Morgunblaðið - 22.11.2016, Page 22

Morgunblaðið - 22.11.2016, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2016 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Jónína BjörgHalldórsdóttir fæddist 4. ágúst 1933 í Leifshúsum, Svalbarðsströnd, Suður-Þingeyj- arsýslu. Hún lést 12. nóvember 2016 á Dvalar-og hjúkr- unarheimilinu Höfða, Akranesi. Hún ólst upp í Litla-Hvammi á Svalbarðsströnd. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór Kristinn Valdimarsson, f. 31. október 1893, d. 5. nóvember 1963, og Katrín Guðmundsdóttir, f. 8. apríl 1907, d. 1. ágúst 1992. Jónína var elst fimm systkina sinna. Næstur henni var Ásgeir, börn þeirra eru Snjólaugur Ingi, Jónína Björg og Sonja Ósk. Þau eru búsett á Fáskrúðsfirði. 2) Ástþór Auðunn húsasmiður, f. 19. apríl 1961. Hann á tvo syni, Ásberg og Auðun, og eru þeir bú- settir í Hafnarfirði. 3) Katrín Edda hjúkrunarfræðingur, f. 2. júlí 1969, gift Jóni Guðmundssyni garðyrkjufræðingi. Börn þeirra eru Ívar Hrafn, Ásta Sóley og Ír- is Petra. Þau eru búsett á Akra- nesi. Jónína fór ung að heiman til að vinna fyrir sér, var m.a. hjá prestinum í Laufási og fékk þar tilsögn í dönsku. Hún var við nám í Héraðsskólanum á Laugum, Þingeyjarsýslu. Hún lauk námi við Hjúkrunarskóla Íslands í mars 1958. Hún hóf þá störf sem hjúkrunarfræðingur við Sjúkra- hús Akraness og starfaði þar allt til ársins 2000. Jónína verður jarðsungin frá Akraneskirkju í dag, 22. nóv- ember 2016, og hefst athöfnin kl. 13. f. 1934, d. 2016. Helga, f. 1937, Svava, f. 1938, d. 2016, og Valdimar, f. 1944, d. 2014. Hún giftist Snjó- laugi Þorkelssyni, f. 23. maí 1932, d. 11. janúar 2016, 29. ágúst 1959. Þau bjuggu mestallan sinn búskap á Hjarðarholti 1, Akranesi. Snjólaugur var sonur Þorkels Guðmundssonar á Jörva, Akranesi og Ástu Jónsdóttur í Lindarbrekku, Akranesi. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Halldór Unnar skrifstofustjóri, f. 17. júní 1959, í sambúð með Jónínu G. Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingi, Þú gafst mér lífið varst mér ljós og líf mín líkn og hlíf. Mig studdir þú í stormum varst minn styrkur. Og aldrei var það myrkur að þar ei lýstir þú. Mér gafstu ást og trú og allt sem er kærast best og blíðast það ert þú. (María Skagan) Elsku mamma mín, nú ertu búin að fá hvíldina. Það er létt- ir eftir 14 ár í klóm Alzheimer þar sem þú smám saman hvarfst frá okkur. Fyrstu árin varstu svo dugleg, lést ekki þennan sjúkdóm stoppa þig heldur hélst ótrauð áfram. Mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú varst mér. Þú varst mér góð mamma og studdir mig vel út í lífið. Þú vart ung ákveðin að mennta þig og hafð- ir alla tíð gaman af að læra. Þú lærðir hjúkrun sem varð þitti ævistarf og leystir það vel af hendi. Nýútskrifuð ákvaðst þú að fara að vinna á sjúkrahúsinu á Akranesi og þá voru örlög þín ráðin. Þar kynnist þú pabba sem varð eiginmaður þinn í 56 ár en hann kvaddi okkur fyrir 10 mánuðum. Þið pabbi ferð- uðust mikið innan lands og ut- an. Þið áttuð góða tíma í sum- arbústaðnum ykkar á Þingvöll- um. Meðan þú hafðir heilsu varstu boðin og búin að hlaupa undir bagga með okkur. Þú varst dugleg að sinna barna- börnunum sem minnast þín sem ömmu sem vildi alltaf vera að gefa þeim ís að borða. Þú varst glaðvær og hafðir gaman af lestri bóka og ljóða. Þú varst rík að vinkonum sem reyndust þér vel í veikindunum. Síðustu árin varst þú á hjúkrunarheimilinu Höfða þar sem þú fékkst frábæra umönn- un. Þú fékkst friðsælt andlát og ég er þakklát að hafa verið hjá þér. Hláturinn þinn er hljóðn- aður. Hvíldu í friði, elsku mamma, ég veit að pabbi mun taka vel á móti þér. Katrín Edda Snjólaugsdóttir. Hún Ninna skólasystir mín er dáin og fram í hugann streyma fyrst minningar frá löngu liðnum samverustundum. Við sáumst fyrst 1. febrúar 1955 þegar við 17 ungar stúlkur hófum nám í Hjúkrunarskóla Íslands. Þá var skylda að búa í heimavist skólans sem var á þriðju hæð Landspítalans og líka tvö herbergi í risinu. Dvöl í heimavist er dýrmæt og skemmtileg reynsla. Það var ekki auðvelt fyrir okkur, ungar að árum, að takast á við erfiðar aðstæður í vinnunni og því nauðsynlegt að geta leitað styrks hjá hinum í hópnum og rætt saman í lok vinnudags. Við Ninna vorum líka samtíða þeg- ar við vorum í verklegu námi á Sjúkrahúsi Akureyrar veturinn 1956-57 og þá kynntumst við ennþá betur því hópurinn var fámennur þar. Mér er minn- isstætt hvað það var mikið um slys í umdæmi sjúkrahússins þennan vetur og því mæddi mikið á Ninnu því hún var eini hjúkrunarneminn á skurðstof- unni. Það var því mjög oft að Ninna var kölluð út að kvöld- lagi eða um helgar þegar hún var að vinna þar. En gleðistundirnar voru líka margar og hópurinn samrýnd- ur. Á árshátíð Sjúkrahúss Ak- ureyrar lék Ninna á móti Guð- nýju starfsstúlku í smáleikþætti sem skemmti- nefndin samdi sjálf. Guðný lék groddalegan lækni, stóran og feitan og Ninna óframfærna sveitakonu. Læknirinn skipaði henni að afklæðast en konan var alltaf að reyna að segja eitthvað, en hann sagði henni bara að fara úr fleiri flíkum. Að lokum stóð hún í hallærislegum ullarnær- fötum og gat loks stunið því upp að hún væri ekkert veik heldur hefði hún átt að færa lækninum skilaboð. Þá varð hann fokvondur og spurði af hverju í ósköpunum hún hefði ekki sagt sér það strax, en hann hafði alltaf þaggað niður í henni þegar hún opnaði munn- inn. Leikþátturinn vakti mikla lukku og svo var dansað af hjartans lyst þó að herrarnir væru alltof fáir. Ein af starfs- stúlkunum, Norðlendingurinn Jóhanna Hólmgeirsdóttir, spil- aði fyrir dansinum og gerði það ljómandi vel á harmonikku, en Gissur Pétursson læknanemi spilaði með henni á píanó. Allir skemmtu sér vel. Allar mínar minningar um Ninnu eru góðar. Hún hafði skemmtilega nærveru, var glaðlynd og kjarkmikil að eðl- isfari og mér fannst alltaf skemmtilegt í návist hennar því hún var alltaf svo hressileg í framkomu. Þessi vetur sem við vorum nemar á Akureyri var afar snjóþungur svo við gátum ekk- ert farið út fyrir bæinn nema fyrst eftir að við komum norður um haustið. Þá bauð Ninna okkur að koma með sér í heimsókn til foreldra sinna út á Svalbarðs- strönd. Það voru gæðaleg eldri hjón sem tóku vel á móti okkur, þau Halldór og Katrín, og þótti gaman að fá okkur í heimsókn. Eftir útskrift úr skólanum tvístraðist hópurinn okkar. Sumar fóru út á land að vinna og aðrar í frekara nám, t.d. á skurðstofu Landspítalans, en í fjölda ára höfum við hist einu sinni í mánuði á veitingahúsi og borðað saman og nú eru makar okkar alltaf með í hópnum. Ninna fór að vinna á Sjúkra- húsinu á Akranesi og þar kynntist hún honum Snjólaugi sínum og settist þar að til fram- búðar. Ég kveð hana með þakk- læti fyrir samveruna og sendi fjölskyldunni samúðarkveðjur. Fyrir hönd skólasystra úr Hjúkrunarskóla Íslands, Ragnheiður Ragnarsdóttir. Jónína Björg Halldórsdóttir ✝ Margrét Þor-valdsdóttir fæddist í Hrísey 1. október 1922. Hún andaðist á Landa- koti 13. nóvember 2016. Foreldar hennar voru Þor- valdur Baldvinsson skipstjóri, f. 24. ágúst 1895, d. 25. ágúst 1965, og Sig- fúsína Jónína Guð- ný Sigfúsdóttir, húsfreyja, f. 20. júní 1899, d. 7. nóvember 1990. Bróðir Margrétar var Þorsteinn útvarpsvirki, f. 29. ágúst 1927, d. 19. febrúar 2007. Hinn 18. september 1948 gift- ist Margrét Sveinbirni Egilson, f. 14. maí 1920, d. 21. ágúst 1988. Foreldar hans voru Svein- björn Ásgeir Þorsteinsson Eg- ilson ritstjóri, f. 21. ágúst 1863, d. 25. október 1946, og Elín Svanhvít Vigfúsdóttir Egilson húsfreyja, f. 13. maí 1892, d. 5. júní 1965. Börn Margrétar og Sveinbjarnar eru: 1) Elín Lovísa Egilson, f. 10. janúar 1950, gift kvæntur Guðrúnu Kristínu Kristjánsdóttur. Börn Smára og Guðrúnar eru Katrín Eir, f. 1994, og Melkorka Sif, f. 2000. Atli Már, f. 1980. 4) Guðríður Egilson, f. 31. desember 1954. Dóttir hennar og Felix Valssonar er Þórunn Helga, f. 1982. 5) Þorsteinn Egilson, f. 8. apr- íl 1957, kvæntur Eygló Ólafs- dóttur, f. 29. janúar 1957. Börn þeirra eru Bára, f. 1981. Dóttir Báru er Ástrós Thelma Davíðs- dóttir, f. 2006. Grétar Sveinn, f. 1986, d. 2014, og Brynja, f. 1994. Margrét fæddist og ólst upp í Hrísey. Eftir fermingu flutti hún með fjölskyldu sinni á Siglu- fjörð þaðan sem hún lauk gagn- fræðaprófi. Eftir það starfaði hún sem talsímakona hjá Lands- símanum á Siglufirði. Þaðan lá leiðin suður til Reykjavíkur í húsmæðraskóla og þar kynntist hún manni sínum, Sveinbirni Egilson. Þau bjuggu allan sinn búskap að Barðavogi 34. 1995 flutti hún í Sjávargrund í Garða- bæ þar sem hún bjó þar til hún andaðist. Margrét var virk í starfi Thorvaldsensfélagins og lagði sitt af mörkum til þess að að- stoða og létta undir með öðrum. Útför Margrétar fer fram frá Langholtskirkju í dag, 22. nóv- ember 2016, kl. 13. Holger Torp, f. 21. júlí 1950. Dætur þeirra eru Margrét Sjöfn Torp, f. 1973, gift Andra Snæ Magnasyni. Börn Margrétar og Andra eru Hlynur Snær, f. 1997, Kristín Lovísa, f. 2002, Elín Freyja, f. 2005, og Hulda Fil- ippía, f. 2008. Hanna Björgheim Torp, f. 1980, gift Jóhannesi Árnasyni. Börn Hönnu og Jóhannesar eru Ásta Margrét, f. 2006, Embla Guð- laug, f. 2006, og Lilja Ragnhild- ur, f. 2011. Sunneva Torp, f. 1982, maki Snæbjörn Konráðs- son. Börn Sunnevu eru Telma Þórunn Árnadóttir, f. 2006, og Sölvi Hrafn Imsland, f. 2008. 2) Sveinbjörn Ásgeir Egilson, f. 29. desember 1950. 3) Þorvaldur Sigfús Egilson, f. 26. mars 1952, kvæntur Að- alheiði Rúnarsdóttur, f. 4. des- ember 1967. Synir Þorvaldar og Fríðu Aðalheiðar Sæmundsdótt- ur eru Smári Rúnar, f. 1973, Fallin er frá mágkona mín og vinkona, Margrét Þorvaldsdóttir. Við kynntumst fyrir 66 árum er ég kynntist Þorsteini, bróður hennar. Fyrstu árin í búskap okkar bjuggum við á sama stað að Barðavogi 34, þar sem hún bjó síðan ásamt manni sínum, Svein- birni Egilssyni, og fimm börnum um langa tíð. Við Steini fluttum síðan á Langholtsveg þannig að stutt var á milli okkar. Börn okk- ar ólust upp eins og systkini, slík- ur var samgangurinn. Við vorum samrýndar og unn- um mikið saman að ýmsum verk- um. Í seinni tíð reyndum við að hittast sem oftast en varla leið sá dagur sem við vorum ekki í síma- sambandi. Að leiðarlokum vil ég þakka þér, kæra vinkona, langa og góða vináttu sem aldrei bar skugga á. Elsku Ella, Svenni, Valdi, Gauja og Steini. Megi Guð gefa ykkur og fjölskyldum ykkar styrk og huggun í sorginni. Margrét Ágústa Þorvalds- dóttir og fjölskylda. Margrét Þorvaldsdóttir gerð- ist félagskona í Thorvaldsens- félaginu fyrir 24 árum. Hún var alla tíð virk í góðgerðarstörfum félagsins og tók að sér margvís- leg trúnaðarstörf. Málefni barna voru henni hugleikin og sat hún í stjórn Barnauppeldissjóðs í fjög- ur kjörtímabil, samtals 12 ár. Margrét var góð sölukona og gekk henni vel að selja jólamerk- in. Þá prjónaði hún afar fallegar alpahúfur sem voru til sölu á Thorvaldsensbazar þar sem hún stóð iðulega vaktina í sjálfboða- vinnu. Hún var dugleg að sækja fundi alla tíð og bauð hún gjarnan með sér mákonu sinni, dætrum og tengdadóttur, ekki síst á jóla- fundina. Margrét var glæsileg kona svo eftir var tekið með ein- staklega prúða og hlýja fram- komu. Thorvaldsenskonur kveðja hana með söknuði og votta að- standendum samúð. Anna Birna Jensdóttir, formaður Thorvaldsens- félagsins. Margrét Þorvaldsdóttir Fallinn er frá sveitungi, fjöl- skylduvinur og drengur góður, Hörður Guð- mannsson frá Skálabrekku, Þing- vallasveit. Það var ávallt gaman að hitta þennan spaugsama granna á hlaðinu á Skálabrekku, við fjöru- borð Þingvallavatns sem víðar. Sveitirnar eystra með öllum sínum síbreytileika breytast einnig við fráfall hvers sveitunga sem þar hefur átt svo mörg spor- in og sett sterkan svip á mannlífið við Þingvallavatn. Mikil og góð samskipti voru á milli Skálabrekku- og Nesjavalla- fjölskyldunnar sem og annarra íbúa á svæðinu. Fjölskyldan átti því margar og góðar samverustundir með Hadda, eins og hann var oftast kallaður í daglegu tali, þ.e. ýmist við veiðar, heyskap, réttir, smíð- ar, siglingar eða annað sem til- heyrði samskiptagóðu sveitalífi umhverfis vatnið. Oft komu þeir feðgar, Haddi og Guðmann, við á Nesjavöllum ásamt fjölskyldu í kaffispjall og þá var oft glatt á hjalla, t.d. þegar pabbi var búinn að taka fram vindla fyrir þá kappa og/eða þeg- ar þurfti að útfæra hin ýmsu smíðaverkefni. Einnig var nokkuð um að farið væri í heimsóknir að Skála- brekku og víðar í Þingvallasveit til að taka í spil og tefla á veturna þegar lagnaðarís var á Þingvalla- vatni, en vegir ófærir vegna snjóa. Stundum voru varhugaverðar sprungur í ísnum við Skála- brekkugrunn, Heiðarbæjardjúp og Klumbu sem aka þurfti greitt yfir svo ekkert færi úrskeiðis, reyndar nokkuð glæfralegt stundum. Síðan fóru sumir um vatnið í heimsóknir á milli bæja á skaut- um og margar sögur til af þeim Hörður Guðmannsson ✝ Hörður Guð-mannsson fæddist 23. nóv- ember 1941. Hann lést 24. október 2016. Útför Harðar fór fram í kyrrþey 2. nóvember 2016. ferðum, sumar nokkuð djarfar, t.d. þegar Guðmundur í Króki var á leið að Skálabrekku að sækja fé og ísinn var svo þunnur á kafla norðan við eyjarnar (vatnið hafði brotið af sér og frosið aft- ur) að þegar hann spyrnti fast í þá komu brestir í ísinn, en áfram hélt Guðmundur með léttri skautasveiflu að Skála- brekkuvör. Skemmtilegir tímar eystra, þótt verkefnin væru oft erfið og krefjandi. Búskap aflagði Haddi fyrir all- mörgum árum ásamt móður sinni, en þau héldu búskap um tíma á Skálabrekku eftir að Guð- mann lést 1993. Haddi vann einnig við ýmis verkefni í þjóðgarðinum á Þing- völlum ásamt Jóhanni í Mjóanesi, samhentir heiðursmenn. Haddi dvaldi hin síðari ár hér í borginni (einnig Regína sem lést 2006) og vann hjá Sægreifanum þar sem hann undi sér vel allt til dánardags. Sveitirnar eystra voru honum kærar sem fyrr, þ.e. mannlífið, litadýrðin, spegilslétt Þingvalla- vatnið, fuglalífið með sínum vor- og vatnasöng, tignarleg Þing- valla- og Grafningsfjöllin, tungls- birtan á veturna og fannhvít jörð og/eða til að kasta neti fyrir bleikju og urriða. Hann fór því reglulega austur til að rækta vinabönd við sveit- unga sína og sumarhúsaeigendur og nú síðast nokkru áður en hann lést og þá hress að vanda. Hadda mun fjölskyldan minn- ast með virðingu og þökk sem og þeirra heiðurshjóna Guðmanns og Regínu sem og Hilmars (son- ur/bróðir) sem fórst ungur af slysförum ytra. Blessuð sé minning þeirra. Guð verndi minningu Hadda með þökk fyrir afar góð kynni og samskipti gegnum árin. Samúðarkveðjur sendum við fjölskyldu og vinum Harðar Guð- mannssonar frá Skálabrekku. Fyrir hönd fjölskyldunnar frá Nesjavöllum, Ómar G. Jónsson. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann alls- herjardóm Jón B. Sæmundsson ✝ Jón B. Sæ-mundsson fæddist 17. mars 1954. Hann lést 8. nóvember 2016. Útför Jóns fór fram 17. nóvember 2016. sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Þín mamma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.