Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2016 Jólahlaðborð Marentzu Poulsen Borðapantanir í síma 553 8872 Frekari upplýsingar og matseðil má finna á www.floran.is Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is Fagleg & persónuleg þjónusta Dæmi: SAECO PHEDRA Frábær kaffivél fyrir meðalstór fyrirtæki 5.400,- án VSK Þjónusta- & leigugjald á mán. Drykkjarlausnir fyrir þitt fyrirtæki Hagkvæmara en þú heldur! París. | AFP. Francois Fillon sigraði í forkosningum hægrimanna um for- setaefni Repúblikana í kosningunum í Frakklandi á næsta ári. Úrslitin komu á óvart. Alain Juppe, sem tal- inn var sigurstranglegri, hafnaði í öðru sæti. Nicolas Sarkozy varð í þriðja sæti og er úr leik. Fillon fékk 44,1% atkvæða, Juppe 22,8% og Sarkozy 20,6%. Þar sem Fillon náði ekki hreinum meirihluta verður kosið aftur á milli tveggja efstu næstkomandi sunnudag. Fillon er aðdáandi Margaretar Thatcher og boðar umfangsmiklar umbætur í efnahagsmálum komist hann til valda. Hefur hann heitið að fækka opinberum störfum um hálfa milljón á fimm árum. Fillon var forsætisráðherra Frakklands í forsetatíð Sarkozys 2007 til 2012. Ósigur Sarkozys fyrir Fillon, sem hann kallaði á sínum tíma „herra ekki neitt“, gæti markað endalok 40 ára pólitísks ferils hans. Juppe var forsætisráðherra í forsetatíð Jacques Chirac. Hann hefur líka heitið umbótum í efna- hagsmálum. Búist er við að Francois Hollande, forseti Frakklands, tilkynni hvort hann gefi kost á sér til endurkjörs af hálfu sósíalista þegar úrslitin eru ljós í forkosningum hægrimanna. Ljóst er að Marine Le Pen, leið- togi Þjóðfylkingarnar, mun gefa kost á sér og benda kannanir til að hún muni komast í aðra umferð. Hollande er óvinsæll og ekki mun hjálpa honum að Emmanuel Mac- ron, fyrrverandi fjármálaráðherra í stjórn hans, ætlar að gefa kost á sér sem óháður frambjóðandi. Sarkozy úr leik eftir óvæntan sigur Fillons AFP Reifur Francois Fillon þykir líklegt forsetaefni franskra hægrimanna.  Kosið milli Fillons og Juppe Lögreglan í Frakklandi telur sig hafa komið í veg fyrir hryðjuverk þar í landi eftir umfangsmikla að- gerð sem leiddi til handtöku sjö ein- staklinga í Strassborg og Marseille um helgina, en innanríkisráðherra Frakklands greindi frá þessu í gær. Hinir handteknu eru með ríkis- fang í Frakklandi, Marokkó og Afg- anistan, en að sögn Bernards Caze- neuve innanríkisráðherra var með aðgerðinni hægt að „koma í veg fyrir úthugsað hryðjuverk“ og vinna sér- fræðingar nú að því að rannsaka hvort til hafi staðið að framkvæma árás á nokkrum stöðum samtímis. Skotmarkið ekki Strassborg Einn vinsælasti og fjölsóttasti við- burður í Evrópu fyrir hver jól, jóla- markaðurinn við gömlu dómkirkj- una í miðborg Strassborgar, hefst næstkomandi föstudag. Roland Ries, borgarstjóri í Strassborg, sagði við fréttaveitu AFP ekkert benda til þess að vígamenn hefðu ætlað að láta til skarar skríða þar í borg. Að sögn hans bendir allt til þess að skotmörk ódæðismannanna megi finna í hverfum Parísar. „Aldrei fyrr hefur jafn mikil hætta verið á hryðjuverkum og nú,“ sagði Cazeneuve innanríkisráðherra. „Það er ekki hægt að tryggja ástand þar sem hættan er engin. Allir þeir sem lofa því eru að ljúga að frönsku þjóð- inni,“ sagði hann enn fremur í sjón- varpsviðtali. khj@mbl.is Telja sig hafa komið í veg fyr- ir hryðjuverk  Sjö voru handteknir í Strassborg og Marseille í miklum aðgerðum lögreglu AFP Öryggi Hermenn standa vaktina á torgi við dómkirkjuna í Strassborg. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ég er ekki bjartsýnn þegar kemur að skammtímahorfum Sýrlands. Eft- ir að Rússar og Íranir ákváðu að styðja við Assad [Sýrlandsforseta] með grimmilegum lofthernaði varð ljóst að mjög erfitt yrði fyrir stjórnarandstæðinga að halda velli,“ sagði Barack Obama Bandaríkjafor- seti er hann var spurður álits á mál- efnum Sýrlands, en forsetinn fráfar- andi var þá staddur á leiðtogafundi Asíu- og Kyrrahafsríkja sem haldinn var í Líma, höfuðborg Perú. Obama hitti þar einnig Vladimír Pútín Rússlandsforseta, en sam- kvæmt fréttavef Guardian hvatti hann Pútín til að finna friðsama lausn á átökunum í Sýrlandi. Var þetta fyrsti fundur forsetanna frá því í september síðastliðnum. „Forsetinn lagði áherslu á að utan- ríkisráðherrarnir [John] Kerry og [Sergei] Lavrov héldu áfram þeirri vinnu sinni, í samvinnu við alþjóða- samfélagið, að draga úr ofbeldi og lina þjáningar sýrlensku þjóðarinn- ar,“ sagði talsmaður Hvíta hússins. Á sama tíma í Damaskus í Sýrlandi hittust Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum landsins, og Walid Muallem, utanrík- isráðherra Sýrlands. Mistura gaf lítið færi á sér við fjölmiðla eftir fundinn en sagði Sýrlendinga og heimsbyggð- ina vera að „renna út á tíma“ og að hann óttaðist aukin hernaðarumsvif í austurhluta Aleppo, stærstu borgar landsins. „Þegar jólin ganga í garð munum við, vegna aukins hernaðar, horfa fram á algert hrun á því sem eftir er af austurhluta Aleppo. Þá gætu um 200 þúsund manns verið á leið til Tyrklands – slíkt myndi jafngilda hamförum í mannúðarmálum.“ Öll sjúkrahús nú óstarfhæf Ástandið versnar með degi hverj- um á svæði uppreisnarsveita í austurhluta Aleppo, þar sem um 250 þúsund almennir borgarar hafast við. Fréttaveita AFP greinir frá því að starfsemi allra sjúkrahúsa í borgar- hlutanum sé nú algerlega lömuð vegna hernaðarátaka. Enn má þó finna þar starfandi heilsugæslu. „Engin sjúkrahús eru starfandi í þessum hluta borgarinnar. Það eru því yfir 250 þúsund manns, konur og börn, sem hafa ekkert aðgengi að sjúkrahúsþjónustu,“ hefur AFP eftir fulltrúa frá Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni (WHO). AFP Borgarhluti Aleppo, stærsta borg Sýrlands, er að stórum hluta rústir einar eftir langvarandi hernaðarátök. Algeru hruni spáð í austurhluta Aleppo  Bandaríkjaforseti ekki bjartsýnn fyrir Sýrlands hönd Stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta sótti hart gegn hópum uppreisnarsveita í austurhluta Aleppo í gær. Fengu sveitirnar aðstoð frá rússnesk- um orrustuþotum og þyrlum og hafa uppreisnarhópar í kjölfarið þurft að hörfa á nokkrum stöð- um í borginni. Uppreisnarmenn hafa stjórn- að borgarhlutanum allt frá árinu 2012 og leggur Sýrlandsstjórn nú allt kapp á að ná honum aftur á sitt vald. Sýrlenska dagblaðið Al-Watan, sem hliðhollt er rík- isstjórn Assads forseta, segir eitt mikilvægasta hverfi orrust- unnar vera Hanano, en það var eitt af þeim fyrstu sem féll í hendur uppreisnarmönnum á sínum tíma. Nái herinn þar yf- irráðum á ný yrði það stærsti sigur hans í stríðinu. Yrði stærsti sigur Assads HANANO-HVERFI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.