Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 12
Morgunblaðið/Eggert Mál og myndir Kristín Ragna sá söguna strax mjög myndrænt fyrir sér, bæði útlit sögupersónanna og sögusviðið. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Krullhærður strákur í spiderman-búningi ogsíðhærð stelpa í slitinnilopapeysu birtust Krist- ínu Rögnu Gunnarsdóttur skyndi- lega ljóslifandi þar sem hún sat í Skálholtskirkju og hlýddi á æfingu Bach-sveitarinnar fyrir þremur ár- um. Þótt krakkarnir væru hug- arburður fór hún í humátt á eftir þeim. „Þau voru að skjótast þarna um, fóru ofan í kjallara þangað sem ég elti þau eftir endilöngum göngum sem höfðu verið endurgerð undir kirkjunni,“ segir Kristín Ragna. Og enn voru þau með henni þegar hún kom út úr göngunum. Kristín Ragna gaf hugarfóst- urbörnum sínum nöfnin Edda og Úlfur og gerði þau, eftir nokkuð langa meðgöngu, að aðalsöguhetjum í Dýrgripnum, barna- og unglinga- bók, sem hún samdi um ævintýri þeirra með ýmsum persónum nor- rænnar goðafræði. Skálholt er að hluta til sögusviðið sem og annar heimur; goðheimur, sem þau ramba í eftir að hafa elt þjóf ofan í fyrrnefnd göng, sem – vel að merkja – voru til í alvörunni. Dýrgripurinn varð meist- araverkefni „Ég sá söguna fyrir mér og eitt leiddi af öðru. Fyrst þróaði ég hug- myndina á námskeiðinu Fjöl- skyldubókmenntir í meistaranámi í ritlist í Háskóla Íslands og síðan fylgdu krakkarnir mér og þrosk- uðust í lokaverkefninu. Þar kom ég heildarhugmyndinni á blað, en hef síðan verið að vinna meira í sögunni og teikna myndirnar.“ Kristín Ragna er sjálfstætt starfandi grafískur hönnuður, teikn- ari og kennari og hefur áður skrifað og myndskreytt fimm lestrarbækur fyrir börn fyrir Námsgagnastofnun. Dýrgripurinn er hennar fyrsta skáldsaga fyrir almennan markað. Hún hefur árum saman unnið sem myndskreytir og hönnuður með nor- ræna goðafræði og oft í nánu sam- starfi við rithöfunda. Til dæmis vann hún tvær bækur með Þórarni Eld- járn, annars vegar Völuspá og hins vegar Hávamál. Þá unnu þær Ing- unn Ásdísardóttir í sameiningu bók- ina Örlög guðanna þar sem nokkrar þekktar sögur í norrænni goðafræð- inni eru endursagðar. „Ég hef alla tíð verið mjög áhugasöm um þjóðsögur og æv- intýri. Sem barn bjó ég í London og síðan Bandaríkjunum og las íslensku þjóðsögurnar, sem ég fékk sendar að heiman, og einnig goðsögur frá öðr- um menningarheimum, bæði grískar goðsögur og síðan indjánasögur. Steinkistan í Skálholti var kveikja sögunnar Úlfur og Edda: Dýrgripurinn, fyrsta skáldsaga Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur, hverfist um klóka krakka, goð, forngrip og fjölskyldubönd. Sagan gerist að hluta í Skálholti en mest þó í öðrum heimi; heimi norrænu goðanna, sem höfundurinn hefur verið hugfanginn af frá unga aldri og lifað og hrærst í um alllangt skeið. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2016 Hrein samviska í 25 ár Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is B ra n d e n b u rg |s ía Kastljós fjölmiðla á flóttafólk, inn- flytjendur, hælisleitendur og fólk í leit að alþjóðlegri vernd er umfjöll- unarefni opins fundar fjölmenning- arráðs Reykjavíkurborgar og borg- arstjórnar kl. 14-17 í dag, þriðjudaginn 22. nóvember. Fund- urinn er haldinn í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og allir eru velkomnir. Að loknu ávarpi borgarstjóra flyt- ur Helga Ólafs, doktorsnemi og rit- stjóri, erindið Við og hinir á síðum dagblaðanna og Malgorzata Kat- arzyna Molenda, eftirlitsfulltrúi hjá VR, erindið Íslenskt nafn opnar margar leiðir. Þá ræða blaða- og fréttamenn á ýmsum fjölmiðlum og fulltrúar Rauða krossins umfjöllun fjölmiðla um innflytjendur og fólk í leit að alþjóðlegri vernd. Kl. 15.25 hefjast umræður borgarfulltrúa og spurningar úr sal. Í lokin verður Tomasz Chrapek, formaður fjöl- menningaráðs Reykjavíkurborgar, með stutta samantekt. Kastljós fjölmiðlanna AFP Flóttamannabúðir Frá Souda-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Chios. Umfjöllun um innflytjendur og fólk í leit að alþjóðlegri vernd Þeir sem hyggjast búa til sitt eigið sælgæti fyrir jólin ættu ekki að vera sviknir af að sækja námskeið í kon- fektgerð hjá þeim Halldóri og Írisi kl. 18-20 í dag, þriðjudag 22. nóvember, Kenndir verða grunnþættir konfekt- gerðar; gerð fyllinga, steyping í kon- fektform og temprun á súkkulaði. Þátttakendur búa til sína eigin mola og taka með heim. Hráefni er innifal- ið í námskeiðsgjaldi, en þeir þurfa að hafa með sér svuntu og ílát undir af- raksturinn. Námskeiðið, sem er fyrir 15 ára og eldri, er haldið á 4. hæð í Fellsmúla 26. Húsið verður opnað klukkan 17.45. Halldór og Íris eru menntaðir bakarar, hann er konditor og hún yf- irbakari hjá 17 sortum. Nammi, nammi, namm … Algjört konfekt Morgunblaðið/Golli Góðgæti Heimalagað konfekt. Geðhjálp stendur fyrir kynningu á Bjargráðaboxinu kl. 19.30 í dag, þriðjudaginn 22. nóvember, í húsa- kynnum samtakana í Borgartúni 30. Bjargráðaboxið er skyndihjálparkassi fyrir sálina og er kynningin ætluð öllum sem vilja þekkja sjálfa sig betur og auka færni sína í að koma auga á og nýta bjargráð í veik- indum og lífinu öllu. Fjallað verður í stuttu máli um helstu geðkvilla, einkenni og þekkt bjargráð. Þátttak- endur eru hvattir til að skoða eigin venjur og hvaða bjargráð hafa reynst þeim vel hingað til, deila þeim með hópnum og tileinka sér ný bjargráð með aðstoð annarra þátt- takenda og hóp- stjóra. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum: Hvað eru bjargráð? Eru bjarg- ráðin sem við notum gagnleg eða ógagnleg? Hvernig er hægt að búa til bjargráðabox? Rebekka Víðisdóttir og Guðrún Friðriksdóttir kynna Bjargráðaboxið. Rebekka, stuðningsfulltrúi og ráðgjafi á endurhæfingardeild geð- sviðs Landspítalans, þróaði boxið til að koma sér út úr veikindum. Hún fékk síðan Guðrúnu, iðjuþjálfara á Landspítalanum, til að útfæra bjarg- ráðin með sér sem námskeið. Landssamtökin Geðhjálp kynna Bjargráðaboxið Skyndihjálparkassi fyrir sálina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.