Morgunblaðið - 22.11.2016, Side 10

Morgunblaðið - 22.11.2016, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2016 Snjóinn burtmeð Stiga snjóblásara Askalind4,Kópavogi Sími 5641864 www.vetrarsol.is 1131 E snjóblásari 1100W rafmagnsmótor Dreifing 1–4metrar 31 cm vinnslubreidd Léttur ogmeðfærilegur Góður við þröngar aðstæður ST 4851 snjóblásari 48V Lithium-ion rafhlaða, hlaðin Dreifing 1–6metrar 51 cm vinnslubreidd Með Led ljósabúnaði Í léttari snjómokstur SnowBlizzard snjóblásari B&Smótor með rafstart, 249cc Dreifing 1–10metrar 69 cm vinnslubreidd Með ljósum og á grófum dekkjum Frábær í mikinn og erfiðan snjó Guðfinnur Sigur- vinsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Keflavík, er látinn, 80 ára að aldri. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 16. nóvember, eftir stutt veikindi. Guðfinnur var fæddur í Keflavík 6. júlí 1936 og sleit þar barnsskónum. For- eldrar hans voru Sig- urvin Breiðfjörð Páls- son vélstjóri og Júlía Guðmundsdóttir hús- móðir. Guðfinnur var meðal þeirra sem fyrst útskrifuðust frá Gagn- fræðaskóla Keflavíkur en hann lauk síðar prófi frá Samvinnuskól- anum. Guðfinnur var ætíð virkur í félagslífi og var ungur öflugur frjálsíþróttamaður. Hann lék á klarinett og var meðal stofnenda Lúðrasveitar Keflavíkur. Guðfinnur settist sem aðalmaður í bæjarstjórn Keflavíkur árið 1976 fyrir Alþýðuflokkinn og þjónaði bæjarfélaginu sem slíkur sleitu- laust til ársins 1994. Árið 1986 leiddi Guðfinnur Alþýðuflokkinn til sigurs í bæjarstjórnarkosning- unum þegar flokkurinn fékk hrein- an meirihluta. Guðfinnur varð for- seti bæjarstjórnar frá 1986-1988, þá varð hann bæj- arstjóri og gegndi því embætti til ársins 1990. Í gegnum árin sat Guðfinnur einnig í bæjarráði og var um tíma formaður Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Guð- finnur var um skeið í varnarmálanefnd ut- anríkisráðuneytisins. Síðar hóf hann störf sem deildarstjóri hjá Varnarliðinu. Hann lauk starfsferli sínum sem aðstoðarflug- vallarstjóri í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Guðfinnur gegndi fjölda trún- aðarstarfa í samfélaginu. Var félagi í Málfundafélaginu Faxa og Lions- klúbbi Keflavíkur, var um árabil stjórnarmaður og formaður Versl- unarmannafélags Suðurnesja og um skeið stjórnarmaður í Kaup- félagi Suðurnesja. Guðfinnur kvæntist 2. október árið 1959 Gíslínu Jónínu Jóhann- esdóttur frá Flateyri, fæddri 1939. Hún lifir mann sinn ásamt fimm uppkomnum börnum þeirra hjóna. Útför Guðfinns Sigurvinssonar verður gerð frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 24. nóvember næst- komandi klukkan 13. Andlát Guðfinnur Sigurvinsson Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Umferð var hleypt á nýjan kafla Arnarnesvegar í síðustu viku. Reiknað er með að vegurinn létti á umferðarþunga á Fífuhvammsvegi í Kópavogi en umferð um veginn er þung á álagstímum. Vegurinn er ein- breiður í báðar áttir en gert er ráð fyrir að hann verði breikkaður síðar. Það voru vegamálastjóri Hreinn Haraldsson og Ármann Kr. Ólafs- son, bæjarstjóri í Kópavogi, sem hleyptu umferðinni á með aðstoð Dofra Eysteinssonar frá Suð- urverki, sem var verktakinn ásamt Loftorku. Samkvæmt upplýsingum Stein- gríms Haukssonar, sviðsstjóra um- hverfissviðs Kópavogs, er áætlað að umferð á Arnarnesvegi austan Reykjanesbrautar verði 6.000-8.000 bílar á sólahring. Þegar búið verður að tengja Arnarnesveg yfir á Breið- holtsbraut, mögulega árið 2023, verði umferðin 15.000- 20.000 bílar á sólarhring. Umferð á Fífuhvammsvegi austan Lindarvegar var samkvæmt taln- ingu, sem gerð var haustið 2015, um 20.000 bílar á sólarhring og á Arn- arnesvegi við Salaveg um 12.000 bílar á sólarhring. Hinn nýi Arnarnesvegur er 1,6 kílómetra langur og liggur frá mis- lægum vegamótum við Reykjanes- braut og austur fyrir Fífuhvamms- veg. Framkvæmdir hófust í september 2015 og verklok voru áætluð 1. október 2016 en seinkaði af ýmsum ástæðum. Frágangi lýkur í næsta mánuði Á vegkaflanum voru gerð þrenn gatnamót og tvenn undirgöng. Einn- ig var sett upp veglýsing, stígar gerðir, land mótað, hljóðvarnir sett- ar upp og annað sem nauðsynlegt er til að ljúka verkinu. Þrátt fyrir að nú sé umferð hleypt á veginn og hann tekinn í notkun er ýmsum frágangi ólokið en vinna við hann tefur ekki verkið, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerð- arinnar. Frágangi á að mestu að vera lokið 10. desember. Hafin er smíði göngubrúar yfir Arnarnesveg með gerð undirstaða á móts við Þorrasali og kirkjugarð og verður þeirri framkvæmd lokið um mitt næsta ár. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Kópavogs, Garða- bæjar og veitufyrirtækja. Heildar- kostnaður er áætlaður um 980 m.kr. Í þingsályktunartillögu að sam- gönguáætlun 2015-2026 sem lögð hefur verið fyrir Alþingi er gert ráð fyrir því að tengja Arnarnesveg við Breiðholtsbraut á síðasta tímabili áætlunarinnar 2023-2026 og létta þar með á umferðinni í efri byggðum Kópavogs. Þá verður komin góð tenging frá suðurhluta höfuðborg- arsvæðisins og austur á land, upp á Suðurlandsveg við Rauðavatn. Breiðholtsbraut Arnarnesvegur Garðabær Kópavogur Hnoðraholt Vífilsstaðavatn Golfvöllur Elliðavatn Vatnsendahvarf Vat nse nda veg ur Skíðasvæði Jað ars el Vífilsstaðavegur Re yk ja ne sb ra ut Kirkjugarður Salavegur Rjúpnavegur Rjúpnahæð Fífuhvam m svegur Garðabær Kópavogur Grunnkort/Loftmyndir ehf. Nýr vegur mun létta á umferð á álagstímum  Áætlað að umferð á Arnarnesvegi verði 6.000-8.000 bílar Ljósmynd/Vegagerðin Arnarnesvegur Vegurinn mun létta á umferð um Fífuhvammsveginn. Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Það er áhugavert að 36% leita til lög- reglunnar eftir þjónustu og aðstoð, en það er töluvert stór hluti þjóðarinnar og sýnir hve miklu máli lögreglan skiptir í samfélaginu okkar,“ segir Guðbjörg S. Bergsdóttir, verkefna- stjóri hjá embætti ríkislögreglu- stjóra, í samtali við Morgunblaðið, en á síðasta ári leituðu 38% til lögregl- unnar, flestir í gegnum neyðarlínuna, eða 31%. Þá nýttu 19% samfélags- miðlana til að leita aðstoðar lögregl- unnar, sem er í takti við fyrri ár. Þetta kemur fram í viðhorfskönn- un meðal íbúa sem Gallup fram- kvæmdi fyrir embætti ríkislögreglu- stjóra og lögregluna á höfuðborgar- svæðinu, þar sem viðhorf landsmanna til lögreglunnar var kannað meðal annars. Af 4.000 manna úrtaki af öllu landinu svöruðu 2.544 manns, eða 63,6%. Þá reyndist marktækur munur á því hvort kynið leitaði frekar til lög- reglu, en 39% karla höfðu leitað til lögreglunnar í samanburði við 34% kvenna. Þá reyndist fólk á aldrinum 56 ára og eldri einnig líklegra til að leita til lögreglunnar. Fleiri óánægðir í ár „Þetta eru huglægar spurningar en sömu spurninga hefur verið spurt fyrri ár, sem gerir þetta sambærilegt milli ára,“ segir Guðbjörg, en í ár dregur úr almennri ánægju þeirra sem nýtt hafa þjónustu eða leitað að- stoðar lögreglunnar milli ára. Í ár voru 16% óánægð í samanburði við 14% í fyrra. Þeir sem höfðu leitað þjónustu eða aðstoðar með sam- félagsmiðlum reyndust ánægðastir, eða 92% þeirra. Þá segja um 73% svarenda að lög- reglan sé aðgengileg, sem er lægra hlutfall en árin á undan, þegar það var 77-78%. Enn færri þótti lögreglan aðgengileg árið 2011, eða 68%. Yngri aldurshópunum fannst lög- reglan óaðgengilegri en þeim sem eldri eru. Þá fannst íbúum á Austur- landi lögreglan óaðgengilegri en íbú- um í öðrum landshlutum. „Þeir eru að koma verr út en hin embættin en það er óljóst hver ástæðan er. Það gæti spilað inn í að það er langt á milli lög- reglustöðva í umdæmi lögreglunnar á Austurlandi,“ segir Guðbjörg, en skoða þurfi betur og heildstætt hver niðurstaðan sé varðandi umdæmi lög- reglunnar um land allt. Skoða hvort rekja megi til álags „Sýnileiki lögreglunnar mælist minni,“ segir Guðbjörg einnig, en 7,4% svarenda sögðust aldrei sjá lög- reglumann eða lögreglubíl í sínu hverfi eða byggðarlagi að jafnaði. Til samanburðar voru það 4,4% árið 2014 og 5,9% árið 2013 en ekki var spurt árið 2015. Guðbjörg telur mögulegt að þetta megi rekja til álags á lögregl- una en það þurfi þó að skoða nánar. Aðeins 334 eða 13,7% sögðust sjá lög- reglumann eða lögreglubíl vikulega. Sýnileiki lög- reglunnar minni en áður  19% leita til lögreglu í gegnum sam- félagsmiðla og 92% þeirra eru ánægð Morgunblaðið/Eggert Aðstoð Fólk 56 ára og eldra er lík- legra til að leita til lögreglunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.