Morgunblaðið - 02.11.2016, Síða 8

Morgunblaðið - 02.11.2016, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 Ástæða þess að alþingiskosningarvoru haldnar um sl. helgi en ekki næsta vor er sú „krafa“ sem þáverandi stjórnarandstaða hélt fram að væri uppi meðal almenn- ings um að fá að kjósa.    Í framhaldi afþessari meintu kröfu hótaði stjórnar- andstaðan því að hleypa engum málum í gegnum þingið fyrr en kjördagur lægi fyrir í haust. Raunar fór það svo að jafnvel eftir að kjördagur lá fyrir hindraði stjórnarandstaðan þingstörfin sem mest hún mátti, sem sýnir þau heilindi sem bjuggu að baki meintri kröfu.    Um liðna helgi gáfu svo kjós-endur svar sitt um hvort krafa þeirra hefði verið að fá að kjósa sem fyrst. Svarið var að aldrei hafði lægra hlutfall kjósenda séð ástæðu til að taka þátt í kosningum til Al- þingis.    Krafan var því bersýnilega ekkifyrir hendi.    Það kom líka í ljós, að fleiri kjós-endur, sem þó mættu á kjör- stað, vildu að núverandi ríkisstjórn sæti áfram en að stjórnarandstaðan tæki við.    Þetta var önnur staðfesting þessað engin krafa var uppi um að fá stjórnarandstöðuna inn í stjórnarráðið, þvert á fullyrðingar hennar sjálfrar um annað.    Sjálfsagt er, og raunar nauðsyn-legt, að hafa þetta í huga nú þegar unnið er að myndun nýrrar stjórnar. „Krafa“ kjósenda um kosningar STAKSTEINAR Veður víða um heim 1.11., kl. 18.00 Reykjavík 4 alskýjað Akureyri 1 léttskýjað Nuuk -1 skýjað Þórshöfn 8 rigning Ósló 2 léttskýjað Kaupmannahöfn 8 skýjað Stokkhólmur 5 rigning Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 12 léttskýjað Brussel 14 skýjað Dublin 10 heiðskírt Glasgow 7 heiðskírt London 12 alskýjað París 13 léttskýjað Amsterdam 13 alskýjað Hamborg 10 rigning Berlín 11 alskýjað Vín 11 léttskýjað Moskva -8 skýjað Algarve 22 heiðskírt Madríd 17 skýjað Barcelona 19 heiðskírt Mallorca 21 alskýjað Róm 17 heiðskírt Aþena 17 heiðskírt Winnipeg 3 skýjað Montreal 4 léttskýjað New York 12 heiðskírt Chicago 18 skýjað Orlando 25 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:17 17:07 ÍSAFJÖRÐUR 9:35 16:59 SIGLUFJÖRÐUR 9:18 16:41 DJÚPIVOGUR 8:49 16:33 Tilboðsverð kr. 109.990,- Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 137.489,- Vitamix TNC er stórkostlegur. Mylur alla ávexti, grænmeti, klaka og nánast hvað sem er. Býr til heita súpu og ís. Til í fjórum litum, svörtum, hvítum rauðum og stáli. Besti vinurinn í eldhúsinu Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Verðlaun Norðurlandaráðs voru veitt við hátíðlega athöfn í tónleika- sal danska ríkisútvarpsins í Kaup- mannahöfn í gærkvöldi. Arnar Már Arngrímsson hlaut verðlaunin í flokki barna- og unglingabók- mennta, en einnig var Ragnhildur Hólmgeirsdóttir tilnefnd fyrir bók- ina Koparborgina. Verðlaun í flokki bókmennta hlaut sænska ljóðskáldið Katarina Fros- tenson fyrir bók sína Sånger och formler. Í flokki bókmennta voru af Íslands hálfu tilnefnd Guðbergur Bergsson fyrir skáldsöguna Þrír sneru aftur og Elísabet Jökulsdóttir fyrir ljóðabókina Ástin er ein tauga- hrúga: enginn dans við Ufsaklett. Í flokki kvikmynda urðu hlut- skarpastir Norðmennirnir Joachim Trier, Eskil Vogt og Thomas Rob- sahm, fyrir kvikmyndina Louder Than Bombs. Í þeim flokki var Rún- ar Rúnarsson tilnefndur fyrir kvik- mynd sína Þresti. Tónlistarverðlaun Norðurlanda- ráðs hlaut Daninn Hans Abraham- sen fyrir söngbálk sinn Let me tell you. Af Íslands hálfu voru tilnefnd Jóel Pálsson og Kjartan Valdemars- son fyrir tónverkið Innri og Karól- ína Eiríksdóttir fyrir óperuna MagnusMaria. Umhverfisverðlaun Norðurlanda- ráðs hlaut danska smáforritið Too Good To Go. Þar voru tilnefnd ís- lensku smáforritin e1 og Strætó- appið. Verðlaun Norður- landaráðs veitt í gær Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðaust- urkjördæmi, hefur tekið við sem starfandi forseti Alþingis. Fráfarandi alþingismenn misstu allir umboð sitt á laugardaginn, þegar nýtt þing var kosið. Í þeim hópi var þingforsetinn sjálfur, Einar Kristinn Guðfinns- son. Ef þingforseti hættir er venj- an sú að næsti varaforseti taki við, nái hann kjöri. Fyrsti vara- forseti var Kristján L. Möller, en hann hætti einnig á þingi. Þórunn tekur því við sem 2. varaforseti. Hún mun gegna embættinu þar til nýkjörið þing hefur komið saman og kosið forseta. Þórunn situr nú sem fulltrúi Íslands á þingi Norðurlanda- ráðs í Kaup- mannahöfn. Hún situr jafnframt árlegan fund þing- forseta á Norðurlöndum. sisi@mbl.is Þórunn forseti Alþingis Þórunn Egilsdóttir Stofnvísitala rækju í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi var undir meðallagi í leiðangri í haust. Hafrannsóknastofnun ráðleggur að leyfðar verði veiðar á 167 tonnum í Arnarfirði á þessu fisk- veiðiári og í Ísafjarðardjúpi eru ráðlagðar veiðar á 484 tonnum. Rækjustofnar á öðrum svæðum eru enn í lægð og ekki er lagt til að veiðar verði stund- aðar á þeim svæðum fiskveiðiárið 2016/2017. Þar sem magn ýsuseiða var yfir viðmiðunarmörk- um í Ísafjarðardjúpi ráðleggur Hafrannsóknastofnun að rækjuveiðar hefjist ekki á því svæði fyrr en magn seiða hefur minnkað. Líkt og undanfarin ár var mest af rækju innst í Djúpinu. Sömu sögu er að segja úr Arnarfirði, þar var helsta útbreiðslusvæði rækju innst í firð- inum. Stofnar innfjarðarækju undir meðallagi eða í lægð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.