Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 4
BAKSVIÐ
Erla Rún Guðmundsdóttir
erlarun@mbl.is
Stífla hefur myndast í starfsemi
Landspítalans en auk aukins álags
á bráðamóttöku er um gríðarlegan
fráflæðisvanda að ræða. Forsvars-
menn Hjartaheilla og Félags eldri
borgara segja ástandið áhyggju-
efni, bæði hvað varðar þjónustu á
sjúkrahúsinu og úrræði fyrir þá
sem hafa heilsu til að geta útskrif-
ast en komast hvergi.
Geta ekki beðið
„Við erum mjög uggandi yfir
þessu. Eðli málsins samkvæmt hef-
ur þetta áhrif á allt og alla sem
koma að þessari þjónustu en okkar
fólk getur oft á tíðum ekkert beðið
eftir þjónustunni, það þarf að grípa
strax inn í,“ sagði Sveinn Guð-
mundsson, formaður Hjartaheilla,
Landssamtaka hjartasjúklinga, í
samtali við Morgunblaðið. Að sögn
Sveins eru biðlistar í hjartaþræð-
ingar einnig áhyggjuefni. „Það er
fyrsti vísir um hvort viðkomandi sé
alvarlega veikur eða ekki.“
Hefur andleg áhrif
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, for-
maður Félags eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni, tekur í
sama streng og segir ástandið
koma illa við eldri borgara og að-
standendur.
„Mjög oft eru langar biðraðir og
við það að komast ekki í endurhæf-
ingu laskast fólk enn meira. Þetta
er líka gríðarlegt álag á aðstand-
endur, miklu meira en nokkurs
staðar er fjallað um opinberlega.
Við erum óskaplega ósátt, við erum
marg, marg búin að segja það.“
Þórunn segir vandamálið einnig
felast í því að margir upplifi sig
vera fyrir í kerfinu. „Þetta hefur
andleg áhrif, að vera blóraböggull
inni í heilbrigðis-
kerfinu. Það er
ekki þessu fólki
að kenna að frá-
flæðið er eins og
það er.“ Félag
eldri borgara
hefur ítrekað
beitt sér vegna
fráflæðivandans
og meðal annars
skorað á stjórn-
völd vegna þessa. Að sögn Þór-
unnar nær vandinn þó víðar en til
Landspítalans. „Þetta er marg-
þættur vandi. Þunginn á bráðamót-
tökuna er orðinn allt of mikill en
það þarf líka að laga heilsugæsluna
vegna þess að margir fara á bráða-
móttökuna með mál sem ætti að
leysa annars staðar.“
Sigrún Lillie Magnúsdóttir, for-
stöðukona ráðgjafarþjónustu
Krabbameinsfélagsins, segir starfs
menn Krabbameinsfélagsins ekki
hafa orðið vara við aukið álag. Hún
telur helstu ástæðuna vera að
krabbameinssjúklingar sæki þjón-
ustu í auknum mæli á göngudeildir
eða fái sérhæfða heimaþjónustu.
„Yfirleitt þegar einhver þarf inn-
lögn er viðkomandi svo mikið veik-
ur að það er ekki neitt sem stoppar
þar.“ Sigrún útilokar þó ekki að
áhrifanna geti farið að gæta hjá
þeim ef fram heldur sem horfir.
Sveinn vonast til að heilbrigð-
iskerfið verði sett í forgang á
næstu árum og hvetur stjórnmála-
menn því til taka saman höndum
og laga þessi mál í eitt skipti fyrir
öll.
Uggandi yfir ástandinu
Enn vantar úrræði fyrir sjúklinga sem geta útskrifast Reynir á aðstandendur og andlega heilsu
sjúklinga Einskorðast ekki við Landspítalann Biðlistar í hjartaþræðingar áhyggjuefni
Sveinn
Guðmundsson
Þórunn H.
Sveinbjörnsdóttir
Sigrún Lillie
Magnúsdóttir
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2016
Hlíðarsmára 6, 201 Kópavogi – S. 564 6464 – fasthof.is
að farsælum
viðskiptum
Elsa Alexandersdóttir
Aðstoðarmaður
fasteignasala
Evert Guðmundsson
Nemi til löggildingar
fasteignasala
Guðmundur Hoffmann
Steinþórsson
lögg. fasteignasali
Fallegt er um að litast norður í landi eftir að snjó
kyngdi niður um helgina og áfram aðfaranótt
gærdagsins. Útivistarelskir Akureyringar voru
ekki lengi að draga fram gönguskíðin þegar færi
gafst loks og sprettu úr spori í paradísinni
Kjarnaskógi. Þar var fjölmenni á sunnudag og
nokkrir á ferð síðdegis í gær. Segja má að
sumarið hafi kvatt afar hægt og hljótt fyrir
norðan; haustið var óvenju milt og gott og langt;
rjómablíða á meðan lægðir með tilheyrandi roki
og rigningu kvöldu íbúa sunnanlands. Hitastigið
nyrðra minnti lengi á sumar þótt skipt hefði ver-
ið yfir í haustliti og það var ekki fyrr um miðja
síðustu viku sem Akureyringar fengu sýnishorn
af vetri. En nú er hann mættur, blessaður.
Snjó hefur kyngt niður á Norðurlandi síðustu sólarhringa
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Vetur konungur tekur völdin fyrir norðan
Tæplega 33 þúsund tonn voru í gær
komin á land af íslenskri sumar-
gotssíld á fiskveiðiárinu. Nokkur
skip voru að landa eða á landleið
eftir þokkalega veiði djúpt vestur
af Reykjanesi síðustu daga og þar
voru nokkur skip í gærkvöldi. Alls
nema heimildir ársins rúmlega 61
þúsund tonnum.
Bjarni Ólafsson AK kom með 700
tonn af síld til Neskaupstaðar í
gærmorgun og hófst strax vinnsla á
henni í fiskiðjuverinu. Þetta er
fyrsta síldin sem berst til Neskaup-
staðar eftir verkfall sjómanna. Haft
er eftir Gísla Runólfssyni skipstjóra
að aflinn hefði fengist á einum sól-
arhring vestur af Reykjanesi, á
sömu slóðum og veitt var á fyrir
verkfall.
„Við fengum þennan afla í þrem-
ur hollum en 400 tonn fengust í
einu þeirra. Það vantar í reyndinni
allan kraft í veiðarnar þótt menn
fái góð hol af og til. Einhvern veg-
inn virðist þetta vera seinna á ferð-
inni en oft áður og svo er kvótinn
ósköp takmarkaður,“ er haft eftir
Gísla.
Saxast á aflaheim-
ildir í síldinni
Ljósmynd/Hákon Ernuson
Neskaupstaður Bjarni Ólafsson AK 70
landar íslenskri sumargotssíld.
Flugáhafnir hafa kvartað mikið
vegna aðstöðuleysis við Leifsstöð og
í fréttabréfi FÍA, Félags íslenskra
atvinnuflugmanna, sem kom út fyrir
helgi, kemur meðal annars fram að
tveir flugliðar hafi slasast á leið frá
rútu að flugstöðinni vegna þess að
gangbrautin hafi verið ófær.
Örnólfur Jónsson, formaður FÍA,
segir að þar til í vor hafi rútur með
flugáhafnir lagt við flugstöðina, þar
sem rútur með farþega á leið úr landi
leggja. Það hafi hentað öllum en
Isavia hafi flutt biðstöðina norðaust-
ur fyrir Leifsstöð og þaðan sé um
200 metra gangur í flugstöðina.
„Þetta gengur í góðu veðri á sumrin
en er ómögulegt á veturna,“ segir
hann og vísar til þess að ekkert skjól
sé á biðstöðinni og fólk sjái ekki frá
flugstöðinni hvort rúta sé þar eða
ekki. Gönguleiðin sé líka til hábor-
innar skammar auk þess sem tösku-
kerrur hindri för.
Kvartað við Isavia
Örnólfur segir að Icelandair hafi
kvartað við Isavia vegna þessa en
ekkert hafi verið að gert. Fréttabréf
FÍA hefur skorað á Isavia að gera
úrbætur og tekur Örnólfur undir
áskorunina.
„Það hefur ekkert gerst ennþá en
við vonum að Isavia sjái ljósið. Það
er ekki gott að standa úti og bíða í
veðrinu eins og það er oft við flug-
stöðina á veturna auk þess sem þetta
getur skapað hættu eins og dæmin
sanna,“ segir hann. steinthor@mbl.is
Flugáhafnir kvarta yfir
aðstöðuleysi við Leifsstöð
Um 200 metra
gangbraut ófær og
aukin slysahætta
Morgunblaðið/Ómar
Ástand Ekki sést hvort áhafnarútur
eru á bílastæðinu við Leifsstöð.