Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2016
Í stjórnarmynd-
unarviðræðum síðustu
vikur hefur verið tek-
ist á um hvort leita eigi
eftir inngöngu í Efna-
hagsbandalag Evrópu
eða ekki.
Fulltrúi Bjartrar
framtíðar, sem er einn
af flokkunum sem hafa
aðild að sambandinu
(bandalaginu) á
stefnuskrá sinni, neit-
ar að viðurkenna það að þjóðin hafi
hafnað aðild að bandalaginu með yf-
irgnæfandi meirihluta greiddra at-
kvæða í síðustu kosningum. Þetta á
einnig við um afsprengi Sjálfstæð-
isflokksins sem kallað er Viðreisn.
Ef Íslendingar væru ekki um-
burðarlyndir yrðu þessir aðilar sem
berjast fyrir afsali á sjálfstæði þjóð-
arinnar kallaðir landráðamenn, eða
jafnvel kvislingar. Þeirra krafa, Við-
reisnar og Bjartrar framtíðar, er að
næsta stjórn verði góð stjórn og fari
eftir fyrirmælum þeirra varðandi
inngöngu í bandalag sem þjóðin hef-
ur hafnað.
Verður fróðlegt að fylgjast með
framhaldi viðræðna um stjórnar-
myndun, hvort Vinstri grænir kaupi
ráðherrastólana aftur eins og 2009
til að þóknast Viðreisn og Bjartri
framtíð. VG fór í stjórnarsamstarf
með Samfylkingunni sem stefndi að
inngöngu í bandalagið eingöngu til
að fá að verma R-stólana og fá hærri
eftirlaun. Er það umhugsunarefni
hvort VG nái að mynda ríkisstjórn
sem verði á svipuðum stjórnleysis-
nótum og ríkisstjórnin sem féll 2013
(vinstri stjórn).
Fyrrverandi stjórnendur VG lýstu
yfir andstöðu við viðræður við Efna-
hagsbandalagið fyrir
stjórnarmyndun 2009
en spurningin er hvort
núverandi formaður nái
að breyta afstöðu
flokksins (VG) ein-
göngu til að fá ráð-
herraembætti eða hvort
mynduð verði rík-
isstjórn þeirra þriggja
flokka sem hafa lýst yf-
ir andstöðu sinni við að-
ildarviðræður. Aðild-
arviðræður sem vitað
er að muni ekki bera
neinn árangur frekar en sex millj-
arða kostnaðurinn sem ríkisstjórnin
2009-2013 sólundaði í draumaverk-
efni sín eins og Efnahagsbandalagið
og aðild að Öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna.
Formaður Bjartrar framtíðar fór
mikinn í sjónvarpsviðtali og vildi
góða stjórn þar sem hann kæmi
kvislings-kenningunni að við stjórn
landsins um afsal sjálfstæðisins. Það
er rétt að fólk vill breytingar til hins
betra en það vill ekki þrælahald
Efnahagsbandalagsins yfir þjóðina
eins og kjósendur Bjartrar fram-
tíðar og Viðreisnar vilja.
Ef horft er til fortíðar þá mun
íhaldsflokkurinn Viðreisn ganga inn
í Sjálfstæðisflokkinn á svipaðan hátt
og gerðist 25. maí 1929 þegar
Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi
flokkurinn sameinuðust. Þá verður
endanlega búið að svæfa til þúsund
ára hugmyndina um afsal sjálfstæðis
þjóðarinnar.
Stjórnarmyndun –
stjórnleysi
Eftir Kristján
Guðmundsson
Kristján
Guðmundsson
» Flokkar sem aðhyll-
ast afsal sjálfstæðis
Íslendinga.
Höfundur er fv. skipstjóri.
Ég hef verið að
hugsa um nýja og not-
aða bíla sem eru til
sölu í dag í borginni og
víðar. Bílar hafa flætt
inn í landið til útleigu
og einnig til einkanota
sl. fimm ár. Þar ber
mikið á bílaleigubílum
sem haldið er óspart
að fólki sem er í leit að
notuðum bíl. Hið sanna
er að þessir bílar eru
þriðja flokks vara og verðið er allt of
hátt. Hvað kemur til að flest bílaum-
boð eru hætt að senda bíla í ryðvörn
og óryðvarðir bílar eru hjá öllum
bílaleigum í landinu? Þessir bílar
fara víða um landið og keyra á mal-
arvegum, sem þessir bílar eru ekki
framleiddir fyrir og þekkjast ekki
erlendis. Vegakerfið á Íslandi er
slæmt og á sér ekki hliðstæðu í Evr-
ópu. Malbik er ekki notað á vegum
utan borgarinnar heldur svokallað
„coldmix“, þar er kaldri tjöru dreift
á nýja vegi eða endurbætta, svo er
möl lögð með vél í tjöruna. Umferð-
in sér um að þjappa veginn, svo er
mylsnunni sópað af vegum einum
mánuði síðar. Margir bílaeigendur
verða fyrir tjóni, bæði lakk- og
rúðutjóni.
Þessa aðferð þarf að leggja af hér
og frekar að nota malbik með
norsku graníti, ljósu. Ég held að Ís-
lendingar séu 30 árum á eftir Bret-
um þegar kemur að vegagerð. Ég
bjó í Bretlandi í 15 ár og þar eru
vegir mun betri, öryggi á vegum
miklu meira og hraðbrautir miklu
betur úr garði gerðar. Þó er mikið
vandamál með flutninga á breskum
vegum og þegar ekið er frá Glasgow
að nóttu suður til Eng-
lands á M-74-
hraðbrautinni sem er
sex akreinar í hvora
átt, þá sækist ferðin oft
frekar seint því flutn-
ingabílar eru alls stað-
ar á leið suður eða á
leið norður. Ekki er
þetta umferðarteppa
en þetta er gífurleg
umferð og þétt setinn
bekkurinn. Bretar hafa
gripið til róttækra að-
gerða til að þvinga
þessa umferð af vegum
og yfir á lestir, og hafa lestarkerfi
verið stórbætt og eldsneyti verið
hækkað, bæði bensín og dísill, og
það er mun hærra en hjá okkur, og
þungaskattur er 50% hærri en á Ís-
landi. Þarna eru vörubílar alls stað-
ar frá Evrópu. Skotar senda viskí til
Evrópu og fleira er flutt á milli
landa þar. En 20 ára plan um að
létta á vegum hefur þrælvirkað og
lestir taka við í ört vaxandi mæli,
þvingunaraðgerðir virka þar.
Hvað varðar einkabíla þá eru þeir
skildir eftir á sérútbúnum stöðum
langt utan borgarmarka, þar er
þeirra gætt allan sólahringinn. Fólk
frá svefnbæjum tekur lestir inn í
borgirnar. Þegar komið er inn í
borgir er lestarkerfið orðið neðan-
jarðar með skiptistöðum, þegar
komið er til Grimsby er mikið lest-
arkerfi niður til Immingham og kol
koma öll frá Póllandi, brúnkol, þétt
net kolavera er í Yorkshire.
Af ýmsu er að taka þegar ég fór
þessar fjölmörgu ferðir mínar til
fundar við verktaka þann sem sér
um Samskip og Eimskip þar og ótal
aðra, þessi bær og höfnin þar sofa
ekki.
Íslendingar geta lært af Bretum
og fært mikið af vöruflutningum til
strandsiglinga, en fiskflutningar að
vestan eru lífæð. Á árum mínum í
Bretlandi fór það ekki framhjá mér
að rafmagnsverð er þrisvar sinnum
hærra þar en hér á landi og er það
framleitt með kolum og kjarnorku.
Nýtt kjarnorkuver mun rísa í Eng-
landi við Hinkley Point og þar munu
5.600 manns fá föst störf og 4.000
km af jarðköplum munu flytja
orkuna burt þaðan. Þar verða ekki
loftlínur, þær eru að leggjast af.
Kínverjar eru á ferð þar en þeir eiga
kjarnorkuverið. Verið mun anna 7%
af orkuþörf þar í landi og er sent inn
á kerfið í London, sem er 280 km frá
verinu, en Bristol er þar. Um 2017
mun jólakalkúninn verða eldaður
með rafmagni frá verinu. Trúlega
koma fleiri ver til greina, en miklar
deilur voru um þetta ver, það annar
aðeins parti af raforkuþörf Breta
næstu 40 árin.
Sú hugsun hefur læðst að mér
hvort okkar græna orka, sem seld
er erlendum auðhringjum á afar
lágu verði, verði til þess að menga
okkar land. Væri þessi orka betur
sett í Bretlandi ef það mætti loka
spúandi kolaverum sem er dapurt á
að líta þar í landi? Krabbameinstíðni
í Glasgow er hæst í Bretlandi,
Leeds er fast þar á eftir. 23 miljónir
bíla eru í Bretlandi og kolara-
forkuver og iðnaður menga meira
en orð fá lýst.
Í lokin vil ég hvetja fólk til þess
að krefja bílaumboð um að nýir bílar
séu ryðvarðir og bílaleigubílar, sem
koma inn í sölu, séu lækkaðir um
200.000 vegna skorts á ryðvörn og
lakkskemmda sem þessir bílar hafa
hlotið á malarvegum landsins. Saltið
á götum styttir líftíma þessara bíla
um þrjú ár og margir taka bíla á
lánum, sem er vond fjárfesting.
Þar sem ég er Suzuki-unnandi og
hef verið frá 1980, á ég fjóra bíla af
þeirri gerð sem nú eru allir ryðvarð-
ir og endurryðvarðir. Suzuki-
bílaumboðið ryðver alla sína bíla.
Ég tel að þeir sem bjóða bíla með
engri ryðvörn hugsi ekki um sína
kúnna, eða er kannski gott að vera í
salti í borginni í vetur? Svar mitt er
nei. Johsua kenndi Íslendingum að
ryðverja 1965 – lengjum líftíma okk-
ar verðmæta og ryðverjum alla bíla
á Íslandi.
Óryðvarðir bílar og bágborið
vegakerfi á landsbyggðinni
Eftir Virgil
Scheving Einarsson » Saltið á götum stytt-
ir líftíma þessara
bíla um þrjú ár...
Virgill Scheving
Einarsson
Höfundur er landeigandi
á Vatnsleysuströnd.
ÍSLE
N
SK
A
/SIA
.IS
LYF
82248
11/16
Lyfja.is
Jólagjafahandbók Lyfju er komin út. Skoðaðu úrval
fallegra gjafavara fyrir alla fjölskylduna í næstu
verslun Lyfju eða í nýju netversluninni á lyfja.is.
Fallegar gjafir fyrir jólin
Nýlega var verslun Nettó við Mið-
vang í Hafnarfirði opnuð, þar var áð-
ur verslunin Samkaup. Mig rak í
rogastans er ég sá skilti verslunar-
innar en þar stendur stórum stöfum
„Discount Supermarket“. Fyrr má
nú rota en dauðrota. Það er ekki eins
og þetta sé verslun í miðbænum sem
á að höfða til erlendra ferðamanna,
nei, þetta er verslun inni í miðju
íbúðarhverfi í Hafnarfirði.
Hvað er eiginlega að fólkinu, kann
það ekki íslensku?
Gaflari.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Er íslenskan úti
í kuldanum?
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Félag eldri borgara
í Reykjavík
Fimmtudaginn 17. nóvember var
spilað á 13 borðum hjá bridsdeild
Félags eldri borgara í Reykjavík.
Efstu pör í N/S
Guðm. Sigursteinss. - Auðunn Guðms. 417
Tómas Sigurjs. - Jóhannes Guðmanns. 356
Örn Isebarn - Örn Ingólfsson 335
Guðl. Bessason - Trausti Friðfinnsson 329
A/V
Ormarr Snæbjss. - Sturla Snæbjörnss. 393
Axel Lárusson - Hrólfur Guðms. 375
Magnús Lárusson - Svanh. Gunnarsd. 375
Elín Guðmanns. - Friðgerður Benedikts. 343