Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2016 Poulsen ehf. | Skeifan 2 | IS-108 Reykjavík |  530 5900 | poulsen.is BREMSUHLUTIR MINTEX Donald Trump kallaði HenryKissinger í gyllta turninn til skrafs og ráðagerða.    Sagt er að síðan1968 hafi ekk- ert forsetaefni lokið undirbúningi fyrir embættistöku án viðræðna við Kiss- inger um utanríkis- og öryggismál.    Kissinger, semverður 94 ára á næsta ári, er með allt á hreinu.    Eftir samtalið viðTrump í Turn- inum fór Kissinger í viðtal hjá Fareed Zakaria á CNN og sagði honum að enginn forseti hefði haft þá stöðu Trumps að komast í Hvíta húsið algjörlega pinklalaus.    Trump væri fyrsti forsetinn semætti engum skuld að gjalda.    Kissinger viðurkenndi að Trumphefði viðrað margvísleg sjón- armið í kosningabaráttunni. Það væri þó óþarft að negla þau öll við hann núna. Ef Trump ítrekaði hins vegar afstöðu sína til einstakra at- riða, nú þegar í alvöruna væri kom- ið, gæti það valdið honum vandræð- um að standa ekki við þau.    Það er ekki orðum aukið að Kiss-inger sé kaldur raunsæismað- ur. Fullyrt er að hann hafi sagt sem aðalráðgjafi Nixons forseta að „ákvarðanir sem kunna að fela í sér lögbrot framkvæma menn hratt og örugglega. Brot á stjórnarskrá krefjast vandaðri undirbúnings“.    Ekki skal þó fullyrt að hér sérétt haft eftir frægðarmenn- inu. Donald Trump Kissinger mætti STAKSTEINAR Henry Kissinger Veður víða um heim 21.11., kl. 18.00 Reykjavík -4 heiðskírt Bolungarvík -2 skýjað Akureyri -2 alskýjað Nuuk 0 alskýjað Þórshöfn 3 rigning Ósló 0 léttskýjað Kaupmannahöfn 8 heiðskírt Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 7 skýjað Lúxemborg 11 heiðskírt Brussel 13 rigning Dublin 4 skýjað Glasgow 0 þoka London 10 skúrir París 12 rigning Amsterdam 13 skúrir Hamborg 11 heiðskírt Berlín 8 heiðskírt Vín 12 heiðskírt Moskva -3 heiðskírt Algarve 18 léttskýjað Madríd 11 léttskýjað Barcelona 18 þoka Mallorca 20 léttskýjað Róm 18 heiðskírt Aþena 13 léttskýjað Winnipeg -3 skýjað Montreal -1 snjókoma New York 2 snjókoma Chicago 3 léttskýjað Orlando 16 þoka Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 22. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:21 16:08 ÍSAFJÖRÐUR 10:50 15:49 SIGLUFJÖRÐUR 10:34 15:31 DJÚPIVOGUR 9:56 15:32 Útganga Breta úr Evrópusamband- inu er eitt mikilvægasta utanríkis- málið sem Ísland stendur frammi fyrir næstu misserin enda Bretland okkar stærsta viðskiptaland, segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráð- herra. Hún er stödd á ráðherrafundi EFTA-ríkjanna í Genf þar sem Brexit var helsta umræðuefnið. Fjögur ríki eru innan EFTA: Ís- land, Sviss, Noregur og Liechten- stein. Að sögn Lilju ákváðu ráðherr- arnir að vinna náið saman til þess að tryggja hagsmuna ríkjanna við út- göngu Breta úr ESB. Lilja stýrði fundinum, en Ísland leiðir starf EFTA um þessar mundir. „Við Íslendingar munum núna hafa frumkvæði að því að boða til fundar á næstu vikum þar sem við- brögð EFTA-ríkjanna við Brexit verða undirbúin enn frekar.“ Tryggja hagsmuni vegna Brexit Ljósmynd/EFTA EFTA Kristinn Árnason, Monica Mæland, Noregi, Aurelia Frick, Liechten- stein, Lilja Alfreðsdóttir og Johann N. Schneider-Ammann frá Sviss. Hátt í 30% þeirra sem kusu í nýaf- stöðnum alþing- iskosningum tóku ekki ákvörð- un fyrr en sam- dægurs og þar af ákváðu nær 17% sig ekki fyrr en í kjörklefanum eða á kjörstað. Þetta kemur fram í Þjóð- arpúlsi Gallup. Einnig var spurt hvaða flokk fólk vildi sjá mynda nýja ríkisstjórn. Vinstri grænir og Björt framtíð voru flokkarnir sem oftast var minnst á. Ríflega 67% nefndu Vinstri græn og tæplega 66% Bjarta framtíð. Nær 59% nefndu Viðreisn og rúmlega 57% Sjálfstæðisflokkinn. Rúm 34% nefndu Píarata, tæplega 24% Fram- sóknarflokkinn og rétt yfir 20% Samfylkinguna. Netkönnun var framkvæmd dag- ana 3. til 14. nóvember sl. Heildar- úrtakið voru 1.424 og svarhlutfall var 59,1%. Innan við þriðjungur þeirra sem kusu hafði tekið ákvörðun um hvað hann ætlaði að kjósa mánuði fyrir kosningar, eða tæp 31%. Ríflega 5% tóku ákvörðun 3-4 vikum fyrir kosn- ingar, rúmlega 14% tóku ákvörðun 1-2 vikum fyrir kosningar og nær 20% ákváðu sig í vikunni sem kosið var. johann@mbl.is 17% ákváðu sig í kjör- klefanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.