Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2016 Iðnaðareiningar í miklu úrvali Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að gott hljóð hafi verið í fulltrúum flokka í stjórnarmyndunarviðræðum eftir fundi í fjórum málefnahópum sem fram fóru í gær. Hún segir mestan samhljóm um úrbætur á heilbrigð- iskerfinu en helsti ásteytingarsteinn- inn snúi að skattamálum og sjávar- útvegi. Í hverjum málefnahópi situr fulltrúi hvers flokks og formenn flokkanna fara á milli hópanna til þess að fylgjast með því sem þar fer fram. „Það er ekkert fast í hendi eftir daginn, en gott hljóð í fólki og mikil vinna farin af stað,“ sagði Katrín um sjöleytið í gærkvöldi. Einn hópur ræðir efnahagsmál, annar heilbrigðismál, menntamál og mál- efni öryrkja, sá þriðji um atvinnu- og umhverfismál og fjórði hópurinn um stjórnarskrá, jafnréttismál, alþjóða- mál og fleira. Fundað verður í málefnahóp- unum aftur í dag klukkan 10 en for- mennirnir munu hittast fyrir fundinn og ræða saman. Heilmikil vinna fram undan „Þó að gott hljóð sé í fólki eru heilmörg verkefni eftir,“ segir Katr- ín. Hún og Guðni Th. Jóhannesson forseti ræddu saman á sunnudag um stöðu mála og munu þau ræða aftur saman síðar í vikunni að sögn Katr- ínar. Hún segist þó búast við því að línur taki að skýrast betur eftir há- degi í dag. „Mér heyrist að í hópunum sé mjög mikill samhljómur um for- gangsröðun er varðar heilbrigðismál. En það er meira tekist á um skatta- og sjávarútvegsmál. Því er heilmikil vinna fram undan,“ segir Katrín. Þingflokkarnir funduðu hver í sínu lagi að málefnafundum loknum. Ekki flóknari viðræður Ekki náðist í fulltrúa Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í gærkvöldi. Birgitta Jónsdóttir hjá Pírötum vildi ekki tjá sig eftir daginn. Logi Már Einarsson, formaður Samfylk- ingarinnar, tekur í svipaðan streng og Katrín og segir viðræður ganga vel. Hann segir að viðræður séu ekki flóknar þó að fleiri flokkar séu við borðið en áður. „Þetta eru jafn marg- ir einstaklingar og voru í síðustu við- ræðum. Það geta verið mörg sjón- armið innan hvers flokks,“ segir Logi. Spurður hvort gengið hafi vel með einhverja sérstaka málaflokka segir Logi: „Það gengur bara ágæt- lega með þetta allt saman.“ Segir gott hljóð í fólki en mikla vinnu fram undan  Skatta- og sjávarútvegsmál helsti ásteytingarsteinninn Morgunblaðið/Golli Málefnavinna Jón Þór Ólafsson, Pírötum, Svandís Svavarsdóttir, Vinstri grænum, og Birgitta Jónsdóttir, Pírötum, tóku þátt í fundum gærdagsins. BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Það vakti athygli margra í gær þegar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs, sagði í hádegisfréttum Ríkisút- varpsins að mögulega myndi það skýrast í dag hvort flokkarnir fimm sem hún reynir að leiða saman til myndunar ríkisstjórnar myndu ná saman. Ekki síður vakti það athygli að þessi ummæli lét formaður VG falla meira en hálftíma áður en hinar form- legu viðræður hófust, sem var kl. 13 í gær. Bent er á að ef VG ætli að standa við „hótanir sínar“ og ráðast í stórfelldar skattahækkanir hljóti slík áform að reynast Viðreisn þung í skauti og kosta mikil átök í baklandi Viðreisnar og áreiðanlega líka meðal einhverra sjö þingmanna Viðreisnar. Katrín er sögð harðákveðin í því, og það hafi komið skýrt fram í þeim við- ræðum sem þegar hafa farið fram, að viðhalda hátekjuskatti, koma aftur á auðlegðarskatti og sömuleiðis er hún sögð áhugasöm um hækkun fjár- magnstekjuskatts. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem rætt var við í gær taldi útilokað að Viðreisn gæti samþykkt skattahækk- unaráform VG. „Það er ekki auðvelt að sjá það fyrir að bakhjarlar Við- reisnar, þeir Helgi Magnússon og Þórður Magnússon, muni taka því þegjandi og hljóðalaust að auðlegðar- skattur verði tekinn upp að nýju,“ sagði hann. Það fer mikið eftir því hvort rætt er við þingmenn utan af landi eða af höf- uðborgarsvæðinu hver afstaða þeirra er til stjórnarmyndunartilraunar Katrínar Jakobsdóttur. Þingmenn af landsbyggðinni virð- ast vera mun neikvæðari í garð til- raunarinnar en þeir sem eru af höfuð- borgarsvæðinu. Hluti af leikriti VG? „Við áttum okkur ekki alveg á því hvort þessi þáttur er nauðsynlegur hluti af leikriti sem Katrín er að setja á svið eða hvort hún ætlar í alvöru að reyna að mynda borgríkisstjórn „a la Reykjavíkurlistinn“,“ sagði lands- byggðarþingmaður í gær. Annar landsbyggðarþingmaður sagðist telja að tilraun Katrínar nyti nánast eindregins stuðnings þing- manna flokkanna fimm á höfuð- borgarsvæðinu en öðru máli gegndi um þingmenn flokkanna úti á landi. „Það er augljóst í mínum huga að markmið Viðreisnar er fyrst og fremst að komast í valdastóla. Þeir eiga eftir að fórna málefni eins og ESB án þess að blikna,“ sagði þingmaður. Viðhorf landsbyggðarþingmanna er m.a. það að ef þessir fimm flokkar nái saman um málefnasamning sé ljóst að hluti slíks samnings verði að ráðast í mikinn uppskurð á landbúnaðar- og sjávarútvegskerfi landsmanna og eðli- lega hafi þeir því áhyggjur. „Bakland VG og Samfylkingar (ef um bakland er hægt að ræða) á landsbyggðinni mun láta mjög ófriðlega, fari menn í kerfisbreytingar á landbúnaði og sjáv- arútvegi, eins og Viðreisn, Píratar og Björt framtíð hafa boðað,“ sagði landsbyggðarþingmaður og bætti við að slík ríkisstjórn væri líkleg til þess að dýpka gjána á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Enginn spenntur fyrir Pírötum Þingmenn sem rætt var við í gær telja að hvorki VG, Viðreisn, Bjartri framtíð né Samfylkingu hugnist í raun og veru ríkisstjórnarsamstarf við Pír- ata. „Það er ekki það að Píratar muni setja fram einhverja afarkosti fyrir fram, því eins og við höfum séð und- anfarna daga eru þeir á harðahlaupum að bakka út úr stefnumálum sínum og kröfum. Þeir munu hins vegar halda áfram að hlaupa út undan sér og koma reglulega með nýjar uppákomur, sem myndi svo taka tímann sinn að vinda ofan af. Það er a.m.k. okkar trú,“ sagði þingmaður. VG vill stórfelldar skattahækkanir  Ekki víst að Viðreisn sé tilbúin að kyngja áformum um miklar skattahækkanir  Þingmenn lands- byggðarinnar sagðir órólegir vegna áforma um kerfisbreytingar í landbúnaði og sjávarútvegi Morgunblaðið/Golli Málefnahópar Fulltrúar frá VG, Bjartri framtíð, Viðreisn, Pírötum og Samfylkingu hófu í gær málefnavinnu í tengslum við stjórnarmyndun þessara flokka. Vinnan fór fram á nefndasviði Alþingis og stóð fram á kvöld. Steimgrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, er fyrir miðri mynd. Umboð formanns VG » Katrín Jakobsdóttir, for- maður VG, fékk umboð til stjórnarmyndunar úr hendi forseta Íslands sl. miðvikudag, þann 16. nóvember. » Katrín sagði í hádegis- fréttum RÚV gær að það gæti skýrst í dag hvort tilraunin til þess að mynda fimm flokka ríkisstjórn VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Samfylkingar næði fram að ganga. Menn frá tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefja í dag rannsókn á tildögum bruna á bæn- um Miðhrauni á sunnanverðu Snæ- fellnesi. Í miklum eldsvoða sem þar varð í fyrrinótt brunnu til tvö stór stálgrindahús til grunna, en í þeim voru þurrkaðir fiskhausar og annað slíkt hráefni. Þriðja húsið, sambærileg hinum tveimur, var einnig nýtt undir þessa starfsemi en því tókst slökkviliðinu að bjarga. Það var um klukkan 4.40 í fyrri- nótt sem tilkynning um eldinn barst til Neyðarlínunnar frá flutn- ingabílstjóra sem átti leið framhjá. Slökkvilið af Snæfellsnesi, úr Borgarnesi og frá Akranesi fór á vettvang. Slökkvistarf stóð fram eftir morgni og vakt var á staðnum fram eftir degi í gær. sbs@mbl.is Stórtjón í eldsvoða á Snæfellsnesi Morgunblaðið/Alfons Finnsson Miðhraun Eldhafið var mikið og fiskþurrk- unarhúsin tvö eru rústir eftir brunann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.