Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2016
✝ Sigurjón ÓskarSigurðsson
fæddist á Háfshól í
Ásahreppi 8. maí
1927. Hann lést 11.
nóvember 2016.
Foreldrar hans
voru Sigurður Sig-
urðsson, f. 14.5.
1887, d. 8.6. 1954,
og Anna María Jóa-
kimsdóttir, f. 7.9.
1882, d. 9.1. 1972.
Sigurjón var annað tveggja
systkina sem upp komust. Systir
hans var Kristrún Gréta Sigurð-
ardóttir, f. 19.4. 1925, d. 19.6.
1999. Uppeldissystir hans var
Dagmar Hlíf, f. 10.8. 1933, d.
12.6. 1989.
Eftirlifandi eiginkona Sig-
urjóns er Anna Guðný Hildi-
þórsdóttir, f. 20.1. 1934. For-
eldrar hennar voru Aðalheiður
Guðrún Guðnadóttir Andr-
easen, f. 9.3. 1914, d. 22.8. 1997,
og Hildiþór Loftsson, f. 17.8.
1905, d. 3.7. 1995. Sigurjón og
Anna eignuðust fimm börn:
1) Sigurður Ármann, f. 26.6.
1952, sambýliskona Lek Kaew-
phanna, f. 5.4. 1966. Fóst-
urdætur: a) Prisana, f. 11.8.
Sumarliðason, f. 31.3. 1954.
Sonur þeirra er Sigurjón Sum-
arliði, f. 26.10. 1989, sambýlis-
kona hans er Erna Lína Bald-
vinsdóttir, f. 7.7. 1998. 5)
Aðalheiður Guðrún, f. 10.5.
1965, eiginmaður Daníel Heiðar
Guðjónsson, f. 29.8. 1958. Dætur
þeirra eru Anna Lovísa, f. 15.3.
1996, og Katrín Hörn, f. 20.2.
2004.
Sigurjón fluttist ásamt for-
eldrum sínum að Borgartúni í
Þykkvabæ þegar hann var sjö
ára. Hann var í barnaskóla í
Þykkvabænum. Hann stundaði
nám við Verzlunarskóla Íslands
árin 1945-1949.
Eftir nám í Verzlunarskól-
anum hóf hann störf hjá Kaup-
félagi Árnesinga á Selfossi og
síðar í Þorlákshöfn. Árið 1953
fluttust Sigurjón og Anna til
Reykjavíkur. Þau bjuggu fyrstu
átta árin í Drápuhlíð en fluttu
síðan í Hvassaleiti 16 þar sem
þau bjuggu síðan. Fyrstu árin
starfaði hann í bókhaldi hjá
Áburðarverksmiðju ríkisins. Ár-
ið 1956 keypti hann hlut í heild-
versluninni K. Þorsteinsson og
co. og starfaði þar í yfir þrjátíu
ár. Hann keyrði út hljóðbækur
og annað efni fyrir Blindra-
bókasafnið fram yfir áttrætt og
hafði þá gert það í átján ár.
Útför Sigurjóns fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 22. nóv-
ember 2016, og hefst athöfnin
kl. 15.
1986, b) Walnipha
Bo, f. 14.9. 1989,
sambýlismaður
Guðmundur Wut-
hitha, f. 22.11.
1984, synir þeirra
Patrick, f. 19.3.
2012, og Richard, f.
6.8. 2015 2) Kristín
Júlía, f. 25.8. 1953.
3) Aðalsteinn Þor-
mar, f. 30.8. 1955,
eiginkona Kristín
Guðný Sigurðardóttir, f. 19.9.
1958. a) Guðmundur Óskar, f.
16.4. 1978, hann á þrjá syni með
Magneu Magnúsdóttur, þau
slitu samvistum. Synir þeirra
heita Veigar Tjörvi, f. 15.9.
2003, Kormákur Hrafn, f. 3.7.
2010, og Fróði, f. 27.10. 2011. b)
Anna Margrét, f. 25.8. 1981,
sambýlismaður Ellert Geir
Ingvason, f. 13.2. 1980, börn
þeirra eru Axel Edílon, f. 18.1.
1998, Sólon Breki, f. 16.9. 2005,
og Elín Kristín, f. 28.3. 2007. c)
Ágústa Sif, f. 4.4. 1991, sam-
býlismaður Adam Ward, f. 21.1.
1986, sonur þeirra er Jökull
Owen, f. 16.3. 2012. 4) Anna
María, f. 27.9. 1957, d. 2.7. 2002,
eiginmaður Guðmundur Ingi
Sigurjón afi okkar í Hvassa-
leitinu var áhugasamur um
hversdaginn okkar, hvetjandi og
góður. Afi hafði svo mikinn áhuga
á skólanum, hvað við værum að
fást við þar hverju sinni og
hvernig okkur gengi. Sat í stóln-
um við gluggann og fór með ljóð
eins og Hávamál, Gunnarshólma
og fleira. Fornsögurnar kunni
hann og þekkti vel persónurnar.
Þetta voru eins og ættingjar hans
eða fólk sem hann þekkti. Hann
var mikill tungumálamaður og
lagði mikla rækt við móðurmálið
okkar íslenskuna, en svo var
hann líka góður í dönsku og
þýsku. Þetta hafði hann lært allt
saman í Verslunarskólanum og
ræktað æ síðan. Stundum feng-
um við að heyra ljóð á þýsku.
Afi hafði svo mikinn áhuga á
dýrum eins og kisunni okkar og
auðvitað honum Dökkálfi. Það
ríkti mikil eftirvænting ef það
fréttist að Dökkálfur væri að
koma í borgina. Það varð að vera
til lifrarpylsa handa honum og
hún varð að vera frá SS. Hund-
urinn vildi víst ekki lifrarpylsu
frá öðrum framleiðanda. Afi hafði
líka mjög gaman af að komast
eitthvað með okkur í bílnum og
pylsuvagninn á Selfossi var í
miklu uppáhaldi.
Afi hafði mikinn áhuga á sím-
unum okkar en skildi ekki alveg
hvað internetið er. Hann kallaði
símana okkar apparatið og hafði
mikinn áhuga á því þegar við
flettum upp fyrir hann í Íslend-
ingabók. Oftast áttum við að leita
uppi fólk úr sveitinni eða forfeður
og formæður langt aftur í tím-
ann. Stundum var hann svolítið
hissa á niðurstöðunni. Sérstak-
lega fannst honum fólk fjarskyld-
ara sér en hann hafði búist við.
Afi var mjög jákvæður á það
sem við gerðum og alltaf til í að
prófa eitthvað sniðugt hvort sem
það var nýbökuð kaka eða glæný
ístegund á markaðnum. Honum
fannst óendanlega mikilvægt að
vita hvað var að gerast í frétt-
unum, innanlands og utan. Hlust-
aði mikið á útvarpið og flakkaði á
milli Rásar 1 og útvarps Sögu.
Með þakklæti í huga kveðjum
við Sigurjón afa okkar. Trausta,
hlýja og fróða afa okkar. Það hef-
ur verið gott og gaman að eiga
hann að. Elsku amma, Guð veri
með þér á þessum erfiðu tímum.
Anna Lovísa og Katrín
Hörn Daníelsdætur.
Nú situr þú ekki lengur í slitn-
um stólnum. Þú sveiflar ekki
lengur stafnum orðum þínum til
áherslu eða til að upplifa taktinn í
eigin hugsunum. Ljóðin heyrast
ekki lengur af vörum þínum. Af
vörum sem oft báru fram eitt-
hvað nýtt og óvænt úr djúpu
minninu eða frá gömlum tíma.
Röddin er farin, rödd sem var full
af óvæntum orðum og orðatil-
tækjum. Rödd sem óf sögur og óf
sögur inn í sögur. Þú ert farinn
eins og þú hafðir í raun beðið eftir
svo lengi en jafnframt kviðið. Það
mátti búast við þessu
Fyrir nokkru spurði ég Sigur-
jón hvað væri gott líf. Það stóð
ekki á svarinu eins og alltaf. Gott
líf er að eiga húsnæði og hafa
vinnu sér til lífsviðurværis og að
eiga bíl. Það felst svo mikið frelsi
í því að eiga bíl. Þetta grundvall-
ast þó á því að hafa góða heilsu og
lifa í sátt. Húsnæði átti hann í
Hvassaleitinu, bestu íbúð í bæn-
um að hans mati, enda hafði hann
byggt hana og stigaganginn sjálf-
ur í samvinnu við aðra góða
menn. Þar vildi hann vera á
þriðju hæðinni og hvergi annars
staðar. Hann var vinnusamur alla
tíð og gekk í mörg störf. Þegar ég
kynntist honum fyrir tæpum ald-
arfjórðungi stóð hann fyrir hús-
byggingu í Grafarvogi, var til
taks og stuðnings í verslun Önnu
konu sinnar í Ármúlanum og
keyrði út bækur fyrir Blindra-
bókasafnið. Þar var hann í essinu
sínu, þar sameinuðust vinna og
áhugamál. Frelsið að vera úti að
keyra en vera jafnframt í vinnu
þegar aðrir voru komnir á eftir-
laun og hitta fólk sem var þakk-
látt fyrir þjónustuna. Hann sinnti
þessu vel fram yfir áttrætt en
hætti þegar hann sjálfur var far-
inn að missa sjónina.
Sigurjón var jafnlyndur fjöl-
skyldumaður sem kom vel fram
við menn og málleysingja en gat
verið kenjóttur á köflum. Þannig
má nefna að símann notaði hann
helst ekki og lét Önnu um öll
símamál. Útlit hluta skipti hann
ekki öllu máli en þeir þurftu helst
að virka. Ef ekki þá gat hann
gripið til ýmissa bráðabirgðaúr-
ræða sem oft urðu úrræði til
lengri tíma. Það var ekkert mál
að líma gleraugun saman með
límbandi eða finna sér snæri ef
beltið var orðið ónothæft. Einu
sinni bilaði miðstöðin í bílnum og
þá var að klæða sig vel, hafa góða
tusku til taks og kynda með prím-
usnum.
Sigurjón var sælkeri. Hann
naut þess að borða góðan mat
með fjölskyldu og vinum. Hann
var gestrisinn og vildi að allir
fengju nóg. Hann var samt hóf-
stilltur og nægjusamur. Einn
frammi í eldhúsi naut hann þess
að sitja með kjötbita í höndum og
gera honum skil. Tálga bitann inn
að beini með vasahníf og drekka
mjólk með. Fá sér svo kaffi og
sykurmola sem bráðnuðu í
munni.
Nú ert þú mætur og fágætur
farinn yfir móðuna miklu. Missir
Önnu þinnar er mikill er hún
kveður í dag lífsförunaut frá ung-
um aldri og sinn besta vin. Minn-
ing þín lifir áfram meðal okkar
sem eftir lifum og í sjálfu lífs-
trénu. Hafðu þakkir fyrir allt.
Daníel Heiðar Guðjónsson.
Fyrrverandi nágranni minn og
fjölskylduvinur, Sigurjón Óskar
Sigurðsson, lést hinn 11. nóvem-
ber sl. Sigurjón var pabbi bestu
vinkonu minnar, Aðalheiðar Guð-
rúnar Sigurjónsdóttur, Heiðu.
Foreldrar hennar, Sigurjón og
Anna Guðný Hildiþórsdóttir
kynntust ung að árum og hafa
fylgst að alla tíð síðan. Eins og oft
vill vera með fólk sem hefur verið
mjög lengi saman þá er erfitt að
ræða um annað þeirra án þess að
hitt sé ekki líka hluti af myndinni.
Mér finnst því ómögulegt annað
en að tala um þau bæði í þessari
stuttu minningargrein.
Það er margs að minnast en
mig langar til þess að rifja upp
það einstaka samband sem ég
átti við þau Önnu og Sigurjón
sem barn. Það má segja að ég
hafi átt tvö heimili þegar ég var
að vaxa úr grasi; heima hjá mér
og heima hjá Heiðu. Við Heiða
vorum saman flestum stundum
utan skólatíma. Þegar ég fædd-
ist, höfðu foreldrar mínir nýverið
flutt í nýja blokk að Hvassaleiti
16 í Reykjavík. Ég var svo heppin
að fjölskylda Heiðu flutti á sama
tíma í íbúðina beint fyrir neðan
okkur. Þar með hófst einstök vin-
átta með fjölskyldum okkar og
við Heiða höfum verið bestu vin-
konur alla tíð síðan. Fjölskyld-
urnar í stigaganginum okkar
komu víða að en þessa tvo áratugi
sem ég bjó í Hvassaleitinu
bjuggu þó nánast sömu fjölskyld-
urnar þar. Góður samgangur var
á milli íbúanna og fjölskyldurnar
tóku þátt í gleði og sorgum hver
annarrar.
Heiða var ári yngri en ég en
systkini hennar voru talsvert
eldri. Mínar fyrstu minningar eru
frá þeim tíma þegar ég sat alla
virka daga á stigapallinum
snemma morguns og beið eftir
því að Sigurjón færi í vinnuna.
Mamma og pabbi voru farin í
vinnuna og ég beið eftir því að
Sigurjón færi í vinnuna. Ekki að
mér leiddist Sigurjón, heldur
þvert á móti, hann var alltaf svo
hlýr og skemmtilegur. Ég var
einfaldlega mjög feimin sem
barn. Strax og Sigurjón var horf-
inn úr augsýn bankaði ég upp á
hjá Önnu sem tók alltaf hlýlega á
móti mér. Hún ræddi mig um lifið
og tilveruna, pólitík dagsins, hvað
við ættum að hafa í matinn. Anna
og Sigurjón töluðu reyndar alltaf
við mig eins og fullmótaðan þjóð-
félagsþegn. Þegar Heiða var
komin fætur vorum við mamma
hennar yfirleitt búnar að lista
upp matarinnkaup dagsins og við
Heiða röltum saman í Austurver
og keyptum í matinn. Þetta voru
góðir dagar.
Sigurjón var vel gefinn maður,
hlýr, rausnarlegur, með létta
lund og hjartað á réttum stað.
Hann var mikill fjölskyldumaður
og vinur vina sinna. Nýverið
frétti ég síðasta verk Sigurjóns
áður en hann fór til vinnu á
morgnana var að taka lásinn af
hurðinni fyrir Ellý. Auðvitað vissi
hann allan tímann að feimna
stelpan á 4. hæðinni fylgdist
grannt með honum!
Við fjölskyldan þökkum Sigur-
jóni fyrir góðar stundir og vott-
um Önnu og fjölskyldunni allri
einlæga samúð okkar. Minningin
um heiðursmanninn Sigurjón
Óskar Sigurðsson lifir áfram í
hjarta okkar og hugum þeirra
sem til hans þekktu.
Ellý Katrín Guðmundsdóttir
og fjölskylda.
Sigurjón Óskar
Sigurðsson
✝ Egill Frið-björnsson
fæddist í Vík við Fá-
skrúðsfjörð 13.
ágúst 1932. Hann
lést á Vífilsstöðum
14. nóvember 2016.
Foreldrar hans
voru Guðný Guð-
jónsdóttir, f. í
Kambsnesi í Stöðv-
arfirði 7. desember
1891, d. 26. desem-
ber 1973, og Friðbjörn Þor-
steinsson, f. á Flögu í Breiðdal 8.
ágúst 1891, d. 8. febrúar 1977.
Guðný og Friðbjörn voru ábú-
endur á Vík við Fáskrúðsfjörð.
Systkini Egils eru Áslaug, f. 1.
október 1913, d. 23. desember
1991, gift Guðmundi Ó. Magn-
ússyni, f. 1908, d. 1999, þau eign-
uðust þrjár dætur, Aðalsteinn, f.
5. október 1915, d. 19. febrúar
1987, kvæntur Klöru Ó. Jóns-
dóttur, f. 1918, d. 1971, þau eign-
uðust einn son, Geir, f. 31. mars
1917, d. 13. nóvember 1981, Sig-
urpáll, f. 19. júlí 1918, d. 9. októ-
ber 1989, kvæntur Jónu Morten-
sen, f. 1925, d. 2015, þau eignuð-
ust tvo syni, Jón, f. 5. mars 1922,
d. 2. júlí 1995, kvæntur Sveinu P.
Lárusdóttur, f. 1918, d. 1995,
þau eignuðust einn son, Þórhall-
ur, f. 5. ágúst 1925.
Egill kvæntist 1. janúar 1960
Guðlaugu Þórðardóttur frá
Austur-Landeyjum, f. 25. sept-
ember 1936. Foreldrar hennar
voru Þórður Þor-
steinsson, f. 7.
ágúst 1883, d. 26.
apríl 1970, og Ólöf
Guðmundsdóttir, f.
7. október 1891, d.
17. mars 1976. Egill
og Guðlaug eiga
fjögur börn. 1)
Ólöf, f. 4. nóvember
1959, gift Kåre f.
1955, búsett í Nor-
egi. Þau eiga Írisi,
f. 1983, gift Per Ake, f. 1973,
þau eiga Knut, f. 2007, og Önnu,
f. 2009, búsett í Noregi. Knut
Egil, f. 1985, kvæntur Marit, f.
1984, þau eiga tvíburana Mart-
ine og Marcus, f. 2016, búsett í
Noregi. 2) Björn Þór, f. 2. febr-
úar 1961, kvæntur Fríðu, f.
1953. Þau eiga Jennýju Rut, f.
1972, gift Stein, f. 1972, þau eiga
eiga tvíburana Ísak og Viljar, f.
2005. Geir Atli, f. 1987, kvæntur
Nínu, f. 1986. Þau eiga Axel, f.
2016, búsett í Danmörku. Birna
Guðlaug, f. 1989. 3) Magnús, f.
24. júlí 1964, í sambúð með
Berglindi, f. 1966. Dóttir Magn-
úsar er Guðný Íris, f. 1990, í
sambúð með Guy, þeirra barn
Elín Christina, f. 2014, búsett í
Sviss. 4) Guðný, f. 28. febrúar
1972, gift Árna Þór, f. 1966. Þau
eiga Birni Þór, f. 2000, og Egil
Þór Yang, f. 2010.
Útför Egils fer fram frá
Lindakirkju í Kópavogi í dag,
22. nóvember 2016, kl. 11.
Kveðja frá eiginkonu, börn-
um, tengdabörnum, barna- og
barnabarnabörnum:
Svo óvænt hér á jörðu, nú okkar leiðir
skilja,
en ástkær minning lifir, svo göfug,
hrein og blíð.
Og liðnar gleðistundir, þær okkar
hjörtum ylja,
því ástúð sú ei gleymist, er veittir fyrr
og síð.
Frá björtu lífsins vori, minn elskaður
eiginmaður,
þín samfylgd blessun veitti, í gleði og
hverri raun.
Og aðalsmerki hetjunnar áttir þú með
sanni,
sem öllu vildir fórna, en spurðir ekki
um laun.
Og þú varst góður faðir, er gafst af
hjartans mildi,
hið góða í orði og verki, sem gulli
dýrra er.
Þín ást var leiðarstjarna, er okkar þarfir
skildi,
svo ævisporin mættu til gæfu liggja
hér.
Og okkur, afabörnunum, þú elsku vafð-
ir þinni,
við yl og birtu fundum frá þinni hreinu
sál.
Þín gæði voru perlur, sem geymum við
í minni,
en göfugt hjarta stjórnaði þinni traustu
hönd.
Og tengdabörnin munum, frá fyrstu,
fögur kynni,
við færum öll af hjarta, þér dýpstu
þakkir nú.
Og biðjum Guð að launa þér allt, af
elsku sinni,
svo ertu kvaddur á jörðu í kærleik, von
og trú.
Guðný Egilsdóttir.
Egill
Friðbjörnsson
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTBJÖRG M. O. JÓNSDÓTTIR
hárgreiðslumeistari,
lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu
Reykjavík 12. nóvember síðastliðinn. Útför
hennar fer fram frá Grafarvogskirkju 24. nóvember klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á KFUM sumarbúðir í
Vatnaskógi.
.
Gunnar B. Pálsson, Sigrún H. Jónsdóttir,
Kristbjörg Lára, Helga Rún og Freyr,
Hlynur og Sóley.
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
SIGRÍÐUR HERMANNSDÓTTIR
líffræðingur,
Kúrlandi 16, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 15. nóvember. Útför
hennar verður gerð frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 30. nóvember klukkan 13.
.
Bjarni Guðmundsson,
Sigrún Henrietta Kristjánsdóttir,
Arndís Bjarnadóttir,
Guðmundur Hermann Bjarnason.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
FRIÐRIK ÁSMUNDSSON,
Höfðavegi 1, Vestmannaeyjum,
lést 19. nóvember. Útför hans verður gerð
frá Landakirkju laugardaginn 26. nóvember
klukkan 13.
.
Ásmundur Friðriksson,
Óskar Pétur Friðriksson,
Elías Jörundur Friðriksson
og fjölskyldur.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ELSE MIA EINARSDÓTTIR
bókasafnsfræðingur og
menningarmálastjóri,
lést í Ósló 17. nóvember. Minningarathöfn
verður haldin í Reykjavík í ársbyrjun 2017
og verður auglýst nánar síðar.
.
Hjördís Figenschou, Berit Nyman,
Einar Hjörleifsson, Kristiina Björklund,
Snorri B. Einarsson,
Silja B. Einarsdóttir.