Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2016 ✝ Ásta Þorvalds-dóttir fæddist í Reykjavík 22. nóv- ember 1951. Hún lést á Landspít- alanum í Reykja- vík 17. apríl 2016. Kjörforeldrar Ástu voru Sigurást Guðvarðardóttir húsmóðir, f. 14. maí 1910, d. 6. mars 1978, og Þor- valdur Brynjólfsson, yfirverk- stjóri í Landsmiðjunni, f. 15. ágúst 1907, d. 12. október 1987. Foreldrar hennar voru Guðlín Þorvaldsdóttir og Kjart- an Kristófersson. Systkini Ástu eru Ingiberg Þor- valdsson, f. 1931, d. 1991, Guðlín Þorvaldsdóttir, f. 1936, og Kolbrún Þorvaldsdóttir, f. 1941. Ásta var gift Halldóri Waag- fjörð, f. 2. maí 1947, þau eign- uðust Jón Waag- fjörð, f. 4. janúar 1976. Fyrir átti Ásta Þorvald Þórarinsson, f. 12. nóvember 1969. Barnabörn Ástu eru fjögur. Útför Ástu fór fram frá Oddakirkju á Rangárvöllum 23. apríl 2016. Í dag, 22. nóvember, hefði elsku uppáhaldsfrænka mín og guðmóðir orðið 65 ára. Við misstum hana frá okkur allt of fljótt en hún háði hetjulega baráttu við krabbamein í nokk- ur ár og lést hinn 17. apríl síð- astliðinn. Ég á margar minn- ingar um Ástu frænku. Þær fyrstu eru eingöngu í gegnum myndir og orð frá öðrum en Ásta frænka hélt mér undir skírn á fermingardaginn sinn fyrir 51 ári. Ég man Ástu frænku sem mestu skvísu sem ég hafði nokkru sinni augum litið. Ég sé hana ljóslifandi fyrir mér ný- komna úr einhverri utanlands- ferð með ljósu hárkolluna sína, í mínipilsi og hælaháum rú- skinnsstígvélum. Ég fór létt með það að láta krakkaskarann í Eyjabakkanum trúa því að þarna færi fræg Hollywood- stjarna. Ég man sleðaferð í Skálafell og ferðir í Eden þar sem ekkert var slegið af skvísu- útlitinu. Ég man kúrustundir á Laugateignum þar sem Ásta sagði sögur sem fengu lítil eyru til að loga og augun til að verða að undirskálum. Ég man bæjarferðirnar sem Ásta átti til að taka mig með í, það voru afskaplega skemmti- legar ferðir fyrir litla skottu. Mér er sérstaklega minnisstæð ein slík ferð, ætli ég hafi ekki verið 8 eða 9 ára en þá fengum við okkur göt í eyrun og fórum síðan í „smørrebrød“ á Óðins- véum. Þá hækkaði ég nú aðeins í loftinu, þetta var góður dagur. Ég man sumarið þegar ég var 12 ára og fór í vist til Ástu í Vestmannaeyjum. Það gekk á ýmsu það sumarið en ég minn- ist þess ekki að elsku Ásta hafi nokkru sinni misst þolinmæð- ina við guðdóttur sína. Þar prjónaði ég mína fyrstu kaðla- peysu undir styrkri leiðsögn Ástu. Það voru notaleg kvöldin þegar við sátum saman yfir prjónaskapnum og spjölluðum um heima og geima. Ég man að Ásta frænka tókst á við alla hluti með já- kvæðni að leiðarljósi, það þótti mér einn af hennar dýrmæt- ustu eiginleikum. Bjartsýni og gleði fleytti henni örugglega yf- ir margan erfiðan hjallann. Ég man listakokkinn, handa- vinnusnillinginn, gestgjafann, sögumanninn. Ég man síðustu stundirnar okkar saman, þær eru með þeim verðmætustu sem ég á. Ég man bros, hlátur, gleði, erfiðleika, sorgir, vænt- umþykju, ást. Ég man Ástu frænku. Þín frænka og guðdóttir, Íris Guðmundsdóttir. Ásta Þorvaldsdóttir ✝ Davíð RúrikHöjgaard fæddist á Bakka í Bakkafirði 30. ágúst 1924. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. nóvember 2016. Foreldrar hans voru Einar Ásmundur Höjga- ard, bóndi á Bakka í Bakkafirði, og kona hans, Ólöf Stefanía Dav- íðsdóttir. Davíð var hluti af stórum systkinahóp, þeim Elsu (látin), Herdísi (látin), Gunn- Börn Davíðs og Júlíu eru: 1) Margrét Svandís, f. 8.6. 1950, eiginmaður hennar er Ólafur Eiríksson, f. 20.1. 1951. Þeirra börn eru: Davíð Rúrik, maki Þóra Björg Gylfadóttir. Helga, maki Hjörtur Sindri Harðarson. Eiríkur, maki Berglind Gunn- arsdóttir. Haraldur Óli, maki Jakobína Sigurgeirsdóttir. 2) Hörður, f. 2.6. 1951, d. 9.11. 1952. 3) Sigurður Einar, f. 4.7. 1954, d. 30.8. 1954. 4) Ólöf Stef- anía, f. 20.5. 1957, eiginmaður hennar er Martin Guðmunds- son, f. 9.1. 1957. Þeirra börn eru: Davíð Rúrik, maki Burcu Acem Höjgaard. Guðmundur Stefán. Barnabarnabörn eru þrettán og barnabarnabarna- börn eru tvö. Davíð verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 22. nóvember 2016, kl. 15. laugi (dáinn), Jóni (látinn), Friðriki (látinn), Ásgeiri (dó í bernsku), Nönnu (látin), Pálínu og Svövu. Auk þess átti Davíð tvo hálf- bræður, Þorstein og Matthías, og voru þeir sam- feðra. Davíð giftist 13. júlí 1955 Júlíu Sæunni Hannes- dóttur, f. 26. ágúst 1929, d. 18. febrúar 2011. Hún var dóttir hjónanna Hannesar Júlíussonar og Margrétar Einarsdóttur. Kannski er ég bara orðinn alltof alltof seinn, svo heima í koti gamall karl þar kúra verður einn. Það verður bara að taka því og vera ekki að fást um það því enginn maður ræður alltaf sínum næturstað. Elsku pabbi. Allt er svo tómlegt án þín. Þú varst alveg einstakur faðir og gafst mér svo gott veganesti út í lífið. Ósk mín var ávallt sú að reyna að líkjast ykkur mömmu hvað varðar glaðværð, góð- mennsku og sanngirni. Allar þær góðu minningar um þig kæmust ekki fyrir í blaðinu en varðveitast í hjarta mínu, svo í minningu þinni set ég hér tvær af fimm vísum úr ljóðinu Himna- förin sem þú ortir, lagið sem þú samdir á harmonikkuna þína við ljóðið syngjum við fjölskyldan áfram saman. En þegar ég í himnaríki held á Drottins fund. Með harmonikku og ljóðin mín ég léttur verð í lund. Ég veit að Pétur segir þá við mig, gestinn sinn: „Svo þú ert Bakkafirði frá æ, vertu velkominn.“ Takk, elsku pabbi, fyrir að hafa verið mér góður faðir, traustur vinur og sáluhjálp. Þín sárt ég sakna. Ólöf. Elsku besti pabbi minn. Mikið verður erfitt að geta ekki knúsað þig og heyrt allar sögurnar frá þér, eins og þegar þú varst á vertíð í Vestmannaeyjum og við mamma heimsóttum þig. Við bjuggum hjá Laugu, systur þinni, og Þórarni, mági þínum, þar var yndislegt að vera. Fórum við niður á bryggju þegar þú komst að landi, þegar ég sá þig breyttist allt, ég stökk í fang þitt, lagði báða lófa mína á kinnar þínar og sagði: þetta er hann pabbi minn, sjáið hann pabba minn, sjáið þið hann. Þessari stund gleymdir þú aldrei og hlóst dátt. Það var alltaf nóg að gera hjá þér, þú byggðir húsið þitt einn, þetta fallega græna með rauða þakinu við Suðurlandsbrautina, bústaðinn og alltaf fékk maður að vera með og taka þátt. Ég hef aldrei skilið hvað þú gast gert mikið. Þú kunnir allt, smíða, skera út, prjóna, spila á harm- onikku og yrkja. Kenndir elsta syni mínum skák og er hann góður skákmaður. Og svo fórst þú oft til Nönnu systur og Sig- urjóns mágs þíns með okkur. Það var sko gaman, þau voru svo mörg systkinin, alltaf þegar við komum til þeirra tók allur barnahópurinn á móti okkur og kallaði mamma, hann Davíð bróðir er kominn, síðan hefur þú verið kallaður Davíð bróðir af þeim systkinum. Til Bakkafjarð- ar var farið á hverju ári, komið við hjá Elsu systur þinni í leið- inni. Alltaf var hún með heitan, góðan mat fyrir okkur, sama hvað klukkan var. Þetta voru yndislegir tímar. Mikið á ég eftir að sakna þín, elsku pabbi minn. En nú ert þú kominn til mömmu og drengjanna. Sakna þín svo mikið. Þín dótt- ir, Margret. Davíð Höjgaard fæddist á Bakkafirði þrítugasta ágúst nítján hundruð tuttugu og fjög- ur. Hann ólst þar upp með átta systkinum sínum ásamt foreldr- um, Einari og Ólöfu, en þau bjuggu á jarðarparti út úr jörð- inni Bakka. Eins og gefur að skilja var þetta lítið bú, vel innan við hundrað fjár, ein kýr og fáeinir hestar. Mér skildist á Davíð að þetta hefði oft verið mikið basl og húsakynni léleg, reyndar ólst hann upp fyrstu árin í baðstofu með moldargólfi, en einhverjum árum síðar komust þau í betra húsnæði á Bakkanum. Davíð var örvhentur og leið oft mikið fyrir það, var hann oft þvingaður til að nota hægri höndina og var það ekki alltaf átakalaust, en móðir hans hélt yfir honum hlífiskildi og varði hann hvenær sem hún gat. Ég kynnist Davíð fyrst árið 1973, þá sextán ára gamall, ég hafði þá kynnst dóttur hans Ólöfu, en við höfðum verið við störf á Vopnafirði, hún í fisk- vinnslu og ég í vegavinnu. Einn daginn höfðum við ákveðið að fara á Hofsball, hann bauðst til að keyra okkur og útvega tjald, nú hann keyrir okkur inn að Hofi og við rjúkum út úr bílnum og byrjum að tjalda, hann dokar við til að athuga hvort ekki sé í lagi með tjaldið, kemur þá í ljós að hælana vantar, hann bregst fljótt við þessu og segist bara fara aftur út á Vopnafjörð og út- vega hæla. Þarna kynntist ég strax hjálpsemi hans sem átti svo eftir að einkenna okkar bú- skap, hann var alltaf reiðubúinn að hjálpa þegar eitthvað bjátaði á hvort sem það var í veikindum barna okkar eða gæsla á þeim vegna vinnu, þetta hafa fleiri í fjölskyldunni reynt. Davíð hafði mjög gaman af útiveru alls konar enda fór það svo að hann og systkini hans keyptu Dalhús íBakkafirði þar sem hann dvaldi oft á sumrin með fjölskyldu sinni, þar var veiddur silungur og lax, tínd ber og sumir gengu til rjúpna. Hann var líka um tíma með lítinn bát á Vopnafirði og fóru fjölskyldu- meðlimir oft með honum út á sjó og bar oft vel í veiði. Þegar frá leið og ættingjar hans fyrir aust- an fóru að falla frá dró hann sig út úr félagsskapnum á Dalhús- um og dvaldi því meira í sum- arbústað sínum í landi Miðfells við Þingvallavatn, en þar hafði hann byggt sumarbústað 1982 og hóf þar mikið rækturstarf. Hann ræktaði aðallega ösp og alaskavíði af miklum eldmóði og gróðursetti allt í kringum bú- staðinn og er svo komið í dag að bústaðurinn sést ekki frá þjóð- veginum. Nágrannarnir fengu líka að njóta ræktunargleði hans og var hann óspar á að gefa þeim plöntur og má glöggt sjá þess merki í dag. Þegar Davíð hætti að vinna fékk hann mikinn áhuga á útskurði og eru til ótal verk eftir hann, t.d. klukkur, hillur og speglar, einnig skar hann út mikið af fuglum, sam- hliða öllu þessu hafði hann gam- an af því að yrkja og spila á harmonikku, sem hann gerði frá unga aldri. Um leið og ég þakka Davíð fyrir samveruna síðastliðin fjörutíu og þrjú ár vil ég geta þess að Davíð lést ekki saddur lífdaga, hann naut hverrar stundar með fjölskyldunni og fylgdist vel með hverjum og ein- um. Takk, Davíð, fyrir sam- veruna, þín minning mun lifa. Þinn tengdasonur. Martin Guðmundsson. Hjartkæri tengdapabbi, mig langar að kveðja þig og þakka allt sem þú hjálpaðir mér með í lífinu, innréttaðir með okkur húsnæði þrisvar sinnum og margt fleira. Aldrei mátti borga neitt, en ég gat þó gert þér svo- lítinn greiða, að taka þig með mér nokkrar ferðir til sjós og í einni slíkri stoppuðum við í Hamborg. Fórum við þá í Plan- ten un Blomen þar sem þú hafðir mikið yndi af gróðri. Gengum þar um og skoðuðum gróðurinn, þegar rökkva tók vildir þú halda til skips, en ég sagði: það er ekki allt búið enn, kl. 20 byrjaði vatnsorgel að spila, mikill varð undrunarsvipurinn hjá þér, leist á andlit mitt og sagðir: er ég nú kominn til himnaríkis? Einnig vil ég þakka þér góðvildina við alla mína afkomendur sem allir voru hrifnir af afa, langafa og langa- langafa sínum. Eins og ein lítil dama sem flutti til Svíþjóðar á síðasta ári. Hún Jara Liv hélt mikið upp á langa, skottaðist mikið með ömmu sinni að hugsa um leiði langömmu sinnar. Þeg- ar pabbi hennar sagði að langi væri kominn í Sumarlandið leit hún stórum augum á pabba sinn og sagði: hann hefði nú líka get- að farið til himna. Þinn tengda- sonur, Ólafur (Óli). Elsku besti afi okkar. Við höldum að það sé nú alveg klárt að við höfum aldeilis unnið afa- lottóið; mikið vorum við heppin. Ekki skemmdi fyrir þegar það var alltaf hægt að koma í heim- sókn í næstu götu, fá sér köku sem þú varst alltaf svo duglegur að baka og kíkja inn í smíða- herbergið, þvílíkur lúxus. Það verður erfitt að kveðja, en okkur langar að þakka þér fyrir allar frábæru stundirnar og minningarnar sem munu aldrei gleymast. Þú varst svo frábær í alla staði og hugsaðir svo vel um allt og alla, það er erfitt að finna betri langafa en þig. Þín langafabörn, Gylfi, Júlía Margrét og Ólafur Þór. Hann afi minn átti langa ævi. Að hluta til erfiða en að mestu leyti góða og ánægjulega. Ég naut þeirra forréttinda að vera mjög tengdur afa (og náttúrlega ömmu líka) frá unga aldri og má segja að þau og þá sérstaklega afi hafi mótað að miklu leyti upp- vöxt og áhugamál mín. Eins og flestir vita þá hefur skák verið afar stór þáttur í mínu lífi en afi kenndi mér að tefla í kringum heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskís í Laugardalshöllinni og studdi mig í skákiðkuninni með stöðugum keyrslum til og frá í Taflfélagið eftir að hann hætti að geta veitt mér keppni sjálfur. Reikningur og stærð- fræði er annað sem ég hef afar mikið notað í gegnum mitt líf. Það má einnig segja að afi hafi líka vakið áhuga minn á því. Strax á unga aldri hafði ég afar gaman af því að vera með afa og fékk ég oft að hanga með honum heilu dagana í sendibílnum þeg- ar hann var að keyra á sendibíla- stöðinni. Það vakti áhuga minn að hann var alltaf að leggja sam- an tölur þegar hann var að gefa út reikninga, sem leiddi til þess að hann kenndi mér að reikna löngu áður en ég hóf skólagöngu. Ekki er hægt að minnast afa öðruvísi en að nefna sumarfríin. Frá mjög ungum aldri og fram yfir fermingu fór ég alltaf austur í sumarfrí með afa og ömmu á heimaslóðir afa á Bakkafirði. Þar dvöldum við venjulega um mánaðartíma á Vopnafirði og síðar Bakkafirði eftir að systk- inin keyptu Dalhús. Þetta var alltaf yndislegur tími við veiðar í vötnum og ám, berjatínslu og ýmislegt annað í þessu fallega umhverfi. Þetta eru tímar sem ég aldrei mun gleyma. Síðar kom að því að afi ákvað að fá sér sumarbústaðarlóð á Þingvöllum og auðvitað eyddi ég þá miklum tíma með honum þar. Fyrst í tjaldi á meðan skúr var byggður og svo í skúrnum á meðan sum- arbústaðurinn var byggður í ró- legheitum. Það voru sannarlega forréttindi að fá að taka þátt í þessu. Annars var alltaf gaman í kringum afa enda kallinn með afbrigðum uppátækjasamur og forvitinn. Þegar sodastream- tækin komu til sögunnar fékk kall sér eitt slíkt enda sá hann mikið sparnaðartækifæri í þessu. Ekki hafði hann átt tækið lengi þegar hann varð auðvitað að prófa ýmislegt. Versta tilraunin var líklega þegar hann ákvað að prófa að bæta gosi í malt sem endaði með því að það gaus hroðalega upp úr flöskunni (tækið nánast sprakk) og allt fór út um allt. Ég Davíð Rúrik Höjgaard Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, AÐALSTEINS GÍSLASONAR vélfræðings, Klapparstíg 1. . Kristín Jóhanna Hólm, Rúnar J. Aðalsteinsson, Sigríður Ásta Árnadóttir, Bára Aðalsteinsdóttir, Sigurbjörn G. Aðalsteinsson, Kristín Gísladóttir, Gunnar K. Aðalsteinsson, Bryndís Harðardóttir og barnabörn. Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, stjúpmóðir, systir, mágkona, amma og langamma, J. SIGRÍÐUR ELENTÍNUSDÓTTIR, Ásbraut 15, Kópavogi, lést á LSH í Fossvogi mánudaginn 14. nóvember. Útförin fer fram frá Kópa- vogskirkju fimmtudaginn 24. nóvember klukkan 13. . Haukur Reynir Ísaksson, Sigurður Sverrir Witt, Rachel Parker Witt, Ingunn Hildur Hauksdóttir, Þröstur Þorbjörnsson, Svanhildur Elentínusdóttir, Einar Hjaltested, Margeir Elentínusson, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir fyrir hlýhug við andlát og útför SVANHILDAR STEFÁNSDÓTTUR kennara, er lést 6. október síðastliðinn. Sérstakar þakkir færum við þeim sem veittu umönnun, aðstoð og samveru á undanförnum árum. . Jón Jóhann Vigfússon, Steinunn K. Jónsdóttir, Sigurður Jakob Halldórsson, Ingi Þór Jónsson, Dalla Rannveig Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.