Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2016 Efni fundarins: Staða og starfsemi Gildis – lífeyrissjóðs Samstarf við virk starfsendurhæfingu Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta. Stjórn Gildis — lífeyrissjóðs Hótel Reykjavík Natura, fimmtudaginn 24. nóvember kl. 16.30 Gildi–lífeyrissjóður Sjóðfélagafundur Lífeyrissjóður www.gildi.is ▪ ▪ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á SVIÐSLJÓS Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is Hörð gagnrýni á Landsbankann kem- ur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölu bankans 2010-2016 sem birt var í gær. Fyrir utan gagnrýni á sölu Landsbankans á Borgun, sem Morgunblaðið hefur að undanförnu greint ítarlega frá úr skýrsludrögum, er meðal annars fundið að því hvernig bankinn stóð að sölu Vestia, Icelandic Group, Promens, Framtakssjóðs Íslands, IEI og Valitor. Gagnrýnin snýr einkum að því að eignirnar hafi ekki verið seldar í opnu söluferli, sem meðal annars hafi leitt til þess að lægra verð hafi fengist fyrir þær en hægt hefði verið að fá. Vestia var selt Framtakssjóði Íslands haustið 2010 í lokuðu söluferli, en innan félagsins voru fyrirtæki eins og Húsasmiðjan, Plastprent og meiri- hlutaeign í Teymi. Með í sölunni var Icelandic Group, sem þá var í eigu Landsbankans, en sala eignanna var einkum tilkomin vegna þröngrar eiginfjárstöðu bankans um þær mund- ir. Fram kemur í skýrslu Ríkis- endurskoðunar að erfitt sé að sjá að söluverð Icelandic Group, sem var 13,9 milljarðar króna eða 55% af bók- færðu eigin fé félagsins í lok júní 2010, hafi verið réttlætanlegt þrátt fyrir erf- iða eiginfjárstöðu Landsbankans. Ekki þörf á að hraða sölunni Margir kaupendur hafi þannig ver- ið reiðubúnir að kaupa Icelandic Group á þeim tíma þegar félagið var selt og á mun hærra verði en Fram- takssjóðurinn greiddi fyrir það. Fram- takssjóðurinn hafi ári síðar selt tólf af 31 dótturfélagi Icelandic Group er- lendis fyrir sama verð og sjóðurinn greiddi fyrir alla samstæðuna. Félag sem keypti tíu af þessum tólf dóttur- félögum hafði óskað eftir viðræðunum við Landsbankann um kaup á eign- arhlutum bankans í félaginu á meðan það var enn í eigu hans en fengið synj- un. Ríkisendurskoðun segir að þrátt fyrir erfiða eiginfjárstöðu Landsbank- ans verði þannig ekki séð að selja hafi þurft Icelandic Group í lokuðu ferli til að hraða sölunni, þar sem margir fjár- festar hafi sýnt félaginu áhuga á þess- um tíma. Bankanum hafi enn fremur mátt vera ljóst að söluverðið væri lágt með tilliti til sterkrar fjárhagsstöðu Icelandic Group árið 2010 . Landsbankinn rökstuddi sölufyrir- komulagið á Vestia og Icelandic Group á sínum tíma með því að ekki hefði verið hægt að selja Vestia í einu lagi í opnu og gagnsæju söluferli, þar sem margar eignir fyrirtækisins hefðu verið illseljanlegar. Það hefði enn fremur tekið langan tíma, bæði vegna stöðu eigna og sömuleiðis vegna um- fangs verkefnisins. Þá hefði bankinn enn fremur verið undir tímapressu frá Samkeppniseftirlitinu um að selja margar þessara eigna. Fyrir vikið hefði salan á Vestia til Framtakssjóðs- ins verið talin heppileg lausn. Ríkisendurskoðun vekur enn frem- ur athygli á að í lok ágúst 2010 hafi Icelandic Group birt afkomutilkynn- ingu sína fyrir fyrri hluta þess árs, þar sem gerð hafi verið grein fyrir góðri afkomu félagsins. Þar hafi meðal ann- ars komið fram að skammtímaeignir félagsins dygðu bæði fyrir langtíma- lánum þess og öllum skammtíma- skuldum. Eiginfjárstaða Icelandic Group hafi verið jákvæð um 25 millj- arða króna og eiginfjárhlutfall þess 34%. Afkomutilkynningin hafi verið birt ellefu dögum eftir að Landsbank- inn tilkynnti um söluna, en gera megi ráð fyrir að þessar upplýsingar hafi legið fyrir hjá félaginu þegar salan hafi verið handsöluð. Með sölunni á Icelandic Group hafi Landsbankinn ekki aðeins orðið fyrir skaða á orðspori, enda hafi salan verið gagnrýnd opinberlega og meðal ann- ars úr röðum þingmanna, heldur einn- ig líklega orðið af talsverðum fjár- hagslegum ávinningi með því að gefa ekki öðrum kaupendum, sem reiðu- búnir hafi verið að greiða hærra verð, kost á að bjóða í eignarhlutinn. Söluverðið milljarði lægra Hliðstæð gagnrýni er sett fram í tengslum við sölu á fleiri eignum Landsbankans á tímabilinu. Tæpur helmingshlutur í Promens hafi verið seldur árið 2011 í lokuðu söluferli fyrir sem numið hafi 84% af bókfærðu virði eiginfjár félagsins. Söluverðið teljist í því samhengi frekar lágt. Eignarhlutir Landsbankans í Framtakssjóði Íslands og IEI hafi verið seldir í maí 2014 í lokuðu ferli á um sjö milljarða króna til annarra hluthafa í Framtaks- sjóði Íslands, sem átt hafi forkaups- rétt að hlutunum. Söluverðið hafi ver- ið um einum milljarði króna lægra en bankinn hafi sjálfur metið þá á. Sem fyrr segir hafa gagnrýni Rík- isendurskoðunar á söluna á Borgun árið 2014 áður verið gerð skil í Morg- unblaðinu, en gagnrýnin snýr einkum að því að félagið hafi verið selt án þess að tekið væri tillit til hugsanlegs ávinnings vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe Ltd. sem og að félagið hafi ekki verið selt í opnu ferli. Hefði getað selt eignir fyrir mun hærra verð  Félög í eigu Landsbankans seld á verði sem var vel innan við bókfært eigið fé ● Vísitala byggingarkostnaðar lækkaði um 0,4% í nóvember samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar sem komu út í gær, en hún stendur í 130,2 stigum (desem- ber 2009=100 stig). Helstu liður vísitöl- unnar sem hafði mest áhrif til lækkunar var innflutt byggingarefni, en sá liður lækkaði um 1% milli mánaða. Innlent byggingarefni lækkaði um 0,5%. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem byggingarvísitalan lækkar en þegar horft er til síðustu 12 mánaða hefur hún hækkað um 1,6%. Á sama tímabili hefur vísitala innfluttra byggingarvara lækkað úr 95,4 stigum í 88,3 stig, sem rekja má til styrkingar krónunnar. Byggingavísitalan lækk- ar um 0,4% í nóvember 22. nóvember 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 113.28 113.82 113.55 Sterlingspund 140.63 141.31 140.97 Kanadadalur 83.76 84.26 84.01 Dönsk króna 16.156 16.25 16.203 Norsk króna 13.196 13.274 13.235 Sænsk króna 12.223 12.295 12.259 Svissn. franki 112.35 112.97 112.66 Japanskt jen 1.0248 1.0308 1.0278 SDR 153.42 154.34 153.88 Evra 120.21 120.89 120.55 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.1541 Hrávöruverð Gull 1214.95 ($/únsa) Ál 1712.0 ($/tonn) LME Hráolía 46.05 ($/fatið) Brent Fyrstu 10 mánuði ársins komu 1,5 milljónir ferða- manna til lands- ins og jókst fjöldi þeirra um 36% frá sama tímabili í fyrra, samkvæmt samantekt í Hagsjá hagfræði- deildar Lands- bankans. Uppsveiflan í ferðaþjónustunni sem byrjaði árið 2011 er því að kom- ast á sitt sjötta ár. Meðalvöxtur milli ára hefur verið um 24% sé miðað við fyrstu 10 mánuði hvers árs en árið í ár telst vera metár. Næstmestur mældist hann í fyrra er ferðamönn- um fjölgaði um 29,7% milli ára. Sterk króna virðist ekki enn farin að bíta, en almennt fjölgar ferða- mönnum af nánast flestöllum þjóð- ernum. Mesta hlutfallslega aukning- in er frá Kanada og Bandaríkjunum. Ferðamönnum frá Kanada fjölgaði um 72% yfir tímabilið en Bandaríkja- menn koma fast á hæla þeirra með 67% fjölgun ferðamanna. Þá er einn af hverjum fjórum ferðamönnum sem heimsækja landið bandarískur. Frá því að byrjað var að telja kom- ur ferðamanna eftir þjóðernum árið 2003 hefur engin þjóð áður náð svona háu hlutfalli af heildarfjölda ferða- manna er ferðast til landsins, segir í Hagsjá Landsbankans. Alls komu 360 þúsund bandarískir ferðamenn til landsins yfir tímabilið. olafur@mbl.is Sterk króna bítur ekki enn Ferðafólk Kanada- búum fjölgar mest.  Flestir ferðamenn bandarískir í ár ● Fjármálaeftirlitið hefur sektað Íslandsbanka fyrir brot á verðbréfa- lögum, að því er fram kemur í til- kynningu á heima- síðu FME. Bankinn var talinn hafa farið út fyrir heimildir sínar þegar hann framkvæmdi endur- kaupaáætlun á eigin hlutabréfum fyrir hönd viðskiptavinar. Í sjö tilvikum keypti bankinn hlutabréfin á hærra gengi en samið hafði verið um í endurkaupaáætl- uninni. Íslandsbanki samþykkti að greiða 7 milljónir króna í sátt vegna málsins. Fjármálaeftirlitið leggur sekt á Íslandsbanka Íslandsbanki Lýk- ur málinu með sátt. STUTT Ríkisendurskoðun hvetur bankaráð Landsbankans til þess að grípa til ráðstafana til þess að endurheimta það traust og trúverðugleika sem bankinn hafi stefnt í hættu á undanförnum árum með verklagi sínu við sölu á verðmætum eignum. Þetta kemur fram í skýrslu embættisins. Mikilvægt sé að eigendastefnu ríkisins sé fylgt og öðrum reglum sem stuðla eigi að heilbrigðum og eðlilegum viðskiptaháttum. Fara þurfi enn fremur varlega í að nýta undanþáguheimildir frá meginreglunni um opið og gegnsætt söluferli eigna. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsbankanum að ákvarðanir séu ávallt teknar með hagsmuni bankans að leiðarljósi og í samræmi við lög og reglur. Þegar hafi verið gripið til ýmissa aðgerða til þess að bregðast við gagnrýni og metið verði á grundvelli skýrslu Ríkisendurskoðunar hvort frekari aðgerða sé þörf. Endurheimti trúverðugleika ÁBENDINGAR TIL BANKARÁÐS LANDSBANKANS Morgunblaðið/Kristinn Gagnrýni Landsbankinn er harðlega gagnrýndur í skýrslu Ríkisendurskoð- unar fyrir það hvernig staðið var að eignasölu bankans á árunum 2010-2016.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.