Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2016 Tjarnarbolti Knáir knattspyrnumenn nýttu sér ísinn á Tjörninni í Reykjavík til að spila fótbolta. Það var ekki að sjá að þeir ættu bágt með að fóta sig á hálum ísnum og leikgleðin var allsráðandi. Ómar NEW YORK | „Það sem við elskum mun gjöreyða okkur,“ spáði Aldous Huxley árið 1932. Í Veröld ný og góð lýsti hann mannkyni sem hafði árið 2540 eytt sjálfu sér með fáfræði, ásókn í stöðuga skemmtun, yfirráðum tækninnar og of mikl- um veraldlegum gæðum. Með kjöri Donalds Trump til forseta virðast Bandaríkin vera að upp- fylla spádóm Huxleys meira en 500 árum á undan áætlun. Í bandarískri menningu hefur löngum verið lítið rými fyrir menningarvita, heldur hefur ein- hvers konar afslöppuð og alþýðleg jafnréttishyggja verið talin for- senda óheftrar sköpunar og hins taumlausa kapítalisma sem hún styður. Það eina sem nokkur þarf til að komast áfram í lífinu er hug- rekki og þol. Einu sinni var það jákvætt hug- arfar fyrir lönd eins og Sovétríkin, sem voru nær framtíðarsýn skáld- sögu George Orwell, 1984. Í landi þar sem stjórnun yfirvalda hafði þvingað alla menningarsköpun til að halda sig neðanjarðar var al- þýðuhugsunin og ímyndunaraflið sem virtist raungerast í Banda- ríkjunum eins og draumur. En í heimi eins og heimi Or- wells byggist að lokum upp póli- tískur þrýstingur og andspyrnu- hreyfing sópar kerfinu burt, eins og gerðist í Sovétríkjunum árið 1991. Þegar fólk hefur nóg af hugsunarlausu skemmtiefni og veraldlegum hlutum missir það hins vegar allan vilja til and- spyrnu. Að lokum er það svo laust við þekkingu og færni að það gæti ekki hafnað því lífi jafnvel þótt það vildi. Með öðrum orðum gæti sá heimur sem íbúar Sovétríkjanna óskuðu sér verið ann- ars konar fangelsi – kannski ekki eins óþægilegur, en erf- iðari að komast frá. Þetta blasir nú við í Bandaríkjunum. Menningargeiri Bandaríkjanna hefur löngum léð stjórnmálum landsins blæ Holly- wood-súrrealisma. Stjórnmála- menn eru sögupersónur, frá óspilltum og saklausum Jimmy Stewart í „Mr. Smith Goes to Washington“ (1939) til auðjöfurs- ins í líkingu við Trump sem Orson Welles birti okkur í „Citizen Kane“ (1941) og hins einlæga krossfara Roberts Redford í „The Candidate“ (1972), svo ekki sé minnst á fjölmarga kúreka og landnema sem John Wayne túlk- aði. Með kjöri hins unga og sólbrúna John F. Kennedy árið 1960 færð- ist fagurfræði Hollywood inn í Hvíta húsið í fyrsta sinn. Ásjónu Kennedys var varpað í bandarísk heimili, ásamt hinum betur þekkta Richard Nixon, sem bjó hins veg- ar yfir mun minni persónutöfrum. Kennedy, sem var meiri glaum- gosi en kúreki, fangaði hjörtu Bandaríkjamanna. En hann var enginn fánaberi menningarleysis; þvert á móti lýsti hann því yfir ár- ið 1963 að „… fáfræði og ólæsi … skaða samfélagið fé- lagslega og efnahagslega“. Næsti skjávænlegi forseti Bandaríkjanna var Ronald Reag- an, sem var í raun leikari og hafði í raun leikið kúreka. En þegar kom að gagnsæi og þekkingu var hann á öndverðum meiði við JFK. Reagan mælti fyrir framboðs- hagfræði við hvíta verkalýðinn og sannfærði milljónir um að „minna af stjórnvöldum“, sem þýddi niðurskurð í alríkisútgjöldum, þar á meðal í menntun, myndi leiða til „morguns í Bandaríkjunum“. Með þrautþjálfaðri hressilegri framkomu sinni komst Reagan vel frá forsetahlutverkinu, en með sterkum Hollywood-blæ. Áætlun hans um geimvarnir gegn kjarn- orkuvopnum, sem átti að binda enda á ógnarjafnvægi kalda stríðs- ins, var meira að segja almennt kölluð „Stjörnustríð“. Langvinn staða Reagans sem táknmynd inn- an Repúblikanaflokksins byggist að miklu leyti á því hvernig hann gat beitt kaldlyndi kúrekans með persónutöfrum kvikmyndastjörnu, en heppni kom einnig við sögu. Sigurinn í kalda stríðinu byggðist ekki síst á framlagi Mikaíls Gor- batsjov, sem flýtti fyrir falli Sovétríkjanna með því að leita endurbóta innan þeirra. Í kjölfar þess sigurs tvíefldust Bandaríkin í þeirri trú að hug- rekki hefði betur en þekking. James Carville, sem var ráðgjafi í kosningaherferð Bills Clinton (sem naut sjálfur Suðurríkja- útgáfu af persónutöfrum Kennedys), fann upp slagorðið „Þetta snýst um efnahagsmál, aul- inn þinn“ („It’s the economy, stupid“) – sem sló svo rækilega í gegn að það heyrist oft enn í dag. En samt er það einmitt bandarísk- ur efnahagur sem hefur gert svo marga að aulum. Árið 2000 voru Bandaríkjamenn tilbúnir fyrir George W. Bush, sem var erfingi krúnunnar og al- þýðumaður í senn. Bush yngri tvinnaði saman hástéttaruppruna föður síns á austurströndinni og persónu blátt áfram Texasbúa, sem gerði hann að fullkominni blöndu af Stewart og Wayne. En Bush yngri var engin kvikmynda- stjarna, heldur leikari í auglýsingu fyrir stríð. Á okkar tímum er skemmtana- geirinn kominn á nýtt stig – og einnig stjórnmál. Það sem birtist æ fleirum, sérstaklega í Banda- ríkjunum, frá raunveruleikasjón- varpi til sumarsmella í bíó og sam- félagsmiðla, er hrárra, hraðvirkara og vægðarlausara en nokkru sinni fyrr. Þrá fólks eftir dýpri þekkingu og umræðum virð- ist nánast alveg hafa vikið fyrir mun sterkari þrá eftir mímum (e. meme), lækum (e. like) og fylgj- endum. Og þá birtist Trump. Með óláta- kenndum fjöldafundum sínum og „stefnutillögum“ sem settar eru fram kl. 2.30 um nótt í 140 slögum veit þessi fyrrverandi stjarna raunveruleikasjónvarpsins ná- kvæmlega hvernig á að fá á sitt band reiðan mannfjölda sem á erf- itt með að tjá gremju sína. Trump sjálfur – sem sagt var að hygðist setja á fót „Trump TV“ eftir kosn- ingarnar (sem hann gerði væntan- lega ráð fyrir að tapa) – hefur þakkað samfélagsmiðlum sigur sinn. Sumir kjósendur Trumps segja að „almenn skynsemi“ hafi knúið þá áfram og þeim hafi hugnast skilaboð hans um „hagsæld og lækkun skulda“ ásamt „sterkum her og endurbótum í innflytjenda- málum“. En við nánari skoðun sést að ekkert innihald var í þess- um skilaboðum; þau voru jafnvel á mörkum hins skiljanlega og heild- stæða. Það sem fylgjendur Trumps kusu í raun og veru var grimmi yfirmaðurinn í sjónvarpsþáttunum „The Apprentice“, ákveðni vald- boðsmaðurinn sem rekur hvern sem er – jafnvel úr landi – án þess að hugsa sig um tvisvar. Þeir kusu náungann sem þeir héldu að myndi fylgja yfirlætislegum ein- kennisorðum John Wayne: „Ef ekki er allt svart og hvítt segi ég: „Af hverju í fjandanum ekki?““ Og margir kusu afturhvarf til tíma þegar hvítir menn voru kúrekar og drottnuðu yfir öðrum. Með kosningu Trumps, sem hef- ur skipað mann sem trúir á yfir- burði hvítra sem helsta ráðgjafa sinn, gætu Bandaríkin færst yfir í heimssýn Orwells. Það hefði skelfilegar afleiðingar en ljósið í myrkrinu væri að með tímanum myndaðist andspyrnuhreyfing sem myndi tortíma kerfinu. En jafnvel ef Trump fer ekki alla leiðina í ný- fasisma gæti hann skapað Banda- ríki sem sinna færra og færra fólki, á sama tíma og kjósendur, sem eru uppteknir við að deila kisumyndum og fölsuðum fréttum á samfélagsmiðlum, missa smám saman getuna til að greina á milli raunveruleika lífsins og skugga þess í sýndarheimi. Eftir Ninu L. Khrushchevu » Það sem fylgjendur Trumps kusu í raun og veru var grimmi yfir- maðurinn í sjónvarps- þáttunum „The Ap- prentice“, ákveðni valdboðsmaðurinn sem rekur hvern sem er Nina L. Khrushcheva Höfundur er prófessor í alþjóða- málum og einn af forsetum fræða- sviðs The New School og ráðamaður hjá World Policy Institute. ©Project Syndicate, 2016. www.project- syndicate.org Veröld ný og góð Donalds Trump

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.