Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 ✝ Jónína IngileifGunnlaugs- dóttir Melsteð fæddist 8. ágúst 1944 í Reykjavík. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 21. október 2016. Foreldrar henn- ar voru Helga Sím- onardóttir Melsteð, fædd í Vatnskoti, Þingvallasveit, 22. maí 1914, d. 1. október 2000, og Gunnlaugur Bjarnason Melsteð, fæddur á Framnesi, Skeiða- hreppi, 5. maí 1908, d. 21. janúar 1962. Alsystkini Jónínu voru Sig- ursteinn, f. 1938, d. 2005, Símon, f. 1939, d. 1983, Pétur Þór, f. 1941, d. 2006, og Gunnlaugur Bjarni, f. 1949, d. 1979. Sam- feðra systkini Jónínu eru Erla Thomsen, f. 1946, og Einar Símonarson, f. 1949. Jónína giftist hinn 8. ágúst 1965 Gunnari H. Gunnarssyni byggingaverkfræðingi, f. 16 maí 1942. Foreldrar hans voru Gunn- ar H. Bjarnason, f. 1917, d. 1971, og Ingibjörg Óladóttir, f. 1920, d. 2012. Börn Jónínu og Gunnars eru: 1) Gunnlaugur Melsteð, f. 9. sept- ember 1963. Gunnlaugur er í sambúð með Hallgerði Gunnars- fræði. Fjölskyldan flutti 1971 á Vesturberg 10. Jónína og Gunn- ar byggðu sér raðhús í Brekku- seli 26 og fluttust þangað 1976 og bjó Jónína þar til dauðadags. Árið 1975 hóf Jónína, þá þriggja barna móðir, nám í FB til að undirbúa sig undir hjúkr- unarnám sem hafði lengi verið draumur hennar. Hún útskrifast sem hjúkrunarfræðingur 1981, þá orðin fjögurra barna móðir. Jónína hóf störf á Landspítalan- um en starfaði lengst við heima- hjúkrun. Hún vann síðustu árin við öldrunarhjúkrun á Landspít- alanum Fossvogi þar sem hún lét af störfum 2008. Jónína var mikið náttúrubarn og hafði unun af því að ferðast um landið með fjölskyldu sinni. Jónína og Gunnar ferðuðust einnig víða erlendis. Jónína var frá unga aldri mikil áhugamann- eskja um tónlist og dans, lærði m.a. á harmonikku. Á fullorðins- árum hóf hún gítarnám og að syngja með kórum. Hún söng með Samkór Trésmíðafélagsins en síðustu átján árin með Árnes- ingakórnum í Reykjavík. Á eftir- launaárunum tók hún upp þráð- inn í harmonikkunámi og ýmiss konar handverki og listsköpun. Hún lagði stund á olíumálun, leir- og glerlist og skartgripa- gerð. Útför Jónínu verður gerð frá Háteigskirkju í dag, 2. nóvember 2016, klukkan 15. dóttur, f. 15. mars 1968. Börn Gunn- laugs eru Hrafnkell Grímur, móðir Sig- fríður Guðlaugs- dóttir, og Jónína Melsteð, móðir Mar- grét Baldursdóttir. 2) Ingibjörg, f. 18. mars 1966, í sambúð með Pétri Daníelssyni, f. 21. nóvember 1975. Börn þeirra eru Daníel, Helga Björg og Lilja Kristín. 3) María Sigrún, f. 26. ágúst 1968, d. 1. október 2014, eigin- maður Gísli Héðinsson, f. 19. des- ember 1969, börn þeirra eru Ágústa Mjöll, Hjörtur Snær og Una Sóley. 4) Sveinborg Hlíf, f. 8. ágúst 1979, sambýlismaður Ei- ríkur G. Ragnars, f. 22. apríl 1979, sonur þeirra Gunnar Hrafn. Jónína ólst upp hjá foreldrum sínum á Rauðarárstíg 3 en dvald- ist oft á sumrin hjá afa sínum og ömmu í Vatnskoti í Þingvalla- sveit. Jónína gekk í Landakots- og Lindargötuskóla. Jónína hóf búskap með eiginmanni sínum, Gunnari, árið 1962 á Rauðarár- stíg 3. Þau bjuggu tvo vetur í Þrándheimi þar sem Gunnar stundaði framhaldsnám í verk- Látin er Jónína Melsteð, mágkona mín, 72 ára að aldri. Langar mig að minnast hennar. Leiðir okkar hafa legið saman í rúmlega 50 ár og við alltaf verið góðar vinkonur. Ég man vel þegar Gunnar bróðir kom upp á Akranes og kynnti Jónínu fyrir fjölskyldunni. Hún var hávaxin, glæsileg, ung kona, glaðleg, blátt áfram og einlæg. Árið 1965 flytja þau til Þrándheims og Gunnar lýkur sínu verkfræðinámi þaðan. Þeg- ar þau flytja heim eru börnin orðin tvö, síðan eignuðust þau önnur tvö. Næstu árin er Jónína heimavinnandi og hugsar um börnin. Síðan dreif hún sig í hjúkrunarfræðinám. Sýndi þar mikinn dugnað, ásamt því að hugsa um stórt heimili. Vann sem hjúkrunarfræðingur í mörg ár, bæði í heimahjúkrun og á sjúkrahúsum í Reykjavík. Börn- in okkar eru á svipuðum aldri og vorum við mikið saman, sér- staklega þegar þau voru yngri. Gunnar og Jónína voru miklir náttúruunnendur. Voru þau mjög dugleg að ferðast innan- lands. Oft vorum við saman í þeim ferðum, ásamt börnunum. Börn þeirra hafa erft þennan áhuga á íslenskri náttúru. Einn- ig fórum við saman til útlanda seinni árin. Jónína átti mörg áhugamál. Fyrst og fremst hafði hún yndi af söng, hún söng í mörg ár með Árnesingakórnum í Reykjavík. Hún var mikið fyrir barnabörnin, sem eru níu tals- ins. Oft var tekið lagið með þeim. Jónína var mjög fé- lagslynd og ræktarsöm við sitt fólk. Hún kunni að gleðjast í góðra vina hópi. Seinni árin fór hún að mála myndir og vinna úr gleri og leir. Veikindum í fjöl- skyldunni mætti hún með kjarki og dugnaði. Í sínum veikindum sýndi hún einnig mikinn bar- áttuvilja. Í tvö ár glímdi hún við krabbameinið, sem hafði vinn- inginn að lokum. Hún hélt sinni reisn allt til loka. Ég mun sakna trygglyndis hennar, uppörvandi og góðs félagsskapar. Að leið- arlokum þakka ég kærri mág- konu minni samfylgdina og óska fjölskyldu hennar velfarnaðar. Álfdís Gunnarsdóttir. Elskuleg mágkona mín, Jón- ína Melsteð, er fallin frá. Við kynntumst þegar ég var rétt um átján ára gömul og Jónína á fermingaraldri þegar við Símon, eldri bróðir hennar, hófum sam- búð. Um tíma bjuggum við báð- ar á Rauðarárstígnum sem var nokkurs konar fjölskylduhús Melsteð-fjölskyldunnar og var þá samgangur mikill. Jónína var sterkur persónu- leiki. Hún var mikil fjölskyldu- manneskja og fylgdist vel með öllum, bæði ungum og öldnum, í fjölskyldu sinni, sinnti þeim og lét sér annt um. Í sumarbú- staðnum á Þingvöllum, hennar heimasveit, áttum við saman margar góðar stundir í tímans rás. Hún hafði yndi af tónlist og söng og við sungum um tíma saman í kór. Við höfum átt samleið í gegnum lífið í ríflega fimmtíu ár. Á þeim tíma höfum við myndað trausta og góða vináttu og gengið saman í gegnum þau verkefni sem lífið hefur fært okkur. Jónína átti fjóra albræð- ur en þeir eru allir gengnir á undan henni, margir hverjir nokkuð ungir. Ég vil með þess- um fáu orðum þakka Jónínu fyrir vináttuna í gegnum árin og allt það sem við áttum sam- eiginlegt. Eiginmanni hennar, börnum og fjölskyldu allri votta ég mína innilegustu samúð. Guð blessi minningu hennar. Laufey Erla Kristjánsdóttir. Fyrir um hálfri öld kynnt- umst við hópur ungra kvenna sem ýmist vorum í námi eða giftar námsmönnum í Þránd- heimi. Við stofnuðum sauma- klúbb og hittumst með hann- yrðir í þröngum húsakynnum námsmanna, glöddumst saman og nutum góðra veitinga. Við fráfall vinkonu okkar, Jónínu Melsteð, rifjast upp að það var hún sem hóaði okkur saman í framhaldsklúbb eftir að heim var komið. Síðan þá höfum við skipst á að hafa saumaklúbb heima hver hjá annarri eða farið saman út að borða. Flestar búum við á höfuðborgarsvæðinu en nokkrar búa eða hafa búið úti á landi eða erlendis. Það hefur þýtt ófá ferðalög og stundum hafa mak- ar verið með í för. Jónína var sannur vinur og bar hag annarra fyrir brjósti, sem sýndi sig í því m.a. að hún lagði á sig nám í FB til að geta í framhaldi komist inn í Hjúkr- unarskólann. Þá var hún þegar orðin þriggja barna móðir og það fjórða fæddist meðan hún var enn í hjúkrunarnáminu. Hún vann síðan við hjúkrun og sinnti því starfi af alúð. Jónína vildi alltaf drífa í hlut- unum og kom oft með djarfar hugmyndir. Hún hvatti mjög til fararinnar þegar klúbburinn ákvað að stefna á skemmtiferð ásamt mökum til Prag. Í ferðina komust þau Jónína og Gunnar þó ekki í það sinn. Síðar fórum við í eftirminnilega ferð saman þegar ein úr hópnum bauð í saumaklúbb til sín í London. Heimili Jónínu var smekklegt og bar vitni áhuga hennar fyrir málaralist og tónlist. Orkidea var hennar blóm. Hún eignaðist sumarbústað í Þingvallasveitinni og ekki fannst henni leiðinlegt að geta boðið upp á nýveidda murtu úr Þingvallavatni eitt sinn er við sóttum þau hjón heim. Jónína sýndi óbilandi bar- áttuþrek gegn krabbameininu þegar í hlut átti dóttirin og síð- ar hún sjálf. Hún trúði á bata sér til handa allt til loka. Við vinkonurnar minnumst hennar af kærleik og þökkum samfylgd- ina. Við sendum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jónínu Melsteð. F.h. Þrándheimsklúbbsins, Sigríður Ágústa Ásgrímsdóttir. Bognar aldrei brotnar í bylnum stóra seinast. (Stephan G. Stephansson.) Nú hefur hún Jónína kvatt þetta líf. Í fjölda ára var hún fé- lagi í kórnum okkar. Há og glæsileg var hún, alltaf glöð og jákvæð. Þau hjón, Jónína og Gunnar, voru dugleg að taka þátt í félagslífi kórsins og um tíma söng hann einnig með kórnum. Jónína var dugleg kona. Sér- staka aðdáun vakti hún hjá okk- ur félögunum þegar við fylgd- umst með henni takast á við veikindi og andlát dóttur þeirra. Alltaf mætti hún á söngæfingar og ef dáðst var að dugnaðinum sagði hún: Það hjálpar að syngja. Í kjölfarið tók svo við hennar eigin barátta við sama sjúkdóm. Og enn fylltumst við aðdáun. Enn sýndi þessi sterka kona ótrúlegt æðruleysi. Hún barðist hetjulega við óvininn og þær stundir komu að við héldum að hún hefði betur. En svo fór um síðir að hetjan okkar varð að játa sig sigraða. Það er tóma- rúm á staðnum hennar í kórn- um og munum við ætíð minnast hennar með virðingu og þökk. Gunnari og fjölskyldunni allri, sem gengið hafa í gegnum svo mikið á stuttum tíma, sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Kveikt er ljós við ljós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Niður stjörnum stráð, engill framhjá fer. Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. (Stefán frá Hvítadal.) Fyrir hönd Árnesingakórsins í Reykjavík, Herdís Petrína Pálsdóttir, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Þorgerður Guðfinnsdóttir. Jónína Melsteð Það voru erfiðar fréttir sem við fengum hinn 28. okt. síðastliðinn. Hafsteinn frændi var alvarlega veikur og ekki hugað líf. Við vissum að frændi okkar lá inni á sjúkra- húsi mikið veikur og var hann búinn að vera á spítala um það bil eina og hálfa viku mjög veik- ur. Kom í ljós við nánari rann- sóknir að Hafsteinn átti ekki langt eftir og urðu þau veikindi banamein hans á endanum. Hafsteinn frændi lést á Landspítalanum að morgni 29. september eftir stutt en erfið veikindi. Elsku frændi, hvað við sökn- um þín mikið, okkur verkjar í hjartað meira en við við héldum að væri hægt. Minningar streyma fram og er þar efst þegar við lékum við þig í að skjóta niður plasthesta með járnkúlu. Ógleymanlegar minn- ingar flæða fram, þú varst dug- legur í heyskap og þar fengum við systkinin að vera með og þótti okkur það ótrúlega gam- an. Við fengum að sitja á hey- vagninum fullum af heyi inn í hlöðu. Ein af barnsminningum okkar er þegar þú spilaðir Hafsteinn Kristinsson ✝ HafsteinnKristinsson fæddist 3. mars 1963. Hann lést 29. september 2016. Útför Hafsteins fór fram 15. októ- ber 2016. matador eða út- vegsspilið við okk- ur, þá bara litla krakkaorma. Þú varst okkur ávallt góður og aldrei voru nú lætin í þér, allt var rætt á ró- legu nótunum. Við elskuðum þegar við máttum koma með þér og afa út á sléttuna að stinga kola eða draga inn net og sjá hvað var í netunum hjá ykkur. Allar minn- ingarnar sem við systkinin eig- um um hann Hafstein væru efni í góða bók . Elsku frændi, við vitum að afi hefur tekið vel á móti þér í sumarlandinu og hugsar vel um þig, Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjartað mitt þungt sem blý því burt varst þú kallaður á á örskammri stundu. Í huganum hrannast upp sorgar ský. Fyrir mér varst þú ímynd þess göfuga og góða svo fallegur einlægur og hlýr en örlög þín ráðin – mig setur hljóða við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður guð þína sálu nú geyma. Gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. Júlía, Stefán Ingi og Svanur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, ÞÓRIR HAUKUR EINARSSON, fyrrv. skólastjóri, Fiskinesi, Drangsnesi, andaðist föstudaginn 21. október. Útförin fer fram frá Drangsneskapellu laugardaginn 5. nóvember klukkan 14. . Lilja Sigrún Jónsdóttir, Hólmfríður Þórisdóttir, Pétur Örn Pétursson, Þóra Þórisdóttir, Sigurður Magnússon, Guðbjörg Þórisdóttir, Ágúst Þór Eiríksson, Ásta Þórisdóttir, Svanur Kristjánsson, Einar Haukur Þórisson, Kristjana Pálsdóttir og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, VALBORG STELLA HARÐARDÓTTIR, Lundarbrekku 10, Kópavogi, lést mánudaginn 24. október á Land- spítalanum. Hún verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstudaginn 4. nóvember klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. . Eggert Þór Jóhannsson, Hörður Páll Eggertsson, Karen Ómarsdóttir, Anton Ingi Eggertsson, Þorgerður Jónsdóttir, Stefán J. Eggertsson, Jóhanna L. Brynjólfsdóttir, barnabörn, Pálína M. Stefánsdóttir, Kristín Harðardóttir. Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, SOFFÍA WEDHOLM GUNNARSDÓTTIR, sem lést miðvikudaginn 26. október, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 4. nóvember klukkan 13. . Helgi Björnsson Jóna Jóhannesdóttir Wedholm Gunnar Wedholm Helgason Þóra Björk Eysteinsdóttir Ólöf Helgadóttir Guðmundur J. Kristjánsson Erlen Björk Helgadóttir Kristinn Ottason og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SJÖFN JÓHANNESDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, er látin. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 4. nóvember klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Höfða. . Jóhannes Guðjónsson, Guðrún J. Guðmundsd., Guðmundur Guðjónsson, Ólöf Guðmundsdóttir, Hrefna Guðjónsdóttir, Sigurður Sigurðsson og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.