Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 36
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í Hannesarholti Arnór, Ragnheiður, Þóra, Gísli Arnór og Svana Víkingsbörn. Þórhallur missti af samsöngnum.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Syngjandi fjölskyldur leynast víða,
flestar syngja aðeins í heimahúsum,
hjá ættingjum og vinum en sumar
skyggnast upp á yfirborðið af og til.
Víkingsbörnin Arnór, Ragnheiður,
Þóra, Gísli Arnór, Svana og Þórhall-
ur eru í þeim hópi, en þau stóðu fyrir
samsöng með gestum í Hann-
esarholti á dögunum, rétt eins og í
fyrra, og gera það væntanlega í
þriðja sinn að ári.
Systkinin ólust upp í Hvassaleitinu
í Reykjavík og segir Gísli Víkingsson
að þar hafi tónlistin ráðið ríkjum og
fjölskyldan sungið í öllum hornum.
„Pabbi, Víkingur Heiðar Arnórsson,
spilaði á píanó og við vorum öll
„pínd“ í píanótíma á sínum tíma,
byrjuðum um sjö ára gömul og flest
voru hætt um tíu ára aldurinn, en
Svana, sú elsta, er sú eina sem fór
alla leið og varð píanóleikari og
-kennari,“ segir hann um grunninn.
Tónlistin hafi þannig borist frá kyn-
slóð til kynslóðar og þess má geta að
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleik-
ari er sonur Svönu.
Síspilandi
Þótt formlegt tónlistarnám yrði
ekki langt hélt Gísli áfram að spila á
píanó og harmóniku. „Þegar ég var
unglingur fékk ég áhuga á popp- og
rokkmúsík og fór að spila eftir eyr-
anu,“ rifjar hann upp, en Gísli spilar
af og til með „eldri manna bílskúrs-
böndum“, eins og hann kallar það.
Hann er líka í „Bandinu hans Budda“
með Þórhalli bróður sínum, sem kall-
aður er Buddi, og kemur fram í fjöl-
skylduveislum. Hann hefur líka spil-
að með dúettinum Súkkat. „Þegar
við Rúnar Marvinsson kokkur bætt-
umst við fékk bandið nafnið Punt-
stráin,“ segir hann. Á námsárunum í
Kaupmannahöfn spilaði Gísli með
hljómsveitinni Kamarorghestum og
gaf bandið út plötuna „Bísar í bana-
stuði“. Í sveitinni voru söngvararnir
Lísa Pálsdóttir og Kristján Pétur
Sigurðsson, Benóný Ægisson, Björg-
úlfur Egilsson, Þorbjörn Erlingsson,
Kristján Þór Sigurðsson og síðast en
ekki síst Óli í Pops, Ólafur Sigurðs-
son trommari. „Þetta var stórsveit
sem kom einkum fram á Íslendinga-
samkomum,“ segir Gísli.
Að loknu námi erlendis tóku syst-
kinin upp sameiginlegan söngþráð á
ný með tilheyrandi hljóðfæraleik.
Gísli áréttar að nú sé Svana helsta
sprautan og allir söngþræðirnir liggi
í Hvassaleitið. „Samsöngurinn á upp-
runa sinn að rekja til gamlárskvölds í
æsku,“ segir hann og bætir við að
gamla árið hafi verið kvatt með söng
og því nýja fagnað á sama hátt. „Á
gamlárskvöld var alltaf mikið sungið
í Hvassaleitinu og sérstaklega í
kringum miðnættið.“
Systkinin halda sig að mestu við
gömlu, góðu lögin með Elly Vil-
hjálms, Hauki Morthens og Bítl-
unum. „Þetta hefur mest verið á lágu
nótunum, fyrst og fremst í fjöl-
skylduveislum, en við komum fyrst
saman opinberlega þegar við leidd-
um söng í Hannesarholti í fyrra og
svo aftur núna,“ segir Gísli.
Syngjandi systkini frá æsku
Hafa tvisvar
komið fram
opinberlega
Fjölskyldan Aftari röð frá vinstri:
Gísli Arnór, Þóra og Svana. Fremri
röð frá vinstri: Stefanía Gísladóttir,
Ragnheiður, Arnór, Þórhallur og
Víkingur Heiðar Arnórsson.
ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 327. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Andlát: Guðmundur Stefánsson
2. Missti af 10 milljónum í HHÍ
3. Forskot Clinton eykst enn
4. Flytja ekki í Hvíta húsið
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur kemur
fram á djasstónleikum á Kex Hosteli
við Skúlagötu í kvöld og hefjast leikar
kl. 20.30. Tríó Sunnu hefur verið öt-
ult við útgáfu og tónleikahald, heima
og erlendis, og mun nú leika valin lög
af útgefnum geisladiskum þess.
Tríó Sunnu leikur
sparilög úr safninu
Sigrún Magna
Þórsteinsdóttir,
organisti Akureyr-
arkirkju, kemur
fram á Hádegis-
tónleikum í
Hafnarfjarðar-
kirkju í dag kl.
12.15. Leikur hún
orgelverk eftir Pál
Halldórsson (1902-1988), sem var
fyrsti organisti Hallgrímskirkju. Allir
eru velkomnir á tónleikana, sem
standa í hálfa klukkustund, og er
boðið upp á kaffisopa á eftir.
Flytur orgelverk eftir
Pál Halldórsson
Myndlistarmaðurinn Gústav Geir
Bollason heldur í dag kl. 17.40 fyrir-
lestur í Listasafninu á Akureyri –
Ketilhúsi. Í fyrirlestrinum, sem hann
kallar „Myndlist í brjáluðu
húsi“, fjallar Gústav um
sögu, tilgang og markmið
Verksmiðjunnar á Hjalt-
eyri, sem er í dag með
athyglisverðustu
sýningarrýmum á
landsbyggðinni
og hlaut Eyrar-
rósina í ár.
Fjallar um myndlist
í brjáluðu húsi
Á miðvikudag Hæg breytileg átt, úrkomulítið og víða frost. Sunn-
an 5-13 m/s og fer að snjóa síðdegis, fyrst vestanlands, en slydda
eða rigning og hlýnar vestan til um kvöldið.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 3-8 m/s og dálítil snjómugga eða
slydda í dag, en þurrt á Norður- og Norðausturlandi. Frostlaust
með suður- og vesturströndinni.
VEÐUR
„Þetta var mjög ljúft. Allir
voru mjög glaðir eftir
þennan leik enda náðum
við að sýna okkar rétta
andlit. Við spiluðum vel
bæði í vörn og sókn og því
var þetta frábær frammi-
staða,“ sagði Thea Imani
Sturludóttir, hin unga stór-
skytta handboltaliðs Fylkis,
sem átti einn af betri leikj-
um sínum á leiktíðinni
gegn ÍBV. Fylkisliðið hrós-
aði sætum sigri. »2
Frábær frammi-
staða skóp sigur
„Auðvitað er markmiðið að komast í
landsliðið en eins og ég byrjaði tíma-
bilið átti ég ekki skilið að vera valinn.
Ef það verður stígandi í leik mínum
og ég verð stöðugri en ég hef verið
vonast ég auðvitað eftir tækifæri,“
segir Adam Haukur Baumruk,
handknattleiksmaður úr Hauk-
um, sem hefur spilað mjög vel
með Íslandsmeisturunum að
undanförnu. »3
Vonast eftir tækifæri ef
ég verð stöðugri
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta
getur mætt þremur af þeim fimm lið-
um sem það lék gegn í Berlín í fyrra
þegar það tekur þátt í úrslitakeppni
EM karla í körfubolta í Finnlandi
næsta haust. Dregið verður í riðla í
Istanbúl í dag og þá kemur í ljós
hverjir mótherjarnir fimm verða í riðli
Íslands, sem verður leikinn í Helsinki.
»2-3
Gæti mætt þremur
sömu liðum og í Berlín
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á