Morgunblaðið - 22.11.2016, Síða 33

Morgunblaðið - 22.11.2016, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2016 Heimildarmyndin Svartagengið eftir Kára G.Schram var frumsýnd íBíó Paradís fyrir skemmstu. Hún gerir hrífandi sögu Þorbjörns Péturssonar, fjárbónda og einsetumanns á Ósi í Arnarfirði, góð skil. Þegar heilsu hans tók að hraka mjög árið 2010 varð hann sárneyddur að bregða búi og fella allt sitt fé. Meðal fjárins var sér- alinn, kollóttur og fagur hópur sem Þorbjörn kallaði Svarta gengið. Hver skepna var gædd sínum per- sónuleika og bar fullt traust til eig- anda síns sem á móti var sérlega elskur að bústofni sínum. Þegar til kastanna kom var þorri fjárins á Ósi fluttur í sláturhús en Þorbjörn afréð að jarðsetja mállausu ástvini sína í Svarta genginu heima við ós- inn og reisa þeim einstakan minn- isvarða. Jafnframt sótti hann um leyfi yfirvalda til að fá að hvíla við hlið þeirra eftir sinn dag. Heimildarmyndasmiðurinn Kári hefur lengi sérhæft sig í gerð mynda um íslenskan menningararf og Svarta gengið rímar sérlega vel við síðustu mynd hans, Jöklarann (2014). Í þeirri mynd nær Kári að draga fram afar líflega og minn- isstæða mynd af Þórði Halldórssyni (1905-2003) frá Dagverðará. Það sama er uppi á teningnum að þessu sinni. Fágætir persónutöfrar Þor- björns Péturssonar og falslaus ást hans á fénu sínu hreyfir við áhorf- endum. Hann er hjartahlýr og lít- illátur en einstök lífsviðhorf hans hafa mótast nokkuð af einangrun og einföldum lifnaðarháttum. Reyndar mætti lífsstíll hans, sem einkennst hefur af nægjusemi, þrautseigju og æðruleysi, vera öðr- um til eftirbreytni nú á tímum hamslauss velmegunarkapphlaups og oft varhugaverðs framfaraæðis. Sveitin var blómleg þegar Jón Sigurðsson, sjálfstæðishetja Íslend- inga, sleit barnsskónum á Hrafns- eyri við Arnarfjörð, en núna er byggðin í norðanverðum Arnarfirði, vestast í Ísafjarðarsýslu, að mestu komin í eyði. Þorbjörn var síðasti ábúandi á þessum slóðum. Hann er fæddur árið 1953, ólst upp í systra- hópi og hefur alið allan sinn aldur á Ósi sem stendur gegnt Hrafnseyri. Í seinni tíð bjó hann þar einn með hátt í tvö hundruð fjár og undi sér vel í félagsskap dýranna. Hann fór lítið af bæ en ók dráttarvél sinni ef svo bar undir því hann átti aldrei bíl. Vegurinn heim að Ósi lokast í fyrsta haustsnjónum og er oft lok- aður í fjóra til sex mánuði á ári, eft- ir tíðarfari. Þorbjörn bjó því löngum við einangrun en er öllum kunnugur í sveitinni og vel liðinn. Hann fékk kærkomna heimsókn tvisvar í viku þegar pósturinn færði honum matföng og aðrar nauðsynj- ar samkvæmt gamalli hefð. Póst- urinn kom á báti frá Bíldudal yfir vetrartímann en ók þegar heiðar opnuðust. Árin áður en Þorbjörn brá búi færði Jón Halldórsson honum að- föngin og staldraði venjulega við og ræddi þjóðmálin við einsetumann- inn. Talsími er á Ósi en rafmagni hefur aldrei verið veitt á bæinn því það hefði kostað bóndann formúu að fá streng leiddan til sín og bú- skapurinn dró aldrei svo dýrmæta taug. Bærinn Ós er lítill og þröngur en öll umgengni ber vott um snyrti- mennsku í hvívetna. Þorbjörn ber virðingu fyrir sögu hluta sinna og viðheldur híbýlunum af kostgæfni. Hann hefur til að mynda um árabil sofið í rúmi afa síns sem er að minnsta kosti þumlungi of stutt fyr- ir hann en lætur það þó ekki á sig fá. Kvikmyndatökur Kára eru sér- lega lifandi í þröngum húsakosti Þorbjörns. Þessar aðstæður hafa mótað bóndann og hann fær sjálfur að lýsa sér í sínum heimahögum. Útkoman er sterk og eftirminnileg. Svarta gengið hans Þorbjörns var komið undan tinnusvartri gimb- ur sem var svo smá í fyrstu að hún náði ekki upp í spena móður sinnar og varð því heimalningur. Sérstakt samband hennar og bóndans varð til þess að hann tók að ala sérstofn undan henni og hennar lömbum. Þegar fyrsta gimbrin fór á vit feðr- anna var hún grafin við bæinn og svo stækkaði heimagrafreiturinn eftir því sem fella þurfti fleiri úr genginu. Svarta gengið var haft sér í húsi og Þorbjörn umbunaði ánum með mjólkurkexi eftir hvern sauð- burð og þær þáðu kexið með þökk- um. Ekkert var of gott fyrir hans séralda fé, hagur þess var hans líf og yndi. Hann deildi öllu sínu með þeim eins og kærleiksríkur og dyggur faðir. Þetta fé var ekki alið til slátrunar og hækkunar á tekju- stofni heldur kysst, kjassað, elskað og dáð. Í myndinni fá áhorfendur að kynnast öllum þessum þáttum í lífi Þorbjörns. Þeir fá meira að segja að skyggnast inn í ang- urværan og kynngimagnaðan draum hans þar sem hann sér fyrir sér meðlimi Svarta gengisins stökkva hjá hvern á eftir öðrum. Inn í þá senu eru klipptar nær- myndar sem sýna sofandi bóndann, með bros á vör, í of stutta rúminu. Áður en Þorbjörn flutti frá Ósi reif hann og brenndi fjárhúsin og hlöðuna í stað þess að láta mann- virkin grotna niður í synd og skömm. Hann keypti sér svo íbúð á Þingeyri og ætlaði að setjast þar að en þorpið þrengdi að honum og skyggði á fjarðarsýnina og beina aðganginn sem hann hafði áður að náttúrunni. Í lok myndarinnar hef- ur Þorbjörn því ákveðið að venda kvæði sínu aftur í kross og flytja frá Þingeyri. Óvíst er hvað framtíð hans ber í skauti sér þótt auðséð sé að hann þrái heitast að fá að hvíla við hlið fjárins sem hann unni svo heitt, í myndarlega grafreitnum sem hann markaði því. Kvikmyndataka myndarinnar í heild er göldrum líkust. Ljósbrot og skuggar leika um tjaldið og yfir veðurbarinn móann, fjallasalinn og ósinn sem oft fylla rammann. Ang- urvært tónlistarundirspil og ljóð- ræn myndblöndun eru skemmti- legir merkingaraukar. Hljóðið er skýrt svo hvert sagt orð heyrist vel. Frásögnin er einlæg og nær kær- kominni nánd við persónu sína í hennar náttúrulega umhverfi. Kári varðveitir með myndinni dýrmæta arfleifð þjóðarinnar og dregur líkt og í fyrri verkum sínum upp lifandi lýsingu af einstakri persónu sem svo sannarlega á erindi við komandi kynslóðir. Þorbjörn reisti kindum sínum minnisvarða og Kári heiðrar svo ævistarf Þorbjörns og hverfandi lifnaðarhætti með þessari undur- fallegu, raunsönnu mynd. Minnisvarði „Þorbjörn reisti kindum sínum minnisvarða og Kári heiðrar svo ævistarf Þorbjörns og hverfandi lifnaðarhætti með þessari und- urfallegu, raunsönnu mynd,“ segir m.a. í rýni um Svarta gengið. Bóndi má muna fífil sinn fegri Bíó Paradís Svarta gengið bbbbm Leikstjórn, handrit, kvikmyndataka, klipping og framleiðsla: Kári G. Schram. Aðalhlutverk: Þorbjörn Pétursson og hans ástsæla fé. Tónlist: Friðjón Guð- laugsson. Grafík: Elísa Björk Schram. Heimildarmynd. 54 mín. Ísland, 2016. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYNDIR Hollenska glæpa- sagan Konan í myrkrinu eftir Marion Pauw hlaut Ísnálina 2016 á glæpa- sagnahátíðinni Iceland Noir sem fór fram um helgina. Verð- launin eru veitt bestu þýddu glæpa- sögunni sem komið hefur út á ís- lensku á árinu. Ragna Sigurðar- dóttir þýddi söguna. Þegar hefur verið gerð kvikmynd eftir henni og er bandarísk útgáfa í burðarliðnum. Sex bækur voru tilnefndar til verðlaunanna að þessu sinni, eftir ólíka höfunda. Marion Pauw Saga Marion Pauw hlaut Ísnálina Fantastic Beasts andWhere to Find Them Ný Ný Arrival 1 2 Trolls (Tröll) 3 5 Doctor Strange 2 4 Grimmd 10 5 The Accountant 4 3 Hacksaw Ridge 5 3 Flaskepost fra P/Flöskuskeyti frá P Ný Ný Spectre 8 10 Hótel Transylvania 2 13 16 Bíólistinn 18.–20. nóvember 2016 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Ævintýramyndin nýja úr ranni J.K. Rowling, höfundar ævintýrisins um Harry Potter, Fantastic Beasts and Where to Find Them, stekkur beint á topp listans yfir best sóttu kvikmynd- irnar síðustu daga. Þessi nýja saga sem Rowling skrifar sjálf handritið að er sótt í sama ævintýraheiminn og hefur fengið mikið lof í ólíkum fjöl- miðlum úti um heimsbyggðina. Nær níu þúsund manns sáu kvikmyndina í 16 sölum kvikmyndahúsa hér um helgina, talsvert fleiri en sáu þá kvik- mynd sem aflaði næstmestu tekn- anna þessa daga, Arrival, sem um 1.500 manns sáu. Bíóaðsókn helgarinnar Ævintýrið hrífur Furður Eddie Redmayne í aðal- hlutverki Fantastic Beats … Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is gerðu tónlist á makkann þinn Duet 2 stúdíógæði í lófastærð One fyrir einfaldar upptökur MiC hágæða upptökur Jam alvöru gítarsánd LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar FANTASTIC BEASTS 3D 6, 9 FLÖSKUSKEYTI FRÁ P 8, 10.25 HACKSAW RIDGE 8, 10.45 TRÖLL 2D ÍSL.TAL 6 BRIDGET JONES’S BABY 5.30 Miðasala og nánari upplýsingar ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.