Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 30
úr hverfinu sem þær ólust upp í og nú er komið að Elenu að fær- ast upp á við í samfélaginu. Hún hefur lokið háskólanámi og giftir sig menntamanni úr þekktri og vel tengdri fjölskyldu. Hjónabandið reynist þó engin lautarferð; eig- inmaðurinn er þumbaralegur og áhugalítill um flest og hún finnur sig ekki í móðurhlutverkinu. Við það bætist pressa, einkum frá henni sjálfri en líka utan að, því eftir að hafa skrifað vinsæla bók finnur hún sig knúna til að halda áfram á þeirri braut, en það geng- ur heldur brösuglega. Sagan gerist á 7. áratug síðustu aldar, upp úr 1968 eða svo, en á þeim tíma voru gríðarlegar þjóð- félagsbreytingar á Ítalíu, eins og víðast hvar annars staðar í Evr- ópu. Vinkonurnar fara ekki var- hluta af því, þær gerast virkar í Þeir sem fara og þeir semfara ekki er þriðja bókin ífjögurra bóka sagnabálkiElenu Ferrante um vin- konurnar Lilu og Elenu frá Napólí og vægast sagt flókna vináttu þeirra og samskipti frá barnsaldri fram á fullorðinsár. Sagan hefst þar sem bók númer tvö, Saga af nýju ættarnafni, lauk og það er eiginlega ekki hægt að fjalla um þessa þriðju bók án þess að sleppa því að minnast á þær sem á undan eru komnar, því þetta er hrein framhaldssaga. Þegar hér er komið sögu hafa aðalpersónurnar báðar komist út Skáldsaga Þeir sem fara og þeir sem fara hvergi bbbbn Eftir Elenu Ferrante. Bjartur 2016. Kilja, 425 blaðsíður. ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR Kraftmikil og tilgerðarlaus vinkvennasaga 30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2016 Ferskt ítalskt pasta Bleikteikning eftir Hergé, höfund bókanna um ævintýri Tinna, af blað- síðu 26 í bókinni Í myrkum mána- fjöllum, var slegin kaupanda á upp- boði í París fyrir metfé fyrir frumteikningu af slíkri síðu, rúm- lega 182 milljónir króna. Fyrir upp- boðið hafði teikningin verið metin á 80 til 100 milljónir króna. Síðuteikning Hergés er 50 x 35 cm, gerð með kínversku bleki, og sýnir hvar Tinni, hundurinn Tobbi og Kolbeinn kapteinn ganga í geim- búningum á tunglinu og horfa til jarðar. Bókin sem síðan er í, Í myrk- um mánafjöllum, kom fyrst út árið 1954, er framhald sögunnar Eldflaugastöðin, og telja sérfræð- ingar hana vera eina að bestu sögum þessa vinsælasta teiknimyndasögu- höfundar liðinnar aldar. Hæsta verð sem áður hafði verið greitt fyrir síðuteikningu eftir Hergé úr Tinnabókunum var 148 milljónir króna, sem árið 2012 voru greiddar fyrir káputeikninguna af Tinni í Ameríku. Hergé er einnig höfundur dýrustu teikningar sem tengist teiknimyndasögum af nokkru tagi, en það var greitt fyrir frumteikningu saurblaðanna sem prýddu Tinnaútgáfur á árunum 1937 til 1958; fyrir hana greiddi safnari 300 milljónir króna fyrir tveimur ár- um. Verðmæt Teikning Hergé með kín- versku bleki af síðu 26 í Tinnabók- inni Í myrkum mánafjöllum. Tinnamynd kostaði 182 milljónir Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Tónlistarmaðurinn sem kallar sig Umma, Unnsteinn Guðjónsson, hef- ur sent frá sér sína þriðju breiðskífu og kallar hana Of mikið af fersku lofti. Á plötunni eru fjórtán frum- samin lög. Fyrri plötur Umma, Ummi og Stundum er minna meira komu á markað árin 2010 og 2013. Umma þekkja margir sem annan helm- ing dúettsins Sól- strandagæjanna. Lögin hljóðritaði hann í Kaupmannahöfn og í Vancou- ver í Kanada en síðarnefndu borg- inni hefur hann verið búsettur síð- ustu ár. Hann segir að með útgáfu plötunnar ljúki einu áhugaverðasta verkefni sem hann hafi tekið sér fyr- ir hendur í texta- og tónlist- arsköpun. „Nokkrum vikum eftir að síðasta plata mín kom út flutti ég með fjöl- skylduna vestur um haf til Vancou- ver, eftir að hafa búið í 13 ár í Eng- landi,“ segir Ummi. „Á þeim tíma var ég þegar farinn að undirbúa upptökur á uppsöfnuðu efni og sá fyrir mér að halda áfram á mjög svipaðan hátt við upptökur. Það sem kom mér á óvart var að eftir aðeins nokkrar vikur hér í Van- couver var ég farinn að spila reglu- lega með einstökum tónlistar- mönnum sem ég hafði kynnst hér og sennileg vegna þess að hugarfar listamanna hérna megin er mjög frábrugðið og miklu afslappara en ég var vanur, og sennileg líka vegna þess að það höfðu verið mikil um- skipti við að flytja yfir hafið, þá fór þessi hugmynd að brjótast um í mér – að snúa öllu á haus í sambandi við hvernig ég nálgaðist upptökur á uppsöfnuðu efni en aðallega þó við laga- og textasmíðar.“ Bölvun eða blessun? „Ég hef gegnum tíðina lagt mikið upp úr því í að reyna að skilja ná- kvæmlega hvaðan sú árátta að semja lög og texta kemur og með tímanum náð mjög góðu valdi yfir því, svo að þetta sé ekki að flækjast fyrir mér í tíma og ótíma, ég hef í raun og veru aldrei sæst á hvort þessi árátta við lagasmíðar sé bölv- un eða blessun. Þó að það sé mjög gefandi ferli að semja eitthvað þá er ég svo sannarlega ekki týpa sem finnst það eitthvað merkilegt að semja tónlist, þetta er bara hluti af tilvistinni. Ég hef haft það sem reglu að reyna aldrei að semja lög og texta því þetta kemur alltaf af sjálfu sér en eftir flutninginn vestur um haf fékk ég sem sagt þessa hugmynd, að í staðinn fyrir að vinna lög sem höfðu safnast upp í skúffuni hjá mér þá ákvað ég að semja plötu um eitt- hvað sem myndi koma mér fyrst til hugar svo ég skrifaði fyrst niður nöfn á 14 lögum og eina helgina sett- ist ég niður og samdi lögin.“ Hvert sækirðu innblástur fyrir lagasmíðina? „Innblásturinn að textunum sæki ég í lífið, í fólk og samræður, í sam- skipti við annað fólk. Ef ég hef eitt- hvað lögmál við að semja tónlist þá er það að aldrei REYNA að semja neitt, vegna þess að þetta verður alltaf til reglulega. En eins og áður sagði þá snéri ég þessu algerlega við þegar ég samdi lögin fyrir þessa plötu en engu að síður var innblást- urinn í sama formi, munurinn var bara að ég leitaði uppi eitthvað sem passaði við nöfnin á lögunum.“ Að skilgreina tilvistina Ummi leggur mikið upp úr hönn- un og umbúðum platna sinna. Hann hefur gefið fyrri plötur sínar út á vínyl og segir ekki ólíklegt að ein- hver eintök þeirrar nýju komi seinna út á því formi. „En nýja plat- an snýst aðeins um tónlistina, ekk- ert annað, svo ég vildi hafa útgáfuna einfalda. Ég hef aldrei áður gert neitt í tón- list eða útgáfu sem ég er svona hundrað prósent ánægður með; þetta er eina platan sem ég hef unn- ið að sem ég hef hlustað á aftur eftir útgáfudaginn …“ Hvaða stefnur og straumar í tón- listinni hafa mest áhrif á þig og hef- ur það áhrif á þína eigin tónlist? „Ég hlusta á alla tónlist og fer í gegnum tímabil það sem ég hlusta meira á eina stefnu en aðra. Það getur verið allt frá Woody Guthrie til Mozart; Billy Holiday, Bob Dyl- an, Bob Marley, the Clash, the Pixi- es, Black Sabbath, the Kinks, The Flaming Lips, svo einhverjir séu nefndir. En Dylan er án efa sú per- sóna sem hefur haft mest áhrif á mig og mikið af mínum lagasmíðum er undir áhrifum frá honum.“ Núna ertu búsettur í Vancouver, notarðu textasmíði til að halda tengslum við Ísland? „Nei, ég held að ég noti texta- smíðarnar til að vera í tengslum við sjálfan mig. Fyrir mér eru laga- og textasmíðar aðeins túlkun á vissum straumum sem eru allt í kringum okkur alla daga, ég helda að allar lif- andi verur skynji þetta sama en sumir þurfa að kryfja þetta til mergjar og hripa það niður á blað til að geta skilgreint tilvist sína og ann- arra og ég sennileg einn af þeim.“ Ummi starfar við kvikmyndagerð vestur í Kanada og segir skemmti- leg verkefni framundan á því sviði. „Hvað snýr að tónlistinni, þá er ég er með nokkrar plötur tilbúnar til upptöku sem mig langar að takast á við á næstu misserum,“ segir hann. Snéri öllu á haus  Tónlistarmaðurinn Ummi gefur út þriðju hljómplötuna  Lagasmíðar „bara hluti af tilvistinni“  Fluttur til Vancouver og fór nýjar leiðir við gerð plötunnar Listamaðurinn „Innblásturinn að textunum sæki ég í lífið, í fólk og sam- ræður, í samskipti við annað fólk,“ segir Ummi um textana við lögin á nýju plötunni, en hann fór nýja leið við að semja þau, búsettur í nýju landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.