Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2016
OPINN FUNDUR Í IÐNÓ UM MIÐBORGARMÁL,
ÞRIÐJUDAGINN 22. NÓVEMBER KL. 20:00
Líflegri og
betri miðborg
· Sérstakur gestur fundarins er Björn Blöndal, formaður borgarráðs.
Fer hann yfir helstu atriði nýrrar miðborgarstefnu, situr fyrir svörum
og tekur þátt í almennum umræðum.
· Fjallað verður um niðurstöður nýrrar könnunar um miðborgarmál.
· Þá verður rætt um jólahaldið, skautasvellið, jólamarkaðinn og fleira
sem framundan er í miðborginni.
· Elín Ey flytur nýja, frumsamda tónlist og boðið verður upp
á léttar veitingar.
· Fjölmennum og leggjum okkar af mörkum til líflegri, öflugri
og betri miðborgar!
Stjórn Miðborgarinnar okkar
Bergstaðir
Kolaport
Ráðhúsið
Stjörnuport
Traðarkot
Vesturgata
Vitatorg
Gat kom á brúsa sem innihélt
saltsýru með þeim afleiðingum að
sýran lak niður á Hverfisgötu í
gærmorgun. Slökkvilið
höfuðborgarsvæðisins var kallað
á svæðið og lauk fljótlega við það
að hreinsa upp eiturefnið. Lög-
reglan á höfuðborgarsvæðinu
girti svæðið af á meðan slökkvi-
liðið hreinsaði það.
Samkvæmt upplýsingum frá
Heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík
var saltsýran geymd á hjólaverk-
stæði á Hverfisgötunni. Gat kom
á brúsann og sýran lak út. Eig-
andi saltsýrunnar hringdi á
slökkviliðið.
Ekki liggur fyrir hve mikið lak
úr brúsanum en ekki var talin
mikil almannahætta á ferð. Eitrið
var hreinsað upp með ísogsefni
sem síðan var sent til eyðingar.
Gatan var hreinsuð með vatni í
kjölfarið.
Saltsýra lak úr
brúsa á Hverfisgötu
Viðbúnaður Slökkviliðið hreinsaði saltsýruna fljótt og örugglega.
Morgunblaðið/Ófeigur
Bergþóra Jónsdóttir
bj@mbl.is
Velferðarráðuneytið hefur gefið út
skýrslu um lyfjaútgjöld og lyfja-
notkun fyrir árið 2015. Kostnaður
vegna almennra lyfja hækkaði um
168 milljónir króna, um 2% frá
fyrra ári, og kostnaður vegna S-
merktra lyfja (sjúkrahúslyfja) um
134 miljónir, eða 2,1% frá fyrra ári.
Samkvæmt skýrslunni telst þessi
hækkun ekki mikil og má rekja
hana til hagstæðrar gengisþróun-
ar.
Lyfjakostnaður Sjúkratrygginga
Íslands vegna almennra lyfja, þ.e.
lyfja sem ekki eru S-merkt, nam
8.557 milljónum króna árið 2015 og
lyfjakostnaður sjúkratrygginga
vegna S-merktra lyfja nam 6.565
milljónum króna sama ár.
Lyfjanotkun að aukast
Segir í skýrslunni að lyfjanotkun
hafi aukist talsvert undanfarin ár.
Að jafnaði virðist lyfjanotkun
aukast um að minnsta kosti 3-4% á
ári en þar af megi rekja 2% notk-
unarinnar beint til fólksfjölgunar
og breyttrar aldurssamsetningar
þjóðarinnar.
Eins og undanfarin ár er kostn-
aður mestur vegna lyfja við ADHD
(ofvirkni og athyglisbresti), en
notkun þessara lyfja hefur aukist
undanfarinn áratug, ekki síst með-
al fullorðinna, segir í skýrslunni.
Kostnaður vegna lyfja við
ADHD nam 765 milljónum króna
árið 2015 og stóð nokkurn veginn í
stað frá fyrra ári. Á einum áratug
hefur kostnaðurinn farið úr nánast
engu upp í að vera u.þ.b. 1/10 hluti
kostnaðarins. Metýlfenídat er
kostnaðarsamasta lyfið í þessum
flokki og jafnframt kostnaðarsam-
asta lyf sjúkratrygginga.
Kemur fram í skýrslunni að
kostnaður vegna S-merktra lyfja
(sjúkrahúslyfja) hafi aukist mjög
undanfarin ár. Það skýrist fyrst og
fremst af nýjum og sérhæfðum
lyfjum sem séu mjög dýr. Sem
dæmi er nefnt að kostnaður vegna
gigtarlyfja og dýrustu MS-lyfjanna
hafi farið vaxandi. En það skýrist
meðal annars af því að kostnaður
vegna nýrra lyfja fari almennt vax-
andi í flestum vestrænum löndum,
bæði vegna hækkandi meðalaldurs
sem leiðir til aukins fjölda notenda
en líka vegna þess að nýju lyfin
eru oft dýrari en eldri lyfin.
Morgunblaðið/Sverrir
Lyfjakostnaður
er mestur
vegna ADHD
Velferðarráðuneytið með skýrslu um
lyfjaútgjöld og -notkun