Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2016 majubud.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Ökumönnum sex stórra flutninga- bíla frá Póllandi tókst í gær að komast yfir Námaskarð og austur á land eftir að hafa verið tepptir í Mývatnssveit síðan fyrir helgi. Hálka á veginum yfir skarðið, sem er skammt sunnan við þorpið í Reykjahlíð, hamlaði að bílarnir næðu yfir skarðið þar sem var hálka og leiðinlegt færi. Áður höfðu skapast vandræði þegar bíl- arnir komu um Kísilveginn frá Húsavík, þangað sem þeir fluttu að- föng til kísilmálmverksmiðjunnar á Bakka sem nú er í byggingu. „Bílarnir voru einfaldlega ekki útbúnir til aksturs í íslenskum að- stæðum, snjó og hálku,“ sagði Ingv- ar Berg Dagbjartsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Húsavík. Til þess að komast yfir Náma- skarð í gær var hlassi mokað á flutningabílana sex. Þá voru keðjur settar undir dekk bílanna, sem síð- an var svo ekið austur á land og liggur leiðin yfir Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar, en bílarnir komu til og frá landinu með ferjunni Nor- rænu, sem er í höfn eystra á mið- vikudögum. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Birkir Fanndal Pólverjar biðu færis í Námaskarði Mennirnir tveir eru síðan ákærðir fyrir spillingu með því að lögreglu- maðurinn hafi látið brotamanninn lofa sér og tekið við tveimur símum sem greiðslu fyrir upplýsingarnar. Í þriðja lið ákærunnar eru lög- reglumaðurinn og þriðji maður ákærðir fyrir spillingu. Þriðji maður- inn starfar sem framkvæmdastjóri fyrirtækis hér á landi. Segir að lög- reglumaðurinn hafi látið hinn mann- inn lofa sér 500 þúsund króna pen- ingagreiðslu og tveimur flugmiðum með WOW gegn því að lögreglumað- urinn útvegaði skýrsluna „Slitastjórn Kaupþings banka hf. „Project Stay- ing Alive“, sem Pricewaterhouse- Coopers gerði um Kaupþing banka. Þá er lögreglumaðurinn ákærður fyrir að hafa um 1-2 mánaða skeið gerst sekur um „stórfellda og ítrek- aða vanrækslu og hirðuleysi í starfi“ með því að hafa geymt amfetamín og stera í skrifborðsskúffu á vinnustað sínum. Að lokum er hann einnig ákærður fyrir að hafa varðveitt tvær loftskammbyssur í skúffunni. Þorsteinn Ásgrímsson Melén thorsteinn@mbl.is Lögreglumaður sem handtekinn var fyrir síðustu áramót og sat í gæslu- varðhaldi vegna meintra óeðlilegra samskipta við brotamenn er sagður hafa upplýst karlmann um stöðu skoðunar fíkniefnadeildar lögregl- unnar á málefnum tengdum honum. Þá hafi hann upplýst um nöfn og hlut- verk lögreglumanna í deildinni og hver væri upplýsingagjafi hjá deild- inni. Þetta kemur fram í ákæru máls- ins, en í síðustu viku var greint frá að ríkissaksóknari hefði ákveðið að gefa út ákæru í málinu. Í ákærunni segir að lögreglumað- urinn hafi á tveggja ára tímabili upp- lýst brotamanninn um skráningar í upplýsingakerfi lögreglunnar. Þá er hinn karlmaðurinn einnig ákærður fyrir hlutdeild í meintum brotum með því að hafa óskað eftir og hvatt lög- reglumanninn að veita sér þessar upplýsingar. Varða þessi atriði við brot gegn þagnarskyldu í starfi. Ákært fyrir spillingu í máli lögreglumanns Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sam- keppniseftirlitsins um að Mjólkur- samsalan greiddi 480 milljónir kr. í sekt vegna brota á samkeppnis- lögum. Ógilti fyrri niðurstöðu Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu 7. júlí sl. að MS hefði brotið samkeppnislög og sekt- aði fyrirtækið um 480 milljónir. Það kærði niðurstöðuna 4. ágúst og tók áfrýjunarnefndin málið fyrir. Meiri- hluti hennar telur að búvörulög víki samkeppnislögum til hliðar og ógilti því niðurstöðu Samkeppnis- eftirlitsins, sem var sú að fyrirtækið hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppi- nautum hrámjólk til framleiðslu á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengju hráefnið undir kostnaðarverði. Slíkt veitti samkeppnis- forskot og skaðaði hagsmuni neytenda sem bænda. Í yfirlýsingu sem MS sendi frá sér í gærkvöldi segir að ánægjulegt sé að áfrýjunarnefndin skuli hafa staðfest að samstarf MS við sér tengda aðila hafi verið að fullu í samræmi við lög. Þá hafi Sam- keppniseftirlitið ekki gefið samspili samkeppnis- og búvörulaga nægileg- an gaum í rannsókn sinni. Sam- kvæmt lögum sé hluti af starfsemi mjólkuriðnaðarins undanþeginn samkeppnislögum. Markmið þess sé að lækka kostnað við framleiðslu mjólkurafurða, til ábata fyrir neyt- endur. Skipulag starfsemi MS og tengdra aðila byggist á þessu. Ekki hagur MS að halda eftir gögnum Áfrýjunarnefndin taldi hins vegar að fyrirtækið hefði framið alvarlegt brot með því að halda mikilvægum gögnum frá eftirlitinu og sektaði fyrirtækið vegna þess um 40 millj- ónir. Um þetta segir í yfirlýsingu frá Ara Edwald, forstjóra fyrirtækisins, að MS hafi engan hag haft af slíku. Þarna hafi verið um að ræða samn- ing sem láðst hafi að leggja fram, eins og fram hafi komið við meðferð málsins. Félag atvinnurekenda sendi í gær- kvöldi frá sér áskorun vegna þess máls til nýkjörins alþingis um að af- nema undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum hið fyrsta. Þá væri rétt að taka fram að Samkeppniseftirlitið hefði sjálf- stæða heimild til að bera niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar undir dóm og málinu væri því alls ekki lokið. Samkeppnislögum er vikið til hliðar  Sekt á Mjólkursamsöluna felld niður að stærstum hluta af áfrýjunarnefnd  Misnotuðu ekki markaðs- ráðandi stöðu  Hefur skilað hagræðingu og lægra verði  Héldu eftir gögnum og greiða 40 milljónir Gunnar Eyjólfsson leikari lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær, 90 ára að aldri. Hann var fæddur 24. febrúar 1926 og ólst upp í Keflavík. Hann lauk prófi frá Verzlunarskóla Ís- lands árið 1944, hóf leiklistarnám fljótlega eftir það og fyrsta hlutverk hans á sviði var í uppfærslu Leik- félags Reykjavíkur á Kaupmanninum í Fen- eyjum árið 1945. Á sjötta áratugnum var Gunnar búsettur í Bandaríkjunum, þar sem hann vann m.a. sem flugþjónn hjá Pan American. Hann sneri svo heim og var fastráðinn í Þjóðleikhúsinu 1960. Meðal helstu hlutverka hans þar voru Galdra-Loftur, Hamlet, Jagó í Óþelló, Faust, Willy Loman í Sölumaður deyr og skipstjórinn í Hart í bak. Síðasta hlutverk Gunn- ars var þegar hann, 85 ára, lék gyð- inginn í Fanney og Alexander hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Sviðs- hlutverkin urðu vel á annað hundr- að, flest í Þjóðleikhúsinu. Enn fremur lék Gunnar í fjölda kvik- mynda. Þar má nefna Lénharð fóg- eta, 79 af stöðinni, Paradísarheimt, Atómstöðina, Milli fjalls og fjöru, Hafið og Mömmu Gógó. Gunnar hlaut Shakespeare-verð- launin hjá RADA, fyrstur útlendinga, vann Tennent-verð- launin og Silfur- lampann árið 1963 fyrir túlkun sína á Andra í Andorra og Pétri Gaut. Hann fékk Edduverðlaunin fyrir leik sinn í Hafinu, fékk heiðursverðlaun Grím- unnar fyrir ævistarfið og var heiðurslauna- listamaður Alþingis. Auk leiklistar sinnti Gunnar fjöl- mörgum öðrum störfum. Hann starfrækti Talskólann í Reykjavík um árabil, sinnti kennslu, starfaði í Alþýðuflokknum um árabil, í Þjóð- leikhúsráði og í menntamálaráði. Hann var skátahöfðingi Íslands á ár- unum 1987-1995, var andlegur leið- togi Ólympíulandsliðs Íslands í skák, tók virkan þátt í starfi kaþólsku kirkjunnar og innleiddi qi gong á Ís- landi, sem er kínversk hugleiðsla og æfingar sem margir iðka. Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Katrín Arason, f. 1926. Dætur þeirra hjóna eru Karitas Halldóra, f. 1960, og Þorgerður Katrín, f. 1965, og barnabörnin eru fimm. Andlát Gunnar Eyjólfsson Samninganefnd Félags grunnskóla- kennara og Sambands sveitar- félaga funduðu hjá Ríkissáttasemj- ara í gær. „Þetta er vinna og okkur er uppálagt að tjá okkur ekki frek- ar um hvernig gengur, en við erum alla vega á fullu að vinna í þessu,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, í sam- tali við mbl.is um fundarhöldin í Karphúsinu. Hann segir að samninganefnd- irnar muni funda áfram í dag, enda sé tíminn takmarkaður. „Við sögð- um þegar við fórum af stað að ramminn væri þröngur og ég talaði um 2-3 vikur í þessu sambandi. Nú erum við komin inn í viku tvö, þannig að það er farið að styttast í hinn endann á þessu,“ segir Ólafur. Allar líkur eru á að kennslu- stundir falli niður hjá elstu grunn- skólanemendum í dag þegar grunn- skólakennarar hyggjast leggja niður störf kl. 13.30. Mun það hafa áhrif á kennslu í 5.-10. bekk. Tímarammi við- ræðna þrengist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.