gild tilboð bárust um kaup á alls um 3,6 millj- ónum lítra. Viðskipti urðu með um 2,7 millj- ónir lítra á jafnvægisverði sem var 205 krónur á lítrann. Er það 35 krónum lægra en í september. Þetta er stærsti og jafnframt síð- asti tilboðsmarkaður með mjólkur- kvóta. Með nýjum búvörusamningi tekur við innlausnarskylda ríkisins á mjólkurkvóta á ákveðnu verði sem er mun lægra en það kvótaverð sem hefur myndast. »11 Margir kúabændur vildu selja mjólkurkvót- ann á tilboðsmarkaði og hætta framleiðslu Morgunblaðið/Styrmir Kári Kýr Eftir áramót mun ríkið innleysa mjólkurkvóta sem bændur vilja selja. hluti af ÞÚ ÞARFT á morgnana Þessir voru að leggja lokahönd á uppsetningu Pönksafns Íslands með því að veggfóðra inn- ganginn með risastórum myndum af Utangarðs- mönnum og Sykurmolunum, en safnið verður til húsa á fyrrverandi almenningssalerni í Banka- stræti 2, sem flestir kannast við sem Núllið. Fyrrverandi söngvari Sex Pistols, John Lydon, eða Johnny Rotten, frægasti pönkari sögunnar, mun opna safnið formlega í dag. »30 Andrúmsloft pönksins fangað á fyrrverandi salerni Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.