Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú lagar eitthvað sem hefur verið bil- að lengi. Kynntu þér málin og sjáðu hvort þú græðir ekki eitthvað á þeim. 20. apríl - 20. maí  Naut Farðu í stutta ferð ef þú hefur kost á því. Farðu þér hægt og reyndu að tryggja þig sem bezt fyrir óvæntum uppákomum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gerðu ráð fyrir því að kynnast nýrri manneskju í dag. Einhver sem þú berð virð- ingu fyrir er hreinlega að drekkja þér í holl- ráðum og þér finnst þú verða að fara eftir þeim. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert í sérkennilegri aðstöðu á vinnustað þínum. Batnandi fólki er best að lifa. En það endurspeglar í raun hvernig þú tekur á þeim málum sem við þér blasa. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Mundu að öllum orðum fylgir ábyrgð svo lofaðu engu nema að þú getir staðið við það. Ekki er ósennilegt að meiri tilfinn- ingasemi en ella geri vart við sig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Samkeppni sparkar aldeilis í rassinn á þér! „Ekki málið!“ segir þú þótt þú titrir í hnjánum. Ekki taka áhættu þó að þú viljir vera sjálfstæð/ur og teljir að þú þarfnist ekki leiðsagnar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Eldri og reyndari vinur gefur þér góð ráð í dag og þér er hollast að leggja eyrun við. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Dagdraumar og fantasíur hafa náð að fanga þig tímabundið. En mundu að skyldur þínar eru fyrst og fremst við þig sjálfa/n og þína nánustu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú munt líklega eiga alvarlegar samræður við móður þína eða konu í áhrifa- stöðu í dag. Leitaðu þér hjálpar því betur sjá augu en auga og þá verður auðveldara að ráða fram úr hlutunum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er nokkur áskorun fólgin í því að halda væntingunum innan skynsamlegra marka. Vandaðu því vel mál þitt svo að ekki þurfi að koma upp misskilningur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er margt sem dreifir huga þínum frá því verkefni sem þú þarft að geta einbeitt þér að. En í raun og veru er bara um að ræða afar þurfandi einstaklinga. 19. feb. - 20. mars Fiskar Morgunninn er hægur í gang, jafnvel eftir kaffibollann. Svo kanntu að taka að láni eða fá eitthvað að gjöf frá vini. ÍVísnahorni í gær var staka eftirJósefínu Meulengracht Dietrich þar sem hún hafði fengið fjögur vísuorð að láni frá öðrum skáldum og sagðist hún skyldu „mjálma fer- falt húrra“ fyrir þeim sem gætu sagt hvað þau öll hétu: Staka fæðist ein og ein, auma huggað best það fær, litla skáld á grænni grein grettir sig og bara hlær. Fyrsta hendingin er eftir Jóhann- es úr Kötlum: Flögra mæður grein af grein. Greikka bræður sporið. Staka fæðist ein og ein eða kvæði um vorið. Önnur hendingin vafðist fyrir mér. Mér fannst hún vera um brennivín og fletti upp í Páli Ólafs- syni án árangurs. Síðan kom í ljós að hún er úr ljóðinu Meyjarhjarta eftir Jónas Hallgrímsson. Það birt- ist fyrst undir fyrirsögninni „Rímnastælingar“. „Þetta er greinilega gamankvæði, þar sem J. gengur rímnahefðinni á hönd,“ seg- ir í heildarútgáfu Svarts á hvítu. Hér er kvæðið í heild: Yndisbesta elskan mín, ástum festa baugalín! Hjartað góða þekki’ eg þitt, það er ljóðaefnið mitt. Það er hreint sem bregði blund blómstur seint um morgunstund, djúpt sem hafið heims um hring heitri kafið tilfinning. Það er gott, sem gaf það þér guð, og vottinn hans það ber; öngvum skugga á það slær, auma huggað best það fær. Það er hlýtt af ástaryl, öllum blítt og mest í vil; logann ól það elskunnar undir skjóli miskunnar. Það í heima horfir tvo, hugann sveima leyfir svo; það er gefið og þó sig á. ... Síðan kemur Þorsteinn Erlings- son: Litla skáld á grænni grein, gott er þig að finna; söm eru lögin, sæt og hrein, sumarkvæða þinna. Loks er Guttakvæði eftir Stefán Jónsson, sem öll börn kunnu á sokkabandsáarum mínum og kunna kannski enn: Gutti aldrei gegnir þessu grettir sig og bara hlær orðinn nær að einni klessu undir bíl í gær. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Meyjarhjarta Í klípu „HÖFUM ÞAÐ Á HREINU AÐ ÉG HEF ALLTAF VERIÐ FYLGJANDI ÞVÍ AÐ KONUR GÆTU VERIÐ PRESTAR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞAÐ ERU HELMINGSLÍKUR Á RIGNINGU ÞANNIG AÐ SNILLINGURINN ÞARNA ER AÐ VÖKVA HÁLFA LÓÐINA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... stundum vígvöllur. APPELSÍNUR OG HEILSA FYLGJAST AÐ. FERÐU Í RÆKTINA? HELDURÐU ENNÞÁ AÐ HÚN SÉ LODDARI? Víkverji hefur nokkrum sinnum átterindi í pósthús í Reykjavík undanfarna daga. Í öll skiptin hefur verið töluverð traffík, sama hvaða tíma dagsins það hefur verið. Þetta kom Víkverja nokkuð á óvart því ætla mætti að jólaösin væri varla byrjuð. Í öllu falli var ekki að sjá að fólk væri að sleikja frímerki á jóla- kortin. Á meðan Víkverji hefur beðið eftir afgreiðslu og litið í kringum sig í pósthúsunum hefur fljótt komið í ljós að fólk er annaðhvort að senda stærri pakka eða sækja slíkar send- ingar. x x x Auðveldlega má draga þá ályktunað sendingarnar komi erlendis frá gegnum netverslun af ýmsu tagi, enda hafa þau viðskipti snaraukist á seinni árum, ekki síst eftir að helstu gjaldmiðlar hafa hrunið í verði, eins og dollar, pund og evra. Þetta hlýtur að hafa mikil áhrif á íslenska kaup- menn, sem vonandi bregðast við með því að lækka verð hjá sér. Víkverji er með tvö ungmenni á sínu heimili sem gera nær öll sín viðskipti í gegnum erlendar netsíður, s.s. á snyrtivörum, fatnaði og skóm. Þau fara varla leng- ur út í búð. x x x En örtröðin í pósthúsunum hefurgefið Víkverja tilefni til fleiri pælinga. Íslandspóstur mætti fara að íhuga alvarlega að fjölga af- greiðslustöðum á ný. Þeim hefur fækkað töluvert á undanförnum ár- um en Víkverji hyggur að það hafi verið áður en netverslunaræðið greip landann. Að minnsta kosti mætti opna tímabundið fleiri pósthús þegar nær dregur jólum og sendingar með jólakort og -pakka bætast við netvið- skipti Íslendinga. Það er óviðunandi þjónusta að láta fólk bíða tímunum saman eftir afgreiðslu. x x x Víkverji hefur einnig veitt því at-hygli að Íslandspóstur hefur bætt við alls kyns smávörum í póst- húsunum, líkt og verið sé að freista fólks sem er á síðustu stundu að finna eitthvað til að senda ættingjum og vinum erlendis. Svo sem gott og blessað en versta freistingin er allt nammið! víkverji@mbl.is Víkverji Hjá Guði er hjálpræði mitt og veg- semd, minn örugga klett og athvarf mitt hef ég í Guði. (Sálm. 62:8)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.