Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 5
www.rafnar.is | info@rafnar.is | 525 2320 Siglt til framtíðar Magnað ferðalag Emblu 2016 Embla er 11 m langur harðbotna slöngu- bátur (RIB) sem er hannaður og smíðaður hjá fyrirtækinu Rafnar í Kópavogi. Í maí sl. sigldi Embla frá Reykjavík til Svíþjóðar til að taka þátt í HSBO bátasýningunni (High Speed Boat Operations Forum) í Gautaborg þar sem flestir stærstu bátaframleiðendur heims sýna báta sína. Alls tók það Emblu 51 klukkustund og 39 mínútur að sigla þessar 1.363 sjómílur á 26,4 hnúta meðalahraða. Ekki er vitað til þess að bátur af þessari stærð hafi nokkru sinni áður siglt þetta hratt frá Íslandi yfir hafið. Embla sýndi afburða frammistöðu á ferðalaginu við margvísleg veðurskilyrði og mismunandi sjólag. Rafnar ehf. er tæknivætt og framsækið fyrirtæki sem var stofnað árið 2005 af Össuri Kristinssyni í þeim tilgangi að innleiða nýstárlega hugmynda- fræði í hönnun skipsskrokka. Fólki sem fæst við löggæslu- og björgunarstörf, hafnsögu og aðra siglingatengda starfsemi, býðst nú að koma í reynslusiglingumeð Emblu. Upplýsingar og bókanir hjá Þorsteini Jónínusyni í 525 2320 eða thorsteinn.joninuson@rafnar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.